Morgunblaðið - 09.07.1985, Side 55

Morgunblaðið - 09.07.1985, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1985 ----- " . --|--------------—--i------ 55 ■5T VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS h// ujvun>\*'uhJ'ts if Fíflalæti á knattspyrnuvelli Knattspyrnuáhugamaður skrifar: Tilefni þessara skrifa minna er sú mikla athygli sem fjölmiðlar hafa beint að Knattspyrnufélag- inu Augnablik úr Kópavogi. Nú fyrir skömmu kom m.a. næstum heilsíðu frásögn um félagið í einu dagblaðinu og skömmu þar áður höfðu öll dagblöðin birt tilkynn- ingu frá þeim. Að mínu mati ættu þessir piltar ekki heima á knatt- spyrnuvelli heldur miklu frekar í leikhúsi eða jafnvel hringleika- húsi. Knattspyrnan er ein vinsæl- asta íþróttin á Islandi og hefur hingað til farið að mestu leyti friðsamlega fram. Hinsvegar verðum við að passa okkur að láta ekki fíflalæti innan vallar sem utan eins og piltarnir í Augnablik hafa stundað skemma fyrir íþrótt- inni. Skemmst er að minnast ólát- anna á knattspyrnuleikjum á Bretlandseyjum og í Evrópu. Hvernig er hægt að ætlast til að áhorfendur hagi sér sómasamlega þegar leikmennirnir eru með bjánalæti? Annað sem ég vil minnast á er sú hneisa fyrir KSÍ að í lögum Augnabliks er sú klásúla að liðið megi ekki færast upp um deild. Þetta þýðir auðvitað að félagið verður að tapa leikjum viljandi eins og þeir lýstu yfir í fréttatil- kynningu sinni um daginn. Þetta er að sjálfsögðu mjög niðurdrep- andi fyrir önnur félög sem eru að berjast fyrir því að komast upp um deild en geta það ekki vegna þess að þau tapa fyrir þessum grínliðum. Það er skiljanlegt að þessir drengir vilji spila knatt- spyrnu en þeir ættu þá að snúa sér að því alfarið með metnaði en sleppa þessum apalátum. Ef þeir geta það ekki eiga þeir ekkert er- indi í knattspyrnumót á vegum KSt heldur geta þeir þá bara tekið þátt í firmakeppnum eða spilað með kunningjum sínum því þar geta þeir fíflast að vild. Þakkir til Kiwanismanna á ísafirði Svava Jóna Markúsdóttir, Fornastekk 6, Rvík. skrifar: Á síðastliðnu ári stofnuðu brottfluttir Álftfirðingar og Seyðfirðingar vestra með sér átt- hagafélag í Reykavík. Fljótlega var tekin ákvörðun um að heim- sækja æskustöðvarnar. 14. júní fórum við 93 saman með rútu til Súðavíkur, þar sem okkur var tekið af einstakri gestrisni sem ekki verður með orðum lýst. í einni af mörgum veislum sem okkur voru haldnar þar, var okkur boðið af Kiwanisklúbnum Básum á ísafirði að koma í ferðalag inn í Æðey ásamt fólki af elliheimilinu á ísafirði sunnudaginn 16. júní. Við þáðum það með þökkum. Þeir sóttu okkur inn í Súðavík á „Fagranesinu" og allir sem gátu komið því við fóru með eða 35 manns. Það var glaða sólskin og blæjalogn. Ekki höfðum við siglt lengi er okkur fór að langa í kaffi og ætluðum við að kaupa kaffi. Jú kaffi gátum við fengið en ókeypis. Þetta var bara upphafið á gest- risni þeirra. Þegar við komum inn til Æðeyj- ar lagðist skipið að bryggjunni. Þannig hagar til á eynni, að bær- inn stendur hinu megin á eynni gagnstætt bryggjunni og er tals- verður spölur að ganga þangað. Buðust þá Kiwanismenn til þess að selflytja þá, sem ekki treystu sér að ganga, á litlum vélbát að bænum. Þau sem voru yngri og hraustari gengu að bænum ásamt Engilbert Ingvarssyni frá Tyrðilsmýri á Snæfjallaströnd og Jónasi Helga- syni bónda í Æðey. Sögðu þeir okkur allt um það sem fyrir augu bar á leiðinni. Kiwanismenn, eiginkonur þeirra og húsráðendur tóku á móti