Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Ingrid Krisliansen kemur í mark á nýju heimsmeti ( 10 km hlaupi. Ingrid keppir á Laugardalsvelli um helgina í Evrópubikarkeppninni, þegar oröin margmilljóneri af hlaupunum. Hlaupatekjurnar liggja þó ekki á lausu, eru geymdar á reikningi í vörzlu norska frjálsíþróttasam- bandsins, eins og reglur kveöa á um. Þar skulu þær liggja og borg- ast ekki út fyrr en hún hættir keppni. Athyglisvert er aö norsku hlaupakonurnar tvær, Ingrid Kristi- ansen og Grete Waitz, frægustu iþróttamenn Noregs í dag, mætast líklega ekki á hlaupabrautinni á þessu ári, enda þótt Ingrid segist ólm í aö sigra Grete í einhverju stóru maraþonhlaupanna. Sam- kvæmt keppnisáætlun þeirra mæt- ast þær ekki í keppni nema Ingrid hlaupi New York-maraþonhlaupiö í haust. Hefur hún hins vegar valiö aö hlaupa viku fyrr í Chicago og ætlar aö undirbúa sig fyrir hlaupiö meö mánaöardvöl í Colorado meö manni og syni á kostnaö móts- haldara í Chicago. — ágás Úrslit 5. flokks hefjast í dag ÚRSLITAKEPPNI 5. aldursflokks í knattspyrnu fer fram á KR-velli og hefst riölakeppnin í dag, fimmtudag. Úrslitin fara síðan fram á sunnudag. Átta liö leika i úrslitakeppninni, það eru KR, Þróttur, Höttur og FH sem leika í A-riöli. i B-riöli leika Valur, Þór Ak., Grindavík og Fram. Leikiö veröur á tveimur völlum samtímis. í dag hefst keppnin kl. 18.00. Þá leika í A-riöli KR og Þróttur og FH og Höttur. Kl. 19.10 leika í B-riðli Fram og Valur og Grindavík og Þór Ak. Föstudagur: Kl. 18.00. A-riöill KR—Höttur og Fram—Grindavik í B-riöili. Kl. 19.10. B-riöill Valur—Þór Ak. og í A-riöli leika FH og Kr. Laugardagur: Kl. 10.00. KR—Höttur í A-riöli og Þróttur—FH í sama riðli. Kl. 11.10. Grindavík—Valur ( B-riöli og einnig Þór Ak. og Fram. Sunnudagur: Kl. 10.00. Leikiö um 7. sætiö, einn- ig um 5. sætiö. Kl. 11.15. Leikiö um 3. sætiö og kl. 12.30 leikiö um fslandsmeistaratit- ilinn. Þorgrímur hjá Brann VALSMADURINN Þorgrímur Þrá- insson, landsliösbakvöröur í knattspyrnu, hefur dvaliö í Noregi síöustu daga og athugaö aðstæö- ur hjá 1. deildarliöinu Brann sem Bjarni Sigurösson, félagi hans úr landsliöinu, leikur meö. Þorgrímur hefur veriö á æfing- um hjá Brann aö undanförnu og hefur veriö nokkuö ánægöur með dvölina. Hann ætlaöi aö fylgjast meö liöinu er þaö lék gegn Valer- engen í gærkvöldi, í fyrsta leik norsku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu eftir sumarfrí þar ytra. Þorgrimur mun ekki koma til meö aö fara til félagsins á þessu keppnistímabili, en þaö gæti allt gerst á því næsta. Úrslitaleikurinn í eldri flokki (Old boys) í knattspyrnu fer fram á Kópavogsvelli kl. 19.00 í kvöld. Þar eigast vió Valur og Akranes. Þaö veröur án efa hart barist í úrslitaleik Islandsmótsins í eldri aldursflokki i kvöld. Þarna veröa margir kunnir knattspyrnumenn sem hafa ekki lagt skóna alfariö á hilluna. I liöi