Morgunblaðið - 08.08.1985, Page 38

Morgunblaðið - 08.08.1985, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Minning: Clara ísfold Guðmundsdóttir Fædd 1. september 1903 Dáin 22. desember 1984 Mig langar að minnast með nokkrum orðum frænku minnar, Vestur-íslendingsins Clöru ísfold- ar Guðmundsdóttur Sigurdson. Þótt þetta sé nokkuð síðbúin kveðja, því hún lést á heimili dótt- ur sinnar ( Portage la Prairie í Manitoba 22. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Páll Stefánsson og kona hans, Málfríður Jónsdóttir, bæði skagfirskrar ættar. Þau fluttu nýgift vestur um haf vorið 1903, frá Daðastöðum á Reykjaströnd. Þau hjón settust að í Manitoba i grennd við Winnipeg og þar fædd- ist Clara 1. september 1903. Nokkru síðar fluttu þau öll norður í vatnabyggðir og keyptu land ná- lægt Ashern við póststöðina Silver Bay. Þar fæddust þeim hjónum tvær dætur auk Clöru. Fyrst Elín og svo Benedikta Málfríður. Þarna var lifað á landbúnaði. Griparækt og kornrækt. Byggðin var strjál á þessu svæði á þeim árum og nokkuð langt tii aðdrátta og koma frá sér korninu eftir þreskingu, áður en járnbrautin var lögð norður í vatnabyggðir. Clara sagði svo frá „að faðir sinn og öll fjölskyldan hafi orðið að vinna hart“. Eða með nokkrum orðum, vinna hörðum höndum til að framfleyta sér og hafa mögu- leika til að eignast vélar og það sem landbúnaðurinn óhjákvæmi- lega krafðist. Veturnir eru nokkuð frostharðir og nokkuð strangir þarna norður á sléttunni, en sum- ur heit að jafnaði. Skógur og villt- ur gróður ólu ýmiss konar villt dýr og hvimleiðar flugur yfir sumar- mánuðina, sem ollu fólki og korn- uppskeru þungum búsifjum, að ógleymdum hagléljunum. Sagði Clara svo frá, er minnst var þessara ára, að stundum hefðu komið stórir hópar af svörtum vargfuglum og steypt sér yfir korngaltana á akrinum og tætt og rifið sundur á örskammri stund. „Ég minnist þess,“ sagði hún, „að stundum fór móðir mín með okkur stelpurnar og breiddum við yfir galtana teppi og jafnvel rekkjulök til að verja uppskeruna þessum ófögnuði." Jafnan var töluð íslenska á heimilinu og sagðist Clöru svo frá, að hún hefði næstum því ekki kunnað orð i ensku er hún kom fyret í barnaskóla, en þá var hún allæs á íslensku, enda var ís- lenskukunnátta Clöru með ólík- indum miðað við aðstæður. Systur hennar skildu íslenska tungu og töluðu hana nokkuð, en gátu ekki lesið né skrifað málið. Um 1920 slitu þau Málfriður og Guðmundur samvistir, og fór hún með tvær yngri dæturnar til Winnipeg og hélt heimili með þeim upp frá því. Systurnar nutu góðrar skólamenntunar og komust síðar báðar í trúnaðarstöður hjá þekktum fyrirtækjum. En Clara varð eftir hjá föður sínum og vann með honum að landbúnaðarstörfum næstu árin. Þau voru samrýnd og samtaka og hlífðu hvorugt sjálfu sér, enda blómgaðist hagur og keypt var land til viðbótar því sem áður var í ræktun. Árið 1925 giftist Clara frænda sínum, Birni Hannessyni Sigurdson. Hannes faðir Björns flutti með foreldrum sínum til vesturheims 1887 frá Steini á Reykjaströnd og settist fjölskyldan að í Argyle- byggð. Þau Clara og Björn settu saman bú og heimili fimm mílur vestur frá þorpinu Cypress River og búnaðist vel. Höfðu bæði nautgripi og hveitirækt. Byggðu reisulegt íbúðarhús á eignarjörð sinni, einnig yfir gripi og fóður, og komu upp fallegum