Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 ÚTVARP/SJÓNVARP Ferju- tollurinn Enn ein sjónvarpsperlan frá þeim BBC-mönnum nefnist: Hver greiðir ferjutollinn? í þáttaröð þessari er á sér stað í þriðjudags- dagskránni frá klukkan 21:35—22:25 kynnumst við miðaldra Englendingi er selur eigur sínar og flytur til Krítar á Eyjahafi. En maður þessi hafði barist á Krít í seinni heims- styrjöldinni og skildi þar eftir sig barnshafandi unnustu. Svo virðist sem hann hafi nánast fótbrotnað í óeiginlegum skilningi þá hann tók þetta víxlspor. Er á næsta meistara- legan hátt flett ofan af þeirri und, er svikin við kærustuna og barnið skildu eftir sig í sál þessa manns. Fer þessi hamfletting fram með þeim hætti að stöðugt eru leiddar fram á sjónarsviðið lánlausar mann- verur er reyna að flýja fortíð sína til hinnar fögru grísku eyjar. í síðasta þætti var til dæmis leiddur fram á sviðið maður einn, er haföi banaö konu sinni, sökum þess að hún var haldin ólæknandi sjúkdómi. Maður- inn reyndi að friðþægja fyrir synd sína með því að aðstoða íbúa af- skekkts þorps við að bora fyrir vatni. Þá tekur hann upp á sína arma stúlkukind, sem hann fann í ryki götunnar aðframkomna af neyslu eiturlyfja. Af tilviljun rekst maður- inn á samlanda sinn, breskan lögregluþjón frá Leicester. Rann- sóknarlögreglumaðurinn ber kennsl á „líknarmorðingjann" og sækir hann í þorpið. Guðlast Ég rek ekki frekar þessa slungnu sögu en ég tel hana fyllilega jafnast á við klassísk meistaraverk bók- menntanna, slík sem hafa til dæmis sprottið undan penna Ibsens, Synge, O’Neill, Tennessee Williams eða Sófóklesar þótt frásagnarmátinn sé annar. Sumum bókmenntamannin- um kann nú að finnast það ganga guðlasti næst að jafna breskri sjón- varpsþáttaröð við klassísk leik- bókmenntaverk. En hvar erum við stödd í tímanum lesendur góðir? Er ekki kominn tími til aö átta sig á því að nu á því herrans ári 1985 eru sagnameistararnir bak við sjón- varpsmyndavélarnar, þar finnum við hinn núlifandi Ibsen, Synge, O’Neill, Tennessee Williams eða Sófókles. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé hjá stóru sjónvarpsstöðv- unum rétt eins og annars staðar en þegar þáttagerðarmönnum á þeim bæjum, einkum hjá BBC, tekst best upp þá eru þeir að skapa engu síðri leikbókmenntir en snillingar liðinna kynslóða. Og ég hygg að þegar sjón- varpsbókmenntafræðingar framtíð- arinnar taka að kortleggja menning- arlíf vorrar aldar þá muni þeir hafa svipuð lýsingarorð um starfsmenn leiklistardeildar BBC og við höfum nú um starfsfólk þeirra leikhúsa er spruttu upp á árunum 1576 til 1620 í London og fóstruðu sjálfan Shake- speare. Hver er ástœðan? Ég hef fyrr hér í þætti bent á hugsanlega ástæðu þess hversu vel leiklistardeild BBC hefir vegnað. Taldi ég höfuðástæðuna vera þá að breskir leikarar og leikstjórar eru gjarnan skólaðir af hinni „shake- spírsku” leiklistarhefð. En gæti það ekki líka haft sitt að segja aö þeir hjá BBC hafa ekki yfir sér útvarps- ráð er skoðar fyrirfram það efni sem er tilreitt hverju sinni og geta sjón- varpsmennirnir þannig lært af mis- tökunum og treyst á eigin dóm- greind, fremur en þar til skipaöra pólitíkusa? Og ekki má gleyma því aö BBC er ekki háð auglýsinga- markaðinum þar sem þaö er rekið fyrir afnotagjöld, en þar með skap- ast hugsanlega aukið svigrúm fyrir skapandi listamenn, sem oft una lítt vinsældakröfum auglýsingamarkað- arins. Ólafur M. Jóhannesson Rás 2: Dægurflugur í umsjón Gunnlaugs Helgasonar Á dagskrá rás- H00 ar tvö I dag kl. — 14-15 er þátt- urinn Dægurflugur. Að öllu jöfnu er Leópold Sveinsson umsjónarmað- ur þess þáttar en nú er hann í fríi og á meðan sit- ur Gunnlaugur Helgason við stjórnvölinn. „Ég reyni að hafa þetta með hefðbundnu sniði. Spilað- ar verða tólf tommu út- gáfur af öllum