Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
Skráning flugvéla:
Engar hávaÖatakmark-
anir eru í gildi á íslandi
ÍSLAND er nú eitt fárra landa í Vestur-Evrópu þar sem ekki eru í gildi
takmarkanir á nýskráningum flugvéla vegna hávaöatakmarkana. Skrán-
ingu slíkra véla hér á landi fylgja ýmsir tekjumöguleikar fyrir íslendinga.
Nú eru tíu flugvélar í eigu er-
lendra aðila skráðar hér á landi.
Hér er um að ræða flugvélar,
sem íslenskir aðilar hafa á leigu
frá hinum erlendu aðilum. Eina
þessara véla, sem er af gerðinni
DC—8—63, fengu Flugleiðir frá
aðilum í Japan á kaupleigu-
samningi fyrir nokkrum árum
en hún er enn skráð á nöfn hinna
japönsku eigenda. Flugleiðir
hafa lengst af framleigt hana
erlendum aðilum, nú síðast
bandaríska flugfélaginu Ever-
green.
Arnarflug hefur á leigu sex
flugvélar, sem skráðar eru hér.
Tvær DC-8 63-vélar í eigu KLM í
Hollandi, eina Boeing 737 í eigu
International Finance Corp. í
Los Angeles, eina Boeing 707 í
eigu T.A.P. í Portúgal og tvær
DC-8 61-vélar. önnur þeirra er í
eigu Aviation Leasing Partners í
Kansas, en hin í eigu United
Aviation Services í Panama. Síð-
astnefnda félagið mun hafa vél-
arnar sem skráðar eru eign KLM
og vélina sem skráð er eign Avi-
ation Leasing Partners á leigu
og framleigja þær síðan til Arn-
arflugs. Félag þetta er í eigu
sýrlenskrar fjölskyldu og hefur
skrifstofur í Beirút, París, Pan-
ama og New York. Arnarflug
hefur gert samstarfssamning við
fyrirtæki þetta meðal annars um
flug í Saudi-Arabíu.
Air Arctic hefur þrjár vélar á
leigu. Þær eru allar af gerðinni
B—707. Tvær eru í eigu Air
Supply Corporation í Lichten-
stein en Gunnar Björgvinsson í
Lúxemborg á 50% í því fyrir-
tæki. Hin þriðja er í eigu
PK-Finance í Lúxemborg. Sam-
kvæmt upplýsingum Ingimundar
Friðrikssonar í alþjóðadeild
Seðlabankans mun þar vera um
að ræða útibú frá PK-Banken í
Stokkhólmi.
Tvær þessara véla eru far-
þegavélar en ein flutningavél.
Onnur farþegavélin er nú í
rekstri i flugi milli London og
Kenýa samkvæmt samningi við
Air Kenya. Þessa dagana er unn-
ið að því að afla verkefna fyrir
hinar vélarnar og sagði Einar
Fredriksen, annar eigenda Air
Arctic, að þær færu væntanlega
í rekstur á næstunni.
Auk þessara véla eru Flugleið-
ir með á leigu tvær flugvélar,
sem skráðar eru erlendis og
Arnarflug hefur á leigu þrjár
vélar sem skráðar eru í Banda-
ríkjunum.
Allar ofangreindar vélar, sem
skráðar eru hér á landi, eru því
marki brenndar að uppfylla ekki
skilyrði um takmarkanir á há-
vaða, sem settar hafa verið víða
erlendis að undanförnu. í lönd-
um Evrópubandalagsins og
Norðurlöndum öðrum en íslandi
eru nú ekki nýskráðar aðrar
flugvélar en þær sem uppfylla
þessi skilyrði, sem eru nokkuð
mismunandi milli landa. Eigend-
um þeirra hefur verið gefinn
frestur í ákveðinn tíma, víðast
hvar til ársins 1988, til að upp-
fylla þessi skilyrði, ella verði vél-
arnar teknar af skrá. Eins og
kunnugt er gilda einnig strangar
reglur um hávaða frá flugvélum
í Bandarikjunum.
Hér á landi gilda engar slíkar
takmarkanir, en að sögn Skúla
Jóns Sigurðarsonar hjá Loft-
ferðaeftirlitinu gera íslensk
flugmálayfirvöld sér ljósa grein
fyrir því að hætta getur verið í
því fólgin fyrir álit Islands á al-
þjóðavettvangi, ef mikil ásókn
verður í að skrá vélar hér á landi
af þessum sökum .„En til þess að
fá vélar í eigu útlendinga skráð-
ar hér á landi þarf leyfi sam-
gönguráðuneytisins og það er að-
eins gefið ef menn sýna fram á
gild rök fyrir nauðsyn þess.
Leyfi eru aðeins gefin til
skamms tíma í senn og þarf
sama rökstuðning i hvert skipti
sem slíkt leyfi er framlengt,"
sagði Skúli Jón. „Ráðuneytinu er
vel kunnugt um þessa hættu og
vegna alþjóðlegra loftferða-
samninga, sem við erum aðilar
að, er okkur nauðsyn að hafa
strangt eftirlit með þessum mál-
um og halda uppi góðum „stand-
ard“. Þær vélar sem skráðar
hafa verið eru allar reknar af
íslenskum aðilum og ekkert at-
hugavert við það. Það er því eng-
in hætta að þetta verði misnot-
að,“ sagði Skúli Jón Sigurðarson
að lokum.
