Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Egilsstaðir: Samræmingar þörf í uppbygg- ingu ferðaþjónustu fjórðungsins — segir Rúnar Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Austurlands Morgunblaðið/Ólafur Keynir Adólfsson, framkvKmdastjóri Norrænu ferdamálaskrifstofunnar á Egilsstöóum og Rúnar Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Austur- lands. Egilaatöðum, 3. ágúaL MENN hafa í æ ríkara mæli hin síðari ár gert sér grein fyrir mikilvægi ferðaþjónustunnar á Austurlandi — ekki síst sem at- vinnugreinar — sagði Rúnar Pálsson, formaður nýstofnaðra Ferðamálasamtaka Austurlands á fundi með fréttamönnum nú í vikunni. Ferðamálasamtök Austur- lands voru stofnuð á Djúpavogi hinn 6. júlí síðastliðinn. Til stofnfundar komu fulltrúar frá ferðamálafélögum sem stofnuð hafa verið í velflestum þéttbýl- issveitarfélögum á Austurlandi. Á fundinum var kosin þriggja manna stjórn samtakanna — en hana skipa: Rúnar Pálsson, Eg- ilsstöðum; Jónas Hallgrímsson, Seyðisfirði og Ásthildur Lárus- dóttir, Neskaupstað. Að sögn Rúnars Pálssonar verður verkefni hinna nýju ferðamálasamtaka fyrst og fremst hvers konar kynningar- starfsemi á ferðaþjónustu i Austurlandsfjórðungi — og er útgáfa bæklinga og myndbanda í athugun í því augnamiði. Enn- fremur hefur komið til umræðu að efna til námskeiðs fyrir leið- sögumenn ferðamanna hér aust- anlands. Þá er samtökunum ætl- að að tryggja virkni hvers ein- staks félags innan samtakanna og vera tengiliður þeirra í mill- um. Reynir Adólfsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Norrænu ferðamálaskrifstofunnar á Eg- ilsstöðum, lagði áherslu á það á fundinum að Ferðamálasamtök Austurlands væru byggð á sam- tökum ferðamálafélaga ólíkt öðrum ferðamálasamtökum landsins sem væru byggð upp á einstaklingum. Ferðamálasamtök eru nú starfandi í öllum landshlutum og mun hvert þeirra fá fulltrúa í ferðamálaráð — er ný lög um ferðamál taka gildi 15. október næstkomandi. Þá hefur þeirri hugmynd verið hreyft að ferðamálasamtök fjórðunganna sameinist um rekstur sérstakrar upplýs- ingaskrifstofu í Reykjavík. Ferðamannastraumur á Aust- urlandi hefur mjög aukist hin síðari ár. Ætla má — að sögn Rúnars Pálssonar — að hartnær 20 þúsund erlendir ferðamenn fari árlega inn og úr landi á Austurlandi með Ms. Norröna og Færeyjaflugi Flugleiða. Þá fara um 5 þúsund farþegar árlega um Egilsstaðaflugvöll í innanlands- flugi og umferð einkabifreiða um fjórðunginn hefur fjölgað gífur- lega hin síðari ár auk ferða lang- ferðabifreiða. Það kom fram á fundinum að margt þykir ábótavant er að ferðamálum lýtur hér í fjórð- ungi, s.s. hvað tekur til tjald- stæða og merkinga þjónustust- aða og bóndabæja. Á Egilsstöð- um, Seyðisfirði og Höfn í Horn- afirði eru sérstakar upp- lýsingamiðstöðvar fyrir ferða- menn — sem þarft er að koma upp á sem flestum stöðum í fjórðungnum. Þetta mun þó standa til bóta að sögn. Það kom greinilega í ljós á fundinum að stórhugur ríkir um uppbyggingu ferðamannaþjón- ustu á Austurlandi og því má telja næsta víst að ferðamanna- iðnaðurinn svonefndi er hér vax- andi atvinnugrein. — Ólafur Stykkishólmur: Hótelið stækkað og endurbætt Styltkishólmi, 24. júli. HÓTEL Stykkishólmur hefir á þessu sumri stækkaö gistirými hótelsins um 20%. Meö þessari aukningu er nú hægt meö góöu móti aö hýsa 60 gesti í tveggja manna herbergjum og fylgja þeim bað. Nú hefir stór veit- ingasalur veriö innréttaöur og rúmar hann 110 gesti í sæti svo enginn vandi er að taka á móti hópum. Þá befir aðstaða fyrir ráðstefnur og fundi stórbatnað á allan hátt. Veitingasalurinn, gangar og stigar hafa verið lagðir smekkleg- um ullarteppum frá Álafossi hf. og veitingasalurinn búinn nýtísku húsgögnum. Marmaragólf verið lagt á sal gestamóttöku og allt gert eins vel úr garði og mögulegt er. öll smíðavinna var unnin af Trésmiðju