Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 43 tíjðrla, sem þau mál þekkja að þar er um mikið og vandasamt verk að ræða. Hópurinn frá Chicago eða Chicago-gengið eins og við köllum hann stundum, hefur haldið vel saman, þó að samfundir hafi orðið eitthvað strjálli nú hin síðari árin. Bæði er að hópurinn hefur dreifst nokkuð, þar sem sumir úr honum hafa ílenst vestan hafs, og eins hitt að áhugamál og skyldur breytast með árunum. En ánægju- legt var það, að fyrir aðeins sex vikum kom allur hópurinn saman eina kvöldstund, þeir sem voru við nám í Chicago í kringum 1950, ásamt mökum sínum. Þar var Björn einnig mættur enda setti hann sig aldrei úr færi að hitta hópinn, ef kostur var. En hann var þá greinilega fársjúkur og sár- þjáður, enda þótt hann væri hress í tali og bæri sig vel að vanda. öll vonuðum við, að honum auðnaðist að yfirstíga veikindin að þessu sinni eins og hann hafði gert fram til þessa. Sú varð þó ekki raunin. Eg veit, að fáein orð á blaði eru til lítils megnug að hugga þá sem harmi eru slegnir. En mig langar með þessum orðum að þakka Birni góða viðkynningu og vináttu öll þau ár, sem við þekktumst. Guð- laugu eiginkonu Björns, svo og börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þorbjörn Karlsson Kveðja frá Vigurfrændfólki. Maídagur — glaðasólskin og logn um allan sjó. Hvít smátrilla að lenda við klappirnar og upp kambinn ganga, ásamt föður okkar, tíguleg kona með dökkblátt sjal og rauðbirkinn drenghnokki 10 ára gamall. Á hlaðvarpanum heilsast inni- lega þær systurnar Guðrún á Knarrarbergi og Björg í Vigur. Þær sjást sjaldan núorðið, búa sín í hvorum landsfjórðungi. Piltur- inn litli litast um. Hann veit ekki, að uppi í einum bátnum á kambin- um kúra tvær jafnaldra frænkur hans og fylgjast grannt með fólk- inu á hlaðinu. Gestakomur á eyj- una eru alltaf markverðar og spennandi í augum krakkanna á bænum ekki síst ef börn eða ungl- ingar eru meðal gestanna. Fljótlega verður forvitnin feimninni yfirsterkari og litlu stelpurnar í bátnum skoppa inn í bæinn að heilsa frændfólkinu. — Þar með hófust kynnin við hinn elskulega frænda okkar Björn Sveinbjörnsson verkfræðing, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Maídagsins fagra er að leita hart nær 50 ár aftur í tímann. Bjössi Sveinbjörns, eins og við jafnan kölluðum hann, átti eftir að dvelja sumarlangt næstu árin hjá frændfólkinu í Vigur ásamt fleiri sumardvalarbörnum, skyld- um og óskyldum. Tíminn leið við leik og störf, og þessi frændi okkar reyndist hinn ágætasti félagi, glaður, ötull og hugkvæmur. Hann var skáti og kunni skil á ýmsu, sem við eyjarkrakkarnir þekktum lítið til. Af lífi og sál tók hann þátt í öllu okkar amstri, hvort heldur var að smala kvíaánum, fara á handfæri, veiða lunda eða hjálpa til við heyskapinn. Lifandi áhugi á lífinu í kringum hann ásamt skyldurækni og samviskusemi ein- kenndu hann strax sem barn — eiginleikar, sem fylgdu honum alla ævi. Björn var einkabarn foreldra sinna, þeirra Guðrúnar Björns- dóttur frá Veðramóti og Svein- bjarnar Jónssonar byggingameist- ara, síðar forstjóra Ofnasmiðj- unnar í Reykjavík. Að loknu verkfræðinámi í Bandaríkjunum stofnaði hann ásamt fyrri konu sinni, Jakobínu Finnbogadóttur, heimili á Háteigsvegi 14 hér í borg. Á