INNRÁS
BÍTLAÁRATUGARINS
HELDUR ENN ÁFRAM í
BCCADWAr
föstudaginn 9. ágúst
og laugardaginn 10. ágúst
og nú eru þaö hinir
heimsfrægu TROGGS
Allir muna eftir lögunum:
Velkomin
vel klœdd í
Broadway
WILD THING • WITH A GIRL LIKE YOU •
ANYWAY SHE WANT • LOVE IS ALL
AROUND • I CANT CONTROL MYSELF
Þessi lög og miklu fleiri syngja þeir fyrir gesti á Broadway um næstu helgi.
Bygginganefnd
Reykjavíkur:
Samþykkir
lokun
Fjalakattarins
Húseigninni Aðalstræti 8, eða
Fjalakettinum eins og hún er oftast
nefnd, hefur verið lokað, samkvæmt
úrskurði bygginganefndar Reykja-
víkurborgar sem skoðaði húsið í
gær, að því er formaður nefndarinn-
ar, Hilmar Guðlaugsson, tjáði Morg-
unblaöinu.
Það hefur valdið borgaryfirvöld-
um og öðrum sem málið er skylt,
þ.á.m. slökkviliðinu, nokkrum
áhyggjum í sumar hve óvarið húsið
hefur verið. Hafa verið brögð að
því að útigangsfólk leitaði skjóls í
Fjalakettinum og slíku getur fylgt
brunahætta, auk þess sem hætta
var á slysum innandyra sökum
þess hve illa húsið er farið.
Bygginganefnd skyldaði því eig-
anda Fjalakattarins til þess að búa
svo um hnútana að húsið yrði óað-
gengilegt, en sæta dagsektum ella.
Rann fresturinn út síðustu viku
júlímánaðar. Að sögn Hilmars
Guðlaugssonar fóru nefndarmenn
á vettvang í gær og komust að
þeirri niðurstöðu að kröfum þeirra
hefði sem næst verið fullnægt.
Neglt hefur verið fyrir dyr og
glugga þannig að enginn á að geta
komist inn í húsið frá götunni. En
nefndin fór fram á það við eigand-
ann að hann léti einnig byrgja
glugga á efri hæðum Fjalakattar-
ins, þannig að ekki sé hægt að
valda skaða á húsinu með því að
fleygja hlutum inn um þá.
Sala hlutabréfa ríkis-
ins í Flugleiðum:
„Ekki sjálfgefið
að Birkir fái
fulltrúa í stjórn“
— segir Grétar Br.
Kristjánsson varafor-
maður stjórnar Flugleiða
Á ÞESSU stigi er ekki hægt að segja
hvaða áhrif þetta hefur á skipun
stjórnar félagsins," sagði Grétar Br.
Kristjánsson varaformaður stjórnar
Flugleiða, aðspurður um áhrif þess á
skipun stjórnar Flugleiða ef af sölu
hlutabréfa ríkisins í félaginu til
Birkis Baldvinssonar verður.
„Ríkið hefur tvo menn í stjórn og
hafa þeir verið skipaðir í stjórnina
án kosningar samkvæmt sérstöku
samkomulagi við rikið. Ef ríkið sel-
ur hlutabréf sín og gengur þar með
úr félaginu verður þessu samkomu-
lagi væntanlega sagt upp, en þó
munu fulltrúar þess að líkindum
sitja til næsta aðalfundar. Hvað þá
gerist er ekki hægt að segja um nú,
það verður bara að koma í Ijós.
Samkvæmt því fyrirkomulagi sem
verið hefur við kjör stjórnar er
ekki sjálfgefið að sá sem á 20%
hlutafjár fái fulltrúa í stjórn, því
einfaldur meirihluti hefur ráðið
kjöri. Hinsvegar geta þeir sem eiga
25% hlutafjár krafist margfeldis-
kosningar, sem tryggir fulltrúum
minnihlutans kjör í stjórn. En með
20% atkvæða er ljóst að Birkir get-
ur ekki gert þetta einn. Samkvæmt
samþykktum félagsins sitja 9 menn
í stjórn og því verður ekki breytt
nema á aðalfundi og þá með aukn-
um meirihluta atkvæða. Ekkert
ákvæði er í samkomulaginu við rík-
ið um að þetta breytist þannig að
þeim fækki þó fulltrúar þess hverfi
úr stjórn og því munu væntanlega
eftir sem áður sitja níu menn í
stjórn félagsins," sagði Grétar Br.
Kristjánsson að lokum.
Nú sitja eftirtaldir í stjórn
Flugleiða: Sigurður Helgason
formaður, Grétar Br. Kristjánsson
varaformaður, Hörður Sigurgests-
son, Páll Þorsteinsson, Kristjana
Milla Thorsteinsson, E. Kristinn
Olsen, Halldór H. Jónsson, Sigur-
geir Jónsson og Kári Einarsson.
Tveir þeir síðast nefndu eru full-
trúar ríkisins.