Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
29
Guðni Þorsteinsson, leiðangursstjóri.
Fylgzt með myndunum í klefa leiðangursstjóra. Frá vinstri Þórður Karlsson,
Jón Björn Hilmarsson, Ævar Sigurvinsson og Gunnar Svavarsson.
Horgunblaðið/Bjarni
Einar Hreinsson og Gunnar Svavarsson við hluta stjórntækja myndavélar-
innar.
í því að hætta tilraunum og þróun
veiðarfæra hefði vélin ekki komið
til. Stjórnendur hennar hefðu ekki
talið sig komast lengra án hennar.
Til þessa hefði myndavélin mest
verið notuð við rannsóknir á
rækjutrollum og búnaði þeirra, en
önnur veiðarfæri og ýmsar fisk-
tegundir hefðu einnig verið rann-
sakaðar. Netagerðin miðaði notk-
un vélarinnar nær eingöngu við
þarfir sínar og rækjusjómanna við
Djúp, en þeir ættu stóran þátt í
því að vélin væri til komin.
„Árangur af notkun vélarinnar
er ómetanlegur. f hvert skipti, sem
hún er send niður er það viðbót við
þekkinguna. Þó er mjög mikið eft-
ir því við erum eiginlega rétt að
byrja að káfa á þessu. Þetta tæki
eykur hins vegar möguleikana á
veiðarfærarannsóknum verulega.
Áður vissum við ekki hvaða áhrif
einstakar breytingar höfðu á
fiskni veiðarfæranna, en allt í
einu sáum við það svart á hvítu og
fengum við það raunhæfa mögu-
leika á þróun og lagfæringum.
Eigi að verða einhver þróun á
þessu sviði, verður hún að byggj-
ast á rannsóknum veiðarfæra og
hegðun fisksins við raunverulegar
aðstæður. Því er notkun vélarinn-
ar mikilvægt skref í rétta átt. Ein
vél dugir hins vegar hvergi. Haf-
rannsóknastofnun á skilyrðislaust
að eiga svona vél og eigi að verða
einhver kraftur í rannsóknunum
verða svona vélar að vera staðsett-
ar á helztu útgerðarsvæðunum við
landið. Þá er alveg sama hverjir
eiga þær, bara að þær séu notað-
ar,“ sagði Einar Hreinsson.
Það telst vissulega sérstök til-
finning að geta setið í rólegheitum
niðri í skipi og fylgzt með því hvað
gerist á hafsbotni á sjónvarpsskjá
og geta síðan á myndbandi skoðað
atburðina aftur og aftur. Jón
Björn Vilhjálmsson, skipstjóri á
Boða GK og loðnuskipinu Gígju,
sagði þetta ævintýri líkast. Það
væri núna fyrst, sem menn sæju I
raun hvernig veiðarfærin ynnu.
Hann væri vissulega hrifinn af
tækjum, sem gætu sýnt manni
það, sem mann hefði varla dreymt
um að sjá. Þetta væri einfaldlega
stórkostlegt. Ævar Sigurvinsson,
netagerðarmaður í Garði, tók í
sama streng. Rannsóknir af þessu
tagi væru örugglega framtíðar-
markmið. Með þeim væri hægt að
breyta veiðarfærunum stórlega til
bóta og færi á því að setja þau upp
með meiri nákvæmni og veiði-
hæfni en elli. Þetta leysti því
margan vanda og gæfi svör við
mörgum spurningum, sem áður
hefði verið ógjörningur að afla. 1
þessum rannsóknum kæmi enn-
fremur margt fram, sem menn
hefðu haldið til þessa að væri rétt
eða nauðsynlegt, en væri í raun
bábilja ein.
HG
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir VERMONT ROYSTER
Ekki er hægt að semja
um að „banna bombuna“
ÍMYNDUM okkur, að á fundi sínum í haust muni þeir Reagan og
Gorbachev ekki aðeins semja um að hætta allri framleiðslu kjarnorku-
vopna, heldur einnig að láta eyðileggja allar kjarnorkusprengjur, sem
ríki þcirra hafa yfir að ráða.
Hér er vissulega þörf á ríku
ímyndunarafli, en því eru
heldur ekki nein takmörk sett
og við skulum ganga að þessu
vísu. Er þá ekki lengur nein
ástæða til að óttast kjarnorku-
styrjöld? Jú.
ÍJtbreiÖsla
kjarnorkunnar
Ástæðan er sú, að Bandarík-
in og Sovétríkin hafa ekki leng-
ur ein yfir kjarnorkuvopnum að
ráða. Og þau búa heldur ekki
lengur ein yfir þeirri þekkingu,
sem þörf er á til að geta smíðað
kjarnorkuvopn. Kjarnorkuvopn
eru dreifð um jörðina alla og
sömu sögu er að segja um þekk-
inguna til að smíða þau.
Auk „risaveldanna" eru Bret-
land, Frakkland og Kína opin-
berlega aðilar að „kjarnorku-
klúbbnum". Það þýðir, að þessi
ríki hafa ekki aðeins á valdi
sínu þekkingu til að láta smíða
kjarnorkuvopn, heldur hafa
þau þegar yfir þeim að ráða og
það hefur ekki farið leynt.
Sagan er ekki öll sögð. Fyrir
áratug gerðu Indverjar árang-
ursríka tilraun með kjarnorku-
sprengju og leiddu þar með í
ljós, að þeir hafa aðstöðu til að
smíða kjarnorkuvopn. Nú hafa
26 ríki byggt kjarnakljúfa og
um helmingur þeirra geta not-
að þá til að framleiða efni í
kjarnorkusprengjur. Þau geta
m.ö.o. tekið næsta skref, þótt
þau hafi ekki gert það svo vitað
sé. Upplýsingar um þessi mál
liggja hins vegar ekki á lausu
og við verðum að styðjast við
ágiskanir að hluta þegar við
reynum að átta okkur á hversu
mörg þessi lönd eru í raun.
