Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 NÝJAR MYNDIR til dreifingar hjá JS-videó Ung og falleg kona, ófull- nægö í hjónabandi, tekur aö halda viö barþjón sem er einn af starfsmönnum í fyrirtæki eiginmannsins, sem kemst á snoöir um ástarsambandið. Auö- mýking rekur eiginmann- inn til þess aö ráöa einka- spæjara og fela honum aö drepa ástarfuglana. Spæj- arinn fær hins vegar betri hugmyndir og á spennu- þrunginn hátt þróast at- buröir á allt annan veg en fyrirhugaö var. Var sýnd í Tónabíó, viö góöa aösókn. ri w. Eitt er víst aö begar beir Dan, Al og Andy fara í skíðaferðalag þá liggur leiöin niöur brekkurnar beint í klandur. Strákarnir veröa aö koma í veg fyrir aö lögreglustjórasleikjan og glæpóninn félagi hans séu meö puttana í happ- drættinu og snuöi skólann um stórar fjárfúlgur en hvernig eiga þeir aö fara aö því? Leikurinn æsist og það er fróölegt aö fylgjast meö tilþrifum þeirra fé- laga. En hafa þeir líka tíma til aö sinna feguröardísum bekkjarins? — Hvaö ha- Idiö þiö? Snowballing — drepfyndin mynd. DREIFING videó heildsala. Sími 611202. Ljósmyndir Strindbergs IVyndlist Bragi Asgeirsson að er mjög skemmtileg sýning sem um þessar mundir gistir anddyri Norræna hússins og gerast þær varla áhugaverðari á þessum stað. Er hér um að ræða sýnishorn af þeim þætti lífsverks hins mikla listamanns Ágústs Strindbergs er að ljósmyndun lýtur. Hann var ekki aðeins snillingur sem leikritaskáld heldur frábær málari og ágætur ljósmyndari. Allt, sem þessi maður tók sér fyrir hendur, bar ómældri sköp- unargáfu vitni ásamt takmarka- Lausri þörf fyrir að rannsaka leyndardóma lífsins. Uppgötva og upplifa. Frá upphafi ljósmyndarinnar hafa listamenn annarra list- greina hagnýtt sér hana við sköpunarstörf sín og þá einkum myndlistarmenn og rithöfundar. Mætti hér nefna nöfn mikils fjölda heimsþekktra myndlist- armanna og á meðal rithöfunda má nefna þá Emile Zola, Arthur Rimbaud, Victor Hugo og G.B. Shaw. — Þeir voru fjölhæfir lista- mennirnir í gamla daga og hvergi meðalmenn á þeim svið- um er þeir hösluðu sér völl. Átti þetta einnig við um norræna listamenn og þannig var Edvard Munch ágætur ljósmyndari og prýðilega pennafær. Hann not- aði Ijósmyndir við gerð ýmissa mynda sinna svo sem nú er kunnugt, en um leið afneitaði hann ljósmyndinni sem listmiðli við hlið málverksins: „Foto- grafiapparatet kan ikke kon- kurrere med pensel og pallett — sá lenge det ikke kan bruges i helvete eller himmelen.“ Munch á að hafa skilið eftir sig mikið safn ljósmynda er hann hafði tekið en fjölskylda hans er sögð hafa brennt þeim eftir dauða hans vegna þess, að hún óttaðist afleiðingar þess, að umheimurinn frétti að meistar- inn hafði stuðst við ljósmyndir við gerð mynda sinna! Sem bet- ur fer þá fór ekki svo illa fyrir myndum Strindbergs og þó mun hann einmitt hafa stuðst mikið við ljósmyndir sínar á skýja- myndunum við gerð málverka sinna. en hér skilur á milli, að hann var ekki í sama áliti sem málari og Munch og ljósmynd- irnar gátu varla skaðað álit hans sem rithöfundar. Frægð hans sem málara kom löngu seinna. Svo var ljósmyndunin miklu ríkari þáttur í lífsferli Strind- bergs en Munchs enda afstaðan til miðilsins allt önnur. — Svo sem segir í sýning- arskrá þá var ljósmyndun hon- um annað og meira en dægra- stytting. „Strindberg lagði stund á ljósmyndum um lengri og styttri skeið allt til dauða- dags og gerði ýmsar tilraunir. Brettcfa Tómasdóttir: Altarisklæói frá Hálsi í Fnjóskadal 1617. Gamli krosssaumur- inn, afturspor og varpleggur. Ullarband á hörlérefti. Helga SigurAardóttir: Renísaumur og steypilykkja í útlínun- um. IJIIarband og língarn í hörléreft. (Annar fjórðungur 16. aldar.) saumað hvert eitt spor/ Hólmfrið- ur Pálsdóttir." Við þetta má svo bæta, að sagt er að telpan hafi kunnað alla sauma þá er hún var 12 vetra. Svo sem segir í sýningarskrá verður að telja merkust íslenzkra útsaumsverka refilsaumuð klæði, sem flest eru altarisklæði frá síð- miðöldum. Þau eru yfirleitt saum- uð með ullarbandi í hörléreft eða ullartvist. Af öðrum útsaumi frá síðmiðöldum má nefna altaris- klæði með útskurði eða útskurðar- saumi (skorningi?) og korpórals- hús og altarisklæði með varplegg". Fylgja þessum pistli sýnishorn af slíkum altarisklæðum eftir þær Helgu Sigurðardóttur og Brettefu Tómasdóttur. „Frá síðmiðöldum munu ein- ungis hafa varðveist kirkjuklæði og þá einkum altarisklæði og hafa engar leifar fundist af veraldleg- um útsaumsverkum jteirra tfma svo öruggt sé, en frá því eftir siða- skipti, að minnsta kosti allt frá 17. öld, er til bæði veraldlegur og kirkjulegur útsaumur. Hefðbundinn íslenzkur útsaum- ur er að langmestu leyti unnin úr bjarta nál IWyndlist Bragi Ásgeirsson SVO sem sá er hér ritar hefur áð- ur bent á, þá hafa margar þær sýningar er settar hafa verið upp í Bogasal Þjóðminjasafnsins á ein- stökum þáttum þess verið hrein- ustu perlur. Nú er enn ein á ferð, sem tekur fyrir íslenzkar hannyrðakonur og handverk þeirra og gefur í engu eftir þeim, sem á undan hafa verið haldnar. Þetta er í alla staði hin merkasta sýning, sem undirstrik- ar drjúgan þátt íslenzkra kvenna í íslenzkri myndmennt í gegnum aldirnar. Vafalítið hefur þessi iðja þeirra orðið til að viðhalda tilfinn- ingunni fyrir myndrænni fegurð á myrkustu öldum íslenzkrar sögu og sem hefur skilað sér svo vel á tuttugustu öld í myndlist og listiðnaði. Það er með sanni fagurt og vandað handbragðið á mununum sem getur að líta á þessari sýn- ingu og má hér vísa til heilræða- kvæðis sem Stefán Ólafsson skáld á Vallanesi orti til Guðríðar litlu Gísladóttur: „Tjöld ljósum lit/ löng að prýða/ með furðu fár- ánleg/ farva skipti;/ Krosssaums og pells/ kasta í þettan tvist/ augna og refilsaum/ einnig sprang og glit. Kvæðið lýsir sýningunni prýði- lega, og að þessi iðja hafi legið djúpt í kvenpeningi fyrri alda, segir okkur og vísa sem Páll lög- maður Vídalín orti á pellsaums- ábreiðu er dóttir hans Hólmfríður saumaði níu vetra: „Níu vetra nú í vor,/ nemur seint íþróttir/ hefur Med silfur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.