Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoóarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö. Drykkjusiðir íslendinga Afengi hefur verið föru- nautur mannkyns frá ómunatíð. Saga þess hér er jafnlöng byggð í landinu. „Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta," segir í gömlum spekiorðum. Ofneyzlu áfengis fylgja hinsvegar margvísleg vandamál, sem brotið hafa niður einstaklinga og fjölskyldur. Þar um eru fjölmörg dæmi, forn og ný. Vandamál, sem áfengi fylgja, og drykkjusiðir eru mjög mismunandi eftir þjóð- um. Samkvæmt alþjóðlegri Gallup-könnun, sem birt var í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag, veldur neyzla áfeng- is oftar vandræðum í fjöl- skyldum á íslandi en með öðr- um þjóðum. Þeirri spurningu, hvort áfengisneyzla hafi valdið vandræðum í fjölskyldunni svöruðu 32% þátttakenda á ís- landi játandi. Þau lönd, sem næst komust okkur í þessu efni, vóru Filippseyjar og Brasilía, en þar svöruðu 24% aðspurðra játandi. Könnunin náði til 23 landa og var fram- kvæmd svo að segja samtímis í þessum löndum, þ.e. í júní- og júlímánuðum síðastliðnum. Nýliðin er mesta ferða- og útileguhátíð ársins. Sam- kvæmt fréttum, sem fjölmiðl- ar flytja, vóru slys færri en oft áður. Hinsvegar gekk drykkju- skapur víða úr hófi og stuðlaði að hátterni, sem satt bezt að segja vitnar ekki um þroskaða þjóðmenningu. Ýmsir hafa velt þeirri spurningu fyrir sér, hvers vegna íslendingar drekki verr en aðrir, þrátt fyrir þá stað- reynd, að margar þjóðir neyti meira magns áfengis á hvern einstakling. Líkur, mistrú- verðugar, eru leiddar að ýms- um orsökum, en engin viðhlít- andi skýring hefur fengizt. Meðal annars er talað um skammdegið og vitnað til drykkjusiða í N-Noregi og Finnlandi. Tæpt á langri vinnuviku, sem gjarnan endi í stuttri en hrað- og gjörnýttri skemmtanahelgi. Þá telja sumir að íslenzk drykkjuhefð beinist í of ríkum mæli og fremur að sterkum drykkjum en léttum, þ.e. vínum og öli, samhliða of mikilli neyzlu á of skömmum tíma. Spurningu Gallup: „Drekkur þú stundum meira en þér finnst þú ættir að gera?“ svör- uðu 56% íslenzkra karla og 28% íslenzkra kvenna, sem áfengis neyta, játandi. Aðeins ein þjóð, Irar, hafa jafn hátt hlutfall játenda við þessari spurningu. Þessi svör benda til þess að íslendingar drekki of mikið á of skömmum tíma, þegar þeir drekka, þótt heild- arneyzla áfengis sé hér sízt meiri en víða annars staðar. Engin ástæða er til að breiða yfir þá staðreynd að fjölmargir einstaklingar verða ofneyzlu áfengis að bráð. Vandamál þeirra eru ekki ein- staklingsbundin, heldur bitna jafnframt á ástvinum og að- standendum. Sameiginlegur sjóður okkar, ríkissjóður, sem vissulega fær drjúgar tekjur af ríkiseinkasölu á áfengi, tap- ar máske bróðurparti þeirra tekna aftur í viðbótarkostnaði við heilbrigðiskerfi og lög- gæzlu, sem beint má rekja til áfengisneyzlu. Líkur benda jafnframt til að meirihluti þjóðarinnar vilji hafa völina og kvölina, þegar áfengi á í hlut. Sú er og við- blasandi niðurstaða víðast í veröldinni. Áfengið verður sennilega förunautur mann- kynsins hér eftir sem hingað til. Það sýnist því ekki leiðin út úr vandanum, a.m.k. ekki í fyrirsjáanlegri framtíð, að halda fram algjöru áfengis- banni. Þar sem það hefur verið reynt hefur niðurstaðan orðið tvíræð, að ekki sé meira sagt. Hinsvegar er ekki hægt að láta sem vandamálið sé ekki til, enda er það ekki gert. Fjöl- margir vinna að fyrirbyggj- andi varnarstarfi og hjálpar- starfi við þá, sem orðið hafa drykkjusýki að bráð. Hefur