Morgunblaðið - 08.08.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 08.08.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Ceausescu, Rúmeníuforseti: Ólympíuleikar eru fyrir allar þjóðir Kóreu geti að þessu leyti vísað veg- inn. Stuðningur Ceausescus við Ólympíuleikana í Seoul kemur í kjölfar þeirrar yfirlýsingar Sov- étmanna, að þeir ætli að taka þátt í leikunum en nokkur vafi þótti um, að þeir og aðrar Austur-Evrópuþjóðir myndu senda íþróttamenn sína til Seoul. Juan Antonio Samaranch, forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, var gestur Ceausescus sl. föstudag og segir í málgagni rúmenska kommúnistaflokksins, að þá hafi Samaranch sæmt Ceausescu einu æðsta heiðursmerki Ólympíu- nefndarinnar fyrir stuðning hans við ólympíuhugsjónina. Rúmenar voru eina austantjaldsþjóðin, sem sendi lið til Los Angeles í fyrra en hinar fóru að dæmi Sov- étmanna, sem sátu heima. í Scinteia, málgagni rúmenska kommúnistaflokksins, segir, að Ceausescu hafi komist þannig að orði í ræðu, sem hann flutti í hófi til heiðurs Samaranch, að á Ólympíuleikunum ættu bestu íþróttamenn allra þjóða að keppa án tillits til stjórnmálalegs ágreinings eða annarrar tog- streitu þjóða í milli. BúkareHt. Kúmeniu. AP. pÓHtískum ÁtÖkum þjÓÓa í mílli Og NICOLAE ('eausescu, Rúmeníufor- kveóst hann vona, að málin leysist seti, segir nauósynlegt, aó Ólympíu- þannig „fyrir allar þjóóir“, aó leikunum verði framvegis hlíft við Ólympíuleikarnir í Seoul í Suöur- Fagnað á 85 ára afmœlisdeginum Hér sjást þær Margrét Rósa prinsessa, Elísabet II. Bretadrottning og Elísabet drottningarmóðir koma frá messu í Sandringham-kirkju á sunnudag. Drottningarmóðirin átti 85 ára afmæli þann dag, og var henni vel fagnað af börnum og fullorðnum er hún kom til bústaðar síns í London á mánudag. AP/Símamynd Freddie Laker lávarður á góðri stundu, þegar allt lék í lyndi og flugfélag hans var enn starfandi. Laker kvænist í fjórða Lewes, Knglandi, 6. ágúsL AP. Flugfrömuðurinn Freddie Laker lávarður, eigandi Laker-flugfélags- ins, sem varð gjaldþrota árið 1982, gerði smáhlé á áralögnum málaferl- um sínum í dag, til að kvænast fyrr- verandi flugfreyju, daginn sem hann varð 63 ára. Jaqueline Ann Harvey heitir brúðurin og er hún fjórða eigin- kona Lakers. Hjónakornin hyggja á brúðkaupsferð til ítölsku eyjar- innar Caprí og fara þaðan til Ba- hamas-eyjanna. Harvey er 42 ára gömul og vinn- ur við almannatengsl, en var áður flugfreyja hjá flugfélaginu East- sinn ern Airlines. Flugfélag Lakers bauð á árum áður mjög hagstæð fargjöld á millilandaflugi yfir Atlantshafið, en fyrir þremur árum varð félagið gjaldþrota. Laker stendur enn í miklum málaferlum vegna gjald- þrotsins, en fyrir um mánuði síðan komust nokkrir lánardrottnar fé- lagsins að samkomulagi við 10 flugfélög sem bjóða ferðir yfir Atlantshafið og Laker sagði að hefðu viljandi komið félagi hans fyrir kattarnef. Hljóðuðu greiðsl- ur félaganna til lánardrottnanna upp á 48 milljónir Bandaríkjadala. Flugslysið við Dallas þar sem 132 fórust: Þotan flaug inn í högg- vind rétt fyrir lendingu TALIÐ ER að höggvindur, óvænt og skyndilegt niðurstreymi lofts, hafl valdið því að þota frá Delta- flugfélaginu fórst í aðflugi til Forth Worth-flugvallarins við Dallas í Texas á laugardaginn. Veður var slæmt við flugvöllinn þegar þotan skall til jarðar. Biðu 132 bana