Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Útileikhús á þremur hæðum, í san: ',rhöll Kínakeisara. Kínaferd—II Heimsókn í málmyerksimðju Bóndi selur baunir á frjálsum markaði. — eftir Eirík Ingólfsson Eftir hádegi þann 12. júní heim- sóttum við geysistóra málmverk- smiðju í útjaðri Beijing. Þar var hópnum kynnt framleiðsluskipu- lag og starfsemi í verksmiðjunni. Kínverskar verksmiðjur sem allar eru reknar af ríkinu, hafa á síð- ustu árum öðlast meiri sjálfstjórn en verið hefur, sérstaklega í mál- um er varða framleiðslu og sölu. Verksmiðjan hefur nú heimild til að ráðstafa stórum hluta hagnað- ar sjálf og hefur honum verið var- ið í að greiða starfsmönnum bón- us, bæta félagslega aðstöðu þeirra og til framleiðsluaukningar. Verk- smiðjan getur sjálf selt 15% fram- leiðslu sinnar, sem á sfðasta ári var 3 milljónir tonna af járni og 2 milljónir tonna af stáli. Verk- smiðjan var endurskipulögð eins og svo margt annað í kínversku efnahagslífi árið 1979 og hefur siðan aukið framleiðsluna um 20% á ári. Um 120 þúsund manns starfa við sjálfa framleiðsluna, en þar sem fyrirtækið sér starfsfólki sínu fyrir öllum lífsnauðsynjum eru starfsmenn verksmiðjunnar um 200 þúsund. Verksmiðjan ræð- ur því yfir álíka mannafla og öll íslenska þjóðin, en stærðir af þessu tagi þykja ekki mjög merki- legar í Kína. Við heimsóttum barnaheimili sem verksmiðjan starfrækir, en á vegum verksmiðj- unnar eru starfræktir skólar, sjúkrahús, hótel, barnaheimili og fjöldi annarra þjónustustofnana. Það vakti athygli okkar að börnin á barnaheimilinu virtust alvön því að fá útlendinga i heimsókn og heilsuðu okkur öll í kór með: „gó- dan da-gin.“ Kínverjar eru sem kunnugt er hvattir til að draga úr barneignum og hver hjón mega aðeins eiga eitt heilbrigt barn. Ef hjón eignast fleiri en eitt barn þurfa þau að greiða mun meira fyrir menntun barns númer tvö og á margan annan hátt er því fólki gert erfiðara fyrir. Kínverjar dekra því mikið við einkabörnin sín og vilja gera allt sem hægt er til að þau fái aðeins það besta. Þannig var til dæmis einn af bíl- stjórunum sem hópurinn hafði bú- inn að kaupa píanó handa barninu sínu, þó enn væru nokkrir mánuð- ir þar til það átti að koma í heim- inn. „Kínverjar eru sem kunnugt er hvattir til aö draga úr barneignum og hver hjón mega aöeins eiga eitt heilbrigt barn. Ef hjón eignast fleiri en eitt barn þurfa þau að greiða mun meira fyrir menntun barns númer tvö og á margan annan hátt er því fólki gert erf- iðara fyrir.“ Forboðna borgin Morguninn eftir heimsóttum við Forboðnu borgina, en svo nefnist höll Kínakeisara, sem stendur við Torg hins himneska friðar. Höllin er mjög stór og skrautleg og var bústaður keisarans til ársins 1911, er keisaradæminu var steypt. Það tók á þriðja tíma að ganga í gegn- um höllina, sem er hlaðin fágæt- um munum, styttum og margs kyns salarkynnum smáum og stór- um, en á þessum tíma sáum við samt ekki nema hluta af höllinni. Að þeirri heimsókn lokinni var farið til sumarhallar kínversku keisaranna sem stendur ekki mjög langt frá forboðnu borginni. Það er fremur flatlent í Beijing, svo fyrr á öldum lét keisarinn búa til lítið fja.ll með því að moka upp jarðvegi umhverfis svæðið þar sem sumarhöllin stendur. Skurð- urinn sem myndaðist var síðan fylltur með vatni og þá var komið þar lítið stöðuvatn, sem Beijing- búar nota til bátsferða á góðviðr- isdögum. Landslagið umhverfis sumarhöllina er eftirlíking af landslagi í Suður-Kína svo keisar- inn þurfti ekki að fara langt til þess að skipta alveg um umhverfi. Þarna ber margt fyrir augu svo sem marmaraskip og 500 metra löng súlnagöng alsett flúri og myndum úr kínverskum sögum, en hvort tveggja var gert í tíð keis- araynju einnar sem í stað þess að byggja upp kínverska flotann lét byggja framangreind mannvirki auk útileikhúss með leiksviði á þremur hæðum. Sagan segir að þar hafi hún setið ein dögum sam- an og horft á leikrit og söngleiki, en lítið hirt um að aðstoða barn- ungan son sinn við að stýra Kína- veldi. Kínversk söngskemmtun Um kvöldið var okkur boðið á söng- og dansskemmtun i einu af leikhúsum Beijing. Þar var bæði flutt hefðbundin kínversk tónlist og dans, auk kínverskra dægur- laga, en það vakti ekki mikla hrifningu kínversku áhorfend- anna, fyrr en allt