t.d. starfsemi SÁÁ vakið at- hygli langt út fyrir landsteina og orðið fyrirmynd öðrum þjóðum. Hefur t.d starfsemi SÁÁ vakið athygli langt út fyrir landsteina og orðið fyrir- mynd öðrum þjóðum. En máske varðar mestu að breyta almennu viðhorfi okkar og drykkjuvenjum. Orðið vínmenning á ekki upp á pallborðið hjá þeim, sem harðast ganga fram gegn áfengisneyzlu. Engu að síður er sá kostur, sem það felur í sér, verulega betri en núver- andi ástand. Við getum vissu- lega með víðtækri fræðslu og samátaki allra góðra manna breytt umgengnisvenjum okk- ar við áfengi. Fjölþjóðleg könnun Gallup- stofnunarinnar á áfengis- venjum, sem fyrr er vitnað til, sýnir ótvírætt, að við þurfum að taka okkur tak í þessu efni. Standið á hinum ýmsu Godda- stöðum liðinnar verzlunar- mannahelgi færir og heim sanninn um, að vín má til vin- ar drekka með skaplegri hætti en lenzka er í landinu. Sú gleðistund ein er varan- leg, sem ljúft er að minnast þá liðin er. Veiðarfærarannsóknir með neðansjávarmyndavél: Arangurinn ómetanlegur — segir Einar Hreinsson, starfsmaður Netagerðar Vestfjarða — Ævintýri líkast, segir Jón Björn Vilhjálmsson, skipstjóri NÝLOKIÐ er hálfsmánaðar veiðar- færarannsóknum hér við land á veg- um Hafrannsóknastofnunar og Hampiðjunnar á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Rannsóknirnar hafa tekið til humar- og fiskitrolls og dragnótar að þessu sinni, en áður hafa önnur veiðarfæri verið rann- sökuð. Neðansjávarmyndavél Neta- gerðar Vestfjarða hefur verið leigð til rannsóknanna af Hampiðjunni og hefur notkun hennar gefið góða raun og orðið til þess, að menn sjá nú í fyrsta skipti hegðan veiðarfæra og fisksins við raunverulegar að- stæður. Talið er fullvíst, að með notkun myndavélarinnar verði hægt að stíga stórt skref fram á við í þróun veiðarfæra og veiða. Einar Hreinsson, umsjónarmaður mynda- vélarinnar og starfsmaður Netagerð- ar Vestfjarða, sagði meðal annars í samtali við Morgunblaðið, að án vél- arinnar hefði ekki verið hægt að komast lengra í þróun veiðarfær- anna og árangurinn sé í raun ómet- anlegur. Rannsóknir þessar hófust 18. júlí og á því tímabili verið lögð áherzla á að bjóða sjómönnum og netagerðarmönnum um borð til að fylgjast með rannsóknunum og telja þeir þær marka þáttaskil á þessu sviði. Morgunblaðsmönnum var boðið með í eina ferð og var þá dragnótin rannsökuð á Faxaflóa í samvinnu við tvo báta, Guðbjörgu og Baldur, sem stunda kolaveiðar í dragnótina á þessu svæði. Við rannsókn á trollum er hafður sá háttur á, að fyrst er trollinu kast- að, en síðan er myndavélin látin síga niður að trollinu og dregin á undan því. Á þann hátt er auðvelt að fylgjast með hegðun trollsins í sjónum og hvaða áhrif ýmsar breytingar á því hafa. Ennfremur er auðvelt að fylgjast með hegðun fisksins í toginu og gefur hún mönnum vissar hugmyndir um það hvernig hagkvæmast sé að haga toginu. Við rannsóknirnar á dragnótinni var þessu öðruvísi farið. Þá var myndavélin látin síga niður að nót annars báts en rannsóknarskipsins og síðan reynt að fylgjast með drætti hennar. Talsverð vandkvæði reyndust á því, þar sem erfitt var að samhæfa hreyfingar beggja skipanna, þann- ig að stöðug mynd næðist af nót- inni. Engu að síður náðust athygl- isverðar myndir og töldu skip- stjórar og netagerðarmaður, sem um borð voru að þessu sinni, rann- sóknirnar hafa opnað þeim nýjan heim. Leiðangursstjóri við rannsókn- irnar var Guðni Þorsteinsson Fiskifræðingur en auk hans voru um borð Hrafnkell Eiríksson og Stefán Brynjólfsson, frá