Morgunblaðið - 08.08.1985, Side 20

Morgunblaðið - 08.08.1985, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Athugasemd við greinargerð Félags íslenskra iðnrekenda um rafmagn til iðnaðar — eftir Bergstein Gizurarson Inngangur FÍI hefur nýlega sent frá sér greinargerð um rafmagnsverð til iðnaðar hér á landi og á hinum Norðurlöridunum. Þetta hefur ver- ið auglýst upp í blöðum og sjón- varpi. Því miður er hér um nokkuð villandi upplýsingar að ræða, sem ala á þeim ranghugmyndum um rafmagnsverð sem haldið hefur verið að almenningi lengi. Verður hér vísað til fréttar sem birtist í Morgunblaðinu 11. júlí 1985 með greinargerð FÍI. Verd raforku til heimila þar skiptir kílówattstundaverðið ekki sköpum. Líta verður svo á að þegar talað er um verð raforku til iðnaðar sé um að ræða fyrirtæki sem nota raforku til sinnar framleiðslu, þ.e. t.d. minnsta kosti 10 sinnum fleiri kilówattstundir en meðalheimili, sem notar rafmagn til hitunar og annarra þarfa. Raforkuverðsnefnd hefur einmitt látið gera svona samanburð nýverið og var sagt frá því í Morgunblaðinu fyrir mánuði. Þar var miðað við iðnfyrirtæki með 300.000 kwh ársnotkun og 150 kwh afltopp eða 2.000 stunda nýt- ingartíma, sem telja verður í lægra lagi, og hefur því tiltölulega hátt verð á kílówattstund. Þetta er sýnt í þessari töflu raforku- verðsnefndar. getur breyst snögglega, svo allar líkur eru á því að okkar raforku- verð geti lækkað mikið í saman- burði við verð raforku frá slikum orkuverum þegar til lengri tíma er litið. Eins og sést á töflu raforku- verðsnefndar eru 40% verðsins skattar, sem ganga til niður- greiðslu raforkuverðs til rafhitun- ar og á þeim hlutum landsins þar sem dreifing er dýr. Þetta þýðir að fyrirtæki í iðnaði greiða niður raf- orkuverð á öðrum sviðum í réttu hlutfalli við eigin raforkunotkun, sem er gagnrýnisvert. Fyrirtækj- um í útflutningsiðnaði er sem sagt ekki gefinn kostur á raforku á kostnaðarverði. Forskotið sem við kynnum að hafa á þessu sviði er Bergsteinn Gizurarson „Segja má að greinar- gerð FÍI hefði varla get- að verið meira villandi, þar sem raunar gefur hún sáralitla eða engar upplýsingar um það raf- orkuverð er iðnfyrir- og iðnaðar hér og á Norðurlöndum Verð raforku hér á landi til neytenda hefur einkennst af því, að heimilistaxtinn er mjög hár, miklu hærri en almenni taxtinn á hinum Norðurlöndunum. Aftur á móti hefur rafmagn til hitunar verið verðlagt á mjög lágu verði. Verði sem er lægra en almenni taxtinn á hinum Norðurlöndun- um. Því má ekki gleyma að Norð- urlöndin önnur en ísland búa við mikið til afskrifað raforkukerfi og þar er raforkuverð til neytenda með því lægsta er þekkist. Á hin- um Norðurlöndunum er ekki sér- stakur heimilistaxti eins og hér svo rafmagnsverð breytist ekki eftir því hvort rafmagnið er notað til hitunar eða ljósa- og matseld- ar. Álmennt má telja að meðal fjölskylda hér noti um 5.000 kwh á ári til annars en hitunar. Greitt er fyrir þessa notkun samkvæmt heimilistaxta, sem er eins og segir hér að framan mjög hár í saman- burði við Norðurlönd. Ef þessi fjölskylda hitar upp húsnæði sitt með rafmagni og notar t.d. 40.000 kwh á ári til hitunar og annars, þá greiðir hún alls ekki hærra meðal- verð fyrir rafmagnsnotkun en fjölskylda á hinum Norðurlöndun- um. Meðalverð fer sem sagt eftir því hversu stór þáttur rafhitunin er. Nú er heimilistaxtinn í Reykja- vík um 150% hærri en í Stokk- hólmi, sem hefur lægst