Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 170. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjálfsmorðsárás í Suður-Líbanon Beinit, 31. júlí. AP. SJÁLFSMORÐSÁRÁS var gerð nálægt bækistöðvum ísraela í suöurhluta Líban- ons í dag. Bfll, sem ungur súnníti ók, sprakk nálægt torgi, rétt hjá bænahúsi gyðinga í bænum Arnoun, en óljóst er hvort bflnum var ekið á bflalest gyðinga, eða hvort bfllinn sprakk í loft upp er honum var lagt við torgið. Einnig stangast á fréttir um hve margir biðu bana í árásinni. Sósíalíski þjóðarflokkurinn á Sýr- landi (SSNP) hefur lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér. Talsmaður flokksins sagði að a.m.k. 25 gyðingar og hermenn hefði beðið bana ásamt ökumanninum, en líbanskur sjón- arvottur sagði að hann hafi séð þrjá hermenn gyðinga látna og fimm Líbani. Hins vegar segja fsraelar að aðeins hafi tveir hermenn særst og einn Lfbani, auk ökumannsins, beðið bana. Þetta var fjórða sjálfsmorðsárás sem SSNP hefur lýst ábyrgð sinni á í Líbanon á sl. fjórum vikum. Önnur sprengja sprakk f Damask- us í dag i byggingu opinberu sýr- lensku fréttastofunnar, samkvæmt fréttum frá íranskri fréttastofu. I fréttinni sagði að þykkan reykjar- mökk hefði lagt upp frá bygging- unni, en ekki voru nánari upplýs- ingar veittar. Ctvarpið í Damaskus skýrði ekki frá sprengingunni og gátu vestrænir fréttamenn ekki fengið staðfest hvað orsakaði sprenginguna. Þetta var í fyrsta skipti í þrjú ár sem sprenging verður f opinberri byggingu í Damaskus, en það hefur ekki gerst síðan tókst að ráða niður- lögum Bræðralags múhameðstrú- armanna 1982. Þau samtök áttu sök á mörgum sprengingum f opinber- um stofnunum á Sýrlandi á árunum 1976-1982. Átök í Thio AP/Símamynd Átök blossuðu upp f Thio í Nýju Kadelónfu, nýlendu Frakka, þegar lögreglan braust í gegnum vegartálma sem Kanakar, fnimbyggjar sem berjast fyrir sjálfstæði nýlendunnar, höfðu komið upp. Á myndinni sést einn Kanaki varpa bensínsprengju að brynvörðum lögreglubfl. Sex manns særðust í átökunum, en voru meiðsli þeirra ekki talin alvarleg. Kanakar eru f minnihluta á eyjunni, en innflytjendur frá Asíu og Evrópu sem eru í meirihluta, óska ekki eftir sjálfstæði frá Frökkum. AP/Slmamynd Eduard Shevardnadze, utanrfkisráðherra Sovétríkjanna (Lh.), veifar til blaðaljósmyndara, eftir að fundi hans og George Sbultz, utanríkisráðherra Bandarfkjanna (t.v.), lauk í Helsinki í gær. Fundur Shultz og Shevardnadze í Helsinki: Hreinskilnislegar við- ræður og gagnlegar — segja talsmenn ráðherranna Hebnnki, 31. júlf. Frá Birni Bjarnasyni. ÞRIGGJA tíma langur fundur utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, Georges Shultz og Eduards Shevardnadze, dró athyglina frá ráð- stefnu utanríkisráðherranna 35 hér í Helsinki í dag. Eftir fundinn sögðu talsmenn beggja ráðherranna, að hann hefði verið „áhugaverður, gagnlegur og einkennst af hreinskilni". Háttsettir talsmenn Banda- ríkjastjómar sögðu, að farið hefði verið yfir þau mál, sem verið hafa á dagskrá í samskiptum risaveld- anna undanfarið. Fundurinn hefði ekki breytt neinu í sjálfu sér, en verið gagnlegur m.a. til undirbún- ings fundi þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev i Genf i nóvember. Þetta var i fyrsta sinn sem þeir Shultz og Shevardnadze hittust og var tilgangur fundarins öðrum þræði sá, að þeir fengju tækifæri til að kynnast. Á ráðstefnunni sjálfri héldu utanrikisráðherrar landanna 35 áfram að gera úttekt á Helsinki- samkomulaginu i ræðum sínum. Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, flytur ræðu sína í fyrra- málið. Hann var á fundi með utan- ■ríkisráðherrum Norðurlandanna í morgun. Þeir ítrekuðu andmæli sin gegn aðskilnaðarstefnu Suð- ur-Afríku og andmæltu nýsettum neyðarlögum - harðlega. Norski utanrikisráðherrann, Svenn Stray, vakti máls á því hvort ástæða væri til, að ríkisstjórnir þeirra Norðurlanda, sem hafa stjórnarerindreka í Suður-Afríku, kölluðu erindreka sína heim. Sjá einnig grein á bls. 28. Evrópubandalagið: Krefst þess að neyðarlög verði afnumin í S-Afríku Jóhmnnesarbory, 31. jólf. AP. EVRÓPUBANDALAGIÐ krafðist þess yrðu afnumin og að stjórnin léti alla þá, gengu í gildi, fara frjálsa ferða sinna. Fulltrúar bandalagsins kölluðu sendiherra S-Afríku á fund sinn i dag, þar sem þeir lýstu yfir kröf- um sinum, auk þess sem þeir gáfu í skyn að bandalagsþjóðirnar myndu beita hörðum refisaðgerð- um gegn stjórninni, ef hún léti ekki undan þrýstingi annarra ríkja um að breyta stefnu sinni i kynþáttamálum. Óeirðir brutust aftur út i fimm blökkumannahverfum Suður- Afriku í dag og beið einn blökku- maður bana. Auk þess særðist i dag að neyðarlög í Suður-Afríku sem handteknir hafa verið síðan þau einn unglingur alvarlega i átökum við lögreglu. Vitað er um a.m.k. 20 manns sem beðið hafa bana i óeirðum síðan P.W. Botha, forseti, lýsti yfir neyðarástandi í landinu fyrir 11 dögum. Rúmlega 1280 manns hafa verið handteknir án ákæru. Leiðtogar blökkumanna hafa mótmælt þeirri ákvörðun stjórn- valda að banna blökkumönnum að koma saman utandyra þegar út- farir fara fram og verða líkfylgdir framvegis að fara í bifreiðum á eftir líkbflum. Leiðtogar blökku- manna halda þvi fram að hér sé verið að ráðast að gömlum afrisku útfararhefðum og einnig útiloka eina vettvanginn þar sem svartir hafa tækifæri á að koma mótmæl- um sínum á framfæri. Nokkrir hópar trúboða i Sviss gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag, þar sem þeir hvöttu alla stærstu bankana í Sviss til að stöðva lánveitingar til stjórnar- innar í S-Afríku og ríkisfyrir- tækja. Sendiherra S-Afríku í Banda- ríkjunum var i gær kallaður heim án nokkurra skýringa. Banda- rikjamenn kölluðu sendiherra sinn heim frá S-Afríku i júni sl., til að mótmæla afskiptum S-Afr- íkumanna í Botswana. Samkvæmt venju eru nýir erlendir stjórnarer- indrekar boðaðir til Hvíta hússins til . viðræðna við forsetann, skömmu eftir komu þeirra, en á þeim tæpum tveimur mánuðum sem sendiherra S-Afríku hefur dvalist i Bandaríkjunum, hefur hann aldrei verið boðaður til Hvíta hússins. Talið er að Banda- ríkjamenn hafi með því verið að lýsa andstöðu sinni við aðskilnað- arstefnu stjórnvalda í S-Afríku. Kaupmannahöfn: Lögregla grýtt Kaupnunnaböfn, 31. jáU. AP. HÓPUR unglinga réðst að lög- reglunni í Kaupmannaböfn, þeg- ar hún átti að rýma auða bygg- ingu, sem átti að rífa. UngU ingarnir höfðu sest þar að og neituðu að yfirgefa húsið. Um 50 ungmenni gerðu að- súg að lögreglumönnunum þegar þeir reyndu að rýma bygginguna og köstuðu öllu lauslegu að lögreglunni, þ. á m. múrsteinum, bensfnsprengjum og flöskum. Stálbolta var kastað að tveimur lögreglumönnum af þvflíku afli, að þeir héldu að um skothrið væri að ræða. Annar lögreglumannanna skaut þá tveimur viðvörun- arskotum, og lenti annað þeirra f húsvegg. Flúðu ungl- ingarnir þá út úr húsinu og komu sér fyrir í húsi hinum megin við götuna, og f götu- virki. Átta manns særðust i átök- unum, þ. ám. tveir lögreglu- menn og einn slökkviliðsmað- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.