Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 27 'áfi í 12 daga för il sjö Afríkulanda rdæmdi aðskilnaðarstefnu S-Afríku •ði, 7. ágúst. AP. Páfagarði, 7. ágúst. AP. JÓHANNES PÁLL II páfí fór í dag hörðum orðum um kyn- þáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku, en á morgun heldur hann í þriðju för sína til Afríku. Páfinn ávarpaði um 10 þús- und manns á Péturstorginu og sagði, að ofbeldi það, sem átt hefði sér stað í Suður-Afríku undanfarið, hefði afhjúpað eðli hinnar „svokölluðu að- skilnaðarstefnu". „Við vísum hvers kyns kyn- þáttamisrétti á bug og lýsum yfir hluttekningu og stuðningi okkar við þá, sem verða að þola slíka áþján," sagði páfi. Páfi kvaðst hugsa til íbúa Afríku, einkum þeirra millj- óna manna, sem þjáðust af hungri eða vegna styrjalda eða ofbeldis í einni eða annarri mynd. Páfinn leggur af stað á fimmtudag í 12 datra ferft til sjö Afríkulanda, Zaire, Togo, Cameroon, Mið-Afríku-lýð- veldisins, Kenya, Fílabeins- strandarinnar og Marokkó. ERLENT Skattamál Palme í sviðsljósinu Utan skóla vegna ónæmistæringar Ryan White, 13 ára unglingur í Indiana-ríki í Bandaríkjunum, sést hér á reiðhjóli sínu fyrir utan heimili sitt í Kokomo, en Ryan hefur verið meinað að sækja skóla í borginni þar sem hann þjáist af ónæmistær- ingu. Ryan fékk hinn ólæknandi sjúkdóm er hann var í meðferð vegna blóðsjúkdóms sem hann er haldinn. Olof Palme ið að stunda nám við Harvard árið 1982, eða einu ári áður en hann var beðinn um að halda fyrirlest- urinn við skólann. Hins vegar hélt prófessor við Harvard, Steve Kellman, því fram í fyrstu að forsætisráðherrann eða einhver í starfsliði hans hefði gert samkomulag við skólann um að Palme fengi námsstyrkinn handa syni sínum í laun fyrir fyrirlestur- inn. Prófessorinn hefur nú dregið ummæli sín til baka, og skýlt sér á bak við fréttatilkynningu Har- vard-háskóla um þetta mál. Það sem þó hefur gert þetta enn flóknara er að Palme gaf út við- bótaryfirlýsingu við skattframtal sitt eftir að málið komst í hámæli, þar sem hann segist ekki hafa þegið þóknun fyrir fyrirlesturinn. Blaðamaður Berlingske Ti- dende, Margit Silberstein, veltir þessu fyrir sér sl. sunnudag, og staðhæfir að yfirlýsingin hafi ein- ungis flækt málið. Hún spyr síðan af hverju Palme hafi gefið út við- bótaryfirlýsingu við skattframtal sitt um tekjur sem hann hafi i raun aldrei þegið. Loks varpar hún þeirri spurningu fram hvort Palme hafi það fyrir sið að fá þóknun fyrir eitthvað sem hann segist ekki hafa þegið samkvæmt skattaframtali sínu. Nú hefur verið upplýst að Palme gerði samkomulag við Harvard um að skólinn greiddi uppihald og ferðakostnað forsætisráðherrans, en ekki sænska ríkið. Hins vegar hefur komið upp úr kafinu að há- skólinn hefur ekki enn fengið reikninginn, sem er upp á rúmlega hundrað þúsund íslenskar krónur. Er reikningurinn að sögn í hönd- um sænska utanríkisráðuneytis- ins. Talsmaður Harvard staðfesti í síðustu viku að skólinn mundi greiða umræddan reikning þegar hann bærist. Hvað sem því líður er ljóst að Palme hefur orðið fyrir álitshnekk vegna þessa máls, enda hafa margir krafið hann um skýringar á því, þar á meðal Aftenposten, sem er hliðhollt stjórn Jafnað- armanna. Því gæti þetta mál kom- ið forsætisráðherranum illa í kosningunum 15. september (Heimildir AP n—i-—TU.