Morgunblaðið - 08.08.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 08.08.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 37 margir, sem eiga þá menn, sem allt vilja gera og öllu fórna fyrir kirkju sína. Mér er einn slíkur maöur minn- isstaeður frá prestskaparárum mínum á Siglufirði. Hann var þá aldraður orðinn, en kirkjan hafði verið honum hugsjón frá ungum árum hans. Þessi gamli maður varð mikill vinur minn og gaf mér mörg holl ráð í starfi mínu, og óþreytandi var áhugi hans fyrir kirkju og kristindómi. Ekki hafði ég þjónað lengi í Hallgrímskirkju er tignarleg eldri kona varð á vegi mínum, sem ég kynntist fljótt og vel. Hún minnti mig um margt á vininn minn aldr- aða á Siglufirði. Þessi kona var Guðný Gilsdóttir. Hún var hug- sjónakona, trúkona mikil, unni sálmum Hallgríms og studdi byggingu landskirkjuunar, sem nafn hans ber, af ráðum og dáð, ég segi af eldmóði hjarta síns. í bæn- um sínum, í orðræðum sínum, í störfum sínum og með stórum gjöfum sínum studdi hún þetta fyrirtæki. Hún uppörvaði presta og söfnuð með árvekni sinni og óþreytandi elju. Hún vann við kirkjuna endurgjaldslaust sem lyftuvörður árum saman, mér fannst stundum hún vera send af æðri máttarvöldum til að áminna og uppörva okkur í því mikla verki sem bygging Hallgrímskirkju vissulega er. Spámenn hins forna Ísraelsríkis voru sendir af Drottni til að áminna lýðinn, ef deyfð og drungi lagðist yfir og til að uppörva og brýna svo að betur mætti ganga hin sanna guðsdýrkun og til að flytja lofgjörð Drottni allsherjar, þegar best gekk. Þetta sama hlutverk hafði Guð- ný við Hallgrímskirkju. Hún var óspör á áminningar, ef henni fannst deyfð yfir safnaðarstarfi eða að bygging kirkjunnar sæktist seint, þá átti hún, þessi aldna kona, alltaf til nýjar hugmyndir um það hvernig úr mætti bæta. Við margri brýningunni tók ég frá hennar munni, og allar voru þær til heilla og blessunar fyrir kirkj- una. Ég veit, að ætt hennar, uppruna og lífsferli eru gerð skil af öðrum, svo að þessar línur eru aðeins fá- orð kveðja frá okkur, sem störfuð- um við Hallgrímskirkju. Við þökk- um Guði fyrir það, að hún var okkur send, þessi hugsjónakona, til þess að hvetja og vera fyrir- mynd í óeigingjörnu starfi fyrir kirkju sína. Guð blessi minningu hennar. Ragnar Fjalar Lárusson. t Eiginmaöur minn, faöir, stjúpfaöir, tengdafaöir og afi, SIGURSVEINN FRIÐRIKSSON, Skaröshlíö 11g, Akureyrl, andaöist í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri aöfaranótt 5. ágúst. Jarösett verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á krabbameinsfélag islands. Sveinbjörg Rósantsdóttir, Unnur Sigursveínsdóttir, Tryggvi Stefánsson, RÓ8a Sigursveinsdóttír, Jón Mér Héóinsson, Edda Bolladóttir, Siguröur Ármannsson, Eggert Bollason, Bára Arthúrsdóttir og barnabörn. t Maöurinn minn, faðir okkar og tengdafaöir, ÞÓROUR ÁGÚST ÞÓRDARSON, Grenimel 44, lést 6. ágúst. Aöalheiður Þorsteinsdóttir, Heiöar Þ. Þóröarson, Hulda Guómundsdóttír, Guörún J. Þóróardóttir, Ingvar Ásmundsson, Þorsteinn V. Þóröarson, Kristín Tryggvadóttir, Hlynur S. Þóröarson. Móöir mín. t GÆFLAUG HANSEN (Lulla Lýös), lést laugardaginn 3. ágúst sl. í Kaupmannahöfn. Kirsten Trebbien, Bud, Hovedgade 149, 2860 Seborg, Danmark. t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, SIGURBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Máshólum 10, Reykjavík, áöur til heimilis á Borgarvegi 32, Ytri-Njarövlk, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 10. ágúst kl. 13.30. Svavai Erla Svavarsdóttir, Einar S. Svavarsson, Herbert S. Svavarsson, Unnur Svavarsdóttir, Guöbjörg Svavarsdóttir, Magnús Sssdal Svavarsson, Róbert 8. Svavarsson, Sigfinnsson, Jón Ágústsson, Guörún Árnadóttir, Margrét Karlsdóttir, Hermann Þorsteinsson, Karl Ólafason, Vllborg Gestsdóttir, Hatdfs Gunnlaugsdóttir. t Móöir mín, tengdamóöir og amma, ÁSTRÍÐUR THORARENSEN frá Móeiðarhvoli, Barmahlíö 49, Reykjavík, lést i Landspítalanum 6. ágúst. Þorsteinn Thorarensen, Una Thorarensen, Ástríóur Thorarensen, Davfö Oddsson, Skúli Thorarensen, Sigrfður Þórarinsdóttir. t Faöir minn, tengdafaöir, stjúpfaöir, afi og langafi, SIGUROUR BJÖRNSSON, Tobbakoti, Þykkvabss, sem lést á dvalarheimilinu Lundi 2. ágúst, veröur jarösunginn frá Hábæjarkirkju, Þykkvabæ, laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00. Sigurbjartur Sigurösson, Guöbjörg Jónsdóttir, Guóbjörg Sigurgeirsdóttir, Óskar Sigurgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður okkar og tengdafööur. GUNNARSÁRNASONAR, fyrrum sóknarprests. veröur gerö frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 8. ágúst kl. 15. Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand, Ingvar Ekbrand, Árni Gunnarsson, Guörún Björnsdóttir, Stefán M. Gunnarsson, Hertha W. Jónsdóttir, Auóólfur Gunnarsson, Unnur Ragnars, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Haraldur Olafsson. t Jaröarför fóstursystur okkar, HELGU NIELSDÓTTUR, frá Hellissandi, fer fram frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 10. þessa mánaöar kl. 14.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Ingjaldshólskirkju. Fyrir hönd systkinanna frá Gimli, Jóhanna Vigfúsdóttir. t Eiginkona mín, HJÖRDÍS VILHJÁLMSDÓTTIR, lést 3. ágúst. Jarösett veröur frá Bara-kirkju í Sviþjóö laugardaginn 10. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Einar G. Sveinbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.