Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1, Á.GÚST 1985 31 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Alan Garcia, yngsti forseti sem stýrt hefur Perú, veifar til þingmanna eftir að hann hafði svarið embættiseið um helgina. Perú: Tekst hinum nýja forseta að treysta lýðræði í sessi og bæta hag hins almenna borgara? STJÓRNMÁLASÉRFRÆÐINGAR um málefni Suð- ur-Ameríku munu eflaust fylgjast grannt með störfum Alans Garcia forseta sem tók við embætti á mánudag- inn var, og ítarlega hefur verið sagt frá í Morgunblað- inu. En ekki síöur hugsar alþýða manna í Perú gott til starfa forsetans. Ekki þarf að orðlengja að Garcia og menn hans þurfa að spýta í lófana og taka til óspilltra málana. En vissulega ætti það að styrkja Garcia í vandasömu starfi að hann fékk mjög eindreginn stuðning í kosningunum þann 14. apríl siðastliðinn. Svo á eftir aö koma í Ijós hvernig breytingar Garcia gerir og hversu árangursríkar þær verða. Kosningarnar voru persónu- legur sigur fyrir Garcia. Hann tók við forystu APRA — sem er vinstriflokkur — fyrir þremur árum. Fylgi flokksins var þá hið minnsta um langa hríð en undir forystu Garcia hefur honum svo stóraukizt fylgi og er nú í valda- aðstöðu í fyrsta skipti. Þó er APRA elzti stjórnmálaflokkur Perú. Hann hefur nú meirihluta í báðum þingdeildum og Garcia vann um það bil helming atkvæða og var með tvöfalt fylgi á við aðalkeppinaut sinn, Alfonso Barr- antes, borgarstjóra í Lima og forsvarsmann Sameinuðu vinstri- fylkingarinnar, sem er marxista- flokkur. Hægri- og miðflokkar sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu fimm ár biðu mikinn ósigur og fengu aðeins tuttugu prósent at- kvæða. Garcia þótti sýna mikla forystu- hæfileika og ýmis klókindi í kosn- ingabaráttunni. En eigi Perú að ná sér á strik verður að styrkja lýð- ræðið í landinu og Garcia hét því að vinna ötullega að því. Perú glímir við ótrúlega efna- hagsörðugleika þó svo að nokkur árangur hafi náðst í jákvæða átt. Samt er verðbólgan enn nærri tvö hundruð prósent. Ekki eru síður erfiðleikar á sviði félagsmála al- mennt og Garcia mun nú taka að erfðum stórkostlegar og nánast botnlausar erlendar skuldir, sem aldrei hafa verið meiri. Enn ber að nefna að um 33 prósent atvinnu- bærra manna eru atvinnulaus og rauntekjur á mann hafa dregizt saman og eru svipaðar og fyrir tuttugu árum. Spenna vex í land- inu vegna misskiptingar þjóðar- tekna og óréttlætis sem viðgengst í félags-, heilbrigðis- og menntun- armálum. Alan Garcia þarf því sízt að kvarta undan verkefnaskorti á næstunni. Hann mun áreiöanlega sæta þrýstingi frá erlendum skuldunautum og innanlands munu menn krefjast aðgerða sem leiði til réttlátara þjóðfélags. Og eiginlega á þetta allt að gerast í einu vetfangi. Stjórnmálafræðing- urinn og félagsfræðingurinn Julio Cotle hefur sagt: „Fólk bíður ekki lengur — og það á einnig við um miðstétt landins." Garcia gerir sér sjálfsagt manna bezt grein fyrir því óþoli sem er meðal landa hans og hann verður fljótlega að sýna merki þess að athafnir fylgi orð- um. í kosningabaráttunni forðuðust flokksmenn og frambjóðendur APRA að gefa bindandi yfirlýs- ingar. En Garcia hefur orðið tíð- rætt um að það sé nauðsynlegt að efla landbúnað og iðnað og nýta til fullnustu þær takmörkuðu auð- lindir í landinu. Iðnaður Perú hef- ur barizt í bökkum undanfarin ár og forsetinn hefur nú heitið því að hann verði verndaður gegn inn- fluttum iðnaðarvörum. Ekki er þó full samstaða