Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Reykjavík: Danshöfundar á námskeiði NÚ STENDUR yfir í Reykjavík námskeiA fyrir danshöfunda, sem haldið er á vegum Norrænu leiklistarnefndarinnar og er þetta í fyrsta sinn sem námskeið af þessu tagi er haldið hér á landi. íslandslax: Boranir ganga vel Boranir eftir heitu vatni á vegum laxeldisfyrirtækisins íslandslax við bæinn Stað vestur af Grindavfk hafa gengið vel og rikir bjartsýni á að þær skili þeim árangri sem til var vonast, að því er Þórður H. Ólafsson, starfs- maður íslandslax, tjáði Morgunblað- inu. Búið er að bora niður á 1050 metra dýpi og sagöi Þórður að vatnið í botninum væri yfir eitt- hundrað gráðu heitt. En til þess að borholan skili tilætluðum árangri þarf að vera hægt að dæla upp úr henni 10 lítrum á sekúndu af 100 gráðu heitu vatni. Fæst væntan- lega úr því skorið i næstu viku hvort svo verður, en nú er verið að athuga hve miklu vatnsmagni hol- an getur skilað. Þá er einnig verið að gera til- raunir með að bora eftir sjó u.þ.b. 300 m frá landi á sömu slóðum á vegum íslandslax. Er verið að ganga frá fyrstu holunni með því að stálfóðra hana að innan til þess að útiloka ferskvatnið. Sagði Þórður að ef vel tækist til með saltvatnsboranirnar þýddi það að hægt yrði að ala seiðin í saltvatni, sem er þeim lífsskilyrði frá því að þau hafa náð 30 gramma stærð, þangað til þau ná slátrunarþunga þar sem neðri mörk eru um tvö og hálft kíló. Fyrirtækið íslandslax er hluta- félag, stofnað í desember sl., sem Samband íslenskra samvlnnufé- laga og dótturfyrirtæki þess eiga 51% í, en norska fyrirtækið Nord- lax á 49%. Fyrirtækið á stóra seiöaeldisstöð og nú er verið að leggja síðustu hönd á hönnun á eldisstöð sem tekið getur við seið- unum eftir að þau ná 30 gramma þyngd. Á námskeiðinu er aðallega fjallað um leikræna uppbygg- ingu í dansverkum. Meðal kenn- ara er Ulf Gadd, einn þekktasti danshöfundur Svía. Hann hefur gert mikið af því að semja sögu balletta og á námskeiðinu fjall- ar hann meðal annars um „Vor- blót" eftir Stravinsky og sýnir myndband með útfærslu sinni á því verki. Einnig ve'rða aðrar út- færslur þess sýndar og bornar saman. Átli Ingólfsson tónskáld fjallar sérstaklega um tónlist- ina. Annar fyrirlesari á námskeið- inu er Dr. Bernd Köllinger frá Austur-Berlín, en hann er list- dansstjóri við „Den Komische Oper“ þar í borg. Hann hefur samið dansa við mörg þekkt ballettverk, sem sýndir hafa verið í Moskvu, Helsinki, Wies- baden og víðar. Þátttakendur á námskeiðinu eru 26, 4 frá Finnlandi, 8 frá Noregi, 5 frá Svíþjóð, 1 frá Danmörku og 8 frá Islandi. Hafa þeir flestir meðferðis myndbönd af eigin verkum, sem sýnd verða og rædd á námskeið- inu. Hópur dansara úr íslenska dansflokknum og Kramhúsinu munu sýna þátttakendum í námskeiðinu dansverk eftir sig í húsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu á föstudagskvöldið 9. ágúst og er sýningin jafn- framt opin öðrum sem áhuga hafa. Verk þetta verður sýnt á Listahátíð æskufólks í Stokk- hólmi síðar í þessum mánuði. Réttvr dðgsins Margrét Þorvaldsdóttir Agirnd