Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 1
80SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 174. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mótmæli útvarpsmanna í Bretlandi: Engar fréttir fluttar í heilan sólarhring LoBdoo. AP. VERKFALLI starfsmanna breska ríkisútvarpsins (BBC), sem lamaði alla fréttaþjónustu þess síðastliðinn sólarhring, lauk á miðnætti. Til verkfallsins var stofnað í mótmælaskyni við þá ákvörðun stjórnenda BBC, að banna sýningu á sjónvarpsþætti þar sem m.a. var rætt við Martin McGuiness, sem talinn er leiðtogi Irska lýðveldishersins. Verkfallið náði til allra rása BBC, bæði hljóðvarps og sjón- varps, þ.á m. til heimsþjónustunn- ar, sem sendir út efni á 37 tungu- málum til hlustenda um heim all- an. Hefur starfsemi hennar aldrei fyrr lamast frá því hún var sett á stofn árið 1935. Þá lagði starfsfólk Ónæmistæring: Hótaði að bíta og slapp við blóð- sýnistöku Stokkhólmi, 7. ígúst. AP. MAÐUR nokkur, sem lögreglan í Stokkhólmi handtók í gær- kvöldi fyrir meinta ölvun við akstur fyrir utan borgina, komst undan því að láta taka úr sér blóðsýni með því að veifa skír- teini um það að hann væri hald- inn ónæmistæringu (AIDS) og myndi bíta hvern þann sem nálgaðist. Stig Westmann, yfirlög- regluþjónn í Stokkhólmi, sagði að atvik af þessu tagi hefði ekki gerst áður og koma yrði í veg fyrir að það endur- tæki sig. Hann sagði, að lög- reglumenn, hjúkrunarfólk og læknar á slysavarðstofum og sjúkrahúsum, sem maðurinn var fluttur á, hefðu ekki treyst sér til að lenda í átökum við manninn af ótta við að smit- ast af ónæmistæringu, sem er banvænn sjúkdómur. Lögreglan gafst að lokum upp og leyfði manninum að fara á brott. Hann á hins veg- ar yfir höfði sér kæru fyrir ölvun við akstur, sem tókst að sanna á hann í síðasta mán- uði. annarra hljóðvarps- og sjó- nvarpsstöðva á Bretlandi einnig niður vinnu að mestu leyti í gær í samúðarskyni við starfsmenn BBC og engar fréttir voru fluttar þar. í BBC og öðrum útvarpsstöðv- um voru hins vegar lesnar reglu- lega yfirlýsingar þar sem sagði, að starfsmönnunum þætti leitt að dagskráin færi úr skorðum, en verið væri að mótmæla sýningar- banninu, sem útvarpsráð hefði tekið ákvörðun um að kröfu Leons Brittan, innanríkisráðherra. Starfsmenn BBC telja að bannið sé álitshnekkir fyrir stofnunina og verði til þess að vekja efasemdir um sjálfstæði hennar og óháðan fréttaflutning. Stjórnendur ríkis- útvarpsins eru hins vegar þeirrar skoðunar, að það eigi ekki „að vera vettvangur áróðurs fyrir morð- ingja og hermdarverkamenn," eins og Leon Brittan, innanríkis- ráðherra, sem fer með málefni út- varpsins, komst að orði á þriðju- dag. AP/Símamynd Margir starfsmenn breska ríkisútvarpsins söfnuðust f gær saman fyrir framan höfuðstöðvar sjónvarpsins í London til að mótmæla banni við sýningu á þætti um sjónarmið öfgamanna á Norður-írlandi. Mótmælin náðu til flestra starfsmanna hljóðvarps og sjónvarps á Bretlandi og leiddu til þess, að þar voru engar fréttir fluttar í gær. Neyðarlögin í Suður-Afríku: Meíra en þriðjungur handtekinna frjáls JóhanncHJtrborg, 7. ágúst AP. YFIRVÖLD í Suður-Afríku skýrðu frá því í dag, að meira en þriðjungur þeirra tæplega 1.500 manna, sem undanfarna daga hafa verið handtekn- ir án ákæru á grundvelli neyðarlaga, hafi nú verið látinn laus. Að sögn lögreglu í Pretoriu, höf- uðborg landsins, hafa 342 meintir óeirðaseggir fengið að fara frjálsir ferða sinna frá því á þriðjudag og á sama tíma hafa 22 verið teknir höndum. Samtals