Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
mæðrum guðsþjónustuna. Meðan
ég var formaður Kvenfélags Kópa-
vogs bauð hann mér að velja sálm
á mæðradaginn. Síðasti sálmurinn
sem ég valdi var „Fögur er foldin".
Á 20 ára afmæli Kvenfélags
Kópavogs gaf félagið út fmælisrit.
Séra Gunnar skrifaði grein í ritið
og árnaði félaginu heilla. Lokaorð
hans voru þessi: „Ég bið félaginu
blessunar og ber þá von í brjósti
að því fari sem meiði, sem er aldir
í vexti.“ Við eigum góðar endur-
minningar um prestshjónin. Frú
Sigríður andaðist árið 1970 langt
um aldur fram.
Séra Gunnar starfaði mikið að
barnaverndarmálum, einnig eftir
að hann lét af prestsskap, og
ræddum við oft um þau mál.
Við konurnar í Kvenfélgi Kópa-
vogs minnumst með þakklæti
fyrsta sóknarprestsins okkar.
Hann messaði á 70 ára afmælis-
degi sínum yfir fullri kirkju af
fólki og bauð síöan öllum kirkju-
gestum til veislu í Félagsheimili
Kópavogs. t einni afmælisræðunni
sem þar var flutt, voru honum sér-
staklega þakkaðar morgunbæn-
irnar sem hann flutti í Ríkisút-
varpið. Þær voru glöggt dæmi um
hans mannbætandi málflutning,
enda vöktu þær athygli víða um
land.
Alla þá vinsemd sem hann sýndi
mér, einnig eftir að hann fór úr
Kópavogi, þakka ég af heilum hug.
Á kveðjustund vel ég honum sálm-
inn:
Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.
Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.
(M.Joch)
Blessuð veri minning séra
Gunnars Árnasonar.
Soffía Eygló Jónsdóttir
Lýsir það skapgerð hans vel að
vilja kveðja fólk sitt með reisn.
Söknum við nú öll okkar glaða og
hlýja Venna og sendi ég, maðurinn
minn og synir Vilhelmínu og börn-
um hans innilegar samúðarkveðj-
ur.
Kristfn Jónasdóttir
í dag kveðjum við með miklum
söknuði mág okkar og jafnframt
okkar traustasta og besta vin
Vernharð Kristjánsson. Frá
fyrstu kynnum, eða í nærfellt 30
ár, er hann giftist systur okkar,
sem hann hefur verið einstakur
Undirbúningsár séra Gunnars
Árnasonar voru fyrsti fjórðungur
aldarinnar, breytingatími, og sér
þess merki í viðhorfum hans öll-
um. Fyrstu bernskuárin var hann
með foreldrum sínum, sem þá
bjuggu stóru búi í gömlum stíl á
Skútustöðum við Mývatn. Mann-
lífið í sveitinni var mótað af nýj-
um hugmyndum og hugsjónum,
sem komið höfðu upp meðal al-
mennings nokkru áður og grósku-
mestar voru í Þingeyjarsýslu. Á
þeim árum, er séra Gunnar var í
gagnfræðaskólanum á Akureyri
og í Menntaskólanum í Reykjavík,
en þaðan varð hann stúdent 1921,
voru skáld í hverju húsi og hann
sjálfur í frægum skáldabekk. Á
háskólaárum hans var mikill
þróttur í starfinu f guðfræðideild.
Séra Gunnar bjó sig því til lífs-
starfsins á umbrotatímum. Að
námi loknu fór hann til prests-
þjónustu norður í Húnavatns-
sýslu. Hann var bjartsýnn, trúað-
ur og skáldlegur en jafnframt með
búskaparþanka. Hann kvæntist
1928 prestsdóttur frá Auðkúlu,
Sigríði Stefánsdóttur, mikilli
mannkostakonu, og unni henni
mikið alla ævi. Heimili þeirra var
á Æsustöðum i Langadal, þar sem
þau ráku bú tæpan aldarfjórðung
og ólu upp 5 börn sín. Séra Gunnar
þjónaði Bergstaða-, Bólstaðahlíð-
ar- og Holtastaðasóknum og að
auki síðustu árin fyrir norðan
Svínavatns- og Auðkúlusóknum.
Jafnframt sinnti hann margs kon-
ar félagsmálum og ritstörfum. Ár-
ið 1952 var hann kosinn prestur í
hinum nýju austurhverfum
Reykjavíkur og í Kópavogi.
Prestakallinu var skipt 1964, þeg-
ar fólki hafði fjölgað, en einn var
hann prestur í Kópavogi öllum þar
til hann fékk lausn frá embætti
vegna aldurs 1971, þá nýlega orð-
inn ekkjumaður. Eftir það starf-
aði hann að barnaverndarmálum
og ritstörfum meðan kraftar ent-
ust.