garði að húsa- baki. Húsfreyjan unni mjög gróðri og öllu því er gladdi augað og hús- bóndinn lét ekki sinn hlut eftir liggja. Þeim búnaðist vel, enda unnu bæði af atorku. Þeim fæddust þrjú börn, dæt- urnar tvær Guðrún Joyce og Margrét og sonurinn Warren, öll hafa þau notið góðrar menntunar og Warren starfar nú sem ráðu- nautur i kornræktarmálum i nokkrum hluta Manitoba-fylkis. Systkinin hafa öll gifst og eiga afkomendur. Joyce giftist skoskættuðum manni, George Grant, og eiga þau þrjú börn. Margrét giftist vestur- íslenskum manni, Harry Gunn- laugssyni, og eignuðust þau þrjú bðrn, og Warren giftist vestur- íslenskri konu, Rosalie Guðnason, og eiga þau fjórar dætur. Þegar kom fram á árið 1964 var heilsu Clöru farið að hraka, eink- um þjáðu hana astmi og hjarta- þreyta. Létu þau hjón þá land og áhöfn í hendur syni sinum Warren en byggðu sér lítið hús inni í þorpinu Cypress River og tóku sér nú að mestu hvíld frá störfum, en Björn vann þó enn, bæði á gamla bú- garðinum sínum og við kornmót- töku inni í þorpinu. Bréfaskipti voru á milli okkar Clöru alla tíð frá því faðir hennar lést 1962 og til endadægurs henn- ar, eða i tuttugu og tvö ár, en við vorum systkinabörn. Sumarið 1967 fórum við hjónin með ferða- hópi til Kanada og heimsóttum frændfólkið, sem tók okkur sem gömlum vinum, og allt var gert okkur til ánægju sem hægt var. Skal ekki meira um það rætt, þvf slikar minningar geymir hver og einn best í hljóðleikanum innra með sér. En ógleymanleg voru samfylgd- in og samveran með þessu fólki á íslendingadaginn á Gimli, sem það ár var hátiðlegur haldinn 31. júlí í indælu veðri. Næstu árin hrakaði heilsu Clöru og þurfti hún oft að vera undir læknishendi. Því flutti hún til dóttur sinnar Joyce sem býr i þorpinu Portage la Prairie, og dvaldi ýmist á heimili hennar eða á dvalarheimili fyrir aldraða, en Björn maður hennar dvaldi áfram í Cypress River. Um þetta leyti fór Clara að hugsa til íslandsferðar. Læknar sögðu henni að hún skyldi bara drífa sig ef hún hefði kjark til þess, verið gæti að íslenska lofts- lagið hefði góð áhrif á heilsu hennar, sem og varð. „Mér er alveg sama þó ég drep- ist, það er ekki verra á íslandi en annars staðar," voru svör Clöru er vinir löttu hana til íslandsferðar. Og til íslands kom hún i júli 1971 með ferðahópí, ásamt dóttur sinni Joyce, sem sýndi henni mikla nærgætni sem stundum var ekki vanþörf á. En svo fór að heilsan batnaði og lslandsferðirnar urðu þrjár. Þær mæðgur ferðuðust nokkuð um, en dvöldu lengst á heimili okkar hjóna á Akureyri, en fóru austur í Þingeyjarsýslu og vestur um sveitir Skagafjarðar og heils- uðu upp á frænda og feðra slóðir. Clara komst undra vel inn i ís- lenskt atvinnulíf og lífsviðhorf, var hress og djörf í allri um- gengni. Gaman var að fara með henni í verslanir þar sem fólk skoðaði og keypti innlendan ull- arvarning, þá talaði hún ýmist ensku eða islensku eftir því sem við átti, og islenska ullin eignaðist þar góðan málsvara. í þessari ferð lærði hún að hekla herðasjöl úr ullarbandi og vann við það töluvert næstu árin, fórst það vel sem annað er hún tók sér fyrir hendur, ekki skorti atorkuna og áhugann. Heilsan fór batnandi og næstu árin sá hún um sig sjálf að öllu leyti, og starfaði líka að félagsmálum aldraðra. Enn var ráðin íslandsferð, svifin loftin blá