Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 Síbrotamaður olli íkveikju Rannsóknarlögregla ríkisins geröi í gærkvöldi kröfu til þess að 24 ára gamall Reykvíkingur yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til 2. október næstkomandi vegna síbrotastarfsemi. Dómari í Sakadómi Reykjavíkur tók sér frest þar til í dag til að úrskurða um kröfuna. Maður þessi fannst meðvitund- arlítill í brennandi kjallaraíbúð á Nýlendugötu í fyrrakvöld og er nú ljóst, að hann hafði brotist þar inn og valdið íkveikjunni. Þýfi úr íbúðinni fannst innan klæða á manninum þegar hann var fluttur i slysadeild Borgarspítalans. Mikill reykur var í íbúðinni þeg- ar slökkviliðsmenn komu á stað- inn og fundu reykkafarar mann- inn liggjandi við útidyrnar. Eldur reyndist vera í bókahillum í einu herbergi íbúðarinnar og tókst fljótiega að slökkva hann. íbúðin er stórskemmd af reyk og sóti og innanstokksmunir flestir ónýtir með öllu. Húsráðandi var í útlönd- um. Maðurinn, sem nú situr í gæslu- varðhaldi, lauk afplánun fangels- isdóms á Litla Hrauni i júni síð- astliðnum. Hann hélt þá til Dan- merkur en kom heim um síðustu mánaðamót. Maður þessi hefur hvað eftir annað hlotið dóma fyrir innbrot og þjófnaði. Sem stendur bíða flutnings fyrir Hæstarétti fjögur mál, sem hann hefur verið dæmdur fyrir, og er gert ráð fyrir að fyrsta málið af þessum verði tekið fyrir í næsta mánuði. Fleiri kærur á þennan sama mann eru til meðferðar hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Sr. Gutinar Arnason látinn Sr. Gunnar Árnason, fyrrum sókn- arprestur í Kópavogi, andaðist í gær 84 ára að aldri. Gunnar fæddist að Skútustöðum við Mývatn 13. júní 1901, sonur Árna Jónssonar prófasts og alþing- ismanns og seinni konu hans, Áuð- ar Gísladóttur. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík 1921 og hóf að því loknu guðfræðinám við Háskóla íslands sem hann lauk 1925. Sama ár gerð- ist hann prestur í Bergstaðapresta- kalli en færði prestsetrið frá Bergstöðum að Æsustöðum árið eftir. Þar sinnti hann prestsskap og búmennsku allt til ársins 1952. Gunnar fluttist til Kópavogs 1952 og hóf prestsþjónustu i Bú- staöaprestakalli, en þá töldust bæði Kópavogs- og Bústaðasóknir til þess. Kópavogssókn varð sjálf- stætt prestakall árið 1964 og tók hann þá við þvi. Þar þjónaði hann til 1971 er hann fékk lausn frá embætti. Sr. Gunnar Árnason sat í stjóm- um margra félaga og samtaka. Meðal annars sat hann i stjórn Guðbrandsdeildar Prestafélags ís- lands frá stofnun hennar 1931 til 1952 og var formaður siðustu tiu árin. Hann var einnig formaður Framfarafélags A-Húnvetninga um nokkurt skeið auk þess sem Skógræktarfélag A-Húnvetninga laut formennsku hans frá stofnun þess til 1952. Fjöldi ritsmíða liggja eftir Gunnar, ritgerðir, greinar, þýð- ingar og leikrit. Tvö leikrita hans, Tvenn spor í snjónum og Síðasta páskamessa prestshjónanna i Jök- ulfirði, hlutu verðlaun og einnig nokkrar af greinum hans. Gunnar kvæntist Sigríði Stef- ánsdóttur 1928, en hún lést 1970. Sr. Gunnar Arnason Þau eignuðust fimm börn; Þóru, fædd 1929, Árna, fæddur 1930, Stefán Magnús, fæddur 1933, Auð- ólf, fæddur 1937, og Hólmfríði Kolbrúnu, fædd 1939. Morgunblaðið/E.G. Starfsmenn Vogalax fagna tvöþúsundasta laxinum sem snúið hefur aftur úr