Morgunblaðið - 08.08.1985, Side 41

Morgunblaðið - 08.08.1985, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 41 Morgunblaðið/Þorkell Séð yfir srvæði Bílasölu Guðfinns við Miklatorg. Á myndinni eru Guð- finnur Halldórsson og starfsmenn hans. Bflasala Guðfínns í nýju húsnæði BÍLASALA Guðfinns heldur upp á 10 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir í nýju húsnæði við Mikla- torg. „Síðan sumarið 1983 hefur bílasalan verið í húsnæðishraki. Við höfum fengið lóðir vítt og breitt um borgina en þær úthlut- anir hafa ekki komist í gegn hjá borgaryfirvöldum," sagði Guð- finnur Halldórsson forstjóri þegar blaðamaður innti hann eftir nýju húsakynnunum. „Síðasta 1 V4 árið hef ég haft söluna heima hjá mér en hún krefst góðrar aðstöðu og því hef- ur verið heldur dauft í viðskipt- unum. Ástandið var orðið þannig að þegar nágrannarnir báðu mig að selja bílana réttu þeir mér jafnframt lyklana að bílskúrn- um til að geta sýnt væntanlegum kaupendum. Loks leystist hús- næðisskorturinn á farsælan hátt, þegar Vilhjálmur Vil- hjálmsson hjá skipulagsnefnd borgarinnar bauð okkur aðstöðu á lóð Landspítalans við Miklu- braut með samþykki forráða- manna þar. Við settumn upp 55 fermetra bústað og á svæðinu eru stæði fyrir 130 bifreiðir. Fyrstu vikuna eftir að við opn- uðum seldust um 70 bílar.“ SKIPHOLTI 31 ACME-FATASKÁPAR sem milliveggur Oft þarf að skipta stórum herbergjum í tvö minni barnaherbergi og til að spara pláss er hentugast að gera það með fataskáþ, sem leysir um leið fataskáþavandamál beggja herbergjanna. ACME kerfið býður upp á fjölbreyttar lausn- ir á fyrirkomulagi fataskápa. Hafðu samband við okkur og fáðu tillögur að fataskáp sniðnum eftir þínum þörfum. Grensásvegi 8 (áöur Axminster) slmi 84448 midas Alþýðuflokkur ályktar: „Afnema ber kjarnfóð- urgjaldið þegar í stað“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Alþýðuflokksins, en ályktunin var samþykkt á þingflokksfundi Aiþýðu- flokksins þ. 1. ágúst sl. „í tilefni af stórfelldum verð- hækkunum á eggjum, kjúklingum og svfnakjöti í kjölfar hækkaðs kjarnfóðurgjalds og mótmælum samtaka bænda gegn nýjum fram- leiðsluráðslögum vill þingflokkur Alþýðuflokksins minna á, að — þingmenn Alþýðuflokksins lögðu til að framleiðsluráðs- frumvarpinu yrði vísað frá, — bentu á, að frumvarpið byggir á úreltum stjórnsýsluhugmynd- um frá 18. öld um ríkisforsjá, einokunarverðmyndun og þvinganir, sem ganga í ber- högg við stjórnarskrárákvæði um atvinnufrelsi, — töldu lögin loka síðustu smug- um, sem eftir voru fyrir frjálsa menn við landbúnaðarstörf, — töldu lögin útiloka samkcppni framleiðenda um verð og gæði og afnema alla hvatningu til að halda tilkostnaði í skefjum og lækka verð, en stuðla að rekstr- arlegu ábyrgðarleysi og offjár- festingu vinnslu- og dreifingar- aðila. — sögðu fyrir, að lögin fælu í sér hófiausa skattlagningu á þær búgreinar, sem framsóknar- kerfinu eru vanþóknanlegar, — sögðu lögin slá á frest löngu tímabærum uppskurði á rán- dýru og ranglátu ofstjórnar- og milliliðakerfi í landbúnaði, sem hefur neytendur jafnt sem bændur að féþúfu. Þingflokkur Alþýðuflokksins telur að afnema beri kjarnfóðurgjaldið þegar í stað, að verðmyndun i landbúnaði eigi að byggjast á beinum samningum vinnsluaðila og smásala, að neytendur eigi að njóta sam- keppni vinnsluaðila um lækkun tilkostnaðar í formi lækkaðs vöruverðs. að afnema beri einokunaraðstöðu og stuðla að frjálsri samkeppni um útflutning landbúnaðaraf- urða.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.