rafmagns- verð höfuðborga Norðurlanda. Iðnfyrirtæki hér, sem nota litla raforku, hafa keypt raforkuna á heimilistaxta og hafa þess vegna greitt mjög hátt verð á kílówatt- stund miðað við samskonar fyrir- tæki á hinum Norðurlöndunum. Það er samt aukaatriði sem ekki sannar regluna. Því annaðhvort er hér um bílskúrsfyrirtæki að ræða eða iðnað, sem ekki byggir fram- leiðslu sína á raforkunotkun og Raforkuverð til iðnfyrirtækja á Norðurlöndum með 0,3 GWh ársnotkun 1. febrúar 1985. ísl.kr/kWh Reykjmvík Stokkbólmur Helslnki Osló Kmupmmnnmh. Með Nköttum SJ5 1,55 2,07 142 2,77 Án HkatU 242 141 1,92 149 2,21 Hhitfall skatta 40% 18% 74% 9% 25% Síðan þetta var reiknað hefur gengisþróun valdið því að munur- inn er minni á verði raforku í Reykjavík og á hinum Norður- löndunum. Eins og sést á töflunni er verðið hæst í Reykjavík og 17% hærra en í Kaupmannahöfn en rúmlega helmingi hærra en i Osló og Stokkhólmi þar sem það er lægst. Það er ansi mikill munur en það er ekki 150% hærra en á hin- um Norðurlöndunum eins og sagt var í fyrirsögn fréttar um greinar- gerð FÍI. Skattlagning er mest á Islandi, þ.e. verðjöfnunargjald og söluskattur. Líta verður samt til þess að þessir fjármunir skila sér ekki í ríkissjóð heldur fara þeir til niðurgreiðslu raforku til annarra nota og dreifingar raforku um landsbyggðina. Ekki stenst því sú fullyrðing að hér sé innlend orka sköttuð, þegar litið er á málið í heild. Þegar Iitið er á töflu raf- orkuverðsnefndar sést, að í Reykjavík er nær sama verð án skatta og í Kaupmannahöfn á raf- orku til iðnaðar. Raunar er það alls ekki slæmur árangur þar sem Danir hafa alls ekki þurft að leggja út í eins mikla stækkun á sínu raforkukerfi að undanförnu og við og þurfa því ekki að krefjast eins hárra vaxta af sinni fjárfest- ingu. Raforkan er að mestu fram- leidd með kolastöðvum sem selja einnig orku til fjarhitunar. Raf- orka sem fæst við slíka nýtingu varmans er ekki dýrari en frá okkar vatnsvirkjunum. Kolin eru einnig nú á mjög lágu verði á heimsmarkaði sem er töluvert undir framleiðslukostnaði. Þetta aðallega notað til lækkunar hús- hitunarkostnaðar á rafhitunar- svæðum. Greinargerð FÍI Með greinargerð FÍI var birt þessi tafla: tækjum gefst kostur á með skynsamlegri nýt- ingu á möguleikum afl- taxta. Ástæðan fyrir því hversu stór hluti iðnfyr- irtækja hér kaupir raf- orku samkvæmt heimil- istaxta er hve fyrirtækin eru lítil og raforkunotk- un þeirra einnig.“ Samanburður á raforkuverði til iðnaðar á Norðurlöndum Notknn 500kWh (orkutaxti) 23000 kWhíorkutaxtí1) 14 GWh (mfltmxti2) 1,0 MW % skattar oggjöld3 %skattar % skmttmr ísland kr/kWh kr/kWh og gjold kr/kWh og (ýold 3,46 42 3,46 42 3417 42 Sríþjóð 1,44 13 1,12 17 1,24 11 Noregur 1,40 22 1,12 24 1,50 7 Finnland 1,67 8 1,22 10 1,32 9 Danmörk 2,18 39 1,92 42 2,39 37 1) Samkvæmt orkutaxta er greitt eingöngu fyrir noUð orkumagn. 2) Samkvæmt afltaxU er greitt lægra veró á orkueiningu, en samkvæmt orkuUxta. Hins vegar er greitt til viðbóUr fyrir mestu aflnotkun. 