Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGUST 1985 Þann 22. júní útskrifuðusi 42 nýir hjúkrunarfreðingar frá Hjnkrnnarakóla Islands. Þeir sjást hér ásamt skólastjóra sínum, Sigríði Jóhannsdóttur, og tveimur kennurum. Nýútskrifaðir hjúkrunarfrœðingar Fremsta röð f.v. Ásgerður Ólafsdóttir, Þorgerður Þráinsdóttir, Jónína A. Sanders, Ingibjörg Eiriksdóttir, Ingibjörg S. Ingimund- ardóttir, Ásta S. Rönning, María Magnúsdóttir, Bryndis Sævars- dóttir, Margrét Ó. Thorlacius, Sigríður G. Ferdinandsdóttir, Jó- hanna Hrafnkelsdóttir, Kristrún Kjartansdóttir. Önnur röð t.f.v. Ingibjörg Sigurðardóttir, Lára Dóra Oddsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, Sara Gunnarsdóttir, Jóna Dóra Kristinsdóttir, Júlía Linda Ómarsdótt- ir, Kristín Pálsdóttir hjúkrunarkennari, Sigríður Jóhannsdóttir, skólastjóri, Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarkennari, Þorbjörg J. Gunnarsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Vilhelmina Þ. Einarsdóttir, Rún Torfadóttir, Hjördís Jóhannsdóttir, Hjördís B. Birgisdóttir. Þriðja röð t.f.v. Stefanía G. Snorradóttir, Inga Björnsdóttir, Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Eybjörg Guðmundsdóttir, Sigurlaug B. Arngrímsdóttir, Þórey Ólafsdóttir, Gloria J. Steinþórsson, Sigurð- ur H. Guðmundsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Anna G. Gunn- arsdóttir, Kristín H. Reynisdóttir, Freyja Magnúsdóttir, Hanna B. Hilmarsdóttir, Harpa Karlsdóttir, Frauke Elisabet Eckhoff. Ómerktar tóbaksbirgð- ir þverra Tóbaksumbúðum, merktum við- vörunarmiðum reykingavarnanefnd- ar og heilbrigðismálaráðuneytisins, fer nú ört fjölgandi í verslunum eftir því sem gamlar tóbaksbirgðir þverra. Frá og með 1. júlí sl. hefur verið skyit að merkja allt tóbak sem Áfengis- og tóbaksverslun rikisins flytur til landsins. Að sögn Svövu Bernhöft, inn- kaupastjóra ÁTVR, er gert ráð fyrir sex mismunandi áletrunum f jafnmörgum litum í hverri tóbakssendingu. Má gera ráð fyrir að innan skamms verði allt tóbak, sem á boðstólum er í landinu, rækilega merkt aðvörunum sem segja til um skaðsemi reykinga. Vel heppnuð árgangamót á Siglufirði Siglufirdi, 30. júlí. MILLI 60 og 70 fermingarsystkin frá Siglufirði, sem fæddust árið 1945, komu saman hér í bænum um síðustu helgi. Kom fólk víða af land- inu og jafnvel utan úr Evrópu af þessu tilefni og mun aðeins hafa vantað fimm fermingarbörn úr þess- um árgangi. Samkoman fór fram i íþrótta- miðstöðinni á Hóli þar sem marg- ir úr hópnum gistu einnig. Fór samkoman vel fram og þótti heppnast einstakiega vel. Nokkuð hefur verið um slík árgangamót hér á Siglufirði í sumar og um næstu helgi verður hér mót sigl- firskra fermingarsystkina, sem verða fimmtug á þessu ári. Fréttaritari Norræna húsið: Sýning á verkum fyrrverandi fanga f samvinnu við íslenska „listþerap- ista“ stendur Norræna húsið fyrir sýningu á verkum utangarðslista- manna frá „The Gateway Ex- change“ miðstöðinni í Edinborg. Til- efni sýningarinnar er tvíþætt: annars vegar námsþing listmeðferðar, sem baldið verður hér á landi dagana 2.— 7. ágúst n.k., hins vegar alþjóð- legt ár æskunnar. Á sýningunni verða 23 verk eftir 7 listamenn, höggmyndir, málverk og klippimyndir. Auk þess verður á staðnum sýningarskrá, þar sem fjallað er um forsögu „The Gate- way Exchange", starfsemi tilraunafangelsisins „The Special Unit“ og æviferil Jimmy Boyle, fyrrum fanga og forsvarsmanns Gateway-hópsins. Boyle mun einnig flytja erindi við opnun sýn- ingarinnar og sýna skyggnur frá starfsemi félagsins. saga um breytingu og betrumbót á afvegaleiddu ungmenni og ber ekki aðeins vitni um skapandi myndlist, sem mikilvægt tæki til félagslegrar endurhæfingar held- ur og einnig sem fyrirbyggjandi þátt i lífi ungmenna, sem lifa i ógnvekjandi heimi. Sýningin fer fram í kjallara Norræna hússins og verður opin milli kl. 14 og 19 dagana 3.