efstu hæðinni bjuggu þau Sveinbjörn og Guðrún. Bæði þessi heimili stóðu okkur frændfólkinu úr Vigur ævinlega opin. Þar var gott að koma, sálubætandi and- rúmsloft, hvort sem staldrað var við á kyrrlátri efstu hæðinni og rætt við hin reyndu og gáfuðu hjón eða staðnæmst á hæðinni fyrir neðan, þar sem yndislegir glókollar ungu hjónanna, fimm að tölu, gæddu híbýlin lífi og æsku- fjöri. Björn var einstakur heimilisfað- ir og líklega á undan sinni samtíð í því að telja það í sínum verka- hring að hátta og baða börnin og koma þeim í ró. Slíkt var næsta fátítt fyrir 30—40 árum og hefir áreiðanlega átt sinn þátt í þvi að skapa hin nánu og einlægu tengsl, sem alltaf voru milli hans og barna hans. Flest barnanna dvöldu um lengri eða skemmri tíma heima í Vigur. Sýnir það vel, hvert traust og tryggð hann batt við staðinn og fólkið þar. Varla leið svo nokkurt ár, að hann ekki „skryppi í skerið" í nokkra daga, eins og hann orðaði það. Þar var honum fagnað sem bróður. Hin elskulega frændsemi hans og vinátta, er aldrei bar skugga á, var okkur öllum mikils virði. Stundum var viðstaðan stutt, þegar annir og umsvif syðra kölluðu að. Síðustu árin gekk Björn frændi ekki heill til skógar. Hann varð að þola alvarlegan heilsubrest, sem hann bar með frábærri karl- mennsku og æðruleysi eins og hans var von og vísa, því að undir glöðu og hlýju yfirbragði bjó mikil viljafesta og sjálfsagi. Við heyrð- um hann aldrei kvarta. Starf sitt hjá Iðntæknistofnun íslands stundaði hann að segja má fram á síðasta dag. Seinni kona hans, Guðlaug Björnsdóttir, var honum nú sem fyrr stoð og styrkur, sem aldrei brást. Við minnumst með þökk og hrærðum huga allra góðu frænda- og vinafundanna á glæsilegu heimili þeirra, þar sem góðvild, rausn og myndarskapur réðu ríkj- um. Við biðjum guð að blessa og hugga Guðlaugu, börnin öll, tengdabörn og barnabörn í þeirra miklu sorg. Megi vorbirtan, sem skein yfir fyrstu kynnum okkar fylgja Birni frænda Sveinbjörns- syni um ókunna stigu eilifðarinn- ar. Þórunn Bjarnadóttir frá Vigur í dag verður til moldar borinn félagi okkar og samstarfsmaður Björn Sveinbjörnsson verkfræð- ingur. Allt of skömmu lífshlaupi ljúfs og kurteiss drengs er lokið. Björn Sveinbjörnsson hóf störf hjá Rannsóknarstofnun iðnaðarins 1976. Hann hafði starfað um 25 ára skeið í framleiðsluiðnaðinum áður en hann réðst til Rannsókn- arstofnunar iðnaðarins. Ein af forsendum þess að rann- sóknarstofnun geti sinnt því meg- in hlutverki sínu að stuðla að efl- ingu íslensks atvinnulifs er að unnt sé að ráða til starfa menn er hlotið hafa reynslu og kunnáttu í að takast á við og leysa stjórnun- arleg og tæknileg vandamál er fylgja rekstri framleiðslufyrir- tækis. En Björn hafði einmitt slíka reynslu. Fyrstu verkefni Björns hjá Rannsóknarstofnun iðnaðarins voru auk almennrar ráðgjafar, einkum tengt rannsóknum á yfir- borðseiginleikum efna. En það eru oft þeir eiginleikar sem ákvarða slitþol og endingu efnanna. Hin meðfædda og áunna athyglisgáfa Björns kom að miklum notum við þessar rannsóknir. Birni var á þessum árum m.a. falið fyrir hönd stofnunarinnar að annast sam- starf við norrænar rannsóknar- stofnanir er vinna að mælingum á hávaða frá vélum og tækjum í framleiðsluiðnaði. Reynsla Björns kom honum og