um hvort þetta eigi að gera með gengislækkun eða hærri tollum á innfluttar iðnað- arvörur. En fyrsta verkefnið verður væntanlega að huga að erlendu skuldasúpunni. I Bandaríkjunum hafa þær raddir verið uppi að stöðva allar frekari lánveitingar til Perú. Þetta þýðir vitanlega að Perú yrði að staðgreiða meirihluta alls innflutnings. Og þar með færi Perú endanlega á hausinn. Garcia hefur sagt að hann telji nauðsyn- legt að stjórnvöld snúi sér milliliðalaust til skuldunauta sinna og reyni að komast að sam- komulagi við þá. Hins vegar er ekki þar með sagt að viðkomandi skuldunautar fallist á þá leið og kjósi frekar að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn semji fyrir þá. Hvernig sem þau mál skipast verður Garcia að semja af fyllstu gætni. Ef hann gerði einhvern þann samning við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn sem stjórnarandstað- an í Perú gæti með rökum túlkað sem undanlátssamning, er hætt við að fylgið hryndi af honum heima fyrir og ólgan magnaðist enn. En Garcia á við fleira að stríða. Hann hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að semja við Maosinn- aða skæruliða sem hafa látið æ meira aö sér kveða síðustu fimm árin og gerðu fráfarandi stjórn margan grikk. Trúlegt er að Garcia muni njóta stuðnings í þeim fyrir- ætlunum sínum að kveða niður skæruliðastarfsemina í landinu, að minnsta kosti fyrst um sinn. Mannréttindabrot sem stjórn Perú hefur verið sökuð um er Ijótur blettur á landinu út á við sem inn á við. Garcia hefur hug á að þar verði einnig gerð bragarbót. Perúmenn eru nú að hefja annað kjörtímabil lýðræðislega kjörinnar og borgaralegrar stjórnar eftir að hafa búið við herforingjastjórnir í fjörutíu ár. Hershöfðingjarnir segja að þeir hafi engan áhuga á að hrifsa völdin á ný og það heyri for- tíðinni til. En þó svo að herinn verði honum hliðhollur, samningar næðust við skuldunauta og margt annað næðist fram, er sýnilegt af öllu að Alan Garcia verður að sýna óhemjumikla stjórnvizku, stað- festu og dugnað, eigi að vera von til þess að stjórn hans takist að þoka þjóö sinni á leiö. (Heimildir South, Ap. o.fl.) Peð i skákborði stjórnmálamanna: námaverkamenn og fjölskyldur I hungurverkfalli. Útsala — Útsala Mikil verölækkun. Glugginn, Laugavegi 40 (Kúnst-húsinu), sími 12854. Terelynebuxur kr. 895.-, 995.- og 1.095.- Gallabuxur kr. 865.00 og kr. 350.-. Litlar stæröir. Kvenstæröir kr. 610.- Sumarbuxur karlm. kr. 785,- Kvensumarbuxur kr. 350.- til kr. 882,- Regngallar kr. 1.190.- og kr. 1.350,- Skyrtur, bolir o.m.fl. ódýrt. ANDRÉS Skólavöröustíg 22 A, sími 18250. Til sölu Benz Unimog árg 1960 og Chevrolet Suburban árg 1980 Upplýsingar eftir kl. 19.00 í síma 666693 BETRI ÁRANGUR MEÐ ATLAS COPCO Öruggur búnaöur fyrir: 1. Mannvirkjagerö 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaöiönaö 4. Léttan iönaö ATLAS COPCO er stærsti framleiðandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaði fyrir þrýstiloft. Fyrirtækiö þekkir hvernig minnka má framleiðslukostnað með notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iðnaðarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar. Fyrirtæki með framleiðslu er §^■■■■■1 fltlasCopcc tryggir þér bætta arðsemi og fltUmCopcc góða þjónustu. Allar nánari upplýsingar gefur LANDSSMIÐJAN HF. SOLVHOLSGOTU 13 - 101 REVKJAVIK SIMI (91) 20680 TELEX 2207 GWORKS Þú svalar lestrarþörf dagsins á^síöum Moggansj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.