nýjustu dægurlögunum. Til dæmis má nefna Endless Road með Time Bandits, dans- útgáfan af því lagi. Einnig nýtt lag með gamla brýn- inu Tinu Turner sem kom- ið er í 11. sæti listans í Bretlandi, og er það tekið úr nýjustu myndinni um lögguna knáu, Óða-Max. Einnig lag með The Adventures, Feel the Raindrops. Þá mun ég enn fremur spila lag úr nýj- ustu kvikmynd Stevens Spielberg, The Goonies. Flytjandinn heitir Arthur Baker og útsetningin minnir á Áxel sem hefur Gunnlaugur Helgason sér um þáttinn Dægurflugur í fjarveru Leópolds Sveins- sonar. verið vinsælt í sumar,“ sagði Gunnlaugur Helga- son að lokum. Bamaútvarpið: Fimmtudagsleikritið: Sér ekki fyrir endann á Spennusögunni ■I í barnaútvarp- 05 inu í dag verður “■ sent út margs konar efni á öldum ljós- vakans. Að sögn Ragn- heiðar Gyðu Jónsdóttur verður Bréfdúfufélagið kynnt," gerð grein fyrir bréfdúfukeppni og leitast við að skýra það fyrirbæri nánar. Einnig verður fylgst með því hvernig tjöld og segl eru búin til. Áf föstum liðum má nefna Spennusöguna. Hún hófst þegar barnaútvarpið hóf göngu sína í sumar og hefur verið afar vinsæl meðal hlustenda. Börnin taka þátt í samningu hennar með því að hringja í umsjónarmenn þáttarins eftir hvern lestur og koma fram með ábendingar. „Sagan hófst með því að lítil stúlka lenti í höndum þjófa og ómenna í niður- níddu gömlu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hún er þar í haldi hjá glæpamönnum. Krakkarnir hafa verið af- ar duglegir að koma fram með tillögur og sér ekki enn fyrir endann á þessari miklu spennusögu,” sagði Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir umsjónarmaður barnaútvarps. Fiðrildi eftir Andrés Indriðason WM í kvöld verður 00 flutt útvarps- ““ leikritið Fiðr- ildi eftir Andrés Indriða- son. Flutningur þess hefst klukkan 20.00 en því var áður útvarpað þann 13. október 1983. Fiðrildi fjallar um stutt en viðburðarík kynni roskins rithöfundar og stúlku á táningsaldri. Rit- höfundurinn er á leið til starfa úti á landi þegar á vegi hans verður ung stúlka sem hann tekur upp í bíl sinn. Stúlkan er þyrst í nýja lífsreynslu og fara leikar svo að hún fylgir honum í bústaðinn þar sem hann hugðist sinna skrifum. Kynnum þeirra lýkur svo á nokkuð óvæntan og dramatískan hátt. Leikritinu var afar vel tekið af hlustendum og Andrés Indriðason gagnrýnendum á sínum tíma. í Morgunblaðinu sagði Jóhann Hjálmars- son: „Fiðrildi er útvarps- leikrit af því tagi sem sameinar ágætlega af- þreyingu og alvarlega við- leitni til leikritagerðar." Árni Bergmann sagði í Þjóðviljanum þann 15. október 1983: „Höfundi tekst að draga skýrt upp andstæðurnar milli þess- ara tveggja persóna og byggja vel undir það, að sá neisti sem kviknar milli einmana og ráðvana rithöfundar og enn ráð- villtari tánings getur ekki endað nema með heldur ömurlegri skelfingu. Ekki síst tekst Andrési að þræða það öngstigi á milli sektar og sakleysis sem persónurnar fikra sig eft- ir.“ Leikendur eru Róbert Arnfinnsson, Edda Heið- rún Backman og Helgi Björnsson. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson og tæknimenn voru þeir Hreinn Valdimarsson, Guðlaugur Guðjónsson og Runólfur Þorláksson. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 1. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpiö. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7Æ5 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Ólafs Oddssonar trá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tílkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð Sr. Bernharður Guðmundsson talar 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Eyrun á veggjunum" eftir Herdisi Egilsdóttur Höfundur lýkur lestrinum (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar 10.45 Málefni aldraöra Þáttur I umsjá Þóris S. Guð- bergssonar. 