Vals eru kappar eins og Hermann Gunnarsson, Vilhjálmur Kjartansson, lan Ross, Siguröur Haraldsson, markvörö- ur, Birgir Einarsson og Alexander Jóhannsson. Liöið hefur ekki tapaö leik i mótinu, aöeins gert eitt jafntefli viö Þrótt, 2—2. Þeir hafa unniö Fram 4—1, Víking 2—0, Selfoss 8—0 og Reyni, Sandgeröi, 2—0. Hermann er markahæstur Valsmanna meö 9 mörk af 18. Alexander hefur skoraö fjögur. í liöi Akraness eru margir kunnir kappar eins og Matthías Hallgrímsson, Jón Gunnlaugs- son, Björn Lárusson, Þröstur Stefánsson og Davíö Kristjáns- son, markvöröur. Jón Gunn- laugsson hefur skoraö flest mörk Skagamanna eöa 10. Matthías hefur gert 8, en ætlar aö vinna þaö upp í leiknum gegn Val og komast upp fyrir Jón. Liöiö hefur ekki tapaö leik eins og Valsmenn í mótinu og hafa þeir aöeins gert eitt jafntefli, þaö var viö Breiöablik, 1 — 1. Þeir unnu m.a. Hauka 5—0, Keflavík 5—2 og FH 4—1. Þaö veröur því spennandi aö sjá hvort liöið fer meö sigur af hólmi i kvöld og stendur uppi sem islandsmeistarar 1985. í eldri aldursflokki leika eingöngu leikmenn sem eru 30 ára og eldri. — Ingrid Kristiansen keppir hér um helgina • Þeir veröa í sviósljósinu í kvöld, fyrrum markekóngar 1. deildar, þeir Hermann Gunnarsson og Matthías Hallgrímsson. Valur og ÍA leika til úrslita í eldri aldursflokki (Old boys) í kvöld. Valur — ÍA í kvöld Úrslitaleikurinn í eldri flokki MESTA hlaupakona heims um þessar mundir, Ingrid Kristian- sen frá Noregi, kemur til islands í dag, en á laugardag og sunnudag keppír hún á Laugardalsvelli, í Evrópubikarkeppninni i frjáls- íþróttum. Ingrid setti í lok júlf glæsilegt heímsmet i 10 kiló- metra hlaupi og í apríl stórbætti hún heimsmetió í maraþon- hlaupi. Aöeins tveir karlmenn ís- lenzkir eiga betri tíma i 10 km hlaupi en Ingrid. í fyrra varö hún fyrst kvenna til aö hlaupa 5 kíló- metra á tæplega 15 mínútum. Á hún því heimsmet í 5 km, 10 km og maraþonhlaupi. Um tíma var hún eini frjálsíþróttamaóurinn sem samtímis átti þrjú heimsmet, eöa þar til brezki stórhlauparinn Steve Cram, sem vió sögóum frá í gær, setti sitt þriöja met. Lengi var Ingrid Kristiansen, húsmóöirin á Holmenkollen- ásnum, i skugga löndu sinnar, Grete Waitz, en nú hefur þaö snú- izt viö. Á meðan lítiö heyrizt til Grete, á Ingrid hvert stórhlaupiö af ööru. Þar sem Ingrid fær góöa hlaupara frá írlandi og Belgíu aö kljást viö á Laugardalsvelli má allt eins búast viö aö vallarmetiö i 3.000 metra hlaupi falli, en þaö er í eigu Grete Waitz. Hefur Ingrid reytt skrautfjaörirnar af Grete, áreynslumikill og orkufrekur, axl- irnar stífar og sveiflist um of. Kveöst hún jafnan reyna aö slaka á í öxlunum, en þaö gangi bara ekki betur, þvi hún sé oröin svo axlastíf af miklum prjónaskap. Komín 4 mánuði á leiö Ingrid hefur tekiö þátt í heims- meistaramótinu í víöavangshlaup- um með góöum árangri. Hins veg- ar fannst henni óeölilegt hve