Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 17 Einar Hjartarson í nýju versluninni. Morgunblaöið/ÓB Árni Jóhannsson kaupfélagsstjóri þakkar vel unnin störf. Skagaströnd: Úrbætur í mál- um verslunar Skacaströod, 31. jólf. NÚ nýverið var tekin i notkun viðbygging við verslun Kaupfélags Húnvetninga á Skagaströnd. Viðbyggingin, sem er næstum eins stór og sú sem fyrir er, mun gjörbreyta allri aðstöðu Kaupfé- lagsins og gera því kleift að bæta þjónustuna frá því sem áður var. í viðbyggingunni er vörulager, að- staða fyrir starfsfólk, frystir og fleira. Gamla lagernum var breytt í vefnaðarvöru- og ritfangadeild. { tilefni af þessum tímamótum hjá Kaupfélaginu hafði það boð inni fyrir starfsfólk sitt, stjórn og þá aðila sem að framkvæmdum við nýbygginguna stóðu. Þar þakkaði kaupfélagsstjórinn, Árni Jóhannsson, öllum þessum aðilum vel unnin störf og bauð jafnframt velkominn til starfa nýjan versl- unarstjóra, Einar Hjartarson, sem nýlega hefur tekið við því starfi af Maríu Magnúsdóttur sem verið hefur verslunarstjóri um mörg undanfarin ár. Þá afhenti Björn Magnússon stjórnarformaður félagsins ólafi Magnússyni bónda á Sveinsstöð- um, fyrrverandi stjórnarfor- manni, skjal til staðfestingar á þvf að hann var kjörinn heiðursfélagi i Kaupfélaginu á síðasta aðalfundi þess. Sveitarstjórinn, Sigfús Jónsson, óskaði Kaupfélaginu til hamingju með þennan áfanga sem hann kvaðst fagna. Aðrir Skagstrend- ingar hljóta að gera það einnig, þar sem þörf á úrbótum í verslun- armálum var orðin mjög brýn. — ÓB Ráðstefna um beit- arrannsóknir á norðlægum slóðum DAGANA 5.-8. ágúst nk. verður haldin á Hvanneyri í Borgarfirði ráð- stefna um beitarrannsóknir f norðlsgum löndum, og er þetta fyrsta ráðstefnan sem haldin hefur verið um þetta efni. Að ráðstefnunni standa Kannsóknarstofnun landbúnaðarins, landbúnaðarráðuneytið, Búnaðarfé- lag íslands, Landgrsðsla ríkisins og Bsndaskólinn á Hvanneyri. Ráðstefnuna munu sitja beit- arsérfræðingar frá Norður- Ameríku og Norður-Evrópu, þ.e.a.s. frá Alaska og nokkrum öðrum norðlægum ríkjum Bandaríkjanna, Kanada, Græn- landi, Noregi, Svíþjóð, Sovétríkj- unum, Skotlandi, Englandi og írlandi, samtals rúmlega 30 manns, auk um 20 {slendinga. Enska verður tungumál ráð- stefnunnar, og þau 32 erindi sem þar verða flutt, verða öll gefin út í sérstakri bók síðar á árinu á vegum PLENUM-útgáfufyrir- tækisins í New York. Kostnaður vegna komu hinna erlendu fræðimanna er að mestu greidd- ur með styrk sem Vísindasjóður NATO veitir til ráðstefnuhalds- ins, en auk þess hafa ýmsar stofnanir og fyrirtæki tengd landbúnaði veitt stuðning með beinum fjárframlögum eða ann- arri fyrirgreiðslu. Þar sem takmörkuðum fjölda fræðimanna er boðið til ráð- stefnunnar er fyrst og fremst litið á hana sem vinnufund. Auk kynningar á rannsóknarverkefn- um og niðurstöðum rannsókna og athugana frá hinum ýmsu löndum, verður rúmur tími ætl- aður til umræðu um eiginleika og nýtingu náttúrulegra gróður- lenda á norðurhveli jarðar, þ.e.a.s. úthagabeit fyrir sauðfé, geitfé, nautgripi, sauðnaut, hreindýr og hross. Þótt gróð- urskilyrði séu breytileg í þessum norðlægu löndum eiga þau margt sameiginlegt. í flestum tilvikum er um viðkvæm gróður- lendi að ræða, sem þó eru verð- mætar auðlindir sé nýtingin hófleg. Spretta takmarkast mjög af tiltölulega stuttum vaxtar- tíma, lágum sumarhita, nær- ingarsnauðum jarðvegi og of lít- illi úrkomu á sumum svæðanna. Margvíslegar gróður- og beitar- rannsóknir hafa verið gerðar í norðlægum löndum, en með þessu ráðstefnuhaldi er í fyrsta skipti komið á sameiginlegri kynningu og virkum samskipt- um á milli þjóðanna um þessi efni. Slíkt getur haft bæði fræði- legt og hagnýtt gildi í framtíð- inni, ekki aðeins vegna landbún- aðar heldur einnig með tilliti til náttúruverndar á norðurhveli. Þess ber að geta að þátttak- endur munu fara í kynnisferðir um Suður-, Vestur- og Norður- land, bæði fyrir og eftir fundina á Hvanneyri. Áhersla verður lögð á tveggja daga ferð norður í Austur-Húnavatnssýslu og suð- ur Kjöl, og verða m.a. tvö bændabýli heimsótt, á Auðkúlu- heiði verða skoðaðar beitar- og uppgræðslutilraunir og komið verður við hjá Skógrækt ríkisins í Haukadal. Umsjón með undirbúningi og framkvæmd beitarráðstefnunn- ar hafa þeir dr. ólafur Guð- mundsson Rannsóknarstofnun landbúnaðarins (formaður), dr. Andrés Arnalds Landgræðslu ríkisins, dr. Bjarni Guðmunds- son Landbúnaðarráðuneytinu, dr. Ólafur R. Dýrmundsson Bún- aðarfélagi Íslands og dr. Ríkharð Brynjólfsson Bændaskólanum á Hvanneyri. (FrétUtilkynning) ^BÚ l W HJALLAHRi -----------, ___________i ■■■• HJALLAHRAUNI 2 SIMI 53755 - POSTHOLF 23* • 220 HAFNARFIROI PB snjóbræðslurörin kaupir þú í eitt skipti fýrir öll. Yíir vetrarmánuðina hér á landi er allra veðra von, stórhríð með frosthörkum og sumarblíðviðri geta nánast komið á sama degi. Því er nauðsynlegt að það sem liggja á í jörðu sé sterkt og geíi vel eftir. PB-snjóbrœðslurörin eru gerð úr Polybutylene-plasteíni, - grimmsterku efni sem býr ylir ótrúlegu frost- og hitaþoli. Þau þola meiri hitasveiflu en nokkur önnur rör á markaðinum eða frá -50°C til 95°C án þess að bresta. PB-snjóbrœðslurörin þola þvi að vatn írjósi í þeim eða renni í þeim að staðaldri allt að 95°C heitt. PB-snjóbrœðslukeríi er einíöld og varanleg lausn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.