í einu að mikil fagnaðarlæti brutust út þegar einn hljóðfæraleikarinn fór að syngja með aðalsöngvara hljóm- sveitarinnar. Okkur var tjáð að slíkt þætti óvenjuleg fjölhæfni hjá tónlistarmanni að geta bæði spil- að og sungið samtímis. Það var svo ekki fyrr en kom að lögum úr vinsælum vestrænum söngleikjum að áhorfendur virtust með á nót- unum. Kynnt var syrpa úr „Okla- homa“, sem innihélt meðal annars lögin „You Are My Sunshine" og „Jingle Bells“, en síðartalda lagið er mjög vinsælt í Kína um þessar mundir. Það var svolítið skrítið að heyra amerískt jólalag leikið um hásumar í yfir 20 stiga hita í Beij- ing. Þegar svo að lokum var sýnd- ur „diskó-dans“ með tilheyrandi skrautlýsingu ætlaði allt um koll að keyra og sannfærðumst við þarna um að vestræn dægurlög eiga greiða leið að hjörtum og fót- um kínverskra ungmenna. Grafhýsi Maós Næsta dag var farið á Torg hins himneska friðar, þar sem grafhýsi Maós stendur. Torg þetta er geysi- stórt og talið rúma að minnsta kosti eina milljón manns. Þar fara fram miklar sýningar á hátíðis- dögum og fyrir öðrum enda torgs- ins eru miklar svalir þar sem landsfeðurnir veifa mannfjöldan- um á hátíðisdögum. Við hinn enda torgsins er svo Beijing-hótelið, virðulegasta hótel borgarinnar og eitt hið stærsta. Fyrir nokkrum árum stóðu risastór spjöld með myndum af Marx, Engels, Lenín og Stalín við torgið, en þau hafa nú verið tekin niður, aðeins ein mynd af Maó var sýnileg við við- hafnarsvalirnar. Við Torg hins himneska friðar, eða Tian-An-Men eins og það heit- ir á kínversku, var svo reist mikið grafhýsi þegar Maó lést, árið 1976. Þar liggur lík hans á viðhafnar- börum, almenningi til sýnis og er óslitinn straumur fólks frá því snemma á morgnana og fram á kvöld að votta leiðtoganum virð- ingu. Við gengum í gegnum graf- hýsið og tók það stutta stund, en þvínæst var haldið rakleiðis til utanríkisráðuneytisins þar sem Qian Qichen varautanríkisráð- herra tók á móti hópnum í móttökusal ráðuneytisins. Hann ræddi við hópinn um utanríkis- stefnu Kínverja og stöðu alþjóða- mála. í máli hans kom meðal annars fram að Kínverjar hafa ákveðið að fækka í her sínum um eina milljón manns, en alls eru í kínverska hernum um fjórar milljónir manna. Hann taldi að vísu að þetta þyrfti ekki endilega að þýða minni hernaðarmátt, en fyrst og fremst væri þörf fyrir krafta þess- ara manna til að aðstoða við efna- hagsuppbygginguna. Að þessari heimsókn lokinni fórum við í kínverskan stórmark- að sem eiginlega á fátt sameigin- legt með vestrænum stórmörkuð- um, nema nafnið. Þar er allt af- greitt yfir borð, enda sjálfsaf- greiðslufyrirkomulag nær óþekkt í Kína. Vöruúrval var talsvert og það vakti athygli okkar að tölu- vert úrval var af japönskum vasa- tölvum, úrum, myndavélum og því um líku, þótt sumir þessara hluta svo sem vandaðar myndavélar kostuðu meira en meðalárslaun Kínverja. Dagblað kín- verskrar æsku Eftir hádegið var farið í heim- sókn á Dagblað kínverskrar æsku, sem kemur út í 2,4 milljónum ein- taka og er prentað á 14 stöðum í landinu. Blað þetta flytur fréttir af ungu fólki auk þess sem veru- legur hluti blaðsins fer í að svara vandamálabréfum kínverskra unglinga. Blaðið birti tvívegis frásagnir af ferð okkar Islend- inganna. Við ræddum við starfs- menn blaðsins um málefni kín- versks æskufólks og sögðum frá háttum æskulýðsmála á Islandi. Um kvöldið var okkur boðið til kvöldverðar á mjög stóru fjögurra hæða veitingahúsi sem hefur ekk- ert annað á boðstólum en Peking- önd, framreidda eftir öllum kúnst- arinnar reglum. Þessi máltíð var mjög ánægjuleg þótt eitthvað færi öndin misjafnlega í maga. Á föstudagsmorgninum, þann 14. júní, sem var síðasti dagur hópsins í Beijing, heimsóttum við forsvarsmenn efnahagsnefndar ríkisins, sem í raun starfar sem nokkurs konar efnahagsráðuneyti. Þar var okkur sagt frá kjarna þeirrar efnahagsstefnu, sem Kín- verjar hafa fylgt frá árinu 1979 og miðar að því að bæta almenn lífskjör með því að láta framtak einstaklinganna njóta sín. Þannig var okkur sagt frá því að litlum einkafyrirtækjum fjölgar og Kín- verjum er nú heimilt að eignast eigið húsnæði og meira að segja hvattir til þess. Bændur og hand- Ein hir.na skrautlegu bygginga í Forboðnu borginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.