Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Ceausescu, Rúmeníuforseti: Ólympíuleikar eru fyrir allar þjóðir Kóreu geti að þessu leyti vísað veg- inn. Stuðningur Ceausescus við Ólympíuleikana í Seoul kemur í kjölfar þeirrar yfirlýsingar Sov- étmanna, að þeir ætli að taka þátt í leikunum en nokkur vafi þótti um, að þeir og aðrar Austur-Evrópuþjóðir myndu senda íþróttamenn sína til Seoul. Juan Antonio Samaranch, forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, var gestur Ceausescus sl. föstudag og segir í málgagni rúmenska kommúnistaflokksins, að þá hafi Samaranch sæmt Ceausescu einu æðsta heiðursmerki Ólympíu- nefndarinnar fyrir stuðning hans við ólympíuhugsjónina. Rúmenar voru eina austantjaldsþjóðin, sem sendi lið til Los Angeles í fyrra en hinar fóru að dæmi Sov- étmanna, sem sátu heima. í Scinteia, málgagni rúmenska kommúnistaflokksins, segir, að Ceausescu hafi komist þannig að orði í ræðu, sem hann flutti í hófi til heiðurs Samaranch, að á Ólympíuleikunum ættu bestu íþróttamenn allra þjóða að keppa án tillits til stjórnmálalegs ágreinings eða annarrar tog- streitu þjóða í milli. BúkareHt. Kúmeniu. AP. pÓHtískum ÁtÖkum þjÓÓa í mílli Og NICOLAE ('eausescu, Rúmeníufor- kveóst hann vona, að málin leysist seti, segir nauósynlegt, aó Ólympíu- þannig „fyrir allar þjóóir“, aó leikunum verði framvegis hlíft við Ólympíuleikarnir í Seoul í Suöur- Fagnað á 85 ára afmœlisdeginum Hér sjást þær Margrét Rósa prinsessa, Elísabet II. Bretadrottning og Elísabet drottningarmóðir koma frá messu í Sandringham-kirkju á sunnudag. Drottningarmóðirin átti 85 ára afmæli þann dag, og var henni vel fagnað af börnum og fullorðnum er hún kom til bústaðar síns í London á mánudag. AP/Símamynd Freddie Laker lávarður á góðri stundu, þegar allt lék í lyndi og flugfélag hans var enn starfandi. Laker kvænist í fjórða Lewes, Knglandi, 6. ágúsL AP. Flugfrömuðurinn Freddie Laker lávarður, eigandi Laker-flugfélags- ins, sem varð gjaldþrota árið 1982, gerði smáhlé á áralögnum málaferl- um sínum í dag, til að kvænast fyrr- verandi flugfreyju, daginn sem hann varð 63 ára. Jaqueline Ann Harvey heitir brúðurin og er hún fjórða eigin- kona Lakers. Hjónakornin hyggja á brúðkaupsferð til ítölsku eyjar- innar Caprí og fara þaðan til Ba- hamas-eyjanna. Harvey er 42 ára gömul og vinn- ur við almannatengsl, en var áður flugfreyja hjá flugfélaginu East- sinn ern Airlines. Flugfélag Lakers bauð á árum áður mjög hagstæð fargjöld á millilandaflugi yfir Atlantshafið, en fyrir þremur árum varð félagið gjaldþrota. Laker stendur enn í miklum málaferlum vegna gjald- þrotsins, en fyrir um mánuði síðan komust nokkrir lánardrottnar fé- lagsins að samkomulagi við 10 flugfélög sem bjóða ferðir yfir Atlantshafið og Laker sagði að hefðu viljandi komið félagi hans fyrir kattarnef. Hljóðuðu greiðsl- ur félaganna til lánardrottnanna upp á 48 milljónir Bandaríkjadala. Flugslysið við Dallas þar sem 132 fórust: Þotan flaug inn í högg- vind rétt fyrir lendingu TALIÐ ER að höggvindur, óvænt og skyndilegt niðurstreymi lofts, hafl valdið því að þota frá Delta- flugfélaginu fórst í aðflugi til Forth Worth-flugvallarins við Dallas í Texas á laugardaginn. Veður var slæmt við flugvöllinn þegar þotan skall til jarðar. Biðu 132 bana í flugslysinu, en 31 komst lífs af. Þotan