í flugslysinu, en 31 komst lífs af. Þotan var af gerðinni Lockheed Tri-star. Að sögn flugvallaryfirvalda gáfu þar til gerðir vindmælar á flugvellinum ekki til kynna að hætta væri í aðsigi. Sérstök og mjög fullkomin mælitæki innan vallar og utan mæla stöðugt loft- strauma á og við flugvöllinn. Eru þau tengd tölvu, sem gefur umsvifalaust til kynna ef hegðan loftstraumanna er á þann veg að búast megi við höggvindi. Við- vörun af þessu tagi kom fram 10 mínútum eftir lendingu, og full- víst þykir því að höggvindur hafi verið í nágrenni vallarins. Rannsókn á hljóðrita þotunn- ar bendir til að hún hafi verið að liðast í sundur er hún kom út úr þrumuskýi í 15—30 metra hæð yfir jörðu. í sama mund heyrist rödd flugumferðarstjóra, sem í örvæntingu segir flugmönnun- um að hætta við lendingu. Einn- ig gellur viðvörunartæki í klefa flugmannanna að klifrað skuli. Sérfræðingar segja að þotan kunni að hafa snert jörðu áður en hún kom út úr þrumuveðrinu og þess vegna verið að liðast í sundur. Skömmu fyrir lendingu var Delta-þotan beðin að hægja ferðina, því hún nálgaðist óðum litla einkaþotu, sem átti i erfið- leikum í aðfluginu vegna óveð- urs. Flugmaður litlu þotunnar kvaðst hafa átt í miklum erfið- leikum með að stjórna fari sínu. í brotlendingunni skoppaði þota Delta-flugfélagsins eftir jörð- inni áður en hún staðnæmdist skammt frá flugbrautarenda. Er hún nam loks staðar varð sprenging í henni. Samskonar búnað og á Forth Worth-flugvellinum er að finna á 60 öðrum flugvöllum í Banda- ríkjunum, en nú telur banda- ríska flugmálastjórnin búnað af þessu tagi ekki nógu áreiðanleg- an. Sökum þess verður jafnvirði 15 milljarða íslenzkra króna var- ið til uppsetningar á svokölluð- um Doppler-veðurratsjám, sem sagðar eru „sjá“ inn í veðurkerf- in og vera miklu áreiðanlegri en þau mælitæki, sem nú eru notuð. Ætlunin er að 100 bandarískir flugvellir verði búnir Doppler- veðursjám. Þeir sem komust Hfs af í slys- Þannig hugsa veðurfræðingar og flugsérfræðingar sér að aöstæður hafi verið við Forth Worth-flugvöllinn. Flugvélin flýgur inn í gífurlegt loftnið- urstreymi, höggvind, reikar af flugstefnu, missir hæð og hraða og brot- lendir skammt frá flugvellinum. inu við Forth Worth sátu aftast í þotunni, en sá hluti hennar brotnaði af er hún brotlenti skammt frá flugbrautinni. I hópi hinna slösuðu eru nokkrir lífs- hættulega særðir, en 10 sluppu án þess að hljóta meiðsl. Höggvinda er jafnan að finna í grennd þrumuveðurs. Steypist þá venjulega kaldur loftstraum- ur til jarðar og dreifist í allar áttir niður við jörð. í aðflugi kemur þetta út sem flugvélin fljúgi inn í meiri mótvind og uppstreymi. Aðeins stundar- korni síðar breytist mótvindur- inn í meðvind og uppstreymi lofts í niðurstreymi. Við það missir flugvélin hæð, enda eins og þrýst sé ofan á hana af helj- arafli, og þegar aðstæður af þessu tagi verða niður við jörð er lítið svigrúm til athafna, viti flugmennirnir ekki af hættunni áður en þeir fljúga þotunni inn í höggvindinn. * S FLISAR A NIÐURSETTU VERÐI Við rýmum fyrir nýrri sendingu af flísum og seljum hluta af gömlum birgðum á niðursettu verði. Gríptu tækifærið meðan það gefst því hjá okkur færð þú fallegar ítalskar og þýskar gæðaflísar fyrir lágt verð. Nú verða þeir fyrstu fyrstir ... HLISA SMIOJAINI Súðarvogi 3-5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.