hafbeitinni. Það er Sveinbjörn Oddsson stöðvarstjóri sem heldur á laxinum. Vogalax: Góðar heimtur úr hafbeit UM 2.000 laxar af 21.000 seiðum sem sleppt var í fyrra hafa komið til baka í fískeldisstöðina Vogalax að Vogum á Vatnsleysuströnd. Það eru tæplega tíu prósent heimtur, sem þykir mjög gott því venjulega eru heimturnar ekki meiri en sex til sjö prósent. Starfsfólk stöðvar- innar fagnaði tvöþúsundasta laxin- um seint á þriðjudagskvöld, en endurkomutíma laxins er enn ekki lokið svo allt stefnir í að heimturn- ar verði eins og þær gerast bestar í hafbeitarstöðvum. Laxinn hefur innbyggða rat- vísi sem beinir honum aftur á þær slóðir þar sem hann kom í sjóinn fyrst. Að sögn Gunnars H. Hálfdanarsonar eru afföllin þó alltaf mjög mikil á eldislaxi, en ef seiðin eru í góðu ásigkomu- lagi og hafa verið rétt meðhöndl- uð ættu heimturnar að geta batnað verulega. Laxaseiðin sem Vogalax sleppti í eru af svokölluðum Kollafjarðarstofni en þann stofn sagði Gunnar nú orðinn nokkuð gamlan miðað við aðra eldis- stofna hérlendis. Þar sem þessi einkenni laxins að rata aftur á æskustöðvarnar eru erfðabundin má reikna með því að nýtnin aukist stöðugt, hluti laxanna sem snýr aftur árlega sé notaður til undaneldis og því hljóti ein- kennin að styrkjast. Vogalax mun nú hefja fiskeldi og er ætlunin að nota 500 af þeim löxum sem endurheimtast til undaneldis. Afgangurinn verður væntanlega seldur til Ameríku. Hlé í samningaviðræðiim VMSÍ og VSÍ um nýjan bónussamning: Bónusvinna stöðvuð 9. sept. hafi samningar ekki tekist — Aðalkröfu VMSÍ um 30 króna álag á unna vinnustund vísað frá SAMNINGAVIÐRÆÐUM Vinnuveitendasambands íslands og Verka- mannasambands íslands um nýjan bónussamning fyrir fiskvinnufólk hefur verió frestað fram í byrjun september að ósk vinnuveitenda sem töldu sig þurfa betri tíma til að kynna sér ýmsar hliðar kröfugerðar Verkamannasam- bandsins. Næsti fundur hefur verið ákveðinn 4. september og verði þá ekki orðin breyting á afstöðu vinnuveitenda, en undirtektir þeirra við kröfum VMSÍ hafa verið mjög litlar, að sögn Bolla Bollasonar Thoroddsen, sem er fyrir samninganefnd VMSÍ, verður vinna í bónus stöðvuð frá 9. september og ekki unnið í bónus fyrr en samkomulag hefur tekist um nýjan samning. Fundir um nýjan bónussamning hafa staðið það sem af er þessari viku, en landssamningur um bón- us var laus 1. júlí sfðastliðinn. VMSÍ setti fram kröfugerð upp úr miðjum júlímánuði, þar sem meg- inkrafan var um að 30 króna fast gjald kæmi á hverja unna vinnu- stund í fiskvinnu. Þeirri kröfu hafa vinnuveitendur vísað frá á þeirri forsendu að slík launaupp- bót heyri ekki undir bónussamn- inga sem slíka, en benda á að sam- kvæmt ákvæði í síðustu samning- um frá 15. júní í sumar verði skip- uð nefnd beggja aðila, þar sem málefni fiskvinnslufólks verði skoðuð. Bolli sagði undirtektir við aðrar kröfur VMSÍ mjög litlar. í stuttu máli hefði flestum atriðum kröfu- gerðarinnar verið hafnað og ekk- ert atriði væri frágengið. Vinnu- veitendur hefðu léð máls á einu atriði, sem varðaði breytingu á greiðslu fyrir nýtingu hráefnis við snyrtingu á borðum, og hefðu þeir á þeirri forsendu óskað frestunar samningaviðræðna, þar eð þeir töldu sig þurfa að skoða það mál betur. Önnur meginkrafa VMSÍ var að svonefnt