var af gerðinni Lockheed Tri-star. Að sögn flugvallaryfirvalda gáfu þar til gerðir vindmælar á flugvellinum ekki til kynna að hætta væri í aðsigi. Sérstök og mjög fullkomin mælitæki innan vallar og utan mæla stöðugt loft- strauma á og við flugvöllinn. Eru þau tengd tölvu, sem gefur umsvifalaust til kynna ef hegðan loftstraumanna er á þann veg að búast megi við höggvindi. Við- vörun af þessu tagi kom fram 10 mínútum eftir lendingu, og full- víst þykir því að höggvindur hafi verið í nágrenni vallarins. Rannsókn á hljóðrita þotunn- ar bendir til að hún hafi verið að liðast í sundur er hún kom út úr þrumuskýi í 15—30 metra hæð yfir jörðu. í sama mund heyrist rödd flugumferðarstjóra, sem í örvæntingu segir flugmönnun- um að hætta við lendingu. Einn- ig gellur viðvörunartæki í klefa flugmannanna að klifrað skuli. Sérfræðingar segja að þotan kunni að hafa snert jörðu áður en hún kom út úr þrumuveðrinu og þess vegna verið að liðast í sundur. Skömmu fyrir lendingu var Delta-þotan beðin að hægja ferðina, því hún nálgaðist óðum litla einkaþotu, sem átti i erfið- leikum í aðfluginu vegna óveð- urs. Flugmaður litlu þotunnar kvaðst hafa átt í miklum erfið- leikum með að stjórna fari sínu. í brotlendingunni skoppaði þota Delta-flugfélagsins eftir jörð- inni áður en hún staðnæmdist skammt frá flugbrautarenda. Er hún nam loks staðar varð sprenging í henni. Samskonar búnað og á Forth Worth-flugvellinum er að finna á 60 öðrum flugvöllum í Banda- ríkjunum, en nú telur banda- ríska flugmálastjórnin búnað af þessu tagi ekki nógu áreiðanleg- an. Sökum þess verður jafnvirði 15 milljarða íslenzkra króna var- ið til uppsetningar á svokölluð- um Doppler-veðurratsjám, sem sagðar eru „sjá“ inn í veðurkerf- in og vera miklu áreiðanlegri en þau mælitæki, sem nú eru notuð. Ætlunin er að 100 bandarískir flugvellir verði búnir Doppler- veðursjám. Þeir sem komust Hfs af í slys- Þannig hugsa veðurfræðingar og flugsérfræðingar sér að aöstæður hafi verið við Forth Worth-flugvöllinn. Flugvélin flýgur inn í gífurlegt loftnið- urstreymi, höggvind, reikar af flugstefnu, missir hæð og hraða og brot- lendir skammt frá flugvellinum. inu við Forth Worth sátu aftast í þotunni, en sá hluti hennar brotnaði af er hún brotlenti skammt frá flugbrautinni. I hópi hinna slösuðu eru nokkrir lífs- hættulega særðir, en 10 sluppu án þess að hljóta meiðsl. Höggvinda er jafnan að finna í grennd þrumuveðurs. Steypist þá venjulega kaldur loftstraum- ur til jarðar og dreifist í allar áttir niður við jörð. í aðflugi kemur þetta út sem flugvélin fljúgi inn í meiri mótvind og uppstreymi. Aðeins stundar- korni síðar breytist mótvindur- inn í meðvind og uppstreymi lofts í niðurstreymi. Við það missir flugvélin hæð, enda eins og þrýst sé ofan á hana af helj- arafli, og þegar aðstæður af þessu tagi verða niður við jörð er lítið svigrúm til athafna, viti flugmennirnir ekki af hættunni áður en þeir fljúga þotunni inn í höggvindinn. * S FLISAR A NIÐURSETTU VERÐI Við rýmum fyrir nýrri sendingu af flísum og seljum hluta af gömlum birgðum á niðursettu verði. Gríptu tækifærið meðan það gefst því hjá okkur færð þú fallegar ítalskar og þýskar gæðaflísar fyrir lágt verð. Nú verða þeir fyrstu fyrstir ... HLISA SMIOJAINI Súðarvogi 3-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.