Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 19 bar á sér, eru nú komnar fyll- ingar, sem stungið er í pennana. Margur maðurinn vill alls ekki skrifa sendibréf með kúlupenna. Þeir vilja alvöru penna, a.m.k. þeir sem vilja hafa bréfin sín hugguleg. Góðir pennar kosta allt frá 1.200 krónum upp í ein 10.000. Það er svo sem í lagi að skrifa undir vélritað bréf með kúlupenna, en maður gerir það ekki við sendibréf," sagði Óli og gekk að læstum, gömlum, eld- föstum skáp er stóð í einu horni „kontorsins". Þar dró hann út nokkrar öskjur og freistaði biaðamanns með dýrindis gull- pennum. „Já, já,“ sagði Óli. „Þetta er sko ekkert rusl. Þetta eru alvörupennar. Hérna er t.d. fallegur og góður sjálfblekungur á 8.175 krónur, þú getur notað hann fyrir staf líka, hann er svo stór,“ sagði Óli og hló. „Þetta er 14 karata gullpenni með hvíta- gulli ofan á. Svo eru til lami- pennar með 18 karata gullpenna, aðeins minni en þessir." Óli fór a'tur inn í skápinn og dró þar út aðra fínlega penna- öskju þar sem í voru tveir penn- ar og spurði hvort blaðamaður vildi nú ekki prófa annan þeirra og sleppa ruslinu, sem hann hélt á, sundurnöguðum pennaræfli á 20 krónur. „Hvað heldurðu að þessi pakki kosti?" spurði Óli. Nei, blaðamaður vissi það ekki. „Litlar 96.056 krónur. Viltu kaupa hann af mér? Þetta er dömusett. Ég seldi tvö sett af þessum fyrir u.þ.b. tveimur ár- um. Þessir eru 14 karata gull í gegn og leðuraskja fylgir með. Eg er ekki að segja að svona pennar ættu að notast í vinn- unni, en þeir færu virkilega vel í veskinu. Þessir pennar eru frá Banda- ríkjunum og fæ ég bestu penn- ana þaðan, en síðan flyt ég einn- ig inn fína penna frá Þýskalandi. Það er erfitt að ráðleggja fólki um kaup á pennum. Fínir pennar eru mjög vinsælar og fallegar stúdentagjafir, til dæmis. Mér hefur liðið mjög vel í kringum pennana í öll þessi ár. Það hefur alltaf verið nóg að gera í bransanum. Ertu þá ekki forríkur? „Nei, ég hef aldrei verið ríkur. Ég sel alit of lítið af 96.000 króna pennum." Heldurðu að íslendingar séu fátækir? „íslendingar eru eins og aðrar þjóðir. Það er allt á leið til hel- vítis og Islendingar eru á fyrsta farrými." Tekurðu þér ekki sumarfrí annað slagið? „Nei... jú, reyndar fór ég til Þýskalands í sumar í hálfan mánuð. Annars má ég ekkert vera að því að taka frí. Ég hef unnið frá klukkan 8.00 á morgn- ana til klukkan 10.00 á kvöldin í fleiri ár. Ég ætlaði að minnka við mig vinnu fyrir þremur ár- um, en þá hlóðst bara meira á mig. Samviskan er nefnilega al- veg að drepa rnann." Óli sagði að milli 1—2.000 pennar lægju í skúffunni hjá sér, sem komið hefðu í viðgerð á síð- ustu 40 árum, en síðan ekki verið sótdr. „Þetta er nú ögn líkt ís- lendingum," sagði Óli að lokum. Bla()burðarfólk óskast! Kópavogur Sunnubraut Melgeröi Austurbær Eskihlíð 2 Eskihlíð 3 Bergstaöastræti 1-57 Barónsstígur Úthverfi Logafold 1 — 119 Sæviöarsund 2—48 Skeifan Gnoöarvogur 14—42 Þingás — FISKBOLLU MEÐ KARTÖFLUM OG KARRISÓSU TILBUIN MALTIÐ! Fiskbollur í tómat- og karrísósu með kartöflum. Þú hitar innihaldið í potti í 3-5 mínútur, og máltíðin er tilbúin. Tilvalið í ferðalagið, sumar- bústaðinn og hvar sem er. Fæst í næstu matvöruverslun. Þú opnar __NNAR UR NÝRRI ÝSy dósoggæóin komaíijós! með kartöflum og tomatsosu Hans Peteisen opnar hiaö-iiamköllun Hans Peteisen opnar hiaö-fiamköllun I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.