austur yfir Atlantsála ásamt fjöl- mörgum Vestur-Islendingum er heimsóttu ættlandið þegar minnst var ellefu alda byggðar í landinu 1974. Nú var frændfólkið fleira saman, bæði eldri og yngri kyn- slóð, og ferðaðist saman nokkuð um landið. Clara og dóttirin Joyce höfðu forystuna. Þá voru í hópnum Mál- fríður systir Clöru og sonur og dóttir Joyce, Robert og systir hans Lori-Anne. Ferðast var yfir há- lendið Sprengisandsleið og um sveitirnar. Oft var minnst með ánægju heimsóknarinnar að Skíðastöðum í Laxárdal, þar sem haldið var dálítið ættarmót i hvamminum við lækinn, en þau systkinin á Skíðastöðum veittu af rausn og drukkin voru minni f sherry og molakaffi og minnst lið- inna frænda og vina. Sól skein í heiði og Clara var glöðust allra glaðra, og sagði á sinni íslensku: „Þetta finnst mér fallegt land, og ekki undarlegt að Sölvi frændi vildi búa hér.“ Þá lá leiðin að Skefilsstöðum þar sem Margrét föðursystir Clöru var húsfreyja síðari hluta ævi sinnar og andi hennar sveif enn yfir staðnum. Þjóðhátiðardagana dvaldi ferðafólkið á Akureyri, en siðan var haldið suður á leið, og til flugs vestur yfir hafið í hinn breiða faðm vesturheims, þar sem biðu heimili, ástvinir og áhuga- mál. Ekki dró Clara úr þvi, að fleiri úr frændgarði hennar heimsæktu íslands veit ég ekki annað en allir þeir hafi eflst að viðsýni og þroska við að sjá land feöra sinna og mæðra og fræðast um uppruna sinn. Sumarið 1977 heimsóttu ísland Margrét dóttir Clöru og maður hennar, Harry Gunnlaugsson, einnig Björn Sigurdson maður Clöru. Þau ferðuðust nokkuð um landið og skoðuðu söguslóðir, en Margrét hafði þá tekið banvænan sjúkdóm og var þjáð en samt naut hún undra vel ferðarinnar, og heim- komin skrifaði hún að ekki sæi hún eftir að hafa ráðist til ís- landsferðar, því ísland hefði veitt sér svo margt sem ekki væri hægt að meta á veraldar vfsu, það er andlegan styrk i sjúkdómsstríði. Margfet andaðist 14. október þá um haustið. Enn stefndi hugur Clöru til Is- landsferðar 1983, og voru þá liðin níu ár frá síðustu ferð hennar til gamla landsins. Á þeim tíma hafði margan skugga sorgar og dauða borið yfir þau hjónin og fjölskyld- una, svo sem verða vill í mannlegu lífi. Elfn systir Clöru lést 1974, Margrét dóttir hennar 1977, tengdasonurinn, Georg Grant, maður Joyce, sama ár. Málfríður systir hennar andað- ist 1979 og maður hennar, Stan Hatton, nokkrum mánuðum siðar, og sonurinn Warren var að tapa vinnuþreki, svo hann varð að leggja niður landbúnaðarstörf. En Clara hélt sinni andlegu reisn og hugarró, þó mátti finna að þrekið var að dvína. Með Clöru var í þessari ferð sem hinum fyrri dóttirin Joyce og dæt- ur hennar tvær, Kristine og Lori- Anne, auk þeirra dóttir Warrens sonar Clöru, Stacy, allt myndar- legar og prúðar konur. Unga fólkið ferðaðist nokkuð um landið, en Clara var um kyrrt nokkra daga i Reykjavík hjá frændfólki sínu 1 móðurætt, sem hún nú hafði fundið. Síðan hélt hún til Akureyrar sem í fyrri ferð- um og þaðan voru heimsóttar feðraslóðir og frændfólk i Skaga- firði ásamt sögustöðunum Glaumbæ og Víðimýri. Veður var ljómandi þessa daga og ferðafólkið naut ferðar og veit- inga. Heimkomin voru rifjuð upp atvik og glaðst með góðum vinum. Þannig liðu dagarnir. „Allt fram streymir endalaust." Síðasta kvöldið sem þær mæðg- ur dvöldu á Akureyri sagði