Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Skráning flugvéla: Engar hávaÖatakmark- anir eru í gildi á íslandi ÍSLAND er nú eitt fárra landa í Vestur-Evrópu þar sem ekki eru í gildi takmarkanir á nýskráningum flugvéla vegna hávaöatakmarkana. Skrán- ingu slíkra véla hér á landi fylgja ýmsir tekjumöguleikar fyrir íslendinga. Nú eru tíu flugvélar í eigu er- lendra aðila skráðar hér á landi. Hér er um að ræða flugvélar, sem íslenskir aðilar hafa á leigu frá hinum erlendu aðilum. Eina þessara véla, sem er af gerðinni DC—8—63, fengu Flugleiðir frá aðilum í Japan á kaupleigu- samningi fyrir nokkrum árum en hún er enn skráð á nöfn hinna japönsku eigenda. Flugleiðir hafa lengst af framleigt hana erlendum aðilum, nú síðast bandaríska flugfélaginu Ever- green. Arnarflug hefur á leigu sex flugvélar, sem skráðar eru hér. Tvær DC-8 63-vélar í eigu KLM í Hollandi, eina Boeing 737 í eigu International Finance Corp. í Los Angeles, eina Boeing 707 í eigu T.A.P. í Portúgal og tvær DC-8 61-vélar. önnur þeirra er í eigu Aviation Leasing Partners í Kansas, en hin í eigu United Aviation Services í Panama. Síð- astnefnda félagið mun hafa vél- arnar sem skráðar eru eign KLM og vélina sem skráð er eign Avi- ation Leasing Partners á leigu og framleigja þær síðan til Arn- arflugs. Félag þetta er í eigu sýrlenskrar fjölskyldu og hefur skrifstofur í Beirút, París, Pan- ama og New York. Arnarflug hefur gert samstarfssamning við fyrirtæki þetta meðal annars um flug í Saudi-Arabíu. Air Arctic hefur þrjár vélar á leigu. Þær eru allar af gerðinni B—707. Tvær eru í eigu Air Supply Corporation í Lichten- stein en Gunnar Björgvinsson í Lúxemborg á 50% í því fyrir- tæki. Hin þriðja er í eigu PK-Finance í Lúxemborg. Sam- kvæmt upplýsingum Ingimundar Friðrikssonar í alþjóðadeild Seðlabankans mun þar vera um að ræða útibú frá PK-Banken í Stokkhólmi. Tvær þessara véla eru far- þegavélar en ein flutningavél. Onnur farþegavélin er nú í rekstri i flugi milli London og Kenýa samkvæmt samningi við Air Kenya. Þessa dagana er unn- ið að því að afla verkefna fyrir hinar vélarnar og sagði Einar Fredriksen, annar eigenda Air Arctic, að þær færu væntanlega í rekstur á næstunni. Auk þessara véla eru Flugleið- ir með á leigu tvær flugvélar, sem skráðar eru erlendis og Arnarflug hefur á leigu þrjár vélar sem skráðar eru í Banda- ríkjunum. Allar ofangreindar vélar, sem skráðar eru hér á landi, eru því marki brenndar að uppfylla ekki skilyrði um takmarkanir á há- vaða, sem settar hafa verið víða erlendis að undanförnu. í lönd- um Evrópubandalagsins og Norðurlöndum öðrum en íslandi eru nú ekki nýskráðar aðrar flugvélar en þær sem uppfylla þessi skilyrði, sem eru nokkuð mismunandi milli landa. Eigend- um þeirra hefur verið gefinn frestur í ákveðinn tíma, víðast hvar til ársins 1988, til að upp- fylla þessi skilyrði, ella verði vél- arnar teknar af skrá. Eins og kunnugt er gilda einnig strangar reglur um hávaða frá flugvélum í Bandarikjunum. Hér á landi gilda engar slíkar takmarkanir, en að sögn Skúla Jóns Sigurðarsonar hjá Loft- ferðaeftirlitinu gera íslensk flugmálayfirvöld sér ljósa grein fyrir því að hætta getur verið í því fólgin fyrir álit Islands á al- þjóðavettvangi, ef mikil ásókn verður í að skrá vélar hér á landi af þessum sökum .