illa gekk á þvi móti í marz 1983. Hafn- aöi hún i 35. sæti og hélt heim vonsvikin. Fannst henni eitthvað há sér á hlaupunum og fór því í læknisskoöun er heim var komiö. Þá kom í Ijós aö hún var ófrísk, komin fjóra mánuöi á leið. Þrátt fyrir þungunina hljóp Ingrid eöa hjólaöi fram í áttunda mánuö. Henni fæddist sonur í ág- úst en 10 dögum seinna var hún byrjuð aö hiaupa á ný. Aöeins sex mánuöum eftir fæöinguna sigraöi hún í maraþonhlaupi í Houston og náöi einum bezta tíma á vega- lengdinni. Skömmu seinna sigraöi hún Grete Waitz tvisvar á einni viku og var þaö fyrsta tap Grete fyrir landa sínum í 14 ár. Um sumarið þótti Ingrid sigurstrangleg í maraþonhlaupi á Ólympíuleikun- um í Los Angeles, en veikindi og stífar keppnir höföu dregiö af henni og varö hún í fjóröa sæti, missti af verölaunasæti á síöustu metrunum. í Lundúnamaraþonhlaupinu í apríl bætti Ingrid Kristiansen heimsmetiö í maraþonhlaupi kvenna um hálfa aöra mínútu, hljóp á 2:21,06 stundum. Árangur- inn er athyglisveröur þar sem vetr- arhörkur í Noregi uröu þess vald- andi aö hún undirbjó sig aö miklu leyti undir hlaupiö meö þvi aö hlaupa á sérstöku færibandi heima í kjallaranum hjá sér. 5 milljónir fyrir methlaupiö Miklir peningar bjóöast nú á frjálsíþróttamótum, einkum þó hlauþum, og fékk Ingrid um 5 millj- ónir króna íslenzkra í aöra hönd fyrir Lundúnahlaupið, fyrir sigurinn og metiö og bónus frá skófram- leiöandanum, sem hún er á samn- ing hjá. Aukinn frami, sem jókst enn frekar meö heimsmetinu í 10 km, færir henni og gífurlegar aug- lýsingatekjur, þannig aö hún er Ingrid meö syninum Gaute. Hún var komin fjóra mánuói á leió án þess aö vita um þungunina er hún keppti í heimsmeistaramót- inu í víðavangshlaupi 1983. eina af annarri frá í fyrrasumar, og veröur þar líklega engin breyting á um helgina. Ingrid þykir ekki hafa mjög fagr- an hlaupastíl, limaburöurinn Byrjaði ung Ingrid Kristiansen fæddist í Þrándheimi og er eini íþróttamaö- urinn í ættinni. Ung byrjaöi hún aö hlaupa og keppti á Evrópumeist- aramótinu í Helsinki 1971, aöeins 15 ára gömul, í lengstu keppnis- grein kvenna á þeim tíma, 1500 metra hlaupi. Kveöst hún þá hafa veriö lítil og reynslulaus stelpa, enda lauk hún ekki hlaupi. Sneri hún sér í auknum mæli aö skíöagöngu en keppti í hlaupum á sumrin. Komst hún í fremstu röö norskra skíöagöngukvenna, sem eru í fremstu röö í heiminum, og keppti m.a. á vetrarólympíuleikun- um í Innsbruck 1976. Áriö 1978 keppti hún bæöi á heimsmeistara- mótinu á skíöum og Evrópu- meistaramótinu í frjálsíþróttum. Eftir mótiö í Prag, þar sem hún varö í 9. sæti í 3000 metra hlaupi, ákvaö hún aö snúa sér meir aö hlaupum þar sem skíöagangan væri of tímafrek. Er hún nú meö þriöja bezta árangur í heimi í 3000 metrum, en í þeirri grein keppir hún í Laugardal. Axlirnar stífar af prjónaskap
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.