okkur að verulegu gagni í þessu samstarfi er skilaði sér í endurbættum aðferðum til þess að draga úr hávaðamengun frá vélum og tækjum í fram- leiðsluiðnaði. Rannsóknarstofnun iðnaðarins og Iðnþróunarstofnun Islands voru eins og kunnugt er sameinaðar í Iðntæknistofnun ís- lands 1978. Við slíka sameiningu koma óhjákvæmilega upp stjórn- unarleg og mannleg deilumál og sitt sýnist hverjum. Björn lægði þar marga ölduna. Við endurskipulagningu þá er fylgdi í kjölfar sameiningarinnar var Björn ráðinn til þess að taka við yfirumsjón með gerð og útgáfu íslenskra staðla og annast sam- skipti við erlendar staðlastofnan- ir. Hann var skipaður deildarverk- fræðingur 1978. Staðlagerð grundvallast á samstarfi og sam- vinnu hagsmuna og áhugaaðila, enda staðlar ekki lög heldur góð regla. Reynsla Björns og sam- starfseiginleikar nýttust vel i þessu starfi. Það hefur ekki alltaf verið auð- velt verk að stýra íslenskri staðla- gerð, fjármagn hefur oftast verið naumt skammtað en verkefnin mörg. Mikill fjöldi erlendra staðla berst reglulega til stofnunarinnar. Það er vandasamt að stýra öllu þar milli skers og báru og hafa tiltækar upplýsingar og ráð þegar þess er óskað af tæknimönnum og hagsmunaaðilum. Þarna stjórnaði Björn af fyrirhyggju. Björn var fulltrúi stonfunarinnar í norrænu samstarfi um stöðlunarmálefni og ták þátt í fundum með forstjórum norrænu staðlastofnunarinnar þar sem rædd voru alþjóðleg og norræn stöðlun og lagður grund- völlur að auknu norrænu sam- starfi á sviði staðlagerðar. Þar verður hans saknað. Hér verður ekki rakinn áhugi Björns fyrir efl- ingu íslenks iðnaðar, þar tala verkin. Hann átti sæti m.a. í stjórn Ofnasmiðjunnar hf. og Stálfélags- ins hf. Það er skarð fyrir skildi hjá fámennri stofnun þegar genginn er aðalsérfræðingur hennar á sviði stöðlunarmála. Starfsfólk Iðntæknistofnunar íslands vottar börnum Björns og eftirlifandi eiginkonu Guðlaugu Björnsdóttur innilegustu samúð. Við minnumst félaga og góðs drengs. Starfsfólk Iðntæknistofnunar íslands. Það er sem betur fer ekki á hverjum degi sem við íslendingar verðum að sjá af frumkvöðlum nýrra tíma. En lífið og ferill þess er hluti af því umhverfi sem við búum í. Eins og annað í náttúr- unni er maðurinn bundinn þvf jarðneska skilyrði að koma og fara. Metnaður hvers manns hlýtur að vera að hafa skilið nokkuð eftir sig þegar kallið kemur. Björn Sveinbjörnsson var einn af þeim sem tókst það. Björn valdi sér ungur að árum þá lifsbraut að starfa í þágu ís- lensks iðnaðar. Hann stundaði nám í iðnverkfræði við Institute of Technology í Chicago og lauk það- an prófi 1951. Frá þeim tíma varði hann kröftum sínum í að byggja upp og þjóna íslenskum iðnaði. Hann starfaði fyrst sem verk- fræðingur hjá Ofnasmiðjunni hf. og Einangrun hf. og síðan sem framkvæmdastjóri hjá Vefaran- um hf. Árið 1976 hóf hann störf hjá Rannsóknarstofnun iðnaðarins. Fyrstu árin fékkst hann einkum við fyrirtækjaráðgjöf og rann- sóknir tengdar yfirborðseiginleik- um efna. Við sameiningu Rann- sóknarstofnunar iðnaðarins og Iðnþróunarstofnunar íslands á Iðntæknistofnun tslands, árið 1978, var Björn skipaður deildar- verkfræðingur. Við uppbyggingu og þróun þess- ara stofnana í þágu iðnaðarins naut reynsla Björns úr atvinnulíf- inu sín sérstaklega