premíulaunakerfi yrði lagt niður, en að sögn Bolla hefur því einnig verið hafnað. „Okkar fólk mun nota tímann. Það mun hafa samband við aðildarfélögin og undirbúa það að stöðva bónus- inn frá 9. september, ef enginn árangur hefur náðst, og svo mun verða þar til nýir samningar hafa verið gerðir," sagði Bolli ennfrem- Aðalkröfu heilsugæslulækna var hafnað af gerðardómi GERÐARDÓMUR hefur fellt dóm í máli Læknafélags íslands gegn Trygg- ingastofnun ríkisins sem fjallar um gjaldskrá heilsugæslulækna. Aðal- kröfu, lækna þess efnis að gjaldskrá þeirra yrði sú sama og hjá sérfræðing- um, var hafnað. í málflutningi tryggingastofnunarinnar kom fram að ef gengið yrði að þessari kröfu jafngilti það allt að 300% hækkun á gildandi gjaldskrá. í gerðardómi sátu Gunnar Guðmundsson héraðsdómslög- maður af hálfu læknafélagsins, Gunnar J. Möller hæstaréttarlög- maður fyrir hönd Trygginga- stofnunar rikisins og oddamaður tilnefndur af Hæstarétti íslands Haraldur Henrýsson sakadómari. Að sögn Haralds eru helstu niðurstöður gerðardóms þær að uppbyggingu gjaldskrár heilsu- gæslulækna er breytt. Komið er á einingakerfi þar sem hvert lækn- isverk er metið til ákveðinna ein- inga. Hver eining kostar 15 krón- ur. Minnstu viðtöl eru metin sem fjórar einingar, og þau lengri tíu. Styttri húsvitjanir lækna eru tuttugu einingar, eða 300 krónur, samkvæmt dómsúrskurði en fyrir viðameiri vitjanir fá læknar greitt ákveðið tímakaup fyrir ferð auk 10 eininga fyrir viðtal og skoðun. Aðrar niðurstöður gerðardóms eru, að nú hafa heilsugæslulækn- ar leyfi til að leggja 10% álag ofan á reikninga sína í sjö mán- uði eða til febrúarloka 1986, vegna liðins tíma eða frá því að kjarasamningur þeirra féll úr gildi. Felld eru niður gjöld fyrir símaviðtöl en greiðsla fyrir viðtöl á læknastofum hækkar um 24%. Einnig eru ákvæði um greiðslur til lífeyrissjóðs lækna, sem ekki hefur verið áður, og rýmkaðar eru reglur um orlof lækna. Kveð- ið er á um rétt lækna til launa í námsferðum og breytt ákvæði eru um greiðslu í veikinda- og barnsburðarleyfum. „Við reyndum að samræma gjaldskrána til að koma til móts við kröfur beggja aðila, en um föst laun lækna var ekkert fjall- að, enda heyra þau undir samn- inga BHM,“ sagði Haraldur enn fremur. „Án efa leiðir gjaldskrár- breytingin til einhverrar gjald- hækkunar en um hve mörg pró- sent er óvarlegt að segja. Gildis- tími skrárinnar er frá 1. ágúst 1985 til 1. maí 1987 og við tókum tillit til þess í niðurstöðum okkar. Frekari hækkanir hennar eru ekki aðrar en þær sem verða við samninga BHM og rfkisins." Bolungarvík: Heimamenn viö vegalagningu UM ÞESSAR mundir standa yfir út- boð á fyrstu framkvæmdum vegna uppsetningar radarstöóvar við Bol- ungarvík fyrir varnarliðið á Keflavík- urflugvelli. íslenskir aðalverktakar hafa verkið með höndum, og sagði Gunnar Þ. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri að stefnt væri að því að leggja veg upp á fjallið fyrir haustið svo framkvæmdir gætu hafist af fullum krafti næsta sumar. Taldi Gunnar líklegt að vegalagningin yrði unnin af heima- mönnum eingöngu. Uppsetning radarstöðvarinnar er ekki bundin ákveðnum tímamörkum, en Gunn- ar sagði að verkinu yrði í fyrsta lagi lokið árið 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.