—11. ágúst n.k. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Sigríður Björnsdóttir en fjárhagslega að- stoð og fyrirgreiðslu hafa eftir- taldir aðilar veitt: British Council, Flugleiðir, Trygging hf., Samband íslenskra Myndlistarmanna og ís- landsdeild alþjóðlegu samtaka myndlistarmanna. Norræna húsið: Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigrún Proppé, Guðrún Magnúsdóttir, fulltrúi Norræna hússins, Sigríður Björnsdóttir og Rósa Steinsdóttir. Norræn námstefna í listmeðferð NORRÆN námsstefna í listmeðferð (art therapy) verður haldin í Norræna húsinu dagana 2.-7. ágúst nk. Meðal fyrirlesara og hópleiðara verða þau Edith Kramer og Arthur Robbins frá New York, Jimmy Boyle frá Skotlandi, Ingegerd Baltatziz frá Svíþjóð og Karen V. Mortensen frá Danmörku auk þeirra Páls Ásgeiresonar yfirlæknis á Geðdeild Barnaspítala Hringsins og Páls Eiríkssonar læknis á Dagdeild Geðdeildar Borgarapítalans. „The Gateway Exchange" miðstöðin er opið verkstæði, stofnað fyrir rúmu ári síðan af myndhöggvaranum og fyrrverandi lifstiðarfanganum, Jimmy Boyle og konu hans, Söru, sem er geð- læknir. Leitast Gateway-hópurinn fyrst og fremst við að ná til heim- ilislausra ungmenna, sem lent hafa utangarðs og hjálpa þessu fólki til að endurbyggja og styrkja eigið sjálf i gegnum eigin virkni og listsköpun. í fréttatilkynningu Norræna hússins segir að með sýningu Gateway-hópsins vilji Jimmy Boyle minna á að hægt er að beina árásarhvöt, reiði og örvæntingu inn á aðrar og meira uppbyggj- andi brautir en þær, sem einkenn- ast af afbrotum og sjálfstortím- ingu. Hvert verk á sýningunni er Þetta er 6. norræna þingið, sem haldið er um listmeðferð, en hið fyrsta fór fram hér á landi fyrir réttum 10 árum. Er námsstefnan skipulögð af 4 íslenskum „art therapistum" í samvinnu við Norræna húsið í Reykjavík og er einkum ætluð eftirtöldu fagfólki: læknum, sálfræðingum, félags- ráðgjöfum, iðjuþjálfum, hjúkrun- arfræðingum, þroskaþjálfum, meðferðarfulltrúum og öðrum heilbrigðisstéttum svo og kennur- um, sérkennurum og fóstrum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fengust hjá þeim Sigrfði Björnsdóttur, Sjöfn Guðmunds- dóttur, Sigrúnu Proppé og Rósu Steinsdóttur, sem sérhæfðar eru í faginu, er listmeðferð sjálfstætt meðferðarform, þar sem myndræn tjáning með liti, leir og önnur efni er notuð á markvissan hátt til að vinna úr reynslu og upplifunum einstaklingsins. Hefur meðferðin verið stunduð á margs konar stofnunum, s.s. geðsjúkrahúsum, almennum sjúkrahúsum, elliheim- ilum, fangelsum, skólum og sér- stofnunum, ýmist sem meðferð eða fyrirbyggjandi geðvernd. Verður þátttakendafjöldi á þessu afmælisþingi, sem byggist upp á fyrirlestrum og vinnuhóp- um, takmarkaður við 60 manns, þátttökugjald er kr. 1.500 og fer skráning fram á skrifstofu Nor- ræna hússins. Námsstefnan er fjármögnuð með styrkjum, bæði frá opinberum aðilum svo og ei n kafy rirtækj um. Haldinn verður einn fyrirlestur, þar sem almenningi gefst kostur á að kynna sér eðli og markmið listmeðferðar. Sænski teiknikenn- arinn Jan Thomæus, sem lagt hef- ur ríka áherslu á að börn fái að vinna út frá eigin hugmyndum, mun flytja erindi um mikilvægi listsköpunar í þroskaferli barna. Hinn opni fundur Thomæus verð- ur haldinn í fyrirlestrasal Nor- ræna hússins föstudagskvöldið 2. ágúst kl. 20:30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.