Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 «œ/wtn Ást er... v v ... eins og að fá rafstraum. HÖGNI HREKKVÍSI Flóðlýsið Gullfoss Kinar skrifar: Ég var á ferð nýlega í Banda- ríkjunum og ferðaðist víða, t.d. til Niagara-fossanna stórkostlegu. Það vakti athygli mína og aðdáun að þeir voru flóðlýstir að kvöldlagi og á næturnar. Það væri ekki svo vitlaus hugmynd að gera eitthvað svipað við Gullfoss. Vissulega er fossinn fagur nú þegar, en ég efast ekki um að baðaður bleiku, grænu og b!áu ljósi nyti hann sín helm- ingi betur. Einnig myndi það falla ferðamönnum vel í geð er gera sér ferð hingað á ári hverju til að skoða fossinn. Frábær þjónusta Gestur Pálsson skrifar: Fyrir nokkru þegar ég var á leið í sumarbústað í Brekkuskógi með fjölskylduna, varð ég fyrir því óhappi að stórt gat kom á bensín- tankinn, þannig að með naumind- um varð komist á Laugarvatn og ógerningur að halda lengra. Þetta gerðist að kveldi föstudags, engan bíl að fá leigðan og virtust öll sund lokuð. Eina vonin var að leita að- stoðar bifvélavirkjans á staðnum, Gunnars Vilmundarsonar sem kom von bráðar á jeppanum sín- um. Hann dró okkur í Brekkuskóg, þannig að lykillinn að bústaðnum náðist fyrir lokun, gerði síðan við bílinn á verkstæði sinu og skilaði okkur um nóttina. Greiðslan fyrir ómakið var mun minni en ég átti von á, enda sýnist mér ánægjan yfir að hafa getað bjargað fríinu aðalatriðið. Þar sem slík greiðvikni er fátíð er hún gerð að umtalsefni hér. Fjölskyldan sendir Gunnari kærar kveðjur. Biðjið fyrir bágstöddum Yasmín B.N. Björnsdóttir, Bakka- koti, Blesugróf, skrifar: 1 stað þess að standa aðgerðar- laus, glápa eða hlaupa á brott þeg- ar slys eða óhapp á sér stað, ættu allir sem trúa á Guð að biðja á staðnum fyrir hinum slasaða og/eða þeim sem verður fyrir því óláni að valda slysinu. Einnig ætti að biðja fyrir ættfólki þess þegar um dauðaslys er að ræða. Svo finnst mér líka að þulurinn í sjón- varpinu ætti ekki að lesa þess kon- ar fréttir eins og hvert annað fréttaefni. Sjónvarpið ætti að biðja trúað fólk í landinu (11%) um stutta bænastund, og sýna gott fordæmi með því að hafa 1—3 mínútna þögn. Það hafa oft verið hræðileg slys á sjó, en aldrei hefur verið beðið um bænastund eins og gert er hjá öðrum þjóðum. Eru Islendingar ekki alltaf að monta sig yfir því að vera trúhneigð þjóð? Þessir hringdu . . . Björgvin fái Fálka- orðuna Strákar hringdu: Okkur finnst að Björgvin Halldórsson eigi að fá fálkaorð- una fyrir að reyna að koma sam- an öllum tónlistarmönnum landsins að halda tónleika fyrir bágstadda og matarþurfi í Afr- íku. Síðbúnar þakkir Húsmóóir við Blöndubakka hringdi: Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til verslunar- stjóra kjötvörudeildar Víðis í Mjóddinni. Vegna mistaka við afgreiðslu þurfti ég að hafa tal af honum. Hann brást vel við bón minni og var framkoma hans til fyrirmyndar. Svona eiga verslunarmenn að vera. Það er fundið að svo mörgu en hið góða sjaldan þakkað. Kærar þakkir Víðismenn. Hvar er vinninga- skráin? Kona úr Mosfellssveit hringdi: Sumargleðin var hér á ferð í Mosfellssveitinni í fyrra. Þeir seldu happdrættismiða og sögðu að dregið yfði þegar ferð þeirra um landið lyki. Ég hef hvergi séð neina vinningaskrá birta. Var ekki dregið í fyrra og ef svo er, hvar getur maður fengið vinn- ingaskrána? Rikshaw frábærir Heba Ingvarsdóttir úr Keflavík hringdi: Ég brá mér í Hollywood um helgina og hlustaði á piltana í Rikshaw. Þeir voru öldungis frábærir, svo mig langar til að þakka þeim fyrir góða skemmt- un. Rikshaw
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.