Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Barnagæsla Óskum eftir konu til aö gæta tveggja bama frá 1. sept. Börnin eru tveggja ára og búa í Vesturbæn- um. Vinnutími og laun eru samkomulagsatriði. Þær sem hafa áhuga leggi inn nafn og persónu- upplýsingar á augld. Mbl. fyrir 14. ágúst merkt: „B — 8131“. BETRI ÁRANGUR MEÐ ATLAS COPCO öruggur búnaður fyrir: 1. Mannvirkjagerð 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaðiðnað 4. Léttan iðnað DIESELDRIFNAR LOFTPRESSUR Afkóst 30-565 l/s Vinnuþrýsfingur 6-20 bar ATLAS COPCO er stærsti framleiðandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaði fyrir þrýstiloft. Fyrirtækið þekkir hvernig minnka má framleiðslukostnað með notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iðnaðarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar. ■■■■^■H Fyrirtæki með framleiðslu er ■■■■■■ JUUasCopco tryS9'r Þér bætta arösemi og JUlasCopcc góða þjónustu. Allar nánari upplýsingar gefur LANDSSMfÐJAN HF. SOlVHÖLSGOTU <3 - '01 REYKJAVIK SIMI 191) 20S60 TELEX 2207 GWORKS # MorgunblaiiA/Helgi Bjarnason Stefán ásamt tveimur starfsmönnum við hluta af Uekjunum sem notuð eru við hráefnisöflun í framleiðsluna. Fóður- og fræframleiðslan í Gunnarshold: „ Verðið var sett of hátt miðað við markaðinn" — segir Stefán H. Sigfússon framkvæmdastjóri um ástæður sölutregðu á graskögglum í vetur Fóður- og fræframleiðslan í Gunn- arsholti mun framleiða um 2.500 tonn af graskögglum í sumar, um 500 tonnum minna en verið hefur undanfarin ár. Verksmiðjan er i gangi allan sólarhringinn frá þvf síð- ari hluta júní og fram í miðjan sept- ember og framleiðir 30 til 40 tonn á dag. Rekin meÖ fullum afköstum þrátt fyrir sölutregðu Fóður- og fræframleiðslan er ríkisfyrirtæki með sérstaka stjórn. Hún er ein af þremur eistu graskögglaverksmiðjunum, stofn- uð 1963. Við fyrirtækið starfa 5 menn allt árið, en alls 15 yfir sumartímann. Sölutregða var á framieiðslu graskögglaverksmiðj- anna í vetur, og tókst Fóður- og fræframleiðslunni aðeins að selja um 'á af framleiðslu sinni og á því í birgðum rúm 2.000 tonn af gras- kögglum frá fyrra ári. Er þetta í fyrsta skipti í rúmlega tveggja áratuga sögu fyrirtækisins sem ekki tekst að selja alla fram- leiðsluna. Um helmingur fram- leiðslunnar er af túnum (400 ha) og helmingur af grænfóðurökrum sem sáð er í árlega (hafrar, bygg og rýgresi) en grænfóðrið er slegið grænt. Rætt hefur verið um að gras- kögglaverksmiðjurnar yrðu rekn- ar á hálfum afköstum í sumar. „Jú, það er rétt, en það var ekki að okkar skapi að stefna fyrirtækinu beint inn í taprekstur með því móti og ákvað stjórnin að reka verksmiðjuna með fullum afköst- um í sumar, nema hvað við dróg- um grænfóðurræktina saman um 100 hektara og hættum því hálfum mánuði fyrr í haust en vant er. í staðinn ætlum við að gera allt sem við getum til að selja alla fram- leiðsluna í vetur, m.a. með sér- stöku söluátaki í haust," sagði Stefán H. Sigfússon, fulltrúi land- græðslustjóra, en hann er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Verðið var sett of hátt í fyrra“ Stefán er með mjög ákveðnar skoðanir á ástæðum sölutregðunn- linnið við sekkjun i verksmiðjunni. ar: „Að mínu mati eru ástæðurnar einkum tvær. Ég tel að verð á graskögglum hafi verið sett of hátt í fyrra miðað við markaðinn. Betra hefði verið að selja kögglana á lægra verði, þó ekki hefðu feng- ist fullar afskriftir af verksmiðj- unum eitt árið. Verðið er ákveðið sameiginlega af forsvarsmönnum allra verksmiðjanna, þar sem meirihlutinn ræður, og sú ákvörðun er síðan staðfest af landbúnaðarráðherra. Við verð- ákvörðun er ekkert tillit tekið til gæða kögglanna sem eru afar mis- munandi. Við höfum til dæmis verið að gera tilraunir með að blanda kögglana, aðallega með meltuþykkni. Fóðurtilraunir með þessum kögglum hafa komið mjög vel út, en þetta er dýrt og síðan er allt selt á sama verði. Auðvitað verður að verðleggja kögglana eft- ir gæðum. Hin ástæðan fyrir sölutregð- unni er sú að bændur áttu mikil hey eftir sumarið í fyrra, þó ekki hafi þau verið góð. Þessu reyndu þeir að koma í lóg, enda hefur mjög þrengt að bændum á undan- förnum árum og þeir því reynt að spara fóðurbætiskaup sem mest." Tilraunir með íblöndun meltuþykknis — Geta graskögglarnir komið alveg í staðinn fyrir fóðurbætinn? „Með því að blanda í þá öðrum innlendum efnum, til dæmis meltuþykkni, er hægt að fram- leiða úr grasinu kjarnfóður sem jafnast á við innflutt kjarnfóður. En það er verðið sem þarna setur strik i reikninginn því innflutta kjamfóðrið er niðurgreitt. Ég leyfi mér að efast um að það sé rétt að flytja kjarnfóðrið inn, þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.