Helstu æviatriði séra Gunnars
Árnasonar voru skilmerkilega
rakin í Morgunblaðinu fimmtu-
daginn 1. þ.m., þegar frá andláti
hans var sagt. Foreldrar hans
Auður Gísladóttir og séra Árni
Jónsson voru Þingeyingar. Er
eiginmaður. Einnig var hann móð-
ur okkar sem var á heimili þeirra
í 15 ár svo góður og nærgætinn, að
sonur hefði ekki getað reynst
henni betri. Og fyrir það viljum
við þakka. Venni hefur kvatt þetta
líf, við verðum að sætta okkur við
það, þótt erfitt sé. Honum fylgdi
svo mikil gleði og hressilegur and-
blær, að jafnvel þó hann gengi
ekki heill til skógar síðustu mán-
uðina hélt hann alltaf sinni reisn
og sinni góðu og léttu lund. Við
höfum verið heppnar að eiga
Venna sem mág og traustan vin.
En mestur er söknuðurinn hjá
Villu systur okkar og börnunum.
En þau eiga öll einstaklega góðar
upplýsingar um ættir þeirra að
finna í ýmsum prentuðum heim-
ildum: Skútustaðaætt, ævisögu
Sigurðar Jónssonar í Ystafelli,
föðurbróður séra Gunnars, minn-
ingabókum séra Ásmundar Gísla-
sonar á Hálsi, móðurbróður hans,
einkum bókinni Við leiöarlok, og í
Ættum Þingeyinga. Sjálfur skrif-
aði hann um föður sinn og æsku-
heimili í þáttasafninu Faðir minn
presturinn. — Börn séra Gunnars
og Sigríðar konu hans eru Þóra
félagsráðgjafi, gift Ingvar Ek-
brand í Kungálv í Svíþjóð, Árni
skrifstofustjóri í menntamála-
ráðuneytinu, kvæntur Guðrúnu
Björnsdóttur, Stefán bankastjóri í
Alþýðubankanum, kvæntur
Herthu W. Jónsdóttur, Auðólfur
læknir, kvæntur Unni Ragnars og
Hólmfríður hjúkrunarfræðingur,
gift Haraldi ólafssyni. Barna-
börnin eru 11. öll bðrn séra Gunn-
ars nema Þóra voru búsett í
grennd vð hann í ellinni, og hafði
hann af þeim og barnabörnunum
mikla gleði. Þóra dóttir hans hef-
ur dvalist hér á landi að mestu
síðustu mánuði og verið hjá föður
sínum til að hjúkra honum og
létta honum veikindatímann.
Séra Gunnar var skáld og rit-
höfundur og setti það mark á
messuflutning hans. Hann var
ágætur ræðumaður, kenning hans
var einlæg og ljós og tengd hinu
daglega lifi landsins barna. Var
honum tamt að taka dæmi úr þvi,
sem hann hafði séð, og ekki síður
því, sem hann hafði lesið eftir
merka höfunda. Hann tónaði ekki,
og þótti sumum það galli á mess-
um hans, en vinsældir hans meöal
sóknarbarnanna sýndu, að flest-
um þeirra þótti það lítið atriði.
Sem sálusorgari var hann hlýr, en
jafnframt leitaðist hann við að
gera sér grein fyrir því, hverju
hann fengi áorkað og hverju ekki.
Stríðsvorið 1940 gekk breskur
her hér á land í Reykjavík. Margir
óttuðust, að til átaka kæmi í land-
inu, og reyndu því margir foreldr-
ar að koma börnum sínum í sveit.
Bjóst sá, sem þetta ritar, þá til
ferðar norður í Æsustaði til móð-
urbróður síns séra Gunnars og
Sigríðar konu hans. Er skemmst
frá því að segja, að þar var mér
minningar um kærleiksríkan föð-
ur og einlægan vin. Þær minn-
ingar hljóta að hjálpa þeim í
þeirra sára söknuði, og vonum við
að systir okkar fái styrk við þær
góðu minningar sem hún á eftir
óvenju traust og ástríkt hjóna-
band. Guð blessi okkar kæra vin
og mág. Hvíli hann í friði.
Mágkonur
Það þótti kannski ekki tíðindum
sæta, þegar valkyrja runnin upp á
Akureyri norður, en hálfættuð úr
Djúpi, gafst starfsfélaga sinum,
glæsimenni úr röðum löggæslu-
manna höfuðstaðarins.
Sú varð raunin sfðar að þessi
maður varð tryggur og óvenju
ágætur félagi okkar Djúpmanna,
bæði skyldra og vandalausra.