okkur er við komum heim að bæn- um. Þar biðu okkar allskyns kræs- ingar sem höfðu verið fluttar á tveim hraðbátum alla leið frá ísa- firði. Og nú höfðu eiginkonur Kiw- Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þv( ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. anismanna lagt á borð fyrir okkur þarna á hlaðinu. Það er lofsvert framtak af Kiw- anismönnum að bjóða fólki af elli- heimili ísafjarðar í slíkt ferðalag, sem mér skilst að þeir geri a hverju sumri. Nú nutum við góðs af tvöfaldri gestrisni þeirra. Eftir veitingarnar skoðuðum við eyjuna enn frekar, þar er margt að sjá, þó æðavarpið sé sennilega markverðast. Áður en lagt var af stað heim til Súðavíkur þá sæmdi Sturla Hall- dórsson Jónas Helgason, bónda í Æðey og frú hans, gullmerki þeirra Kiwanismanna. Þá flaug í gegnum huga minn að ánægjulegt llallfríður Georgsdóttir, Mark- holti 24, Mosfellssveit, skrifar: Vegna skrifa Jóhanns Guð- mundssonar í Velvakanda 3. júlí sl. langar mig að fá birt eftirfar- andi: 12. júní sl. var merkisafmæli innan fjölskyldu minnar. 1 tilefni • þess var ákveðið að borða í Valhöll á Þingvöllum. Við pöntuðum borð með fyrirvara fyrir tíu manns. Þegar austur var komið upp úr klukkan 19.00 var strax tekið á móti okkur, okkur sýnt borðið, sem var blómum skreytt og af- hentir matseðlar. Tveir frábærir þjónar þjónuðu hefði verið ef okkar nýstofnaða fé- lag hefði getað veitt Kiwanis- mönnum einhverja viðurkenningu. Við kvöddum síðan heimamenn og héldum áleiðis með „Fagranes- inu“. Á leiðinni tók einn Kiwan- ismanna upp harmonikku settist út á dekk og fólkið tók til við að dansa. Til Súðavíkur komum við kl. 21. Við sem fórum þessa ferð munum seint gleyma henni svo frábært og elskulegt var allt fólkið sem að ferðinni stóð. Ég vil fyrir hönd félagsins færa ykkur öllum alúðarþakkir, með ósk um að ykkur gangi allt í hag- inn í framtíðinni. okkur til borðs allan tímann. Mat- urinn kom fljótt og var mikill og mjög góður en ég vil taka það fram að fæst okkar pöntuðu sömu rétti. Ekki má gleyma koníaks- lögginni, sem kom óbeðið með vindlunum svo hægt væri að bleyta í honum á réttan hátt. Reikningurinn kom þegar við ósk- uðum eftir og kom mjög á óvart. Fyrr á árinu höfðu fjögur af okkur farið í mat á fínan veit- ingastað í Reykjavík. Þar var verðið miklu hærra, maturinn ekki betri en svipuð þjónusta. Með kærri kveðju til starfsfólks í Valhöll þetta kvöld. mm* ( 11 L*i Ferðafólkið í bæjarhlaðinu í Æðey. Hve há er húsaleigan hjá borginni? Súsý skrifar: Kæri Velvakandi, viltu ljá mér pláss í dálkum þínum? Það væri fróðlegt að vita hvað húsaleigan er há hjá borginni. Vonandi er það ekkert leyndar- mál. Ekki er haft hátt um það hve há hún er. Ég tel að við skattborgarar eigum rétt á að vita það. Hvað er leigan há á tveggja herbergja íbúðum, þriggja her- bergja íbúðum og fjögurra her- bergja íbúðum og er hitinn inni- falinn í leigunni? Og hver borgar mismuninn á leigu hjá borginni og á frjálsum markaði? Frábær þjónusta í Hótel Valhöll Vapona og Shelltox Lyktariausu flugnafælurnar fAst A öllum helstu shell-stöðum og Í FJÖLDA VERSLANA UM LAND ALLT. \Z Skeljungur h.f. SMÁVÖRUDEILD - SÍMI: 81722 / Eg óska eftir aö fá sendan KAYS pöntunarlistann í póstkröfu á kr. 200.- laöviöbættu póstburðargjaldi). Nafn Heimlli Staður Póstnr. NYJASTA VETRARTÍSKAN Hver var að tala um dýrtíð? Hjá okkur er úrvalið ofsalegt og verðið súper W

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.