vel. Sem deildarverkfræðingur tók Björn við því viðamikla verkefni að stjórna gerð og útgáfu ís- lenskra staðla. Við eigum enn margt ólært varðandi notkun staðla og oft virðist skilningur manna á þessu sviði takmarkaður. Hér hóf Björn af miklum krafti uppbyggingu á þekkingu og upp- lýsingamiðlun, starf sem oft var vanmetið, en myndar þó einn af þeim hornsteinum sem við verðum að byggja á í tæknisamfélagi framtíðarinnar. Hann var fulltrúi stofnunarinn- ar í alþjóðlegu stöðlunarsam- starfi. Hér naut víðsýni hans og hæfileiki til að greina aðalatriði frá aukaatriðum sín sérstaklega vel. Auk þeirra viðamiklu verkefna sem Björn sinnti í starfi og á fag- legum grundvelli, gaf hann sér tíma til að sinna félagsmálum. Sem virkur þátttakandi i ýmsum félögum tók hann þátt í að móta starfsemi og stefnur. Birni var sérlega annt um að virkja hið jákvæða í hverjum manni. Hann fór ætíð leið sáttfýsi og skynsemi. Þessi hæfileiki mætti vera fleirum okkar til eftir- breytni. Hann var kallaður á brott eftir langt og mikið lífsstarf. Skarðið er stórt, það verður erfitt að fylla. En starf Björns hefur þegar skap- að þá undirstöðu sem byggt verður á. Þrátt fyrir að hann sé horfinn á braut mun starf hans eiga veru- legan þátt í uppbyggingu stöðlun- armáta hérlendis um ókomin ár. Það er ætíð erfitt að kveðja góð- an dreng hinstu kveðju, ekki síst fyrir ættingja og vini. Stjórn Iðn- tæknistofnunar vottar eftirlifandi eiginkonu Björns, Guðlaugu Björnsdóttur, börnum og öðrum ættingjum innilegustu samúð. Stjórn Iðntæknistofnunar íslands. Fyrir rúmri viku barst okkur sú sorgarfregn að vinur okkar og samstarfsmaður væri látinn. Björn var tæplega sextugur er hið ótímabæra andlát hans bar að höndum, en hann hafði átt við mjög erfið veikindi að stríða að undanförnu. Vorið 1979 féllst Björn á að taka sæti í stjórn Blindrafélagsins og sat hann þar sem féhirðir uns hann baðst undan endurkosningu sökum veikinda nú síðastliðið vor. Fyrstu náin kynni Björns og sam- taka blindra urðu þannig að hann las fyrir Blindrabókasafn íslands í nokkur ár áður en hann tók sæti í stjórn Blindrafélagsins. Björn var með eindæmum skemmtilegur og góður upplesari og gæddi hann lesefnið sérstöku lífi. Auk áður- nefndra stjórnarstarfa fyrir Blindrafélagið átti hann sæti í byggingarnefnd félagsins þar sem góð ráð hans og skörp athygli komu að miklu gagni. Ennfremur sat Björn sem varamaður í stjórn Blindrabókasafns íslands. öll ofannefnd störf vann Björn i sjálfboðavinnu. Við í stjórn Blindrafélagsins þökkum þessum góða dreng vel unnin störf fyrir blinda og sjónskerta á Islandi og jafnan munum við minnast hans er við heyrum góðs manns getið. Við vottum eiginkonu hans og fjölskyldu allri innilegustu samúð við fráfall Björns og jarðarför og vitum jafnframt að minningin um góðan dreng muni veita þeim huggun við hið allt of ótímabæra fráfall hans. Við þökkum Birni fyrir allt og allt. Stjórn Blindrafélagsins Hamrahlíó 17, Keykjavík. Kveója frá Bandalagi íslenskra skáta. Eitt sinn skáti — ávallt skáti, þessi orð hljóma kunnuglega öll- um skátum. Björn skátabróðir okkar, sem borinn er til grafar í dag, var ávallt mikill og góður skáti. Hjálpsemi hans við ýmis samtök báru vitni um góðan skátaanda. Björn var mjög heppinn í