Morgunblaðið - 09.07.1985, Síða 60

Morgunblaðið - 09.07.1985, Síða 60
SDUMFEST lANSTRAIIST ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Mokveiði hjá Vestmanna- eyjatogurunum: Breki fékk 140 tonn af þorski á þrjátíu klukku- stundum Gkki hefst undan að vinna aflann Vestmannaeyjum, 8. júlí. MOKVEIÐI hefur verið síðustu dagana hjá þeim 7 togurum sem héðan eru gerðir út og hefst eng- ann veginn undan að vinna afla þeirra í frystihúsunum. Er nú lönd- unarbið hjá togurunum og nokkrir þurfa að sigla með aflann til út- landa. í dag er verið að landa úr Breka sem er með 250 tonn af þorski, en það fékkst í flottroll út af Vestfjörðum. Sem dæmi um ævintýralegt fiskerí hjá þeim á Breka má nefna að þeir fengu 140 tonn á 30 klukkustundum í lok veiðiferðarinnar. Breki á nú að- eins eftir 300 tonn af þorskkvóta sínum. . Klakkur bíður í höfninni eftir löndun með 180 tonn af þorski, sem einnig fékkst í flottroll fyrir vestan. Þennan góða afla fékk skipið á aðeins þremur veiðidög- um. Á morgun er Bergey vænt- anleg inn til löndunar með 100 tonn af karfa og ufsa. Sindri er á landleið með 130 tonn af þorski og Vestmannaey er komin með 160 tonn af ufsa. Er verið að reyna að koma þessum skipum á söludaga erlendis, Sindra í Eng- landi og Vestmannaey í Færeyj- um. Litlu „tvílembingarnir" pólsku, Gideon og Halkion, láta heldur ekki sitt eftir liggja í þessum uppgripum fyrir vestan. Halkion er á leið til Englands með 90 tonn af þorski og Gideon er kominn með góðan afla og lá í aðgerð í morgun. Ekki er vitað hvort hann fær löndun í heimahöfn. — hkj. Náði 28 punda flugulaxi eftir 1 km eltingarleik BANDARÍSKUR veiðimaður, Phillip Bowie, veiddi 28 punda nýgenginn lax í Laxá í Aðaldal á Tóstudagskvöldið í veiðistaðnum Vitaðsgjafa í landi Ness og Árness. Laxinn tók fluguna Black Sheep um klukkan 21.00 og það tók veiðimanninn eina klukkustund og tuttugu mínútur að landa laxinum. Þetta er stærsti lax sem veiðst hefur í Laxá í allmörg ár. „Þetta var feiknabardagi, einhver sá mesti sem maður hefur séð. Laxinn tók miklar rokur og stökk aftur og aftur. Þarna voru sýnd öll tilbrigði," sagði Stefán Skaftason, leiðsögumaður veiðimanna við Laxá á þessum slóðum, í samtali við Morgunblaðið í gærdag, en bandaríski veiðimaðurinn hélt til síns heima strax á sunnudag. Svo mikið gekk á er Bowie þreytti laxinn, að leikslok urðu heilum kíló- metra neðar í ánni en laxinn gein við flugunni. Fremur lítil veiði hefur annars verið á þessum svæðum Laxár það sem af er, í gær voru þar aðeins komnir um 15 laxar á land. Á laugardaginn veiddist þar annar stórlax, 20 punda fiskur, einnig í Vitaðsgjafa. Veiðimenn eru þó ekki svartsýnir, þvf vel hefur aflast á neðri svæðunum í Laxá síðustu daga og svo að sjá sem öflugar smálaxagöngur hafi gert þar vart við sig. Sjá nánar: „Eru þeir að fá’ann? á blaðsíðu 32. Morgunbladið/Vidar Völundarson. Bandaríski veiðimaðurinn, Phillip Bowie (Lh.), heldur skclbrosandi á risalaxinum sem hann veiddi í Laxá í Þingeyjarsýslu. Með honum á myndinni er Völundur Hermóðsson, veiðivörður. Saltfiskútflutningurínn til Portúgal: Undanþága frá 12 % tolli hefur fengist Sjá ennfremur: „Betra að koma með minna af fiski og betri“ á bls. 2. UNDANÞÁGA frá 12% tolli á salt- Hski til Portúgal hefur fengist fram- lengd og gildir hún til áramóta. Vegna undanþágunnar er áfram greiddur 3% tollur af saltfiski sem fluttur er til Portúgal. Útilistayerk með sírennandi vatni FYRIRHUGAÐ er að efna til hugmyndasamkeppni um útilistaverk með sírenn- andi vatni í Reykjavík. Stjórn Kjarvalsstaða, sem átti hugmyndina að sam- keppninni, hefur óskað eftir ábendingum frá skipulagsnefnd og umhverfis- málaráði um staðsetningu verksins. Að sögn Einars Hákonarsonar, formanns stjórnar Kjarvalsstaða, verður hugmyndasamkeppnin auglýst þegar ákvörðun liggur fyrir um staðsetningu listaverks- ins. „Svona listaverk með renn- andi vatni eru víða erlendis og okkur fannst kjörið að koma upp slíku verki hérna í Reykjavík, sem er fræg fyrir gott og tært vatn,“ sagði Einar. „Upphaflega var hugmyndin sú hjá okkur í stjórn Kjarvalsstaða, að koma upp svona listaverki í nýja miðbænum, ná- lægt borgarleikhúsinu, en þar sem nokkur ár eru í að það svæði verði tilbúið, var horfið frá þeim hug- myndum. En það er til nóg af fal- Iegum stöðum í Reykjavík þar sem svona listaverk myndi sóma sér vel,“ sagði Einar. Undanþágan rann út 1. júlí og um tíma var ekki ljóst hvort hún fengist framlengd, meðal annars vegna fyrirsjáanlegra stjórnar- skipta í Portúgal, en undanþága hefur verið veitt til sex mánaða í senn og ávallt fengist framlengd, síðast í desember á síðasta ári. Spánn og Portúgal ganga í Evr- ópubandalagið ( byrjun næsta árs eins og kunnugt er og taka þá reglur bandalagsins gildi. Tvö skip eru nú á leið til Port- úgal með saltfisk, samtals um 2.400 tonn, og Vesturlandið byrj- ar að lesta í dag í Grindavík um eða yfir þúsund tonn. Það sem af er þessu ári hafa verið afhent þangaö 16.500 tonn og nýlega tók- ust viðbótarsamningar um sölu 8.500 til 15 þúsund lesta af blaut- verkuðum saltfisk, þannig að í ár verða seldar þangað á bilinu 25—30 þúsund lestir. I fyrra voru seldar þangað 18 þúsund lestir og 1983 24.500 lestir. Framleiðslan á blautverkuðum þorski á árinu, fram til 1. júní, var 32 þúsund tonn, en var á sama tíma í fyrra 21 þúsund tonn. Af þessum 32 þúsund tonn- um hefur verið afskipað 27 þús- und tonnum og skiptist það þann- ig á milli landa, að til Portúgal hafa farið 16.500 tonn eins og fyrr sagði, 6.600 tonn hafa farið til Spánar, 2.200 til Ítalíu, 1.540 til Grikklands og 400 tonn til annarra landa. Gert er ráð fyrir að 1.500—2.000 tonn til viðbótar verði seld til Grikklands og 1.000-1.500 til Ítalíu. Þá hafa Spánverjar lýst yfir áhuga á kaupum á 4—5 þúsund lestum af tandurfiski til viðbótar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.