Skapgerð og eiginleikar Venna
voru slíkir, að allt, sem hann kom
nærri, gekk á betri veg, hvort sem
var orð eða athöfn, gleði eða al-
vara, skemmtun eða glíma við
óeirðamenn. Manninum var svo
huglægt að lægja öldur uppreisna
og óspekta og að auka kátínu og
gleði að hvar sem hann fór brá
birtu á mannlífið. Hreysti og
æðruleysi þessa dáðadrengs var
með þvílíkum hætti að furðu
vakti, hann stóð svo sannarlega á
meðan stætt var.
Helsjúkur kvaddi hann heimili
sitt á hlýrri miðsumarnótt og
gekk keikur og óstuddur örlögun-
um á vald.
Aðrir munu rekja æviferil
Vernharðs Kristjánssonar, en með
þessum orðum kveð ég einlægan
vin og félaga, samferðamann, sem
sakir glæsimennsku, hugprýði og
hreysti, markaði spor sem aldrei
fennir í. Við sendum fjölskyldu
Venna einlægar samúðarkveðjur
og felum hann þeim Guði á vald er
sólina hefur skapað.
Ólafur Jónsson
tekið sem væri ég eitt barna
þeirra, og dvaldist ég þar sumar-
langt í það sinn. Alla tíð sfðan,
meðan þau hjón bjuggu f Langa-
dal, var ég á sumrin viðloðandi hjá
þeim eins og sagt er. Af barnaskap
gerði ég mér þá litla grein fyrir
því ónæði, sem langar og skamm-
ar dvalir gerðu heimilisfólkinu,
ekki síst Sigríði húsfreyju, en oft á
þeim áratugum, sem siðan eru
liðnir, hef ég þakkað þeim í hug-
Leiðrétting
Ranghermt var í grein minni í Morg-
unblaðinu 25. júlí sl. að safn ábyrgð-
arbréfa frá öllum stöðum á landinu
hafi fengið hæst verðlaun islenzkra
safna auk verðlauna frá bandarískum
söfnurum á frímerkjasýningunni Is-
landia 73.
Hvergi virtist unnt að finna neitt um
verðlaun á sýningunni, m.a. athugaði
ég Morgunblaðið fram i nóvember. I
hófi sem póststjórnin hélt á Hótel Sögu
að sýningu lokinni fór fram verð-
anum og minnst þolinmæði þeirra
allra og þeirrar vinsemdar, sem ég
jafnan naut. Fyrir þetta allt er nú
þakkað. Veit ég og, að systur séra
Gunnars, sem nú eru fjórar á lífi,
og börn þeirra, hafa sínar sögur að
segja af mikilli og skemmtilegri
vináttu.
Blessuð sé minning séra Gunn-
ars Árnasonar.
Þór Vilhjálmsson
launafhending. Þar fékk eigandi safns-
ins viðurkenninguna frá bandariskum
söfnurum. Löngu seinna fór fram verð-
launaafhendig til margra ísl. safnara á
Kjarvalsstöðum, þar voru m.a. afhent
silfurverðlaun og e.t.v. hærri.
Af þessu stafar misskilningurinn.
Enn ábyrgðabréfasafnið fékk ekki
verðlaun hjá dómnefnd. Enda þótt
þetta breyti i engu efni greinar minnar,
er skylt að hafa það, sem sannara reyn-
ist, og ekki er rétt að ætlast til þess, að
Jón léti i Ijós álit sitt á þessu safni.
Siguröur Þormar
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og
langömmu,
PÉTURÍNU BJARGAR JÓHANNSDÓTTUR,
Grímstungu, Vatnudal.
Björn J. Léruaaon,
Helga S. Lérusdóttir,
Ragnar J. Lérusson,
Grimur H. Lérusson,
Kristfn I. Lérusdóttir,
Eggert E. Lérusson,
Lérus Björnsson,
Erla Guömundsdóttir,
Helgi Sveinbjörnsson,
Elfn Jónsdóttir,
Magnea Halldórsdóttir,
Jón Bjarnason,
Hjördis Lfndal,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö, hjálp og vlnarhug viö andlát
og útför ástkærs eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og af a,
AXELS BJÖRNS CLAUSEN,
Hrfsalundi 10b.
Maggý Þorsteinsdóttlr,
Jónas Clausen, Béra Sigþórsdóttir,
Hulda Axelsdóttlr,
Freyja Drötn Axelsdóttir, Þréinn Stefénsson,
Thelma Axelsdóttlr og barnabörn.
IO
ríkári á morgun
10 ný bílnúmer veröa birt á öllum OLÍS
stöövum á landinu í fyrramálið.
Er þitt þar á meðal?
Komdu við á næstu OLÍS stöð
og athugaðu málið.
Vertu með, fylgstu með.
10 ný bílnúmer í hverri viku.
- gengur lengra