„En til þess að fá vélar í eigu útlendinga skráð- ar hér á landi þarf leyfi sam- gönguráðuneytisins og það er að- eins gefið ef menn sýna fram á gild rök fyrir nauðsyn þess. Leyfi eru aðeins gefin til skamms tíma í senn og þarf sama rökstuðning i hvert skipti sem slíkt leyfi er framlengt," sagði Skúli Jón. „Ráðuneytinu er vel kunnugt um þessa hættu og vegna alþjóðlegra loftferða- samninga, sem við erum aðilar að, er okkur nauðsyn að hafa strangt eftirlit með þessum mál- um og halda uppi góðum „stand- ard“. Þær vélar sem skráðar hafa verið eru allar reknar af íslenskum aðilum og ekkert at- hugavert við það. Það er því eng- in hætta að þetta verði misnot- að,“ sagði Skúli Jón Sigurðarson að lokum. INNRÁS BÍTLAÁRATUGARINS HELDUR ENN ÁFRAM í BCCADWAr föstudaginn 9. ágúst og laugardaginn 10. ágúst og nú eru þaö hinir heimsfrægu TROGGS Allir muna eftir lögunum: Velkomin vel klœdd í Broadway WILD THING • WITH A GIRL LIKE YOU • ANYWAY SHE WANT • LOVE IS ALL AROUND • I CANT CONTROL MYSELF Þessi lög og miklu fleiri syngja þeir fyrir gesti á Broadway um næstu helgi. Bygginganefnd Reykjavíkur: Samþykkir lokun Fjalakattarins Húseigninni Aðalstræti 8, eða Fjalakettinum eins og hún er oftast nefnd, hefur verið lokað, samkvæmt úrskurði bygginganefndar Reykja- víkurborgar sem skoðaði húsið í gær, að því er formaður nefndarinn- ar, Hilmar Guðlaugsson, tjáði Morg- unblaöinu. Það hefur valdið borgaryfirvöld- um og öðrum sem málið er skylt, þ.á.m. slökkviliðinu, nokkrum áhyggjum í sumar hve óvarið húsið hefur verið. Hafa verið brögð að því að útigangsfólk leitaði skjóls í Fjalakettinum og slíku getur fylgt brunahætta, auk þess sem hætta var á slysum innandyra sökum þess hve illa húsið er farið. Bygginganefnd skyldaði því eig- anda Fjalakattarins til þess að búa svo um hnútana að húsið yrði óað- gengilegt, en sæta dagsektum ella. Rann fresturinn út síðustu viku júlímánaðar. Að sögn Hilmars Guðlaugssonar fóru nefndarmenn á vettvang í gær og komust að þeirri niðurstöðu að kröfum þeirra hefði sem næst verið fullnægt. Neglt hefur verið fyrir dyr og glugga þannig að enginn á að geta komist inn í húsið frá götunni. En nefndin fór fram á það við eigand- ann að hann léti einnig byrgja glugga á efri hæðum Fjalakattar- ins, þannig að ekki sé hægt að valda skaða á húsinu með því að fleygja hlutum inn um þá. Sala hlutabréfa ríkis- ins í Flugleiðum: „Ekki sjálfgefið að Birkir fái fulltrúa í stjórn“ — segir Grétar Br. Kristjánsson varafor- maður stjórnar Flugleiða Á ÞESSU stigi er ekki hægt að segja hvaða áhrif þetta hefur á skipun stjórnar félagsins," sagði Grétar Br. Kristjánsson varaformaður stjórnar Flugleiða, aðspurður um áhrif þess á skipun stjórnar Flugleiða ef af sölu hlutabréfa ríkisins í félaginu til Birkis Baldvinssonar verður. „Ríkið hefur tvo menn í stjórn og hafa þeir verið skipaðir í stjórnina án kosningar samkvæmt sérstöku samkomulagi við rikið. Ef ríkið sel- ur hlutabréf sín og gengur þar með úr félaginu verður þessu samkomu- lagi væntanlega sagt upp, en þó munu fulltrúar þess að líkindum sitja til næsta aðalfundar. Hvað þá gerist er ekki hægt að segja um nú, það verður bara að koma í Ijós. Samkvæmt því fyrirkomulagi sem verið hefur við kjör stjórnar er ekki sjálfgefið að sá sem á 20% hlutafjár fái fulltrúa í stjórn, því einfaldur meirihluti hefur ráðið kjöri. Hinsvegar geta þeir sem eiga 25% hlutafjár krafist margfeldis- kosningar, sem tryggir fulltrúum minnihlutans kjör í stjórn. En með 20% atkvæða er ljóst að Birkir get- ur ekki gert þetta einn. Samkvæmt samþykktum félagsins sitja 9 menn í stjórn og því verður ekki breytt nema á aðalfundi og þá með aukn- um meirihluta atkvæða. Ekkert ákvæði er í samkomulaginu við rík- ið um að þetta breytist þannig að þeim fækki þó fulltrúar þess hverfi úr stjórn og því munu væntanlega eftir sem áður sitja níu menn í stjórn félagsins," sagði Grétar Br. Kristjánsson að lokum. Nú sitja eftirtaldir í stjórn Flugleiða: Sigurður Helgason formaður, Grétar Br. Kristjánsson varaformaður, Hörður Sigurgests- son, Páll Þorsteinsson, Kristjana Milla Thorsteinsson, E. Kristinn Olsen, Halldór H. Jónsson, Sigur- geir Jónsson og Kári Einarsson. Tveir þeir síðast nefndu eru full- trúar ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.