skáta- starfi, hann ólst upp með mjög virkum og góðum skátafélögum sem ávallt hafa verið viðbúnir til að aðstoða skátahreyfinguma þeg- ar á þarf að halda. Eitt aðal- markmið skátahreyfingarinnar er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrg- ir einstaklingar í samfélaginu. Björn uppfyllti þetta markmið svo sannarlega og átti stóran þátt í að meitla sama markmið í hug og hjörtu margra skátasystkina sinna. Við munum minnast okkar kæra skátabróður og starfa hans og sendum öllum ættingjum hans innilegustu samúðarkveðjur. Skátaljósið, sem hann tendraði, mun efla skátaanda okkar og allt sem göfugt er. Meó skátakveðju Ágúst l>orsteinsson skátahöfóingi Jónína Þórhalls- dóttir — Var hún sjálf að sínu eðli fljótskyggn og fröm til góðverka, hreinlynd og hugprúð, guð og allt gott elskandi. Þannig kvaddi eftirmælasnill- ingurinn Bjarni Thorarensen, önd látins vinar. Ég vil af heilum huga gera þessi orð skáldsins að mínum orðum, þegar ég nú með þessum línum kveð Jónínu Þórhallsdóttur kennara hinztu kveðju. í meira en 40 ár átti ég því láni að fagna að njóta vináttu og tryggðar þessarar óviðjafnanlegu konu, sem nú verður til moldar borin eftir að hafa lifað svo lang- an ævidag samtíð sinni til upp- byggingar og fyrirmyndar allt til hinztu stundar. Minning Það er fjarri því að vera einhver uppskrúfaður eftirmælastíll, þó hér sé það fullyrt, að Jónína Þór- hallsdóttir hafi hlotið óvenjuríku- lega hæfileika og mannkosti í vöggugjöf. Hún var sannarlega vel af guði gerð til líkama og sálar. Glæsileg kona, hraust og gáfuð, dugmikil og skyldurækin bæði sem kennari og húsmóðir á gestkvæmu myndarheimili. Og hjarta hennar var barmafullt af mannúð og réttlætiskennd, enda kappkostaði hún umfram allt að lifa í sátt við guð og menn. Hafi einhver heyrt Jónínu mæla æðru- orð frá vörum, þá mun það ein- ungis hafa skeð, þegar hún hélt hún hefði gert einhverjum rangt til. Það var gott fyrir ungan og óreyndan kennara að eiga þess kost á sínum tíma að starfa með slíkri hæfileika- og mannkosta- manneskju og undir stjóm manns hennar, Björns H. Jónssonar skólastjóra, þess fjölhæfa og merka skólamanns, þó ekki verði farið um það fleiri orðum hér. En það var ekki síður uppbyggi- legt og lærdómsríkt að eiga sam- fundi með Jónínu eftir að hún komst á efri ár og hafði mátt fylgja öllum börnum sínum fjór- um og eiginmanni til grafar. Þá reis hún ef til vill hæst, ofar allri meðalmennsku. í fljótu bragði virðist kannske ekki líklegt að unnt sé að sækja huganum rósemi á dvalarheimili aldraðra til gamallar konu, sem misst hefur öll börn sín hvert af öðru langt um aldur fram og eig- inmanninn skömmu eftir að hann lét af störfum. En slík var Jónína Þórhallsdóttir, og slík var hennar raunsæja hetjulund, að hún mælti aldrei eitt æðruorð um þá bitru lífsreynslu. Hún fann þeim heitu tilfinningum annan farveg, Hversu hlýtur ekki allur hvers- dagslegur hégómi að fara í felur frammi fyrir slíkri reisn aldur- hniginnar og lífsreyndrar konu. Við hjónin og fjölskyldur okkar sendum tengdadætrum og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Við minnumst öll Jóninu Þór- hallsdóttur með mikilli virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Jón H. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.