~I,| MIKLAR deilur hafa risið í Svíþjóð vegna skattaframtals Olofs Palme forsætisráðherra, en nú er rúmlega einn mánuður þangað til kosningar fara fram í landinu. Búast má við að þetta mál eigi eftir að koma mjög við sögu í kosn- ingabaráttunni, ekki síst fyrir þá sök að stjórnarandstaðan beinir spjótum sínum að hinni miklu skattheimtu i Svíþjóð. Dagblöð stjórnarandstöðunnar hafa sakað Palme um að hafa svikið undan skatti með því að þiggja námsstyrk handa syni sín- um, Jóakim, að launum fyrir fyrir- lestur sem hann hélt við Har- vard-háskóla. Upphaf málsins má rekja til ársins 1983, þegar Palme varð við beiðni Harvard-skóla og hélt fyrirlestur þar í apríl ári síðar. Palme kvaðst ekki vilja fá þóknun fyrir fyrirlesturinn, en forráða- menn Harvard höfðu boðið honum fimm þúsund dollara, eða sem svarar um 205 þúsundum ís- lenskra króna. Stuttu síðar fékk sonur Palmes jafnháan styrk til náms við lagadeild Harvard- háskóla. Liggur Palme undir þvi ámæli að hafa í raun fengið námsstyrk handa syni sínum í laun fyrir fyrirlesturinn. Palme hafi með öðrum orðum framið skattsvik, þar sem hann hefði komist hjá því að greiða skatt af fyrirlestrar- laununum með þvi að fá náms- styrkinn í staðinn. Samkvæmt sænskum lögum eru námsstyrkir skattfrjálsir. í fréttatilkynningu, bæði frá Harvard-háskóla og Palme, segir að forsætisráðherrann hafi ekki vitað um tengslin milli náms- styrks sonar síns og fyrirlestrar- launanna. Palme heldur þvi einnig fram að syni sínum hafi verið boð- í stuttu máli Austurríki: Dóná flæðir yfir bakka sína Vín, 7. ágúst. AP. MIKLAR rigningar og hvassvidri ollu víótækum skemmdum og hleyptu af stað flóðum í þremur héruðum í vesturhluta Austurrík- is á mánudag og þriðjudag. Að sögn lögreglunnar drukknuðu sjö manns og tveggja er saknað. Dóná flæddi yfir bakka sína og þurfti að bjarga fólki af tjald- stæðum og úr húsum á bökkum árinnar. Flæddi yfir þorp og sveitir meðfram ánni og stöðvuð- ust samgöngur víða sakir aur- skriða og flóða. Kína: Barnadauði tíður í afskekktum héruðum Peking, 7. ágúst. AP. BARNADAUÐI í afskekktum héruðum Kína er álíka tíður og verst gerist í heiminum, að sögn embættismanns kínverskra heil- brigðisyfirvalda. Embættismaðurinn sagði að í Kína létust 34 af hverjum þús- und fæddum kornabörnum, en í Henan í Mongólíu létust 146 af hverjum þúsund og I Yushu í Tíbet 116. í sumum ríkjum Afríku nær barnadauði 250 af hverjum þús- und fæddum börnum, en í Japan látast sjö af þúsund og f Banda- ríkjunum ellefu af þúsund. Kína: Mannskaði og tjón eftir fellibyl Peking, 7. ignsL AP. FELLIBYLURINN sem skall á Zehijang-héraði í austurhluta Kína 30. júlí heimtaði 177 mannslíf. 1.400 manns slösuðust í fellibylnum, 20.000 heimili eyði- lögðust, 1.400 skip og bátar sukku eða skemmdust og 30 þús- und hektarar ræktaðs lands fóru forgörðum, að þvi er segir í skýrslu frá kínversku ríkisstjórn- inni. Þetta er sjötti fellibylurinn sem skellur á austurströnd Kína á þessu ári. Alnæmissjúklingur fær einkakennslu Redondo Beach, Kalifornfu, 7. ágúst AP. Fósturforeldrar þriggja ára barns með alnæmi hafa sam- þykkt að drengnum verði kennt í heimahúsum frekar en að senda hann 1 sérstakan forskóla, þar sem aðrir foreldrar eru hræddir um að hann smiti börn þeirra. Drengurinn fékk alnæmi við blóðgjöf og er einn sex barna í Los Angeles-héraði sem eru með þennan banvæna sjúkdom. Víóhökum hækkaó vextina! 18mánaða Sparireikningar Búnaðarbankans bera óumdeilanlega hæstu vextina. ÍÆ BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI TlMABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.