stofnun- inni. Guðni sagði í samtali við Morgunblaðið, að sérstakt væri hve margir aðiljar tengdust þess- um rannsóknum. Hafrannsókna- stofnun legði til skip og áhöfn og Hampiðjan legði sitt af mörkum með leigu á myndavélinni frá Netagerð Vestfjarða ásamt manni þaðan. Þá hefði mörgum skip- stjórum og netagerðarmönnum verið boðið um borð til að fylgjast með þessu. Guðni sagði árangur af rannsóknunum nokkuð góðan. Góðar myndir hefðu náðst af humartrollinu og hvernig humar- inn hagaði sér við fótreipið. í framhaldi þess hefðu verið gerðar nokkrar beytingar á trollinu til að Jón Björn Vilhjálmsson og Ævar Sigurrinsson Dragnótin komin i skjáinn _ auka veiðihæfni þess. Meðal ann- ars hefðu keðjur verið settar á fótreipið og hefði trollið þá náð mun meira af humrinum en ella. Þá hefðu komið í ljós nokkrir gall- ar á kassatrolli eða Færeyingnum eins og það væri líka kallað, sem hægt ætti að vera að lagfæra. Ennfremur hefði hegðun fisksins í toginu sést vel og meðal annars komið fram, að flatfiskar og þorskur leituðu frekar undir troll- ið en ýsan yfir. Þá hefði komið í ljós að stór fiskur synti mjög lengi með trollinu og mætti hugsanlega ráða nokkuð um heppi legan tog- tíma af því. Guðni sagði þessar rannsóknir mjög áhugaverðar fyrir skipstjóra og netagerðar- menn, en erfitt væri að meta hvaða áhrif þær gætu haft strax, en ljóst væri að auknar rann- sóknir myndu bæta notkun og gerð veiðarfæra. Þessum rann- sóknum hefði verið vel tekið af skipstjórum og netagerðar- mönnum og Ijóst væri að þeim yrði að halda áfram. Hafrann- sóknastofnun fengi því miður ekki neðansjávarmyndavél á næsta ári, en vonir stæðu til að það gæti orð- ið árið 1987. Guðni sagði, að vélin væri ennfremur mjög notadrjúg við rannsóknir annarra veiðarfæra, fiskitegunda og botngróðurs, en erfitt væri að eiga við rannsóknir á veiðarfærum annars skips en þess, sem væri með myndavélina, svo sem dragnótina. Rannsóknir af þessu tagi hefðu tvenns konar þýðingu. Sjá mætti hegðun veið- arfæranna við raunverulegar að- stæður og hugsanlega vankanta á þeim, sem ekki yrðu leystir nema þeir kæmu í Ijós með þessum hætti. Ennfremur mætti sjá hegð- un fisksins við veiðarfærin og hvernig hagkvæmast sé að beita þeim. Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Hampiðjunnar, sagði, að þátttaka fyrirtækisins í rannsóknum þessum væri liður í fjölþættum athugunum á veiðar- færum, en þær væru stöðugur Myndavélin hífð fyrir borð þáttur í starfsemi Hampiðjunnar. Rannsóknirnar hæfust með at- hugun á hráefni í veiðarfæri og síðan væri þræðinum fylgt, eigin- lega frá upphafi til lokastigsins, sem væru neðansjávarrannsókn- irnar. Það væri nauðsynlegt fyrir framleiðendur veiðarfæra og sjó- menn að sjá veiðarfærin við raunverulegar aðstæður. Á þann hátt eyddist óvissa og getgátur sönnuðust eða afsönnuðust eftir atvikum. Rannsóknir af þessu tagi væru mjög gagnlegar, en skiluðu tæplega nokkrum beinum krafta- verkum. Á þennan hátt væri aflað vitneskju, sem bættist við þá, sem fyrir lægi frá öðrum. Þannig væri vitneskjan stöðugt aukin öllum til hagsbóta. Gunnar sagðist enn- fremur vilja koma á framfæri þakklæti til áhafnar Árna Frið- rikssonar, sem tryggt hefði, að góður árangur hefði náðst. Einar Hreinsson hefur haft um- sjón með myndavélinni síðan Netagerð Vestfjarða tók hana í notkun í apríl 1983, „til að sjá þarna niður, en því hafa menn beðið eftir öldum saman," eins og Einar sagði. Hann sagði að Neta- gerðin hefði reyndar verið ákveðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.