Menn muna kannski fréttina
um litla flutningaskipið, sem
hvarf með dularfullum hætti er
það var að sigla með úraníum-
oxíð á Miðjarðarhafi. Sögu-
sagnir eru um að því hafi verið
siglt til ísrael.
Önnur ríki, sem bandaríska
leyniþjónustan álítur að séu
komin misjafnlega áleiðis í því
að framleiða kjarnorkusprengj-
ur, litlar eða stórar, eru Pakist-
an, Suður-Afrika, Brazilía,
Argentína og írak. Þau eru
nægilega mörg til að vekja fólki
skelfingu um útbreiðslu kjarn-
orkuvopna.
Samningur ekki virtur
Allt hefur þetta gerst þrátt
fyrir bann við útbreiðslu kjarn-
orkuvopna frá 1958, sem ríkis-
stjórnir 123 ríkja hafa sam-
þykkt. Það er hins vegar ekki
erfitt að átta sig á ástæðu
þessa. Tæknileg þekking til að
framleiða kjarnorkusprengjur
er of útbreidd til þess að hægt
sé að hindra nokkurt það ríki,
sem hefur yfir nægilegu fjár-
magni að ráða, að gera það.
Nemendur í eðlisfræði geta afl-
að þessarar þekkingar úr flest-
um handbókum eða jafnvel úr
Encyclopædia Britannica.
Til að beita kjarnorkuvopn-
um þarf ríki heldur ekki að
hafa yfir að ráða fullkomnu
eldflaugakerfi. Það er unnt að
pakka þeim niður í ferðatösku
og flytja þær hvert á land sem
er.
Reagan Bandaríkjaforseti og
Gorbachev leiðtogi Sovétríkj-
anna vita Þetta auðvitað og það
er ein ástæðan (af mörgum)
fyrir því, að sú ímyndun að þeir
fallist á að eyða kjarnorku-
vopnum sínum er ekki annað en
draumórar. En staðreyndirnar
um útbreiðslu kjarnorkuvopna
virðast hins vegar engin áhrif
hafa haft á þá sem safnast
saman undir vígorðinu „bannið
bombuna!" Sumir þeirra eru
auðvitað stuðningsmenn Sov-
étríkjanna, þótt þeir fari leynt
með það, og vilja að Banda-
ríkjamenn banni bombuna ein-
hliða. Aðrir hafa einfaldlega
ekki hugsað málið af yfirvegun
og halda að Sovétmenn mundu
fara að dæmi Bandaríkja-
manna ef þeir hefðu frumkvæð-
ið.
Kjarnorkufælingin
En af staðreyndum um út-
breiðslu kjarnorkuvopna og
kjarnorkuþekkingar getum við
dregið þann lærdóm, að jafnvel
þótt það sem við ímynduðum
okkur í upphafi gengi eftir
mundi hættan á kjarnorkuhel-
för ekki vera liðin hjá. Þvert á
móti er líklegt að tilvera risa-
veldanna með hinn mikla
kjarnorkuvígbúnað sinn komi í
veg fyrir að styrjöld brjótist út.
Hvort ríkið um sig veit að það
getur lagt hitt í rúst og verið
sjálft lagt í rúst. Sú vitneskja
kemur í veg fyrir að þau ráðist
hvort á annað.
Sú vitneskja, að risaveldin
geti þurrkað út sérhvert það
ríki sem freistast til að nota
kjarnorkuvopn, kann að vera
besta hindrunin fyrir því, að
þeim verði beitt. Ef sú hætta
vofði ekki yfir væri kannski lít-
il ástæða fyrir minni kjarn-
orkuveldi til að beita ekki
kjarnorkuvopnum gegn ná-
grannaríki, sem það ætti I úti-
stöðum við. ótti er oft besta
vörnin gegn ábyrgðarleysi.
Þessar staðreyndir fela alls
ekki í sér að fundur þeirra
Reagans og Gorbachevs í haust
sé ekki mikilvægur. Það væri
gagnlegt ef ríkin sem þeir eru í
forystu fyrir gætu komið sér
saman um gagnkvæma fækkun
kjarnorkuvopna og eftirlit með
því að það samkomulag sé virt.
Það mundi draga úr spennunni
sem ríkir á milli þeirra og jafn-
framt minnka þær efnahags-
legu byrðar sem þau verða að
bera vegna vígbúnaðarkapp-
hlaupsins, byrðar sem eru Sov-
étmönnum líklega þyngri en
Bandaríkj amönnum.
Aftur á móti skulum við ýta
frá okkur öllum tálsýnum um
að hægt sé að gera samkomulag
milli risaveldanna, sem bindi
enda á hættuna á kjarnorku-
átökum. Þekking sem manns-
hugurinn hefur einu sinni aflað
sér verður ekki falin fyrir öðr-
um mönnum. Jafnvel guðirnir
gátu ekki þaggað niður leynd-
armálið um eldinn, sem Próm-
þeifur stal frá þeim og færði
mönnunum.
Höfundur skrifar fyrir bandaríska dagblaö-
iA Wall Street Journal, þar sem þessi grein
birtist í vikunni sem leid.
AP/Mynd
„Abolish Nuclear Weapons" (útrýmið kjarnorkuvopnum) stendur á
einum borðanum, sem haldið er á loft í þessari kröfugöngu andstæð-
inga kjarnorkuvopna í New York.