sitja nú 862 inni Pólland: Níu Samstöðumenn í mótmælasvelti VmrHjá, 7. ágúmt AP. NÍU félagar í Samstöðu, óháðu verkalýðshreyfingunni í Póllandi, sem eru í Leczyca-fangelsinu skammt frá Varsjá, hafa verið í hungurverkfalli frá því um helgina. Þeir eru að mótmæla „þtúgandi aðbúnaði" í fangelsinu. í hópnum er Wladyslaw Frasyniuk, einn helsti forystumaður Samstöðu. Upplýsingar um þetta koma fram í bréfi, sem föngunum tókst að smygla út úr fangelsinu og barst vestrænum fréttamönnum í Varsjá í dag. f bréfinu kemur fram, að sl. föstudag hafi nokkrir pólitískir fangar mótmælt því að fá ekki að ræða saman i fangels- isgarðinum. Hafi fangaverðir tek- ið það óstinnt upp og flutt sex menn nauðuga í klefa sína. Einn fangi, Mirowslaw Andrezejewski, hafi sætt barsmíðum fangavarðar, sem lamdi hann í bakið og spark- aði í kynfæri hans. Dómsmálaráðuneytið í Varsjá hefur viðurkennt, að mennirnir séu í mótmælasvelti, en segir að málið sé í rannsókn. en á grundvelli neyðarlaganna, voru 1.459 þegar flest var. Stjórnvöld halda því fram, að mjög hafi dregið úr óeirðum í landinu frá því neyðarlögin voru sett á nokkrum stöðum 20. júlí sl., en yfirlýst markmið þeirra er að koma á röð og reglu eftir margra mánaða ókyrrð. Til mjög harðra átaka kom hins vegar í dag milli hvítra lögreglu- manna og svartra ungmenna I borginni Durban i austurhluta Suður-Afríku. Ungmennin kveiktu í verslunum, híbýlum manna og bifreiðum, og er vitað um fjóra sem létu lífið. Neyðarlögin gilda ekki í Durban og þar hefur að mestu verið friður á undanförnum mánuðum. Óeirð- irnar þar í dag hófust eftir að hóp- ur stúdenta dreifði flugriti þar sem hvatt var til mánaðarverk- falls í mótmælaskyni við morð á kunnum leiðtoga blökkumanna, sem talið er að dauðasveitir hlynntar stjórnvöldum hafi staðið á bak við. Um tvo þúsund hvítir stúdentar í háskólanum í Höfðaborg, þar sem tólf þúsund manns eru við nám, héldu með sér fund í dag og kváðust ekki ætla að sækja kennslu næstu þrjá daga til að lýsa stuðningi við kröfur um af- nám neyðarlaganna. Arababandalagið: AP/Sfmamynd Abdullah Ibn Abdel Aziz, krónprins Saudi-Arabíu (tv.), og Sidi Mo- hammed. krónprins Marokkó, sem tók á móti honum við komuna til Casablanca í gær. Leiðtogafundur sýnir óeiningu ('anbUaca, Marokkó, 7. igúst. AP. AÐEINS tæplega helmingur ráðamanna rfkja Arababandalagsins situr leið- togafund þess, sem hófst í Casablanca í Marokkó í dag. Tilgangur fundarins er, að ræða leiðir til að efla samstöðu araba og hugsanlegar friðarviðrteður Jórdana og Palestínumanna við Bandaríkjamenn. 1 hópi þeirra, sem ekki sækja fundinn eru leiðtogar Sýrlands, Alsírs, Suður-Jemens og Líban- ons, en frá þessum löndum er eng- inn fulltrúi. Viðstaddir eru m.a. Hússein Jórdaníukonungur og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO). Fahd, kóngur Saudi-Arabíu, og Saddam Hussein, forseti íraks, sitja ekki fundinn, en senda hátt- setta fulltrúa sína á hann. Aðalfulltrúi Líbýu, Ahmed El- Shahati, fór frá Casablanca áður en fundurinn hófst, eftir að ljóst var að ekki fengist samþykkt til- laga þar sem írakar eru m.a. for- dæmdir fyrir stríðið við írani og Palestínumenn og Jórdanir fyrir að hafa ljáð máls á friðarviðræð- um við Israela. Hassan Marokkókonungur, sem er gestgjafi á fundinum, hafði hvatt til þess að arabar sýndu þar einingu, en fundurinn er hins veg- ar hafður til marks um þann mikla ágreining sem er meðal þeirra um Palestínumálið og styrjöld íraka og írana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.