3) Rétt er að benda á að hluti skatU og gjalda af raforku er víðast endurgreiddur nema hérlendis. Þannig má segja, að ef tekið væri tillit til þessa þátUr yrði samanburðurinn tslenakum iðnaði enn óhagstæðari. Hér mun vera um að ræða árs gamall samanburður. í fyrsta dálki er miðað við 5.000 kwh stunda ársnotkun sem er eins og meðalfjölskylda notar til annarra nota en hitunar. Fyrirtæki sem notar svo litla orku á ári getur ekki talist nota raforku til iðnaðar og á því alls ekki við í þessum samanburði. Enda er hér um að ræða heimilistaxtann. Sama má segja um annan dálkinn, þ.e. 23.000 kwh á ári. Hér er einnig um að ræða heimilistaxta og ársnotk- un sem er ekki nema um helming- ur af þeirri raforku sem mörg heimili nota, sem nota raforku til hitunar. Þriðji dálkurinn er aftur á móti miðaður við afltaxta og 1,5 milljón kílówattstunda notkun á ári, sem er notkun sem hægt væri að telja af þeirri stærð, sem iðn- fyrirtæki hefði, sem nýtti raforku til framleiðslu sinnar. Við nánari athugun kemur samt í ljós, að þar hefur verið miðað við einungis 1.500 klukkustunda nýtingartíma á ári, sem gefur miklu hærra verð á kílówattstund en ella. Ef miðað hefði verið við 2.000 stundir eins og í töflu raforkuverðsnefndar hefði verðið á kílówattstund orðið 2,47 og 1,85 kr. ef nýtingartíminn hefði verið 4.000 stundir. Augljóst er að tafla FÍI segir alls ekki hálfa söguna og er mjög villandi fyrir alla aðra en þá sem hafa kynnt sér þessi mál sérstak- lega. Samanburðurinn sýnir raunar einungis tvö notendadæmi sem eiga alls ekki við. Þriðja dæmið er það óhagstætt fyrir seljanda orkunnar að það nýtir alls ekki þá möguleika sem afltaxtinn gefur. Hvergi kemur fram það raforku- verð sem afltaxtinn getur gefið iðnfyrirtæki möguleika á. Lokaorð Segja má að greinargerð FÍI hefði varla getað verið meira vill- andi, þar sem raunar gefur hún sáralitla eða engar upplýsingar um það raforkuverð er iðnfyrir- tækjum gefst kostur á með skyn- samlegri nýtingu á möguleikum afltaxta. Ástæðan fyrir því hversu stór hluti iðnfyrirtækja hér kaup- ir raforku samkvæmt heimilis- taxta er hve fyrirtækin eru lítil og raforkunotkun þeirra einnig. í greinargerð FÍI virðist vera miðað við meðalverð raforku til fyrirtækja, það er miðað við fjölda fyrirtækja en ekki fjölda kíló- wattstunda. Þess vegna virðist í samanburði FÍI vera lagt að jöfnu fyrirtæki sem notar raforku ein- ungis til ljósa- og skrifstofuhalds og annað er notar raforku til framleiðslu sinnar. Benda má á, að þó heimilistaxti hér á landi sé um þrisvar sinnum hærri en í Svíþjóð, þá virðist hann vera álíka hár hér og í Þýzkalandi, og taxtar til iðnaðar einnig. Þar er þó ekki til sér taxti til rafhitunar á miklu lægra verði eins og hér. Allir hljóta samt að gera sér grein fyrir því að þar hlýtur dreifing raforku að vera ódýrari vegna miklu þéttari byggðar. Þó hér á landi séu möguleikar til hagkvæmra vatnsvirkjana þýð- ir það ekki að raforkan verði á sambærilegu verði til hins al- menna notanda við það sem ódýr- ast gerist í öðrum löndum. Hér hefur einnig áhrif einangrun landsins, dreifing byggðar og stærð markaðar, og ekki síst að vextir hafa haldist háir á alþjóð- legum lánamarkaði, þó olíuverð fari lækkandi og kol séu seld undir kostnaðarverði. Höíundur er rerkíræóingur og i sætí í orkurerdsnefnd. Aths. Nýtingartími er mesta afl- þörf notanda á árinu í kílówöttum deilt upp í árs notkun hans í kíló- wattstundum. Notandi sem þarf mikið afl í kílówöttum í stuttan tíma á ári og notar tiltölulega fáar kílówattstundir getur verið mjög óhagstæður viðskiptavinur raf- orkusala. Líkja mætti því við mann sem leigði sér bíl, keyrði hann einungis fáa kílómetra á ári og greiddi notkun hans eftir kíló- metrataxta, sem væri miðaður við miklu meiri notkun. Heimsókn skrælingja — eftir Tryggva Helgason Fregnir berast nú hingað