Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 27 PB snjábræðslurörin kaupir þú í eitt skipti fýrir all. D.B. Cooper stekknr át meá rinsfeng sinn — Trent Williams í Flóttanum. Flótti banda- rískrar þjóðhetju Myndbönd Árni Þórarinsson Árið 1971 varð til dæmigerð am- erísk þjóðhetja, — glæpamaður sem stóð þannig að glæp sínum að hann vann hug og hjörtu banda- rísku sjónvarpsþjóðarinnar sem sat fyrir framan kassann og fylgd- ist með framgangi málsins í beinni útsendingu. Þessi maður kallaði sig D.B. Cooper. Hann ger- ði sér lítið fyrir og rændi farþeg- aflugvél, hótaði að sprengja hana í loft upp — þar sem hún reyndar var á flugi — ef tryggingafélag flugfélagsins greiddi honum ekki 200.000 dollara. Vélin lenti, félagið greiddi upphæðina, vélin hóf sig aftur til flugs og D.B. Cooper stökk svo út í fallhlíf yfir óbyggð- um og komst undan með 200.000 dollarana. Geysiviðtæk leit var hafin en aldrei tókst að hafa hend- ur í hári þessa snjalla ræningja svo vitað sé og reyndar er talið að hann hafi heitið öðru nafni. Og bandaríska þjóðin hélt með hon- um, þessum sneddí gæja sem lék á kerfið. Kvikmyndin Flóttinn sem á frummálinu heitir ýmist The Pursuit of D.B. Cooper eða bara Pursuit fjallar um þennan atburð. Svo virðist sem fæðing hennar hafi verið enn erfiðari en fram- kvæmd ránsins sem hún segir frá. Gerð hennar — áratug eftir at- burðina sem hún lýsir eða 1981 — gekk með eindæmum böslulega; margoft var skipt um leikstjóra, spennan meðal starfsfólksins var orðin svo mikil að til átaka kom á tökustöðum, nýr endir var saum- aður við myndina á síðustu stundu, svo dæmi séu tekin. Því er ekki að neita að þetta sést oft á útkomunni. Myndvinnslan er ójöfn og framvindan rykkjótt. En það er mesta furða hvað hafa má mikið gaman af myndinni engu að síður. Trúlega má það þakka að miklu leyti kímninni í handriti Jeffreys Alan Fiskin (skrifaði einnig hið ágæta handrit að (Cutt- er’s Way) og kunnáttusemi hasar- atriðanna hjá þeim leikstjóra sem að lokum var skrifaður fyrir verk- inu, — Roger Spottiswoode sem fáum arum sfðar sló f gegn með Under Fire. Flóttinn byrjar á því sem flest- ar svona gamanhasarmyndir myndu trúlega hafa miðpunkt eða jafnvel hápunkt sinn, þ.e. endalok- um ránsins á flugvélinni og fyrr- nefndu fallhlifarstökki Coopers. Myndin sjálf er svo lýsing á und- ankomu hans, þrjóskulegum elt- ingaleik fulltrúa tryggingafélags- ins við herra og frú Cooper um fögur bandarísk fjallahéruð og alls kyns uppákomur á þeirri leið. Þessi bygging kemur í veg fyrir það að áhorfandi nái umtalsverðu sambandi við Cooper og skilji þau innri rök sem liggja að baki verknaðinum og ekki bætir yfir- spenntur, ruglingslegur leikur Treat Williams í titilhlutverkinu upp á sakirnar. Kathryn Harrold er hins vegar sæt og hress sem hin ævintýragjarna eiginkona hans og Robert Duvall traustur að vanda sem tryggingalöggan. Innbyrðis tengsl þeirra Coopers — þeir voru saman f Víetnam — eru afar ósannfærandi. Megingildi Flóttans liggur sem fyrr segir í samtalahúmor og nokkrum hörku vel sviðsettum hasaratriðum, einkum þó löngum ' kafla sem fram fer á bátkænum niður straumharða á. Flóttinn er f heild furðu góð af- þreyingarmynd, miðað við aðstæð- ur. Stjörnugjöf: Flóttinn ☆☆ A Islandi frostþolið öllu m Yíir vetrarmánuðina hér á landi er allra veðra von, stórhríð með frosthörkum og sumarblíðviðri geta nánast komið á sama degi. Því er nauðsynlegt að það sem liggja á í jörðu sé sterkt og gefi vel eftir. PB-snjóbrœðslurörin eru gerð úr Polybutylene-plastefni, - grimmsterku eíni sem býr yíir ótrúlegu frost- og hitaþoli. Þau þola meiri hitasveiílu en nokkur önnur rör á markaðinum eða frá -50°C til 95°C án þess að bresta. PB-snjóbrœðslurörin þola því að vatn frjósi í þeim eða renni í þeim að staðaldri allt að 95°C heitt. PB-snjóbrœðslukerfi er einföld og varanleg lausn. ^BÖ RKURhf. HJALLAHRAUNI 2 ■ SIMI 53755 • POSTMOLF 23» 220 HAFNARFIHOl ÓTRÚLEG afborgunarkjör Sumartilboö til 10. ágúst Gaggenau Bára heimilistæki þvottavélar Electrolux WT-460 eldavélar þurrkarar Electrolux Electrolux uppþvottavélar ísskápar Alda þvottavélar Vörumarkaðurinn hl. Ármúla 1 a, s. 686117.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.