11.00 .Ég man þá tlð” Lög frá liðnum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11M Létt tónlist 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 .Uti I heimi", endurminn- ingar dr. Jóns Stefánssonar Jón Þ. Þór les (21). 14.30 Miödegistónleikar a. Parllta nr. 2 I G-dúr eftir Georg Philipp Telemann. Michala, Hanne og David Petri leika á blokkflautu, sembal og selló. b. .Sonata concertata" I A-dúr eftir Niccolo Paganini Kim Sjðgren og Lars Hanni- bal leika á fiölu og planó. c. Kvartett nr. 2 I c-moll op. 4 eftir Bernhard Henrik Crus- ell. Alan Hacker, Duncan Druce, Simon Rowland- Jones og Jennifer Ward Clarke leika á klarinettu, fiðlu, viólu og selló. 15.15 Af Austurlandi Umsjón: Einar Georg Ein- arsson. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1620 A frivaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnlr oskalög sjómanna. 17410 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnhetður Gyöa Jónsdóttir. 19.25 Ævintýri Berta (Huberts sagor) 3. þáttur Sænskur teiknimyndaflokk- ur. Þýðandi Jóhanna Þrá- insdóttir. Svona gerum við (Sa gðr man — badkar) (Nordvision — sænska sjón- varpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Skonrokk Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason 17J0 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvðldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Fiðrildi" eftir Andrés Indriöason Leikstjóri: Lárus Ýmir Öskarsson. Leikendur: Róbert Arnfinns- son, Edda Heiðrún Backman og Helgi Björnsson. (Aöur flutt 13. október 1983.) 21.15 Frá tónleikum Sinfónlu- hljómsveitar Islands meö Pólýfónkórnum I Háskólablói I malmánuði 1984 Stjórnandi: Ingólfur Guð- brandsson. 21.05 Heldri manna llf (Aristocrats) Breskur heim- ildamyndafiokkur um aðals- menn I Evrópu, hlutverk þeirra I nútlmasamfélagi, lifnaðarhætti þeirra og siði. I tyrsta þætti er feröinni heitið til Frakklands og De Ganay markgreifi sóttur heim. Einn- ig verða sýndar svipmyndir frá brúðkaupsveislu á ætt- arsetri markgreifans. Þýðandi: þorsteinn Helga- son. 22.05. Marlowe einkaspæjari a. „Ave verum corpus", mótetta K. 618 eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. b. „Te deum" eftir Giuseppe Verdi. 21.45 Samtlrnaskáldkonur. Björg Vik Ingibjörg Hatstaö kynnir skáldkonuna I tengslum við þáttaröð norrænu sjón- varpsstöðvanna. 22.15 Veðurtregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Undiralda Umsjón: Anna Olafsdóttir Björnsson. Lesari með henni: Órnólfur Thorsson. 23.00 Kvöldstund I dúr og moll Umsjón: Knútur R. Magnús- son. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. (Marlowe) Bandarlsk bió- mynd frá árinu 1969, byggð á sögu ettir Raymond Chandler. Leikstjóri Poul Bogart. Aðalhlutverk: James Garner, Gayle Hunnicutt, Carrol O'Connor, Rita Mor- eno og Sharon Farrell. Marl- owe einkaspæjara er faliö að leita ungs manns. Það verð- ur til þess að hann dregst inn I margslungin og dularfull glæpamál. Þýöandi: Ellert Sigurbjörnsson. 22.35 Fréttir I dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 1. ágúst 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Asgeir Tómas- son. 14.00—15.00 Dægurflugur Stjórnandi: Gunnlaugur Helgason. 15.00—16.00 Ótroðnar slóðir Krístileg popptónlist. Stjórnandi: Andri Már Ing- ólfsson. 16.00—17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharöur Linn- et. 17.00—18.00 Gullöldin Stjórnandi: Guðmundir Ingi Kristjánsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Gestagangur Gestir koma I stúdió og velja lög ásamt léttu spjalll. Stjórnandi: Ragnheiöur Dav- lösdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—00.00 Kvöldsýn Stjórnandi: Júllus Einarsson. SJÓNVARP FöSTUDAGUR 2.águst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.