Stykkishólms hf. og Trésmiðjunni Ösp hf. undir stjórn Bjarna Lárentsinussonar bygg- ingameistara. Raflagnir annaðist Sigurþór Guðmundsson rafvirkja- Hótel Stykkishólmur MorgunblaAiS/Arni Heigason meistari. Málaravinnu fram- kvæmdi Björn Benediktsson mál- arameistari. Ljós og gluggatjöld í veitingasal voru fengin hjá EPAL hf. í Reykjavík og stólar í veit- ingasal eru ítalskir leðurstólar. Hótelið hefir nú eins og áður boðið sérstök tilboðsverð, svo- nefnda pakka, og njóta þessi tilboð sívaxandi vinsælda. Nú hefir hót- elið tekið upp þá nýlundu að hafa lægra verð á þjónustu fyrri hluta viku, þannig að tvær gistinætur með morgunverði og siglingu til Flateyjar geta menn fengið fyrir kr. 1.890. Matreiðslumenn og starfsfólk allt leggur metnað sinn í að veita gestum alúðlega og góða þjónustu. Hótelstjóri undanfarin 4 ár er Sig- urður Skúli Bárðarson og i hans umsjá hefir hótelið tekið framför- um. Árni hægt að búa á nema eiga garð Ekki er Selfossi Helfossi, 25. júll. { GÆR, miðvikudaginn 24. júlí, voru afhent verðlaun fyrir snyrti- lega garða á Selfossi. Að þessu sinni voru þrír garðar verðlaunað- ir og eitt fyrirtæki hlaut verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi. í tilefni afhendingarinnar bauð umhverfis- og gróðurverndar- nefnd til kaffisamsætis þar sem viðurkenningar voru afhentar, skrautrituð skjöl með nöfnum eig- enda garðanna. Þeir garðar sem hlutu verðlaun voru: Garður Inger og Henry Jac- obsen á Víðivöllum 7, garður Kar- enar M. Gestsson og Hjalta Gests- sonar á Reynivöllum 10 og garður Helgu Einarsdóttur og Guðmund- ar Magnússonar í Réttarholti 15. Það var Sundhöll Selfoss sem hlaut viðurkenningu fyrir snyrti- legt umhverfi, en Sundhöllin fyllti 25 ára starfsaldur þennan dag og þar er umhverfi rómað fyrir snyrtimennsku. „Það er ekki hægt að búa á Sel- fossi nema eiga garð,“ sagði Hjalti Gestsson m.a. þegar hann flutti þakkarávarp í kaffisamsætinu. Þetta eru orð að sönnu því það er mikiil áhugi fyrir garðrækt hér á Selfossi og margir finna sér heilsubrunn i garðinum þvi streita og hugarvíl hverfa skjótt við það að koma nærri gróðri. Garðarnir sem hlutu viðurkenn- ingu eru hver með sínu móti, í þeim skiptast á ólíkar tegundir allt frá átta metra öspum og grenitrjám til lágvaxinna steinbrjóta sem skarta fögrum blómum. Sig Jóns Morgunblaðið/SinurAur Verðlaunahafar og aðrir í kaffisamsæti umhverfis- og gróðurverndarnefndar. Úr veitingasalnum. Ljósmynd/Arni Helgason Kaupfélag Strandamanna: Byggt við búðina Aðalfundur Kaupfélags Strandamanna, Norðurfirði, var haldinn þann 9. júní sl. í yfir- litsskýrslu kaupfélagsstjóra, Gunnsteins Gíslasonar, kom fram að reksturinn á siðastliðnu ári hefði um margt færst í hagstæð- ari átt, vaxtagjöld hefðu lækkað og vörusala verið hagfelldari. Út voru flutt 20,6 tonn af verkuðum saltfiski og 72 tunnur grásleppu- hrogna. Sauðfjárslátrun var þó verulega minni og þrátt fyrir 16,72 kg meðalþunga dilka, sem er rúmu kílói hærra en 1983, minnkaði kjötmagn milli ára um tæp 4 tonn. Framleiðendum var greitt fullt grundvallarverð fyrir árið 1983, og uppigreiðsla vegna síðustu slátr- unar var 90 prósent af grundvall- arverði. Hagur félagsmanna virð- ist fara batnandi, því skuldir hafa minnkað og inneignir aukist. Kann ýmsum að þykja það stung- in tólg, miðað við ástandið víða annars staðar, en án efa er rífleg uppígreiðsla og hagstætt árferði meðal skýringa. Þrátt fyrir batn- andi lausafjárstöðu og talsverða veltu, er eigið handbært fé félags- ins ekki verulegt. Bókfærður hagnaður ársins nam um 90 þús. að afskriftum og aukaafskriftum loknum. Mikil þörf er á aukinni hagræð- ingu í sölubúð, og er því verið að reisa viðbyggingu þessa dagana. Þá er einnig unnið að uppfyllingu og stækkun athafnasvæðis um- hverfis kaupfélagshúsin. Einar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.