norð- ur í Dumbshaf að flokkur Skræl- ingja stefni nú sjóleiðis til lands- ins og hyggist efna til illinda við íslenzka sjómenn. Munu þeir hafa í hyggju að ryðjast inn í ráðuneyti, taka ráð- herra í karphúsið og skamma þá og setja íslendingum úrslitakosti. Græningjalýður þessi ber fyrir sig náttúrufriðun, sem er tómur fyrirsláttur, en að baki er harður „business" sem borgar brúsann. Menn ættu að muna þegar syk- urframleiðendur báru fé á konu eina sem þóttist finria út að ákveð- ið sætuefni gæti valdið krabba- meini í notkun, ef magnið sam- svaraði því að maður drykki 10.000 flöskur af gosdrykk árlega í 40 ár. Þetta varð til þess að efnið var bannað og sykursala stórjókst á ný- Það er vitað að Japanir flytja inn allt það hvalkjöt sem fáanlegt er frá íslandi og fleiri löndum, en sáralítið nautakjöt þrátt fyrir mikinn þrýsting af hálfu sölu- manna nautakjöts á heimsmark- aðinum. Er því áleitinn sá grunur að tengsl séu á milli þeirra sem selja nautakjöt á heimsmarkaði og þeirra sem kosta ferðir þessara græningja til íslands. Tilvera íslendinga byggist að verulegu leyti á fiskveiðum jafnt hvalfiska sem annarra tegunda, og ber þjóðinni og ríkisstjórninni skylda til að verja sinn rétt. Islendingar eiga ekki að þurfa að óttast ruglið úr þessum græn- ingjum, þeirra réttur er enginn, og lagalegan grunn hafa þeir engan, en þeirra vopn eru hávaði, kok- „Islendingar eiga ekki aö þurfa að óttast ruglið úr þessum græningjum, þeirra réttur er enginn, og lagalegan grunn hafa þeir engan, en þeirra vopn eru hávaði, kok- hreysti, blaður og bull við fréttamenn blaða og sjónvarps.“ hreysti, blaður og bull við frétta- menn blaða og sjónvarps. Og það er greinilegt að þeir vonast til að lenda í átökum við íslendinga, með einhverjum hætti svo sem að bátar rekist saman eða sökkvi, eða að þeir lendi í slagsmálum við ís- lenzka sjómenn í landi. Þá verða allar myndavélar tiltækar, til þess að þeir geti dreift ruglinu úr sér til heimspressunnar. Hótanir þessara græningja um að þeir geti haft áhrif á fiskikaup bandarískra húsmæðra eru létt- vægar. Bandarískur almenningur er orðinn langþreyttur á sjálfskip- uðum náttúruspekingum sem berjast gegn hagsmunum almenn- ings, svo sem kjarnorkurafstöðv- um og hvað menn eiga að hafa í matinn. Eftir áralanga baráttu ein- hverra græningja gegn kjarnorku- verinu mikla við Glen Rose (2.300 megavött) skammt sunnan við Dallas, þá átti að efna til mikillar mótmælagöngu tugþúsunda manna frá Dallas til orkuversins, og efna þar til illinda við starfs- fólk. Þegar dagurinn rann upp mættu sjónvarps- og fréttamenn fyrstir manna, en af hálfu græn- ingjanna mættu einar fimm hræð- ur. Texasbúar voru búnir að fá nóg og orðnir þreyttir á bullinu úr þessum græningjum. Það er kannske ekki hægt að banna þessum græningjum að sigla til hafnar hér á íslandi, en það er enginn skyldugur til að hafa samband við þá á nokkurn hátt. Og það á heldur enginn ís- lendingur að gera. Engum ráð- herra ber skylda til að tala við þessa menn, eða hleypa þeim inn i opinberar byggingar, né heldur anza þeim á nokkurn hátt. Og þjónustu eiga þeir enga að fá hérlendis nema lágmarksþjónustu samkvæmt alþjóðalögum. Hér áður gat þjóðin sameinast um sín mál. Látum nú reyna á hvort þjóðin geti staðið saman gegn innrás þessara nútíma Hund-Tyrkja tuttugustu aldarinn- ar. Höfundur er flugmsdur og starfar nú í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.