Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 41 Morgunblaðið/Þorkell Séð yfir srvæði Bílasölu Guðfinns við Miklatorg. Á myndinni eru Guð- finnur Halldórsson og starfsmenn hans. Bflasala Guðfínns í nýju húsnæði BÍLASALA Guðfinns heldur upp á 10 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir í nýju húsnæði við Mikla- torg. „Síðan sumarið 1983 hefur bílasalan verið í húsnæðishraki. Við höfum fengið lóðir vítt og breitt um borgina en þær úthlut- anir hafa ekki komist í gegn hjá borgaryfirvöldum," sagði Guð- finnur Halldórsson forstjóri þegar blaðamaður innti hann eftir nýju húsakynnunum. „Síðasta 1 V4 árið hef ég haft söluna heima hjá mér en hún krefst góðrar aðstöðu og því hef- ur verið heldur dauft í viðskipt- unum. Ástandið var orðið þannig að þegar nágrannarnir báðu mig að selja bílana réttu þeir mér jafnframt lyklana að bílskúrn- um til að geta sýnt væntanlegum kaupendum. Loks leystist hús- næðisskorturinn á farsælan hátt, þegar Vilhjálmur Vil- hjálmsson hjá skipulagsnefnd borgarinnar bauð okkur aðstöðu á lóð Landspítalans við Miklu- braut með samþykki forráða- manna þar. Við settumn upp 55 fermetra bústað og á svæðinu eru stæði fyrir 130 bifreiðir. Fyrstu vikuna eftir að við opn- uðum seldust um 70 bílar.“ SKIPHOLTI 31 ACME-FATASKÁPAR sem milliveggur Oft þarf að skipta stórum herbergjum í tvö minni barnaherbergi og til að spara pláss er hentugast að gera það með fataskáþ, sem leysir um leið fataskáþavandamál beggja herbergjanna. ACME kerfið býður upp á fjölbreyttar lausn- ir á fyrirkomulagi fataskápa. Hafðu samband við okkur og fáðu tillögur að fataskáp sniðnum eftir þínum þörfum. Grensásvegi 8 (áöur Axminster) slmi 84448 midas Alþýðuflokkur ályktar: „Afnema ber kjarnfóð- urgjaldið þegar í stað“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Alþýðuflokksins, en ályktunin var samþykkt á þingflokksfundi Aiþýðu- flokksins þ. 1. ágúst sl. „í tilefni af stórfelldum verð- hækkunum á eggjum, kjúklingum og svfnakjöti í kjölfar hækkaðs kjarnfóðurgjalds og mótmælum samtaka bænda gegn nýjum fram- leiðsluráðslögum vill þingflokkur Alþýðuflokksins minna á, að — þingmenn Alþýðuflokksins lögðu til að framleiðsluráðs- frumvarpinu yrði vísað frá, — bentu á, að frumvarpið byggir á úreltum stjórnsýsluhugmynd- um frá 18. öld um ríkisforsjá, einokunarverðmyndun og þvinganir, sem ganga í ber- högg við stjórnarskrárákvæði um atvinnufrelsi, — töldu lögin loka síðustu smug- um, sem eftir voru fyrir frjálsa menn við landbúnaðarstörf, — töldu lögin útiloka samkcppni framleiðenda um verð og gæði og afnema alla hvatningu til að halda tilkostnaði í skefjum og lækka verð, en stuðla að rekstr- arlegu ábyrgðarleysi og offjár- festingu vinnslu- og dreifingar- aðila. — sögðu fyrir, að lögin fælu í sér hófiausa skattlagningu á þær búgreinar, sem framsóknar- kerfinu eru vanþóknanlegar, — sögðu lögin slá á frest löngu tímabærum uppskurði á rán- dýru og ranglátu ofstjórnar- og milliliðakerfi í landbúnaði, sem hefur neytendur jafnt sem bændur að féþúfu. Þingflokkur Alþýðuflokksins telur að afnema beri kjarnfóðurgjaldið þegar í stað, að verðmyndun i landbúnaði eigi að byggjast á beinum samningum vinnsluaðila og smásala, að neytendur eigi að njóta sam- keppni vinnsluaðila um lækkun tilkostnaðar í formi lækkaðs vöruverðs. að afnema beri einokunaraðstöðu og stuðla að frjálsri samkeppni um útflutning landbúnaðaraf- urða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.