Clara: „Ég ætla snemma á fætur í fyrra- málið og labba hérna norður á klöppina og fylla lungun af ís- lenska loftinu, sem hefir reynst mér svo vel, ég vona að það endist mér til æviloka," og hló við. Heimferðin hófst með lang- ferðabíl suður þjóðleiðina með viðkomu i Reykholti i Borgarfirði þar sem skólastjórinn, frændi hennar, og kona hans væntu komu þeirra. Næstu áfangastaðir voru Reykjavík og Keflavík, þar sem vinir og frændur voru kvaddir með vinsemd og trega, þvi enginn veit hvenær er sfðasta kveðjan. Flugið gekk að óskum vestur yf- ir hafið, og fögnuður ríkti í hjarta eftir vel heppnaða ferð og farsæla heimkomu. Miklir sumarhitar gengu yfir Kanada þessar vikur og gamalt fólk þoldi þá illa. Clara skrifaði mér bréf 5. sept- ember var þá búin að vera lasin. Fékk snert af lungnabolgu fljótt eftir heimkomuna og þurfti að dvelja í sjúkrahúsi og gat ekki séð um sig úr því, en dvaldi á heimili Joyce dóttur sinnar að mestu. Það var henni mikil gleði að geta fylgst með lífi og starfi unga fólksins, því athafnasemin fylgdi henni alla stund. Þrekið dvínaði smám saman með haustdögum, þar til yfir lauk þá hjartað hætti að starfa 22. desember sem áður sagði. Lokið var lífi merkrar konu og öruggs fulltrúa íslensku þjóðar- greinarinnar í Vesturheimi. Ég vil að lokum votta háöldruð- um eiginmanni Clöru, Birni Sig- urdsyni, og öðrum vandamönnum dýpstu samúð á stundu trega og saknaðar. Akureyri, 10. júli 1985, Gunnar S. Sigurjónsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, VERNHARDUR KRI8TJÁNSSON, þingvöröur og fyrrum lögreglumaöur, veröur Jarösunglnn fró Kópavogsklrkju fimmtudaglnn 8. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á líknar- stofnanir. Vilhelmina Þorvaldsdóttir, Kristján Vernharösson, Jóna Haraldsdóttir, Guórún Vernharósdóttir, Þórir Kristjánsaon, Rúnar Vernharósson, Erna Bjargey Guömundsdóttir, Elísabet Vernharðsdóttir, Sigríöur Snjólaug Vernharösdóttir og barnabörn. t Móöir okkar, ÁSLAUG ÁSMUNDSDÓTTIR, Brunnstíg 1, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Frikirkjunnl i Hafnarfiröl föstudaglnn 9. ágúst kl. 3 e.h. Blóm og kransar afþakkaölr en þelr sem vilja minnast hinnar látnu láti líknarsjóöl njóta þess. Magnea Simonardóttir, Kristján Simonarson, Þórarinn Simonarson. t Innilegar þakklr sendi ég öllum þelm sem sýndu mér samúö og stuöning viö fráfall eiginmanns mins, STEFÁNS SIGURÐSSONAR, Akurgeröi 32. Guö blessi ykkur öll. Áaa Ingóifedóttir. t Alúöarfyllstu þakkir til altra þelrra er auösýndu okkur samúö og hlutteknlngu vegna andláts og útfarar fööur okkar, tengdafööur, afa, langafa og langalangafa, SIGURGEIRS HALLDÓRSSONAR, Hrafnistu. Eyþór Óskar Sigurgeirsson, Guöbjörg Sigurgeirsdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Oddrún Sigurgeirsdóttir, Sigriöur Sigurgeirsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Klara Sigurgelrsdóttir, Þórey Björnsdóttir, Þorsteinn Auóunsson, Kristján Andrásson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Þökkum innilega samúö og vinarhug vlö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar og bróöur, PÉTURS JAKOBSSONAR, Rauóhálsi, Mýrdai. Þorbjörg Þorsteinsdóttir, Bergsteinn Pátursson, Jakob G. Pátursson, Eyjólfur Þ. Jakobsson, Ólöf G. Jakobsdóttir, Jakobína G. Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.