gerir manninn fátækan því auðæfi þessa heims veita ekki sanna hamingju. Hamingjusamur er sá sem heilbrigði nýtur og auðugur sá sem ekki skuldar. Þessi gamla kínverska lífsspeki er umhugsunarverð. Það á um leið vel við að á borð verði borinn einfaldur kínverskur fiskréttur. Þykir þessi einkar bragðgóður. Þetta eru: Sæt-súr fiskflök með sveppum (fyrir 4—6) 800 gr fiskflök (smálúða, ýsa, karfi) 2 matsk. kínversk soya 1 tsk. monosodíum glutamate (þriðja kryddið, má sleppa) 1 góðurlaukur 2 matsk. þurrkaðir kínverskir svepp- ir eða (1 dós sveppir lítil) 4 matsk. matarolía 1 matsk. kartöflumjöl 2 matsk. hveiti 1 lítil dós tómatþykkni 2 matsk. vatn 2 matsk. edik (cider) 4 matsk. sykur 1. Ef notaðir eru þurrkaðir svepp- ir þá eru þeir settir í sjóðandi vatn og látnir standa um stund. Ef not- aðir eru niðursoðnir svepir, sem einnig eru ágætir, þá eru þeir sett- ir á sigti og vökvinn síaður frá. 2. Fiskurinn er roðflettur og hreinsaður vel og síðan skorinn í 3x3 cm stóra teninga. Þeim er síð- an raðað á disk eða fat og er gluta- mati stráð yfir fiskinn og síðan soyunni og látið standa í 10 mín. (Glutamatið dregur fram bestu bragðefnin I hráefninu, í þessu til- felli í fiskinum.) 3. Hveiti og kartöflumjöli er blandað sarnan og er fisktening- unum velt upp úr mjölinu. Matar- olía 2 matsk. er hituð vel á pönnu og er fiskstykkjunum raðað á pönnuna, ekki þétt og síðan steikt ljósbrún. Þau eru tekin af pönrt- unni og haldið heitum. 4. 2 matsk. matarolía er hituð á pönnu og er laukurinn léttsteiktur í feitinni og er sveppunum síðan bætt út í og steiktir með smá- stund. 5. Laukur og sveppir eru settir yf- ir fiskinn og blandað varlega sam- an. 6. Þá er það sósan. Hún er ómiss- andi með þessum fiskrétti. í litl- um potti er tómatþykkni, vatni, ediki og sykri blandað saman og hitað varlega að suðu. Þeir sem vilja sterkari sósu bæta við cider- ediki. Með fiskinum eru einnig borin fram soðin grjón og gjarnan sæt- súrt Agúrkusalat: 1 agúrka 1 sftróna 'A bolli mayones 2 matsk. sykur u.þ.b. Agúrkan er hreinsuð vel og græna skinnið numið burt. Hún er síðan skorin í strimla og söxuð smátt. I mayones er blandað sykri og er hann síðan hrærður út með safa úr 'h—1 sítrónu, eða eftir smekk. Verð á hráefni kr. HVERTSEM TILEFNIÐ ER ÞÁ ER ÁTTHACASALURINN SNJÖLL LAUSN Átthagasalurinn Hótel Sögu er sniðinn fyrir öll hugsanleg mannamót. Hann hentar jafnt stórum sem smáum hópum, allt frá 20 tll 200 manns og starfsfólk okkar kappkostar að uppfylla hvers konar óskir um veitingar og þjónustu. Viö veitum allar frekari upplýsingar um verð og þjónustu og gefum góð ráð. Hafðu samþand við veitingadeildina í síma 29900. Við leysum málið. GILDIHF • smá og stór afmæll • Fermingarvelslur • Skírnarveislur • Ættarrmót • Erfldrykkjur • Hádeglsverðarboð • Kaffisamsætl • Kvöldverðarboð • Brúðkaup • Árshátíðir • Útskriftarveislur • Fundir • Ráðstefnur • Vinasamsæti • o.fl. o.fl. 800 gr smálúða 120,00 1 lítil dós sveppir 51,00 1 sítróna 10,00 1 dós tómatkraft 7,80 1 agúrka 28,00 216,80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.