Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
36
Minning:
Guðný Jensína
Gilsdóttir
Fædd 22. september 1891
Dáin 28. júlí 1985
„Sá er bestur sálargróður
sem að vex í skauti móður,
en rótarslitinn visnar vísir
þó vökvist hlýrri morgundögg."
(Gr. Thomsen.)
Við utanverðan Dýrafjörð,
nokkuð innan við mynni hans, þótt
dyrastafir hans séu raunar fellin
tvö, er góðbýlið Arnarnes, að
norðan.
Útigangur þótti þar ágætur í
hlíðum og í fjöru. I eina tíð var
þar skógur til kolagerðar, torf-
rista, móskurður, silungsveiði,
grasatekja, selveiði, reki, sölva-
fjara, hrognkelsi, lyngrif og heim-
ræði gott vor og haust.
Mest voru þó gæðin að vera í
nánd við hinar frægu verstöðvar,
Fjallaskaga.
Annmarkar fylgdu: Leið í kaup-
stað löng, fjárgæsla erfið, en á
Skagahlíðum er kraftaverk vors
og sumars mikið og fögur sólar-
strönd og kjarngresið milli steina
vinnur meiri og meiri bug á grjót-
unum með mjúkum rótum sínum,
gróandinn sigrar.
Öldum saman bjó sama ættin á
Arnarnesi, kunn að harðfengi og
höfðingsskap.
Guðný Jensína Gilsdóttir fædd-
ist á Arnarnesi 22. september árið
1891 og hafði þannig nær fjóra um
nírætt, er hún andaðist.
Foreldrar: Gils Þórarinsson
bóndi og kona hans Guðrún Gísla-
dóttir. Foreldrar hennar voru
Þórlaug Halldórsdóttir og Gísli
Torfason frá Hrauni í Keldudal.
Halldór á Arnarnesi var sonur
Torfa á Brekku í Brekkudal, sonur
Mála-Snæbjarnar bónda og lög-
réttumanns á höfuðbólinu Sæbóli
á Ingjaldssandi. Faðir Snæbjarn-
ar var Páll sýslumaður Torfason á
Núpi í Dýrafirði, og er Páll kunn-
ur úr íslandssögunni fyrir stór-
ræði það, að bjóða einokunarversl-
uninni birginn.
Mála-Snæbjörn var og með
vestfirsku björgin í blóðinu, enda
bendir viðurnefnið til þess að þar
hafi eigi farið veifiskati.
Bróðir Þórlaugar var hinn þjóð-
kunni brautryðjandi sjómanna-
fræðslunnar, Torfi Halldórsson.
Hann rak stórbú og umfangsmikla
útgerð á Flateyri. Var og skip-
stjórnarmaður. Af afkomendum
hans má nefna Ásgeir skipstjóra á
togurum — og síðar var hann
verksmiðjustjóri á Sólbakka við
Flateyri. Var hann sonur Torfa.
Fyrri kona Mála-Snæbjarnar
var Kristín dóttir Magnúsar í Vig-
ur, stórbónda þar og fræðimanns
ágæts.
Seinni kona Snæbjarnar var
Ástríður Sigurðardóttir og var
hún móðir Torfa á Brekku.
Bróðurdóttir Torfa var Þorkatla
Magnúsdóttir, amma Jóns Sig-
urðssonar forseta.
Kona Gils Þórarinssonar á Arn-
arnesi, móðir Guðnýjar, var góð
kona og mikilhæf.
Faðir hennar, Gísli Torfason,
var maður mikillar gerðar og þótti
minna á fornhetjur vorar.
Gils á Arnarnesi var búhöldur
góður. Sóttu menn björg til hans
og holl ráð.
Nefndir skulu hér bróðursynir
hans tveir: Björn skólastjóri á
Núpi, æskulýðsleiðtoginn góð-
kunni og bróðir hans, Guðmundur
á Næfranesi, skipstjórnarmaður
og bóndi, orðlagt prúðmenni.
Guðrún systir Guðnýjar var
mjög dáð kona, gift Jóni Krist-
jánssyni frá Alviðru. Börn þeirra
voru tvö: Kristjana, kona Sig-
tryggs Kristinssonar frá Núpi, og
Gunnar.
Einkum skal hér getið bróðurins
Gísla, f. 1883, bónda á Arnarnesi,
er var kvæntur Sigrúnu Guð-
laugsdóttur, systur séra Sigtryggs
og Kristins á Núpi, einstakri
manneskju. Gísli var einkar vel
látinn maður og bóndi ágætur.
Hann var gæddur sönggáfu og að
leika á hljóðfæri.
Dætur hans: Elínborg, gift Ein-
ari Steindórssyni frá Gröf í Mos-
fellssveit, Guðrún, Friðdóra og
Svanfríður, gift Páli Eiríkssyni,
dóttursyni Agústs í Birtingar-
holti.
Arnarnesheimilið var sveitar-
prýði. Merkt framlag þaðan til
sönglífs sveitarinnar undir for-
ystu Núpsbræðra.
Eiginmaður Guðnýjar Gilsdótt-
ur var Guðjón Marías Sigurðsson.
Þau giftust 26. desember 1920.
Guðjón fæddist á Hálsi á Ingj-
aldssandi 26. maí 1893. Foreldrar:
Sigurður bóndi Bjarnason og Sig-
ríður Guðbjartsdóttir. Þau höfðu
flust að Bessastöðum við Mýrar
það vor.
Árið eftir, hinn 30. október,
drukknuðu þau bæði með Guð-
mundi Hagalin, stórbónda á Mýr-
um, afa Guðmundar skálds, er þau
voru að koma frá Haukadal úr
kaupstaðarferð vegna fyrirhugaðs
brúðkaups Hagalíns. Mikið slys og
undarlegt, uppi í landsteinum,
Hagalín þrautreynd sjóhetja, en
hann getur verið svipóttur undir
Fellinu.
Guðjón naut fyrst um sinn um-
önnunar bróður síns, Jóns f. 1873,
síðar bónda á Gili í Dýrafirði,
ógleymanlegs og mikilhæfs gæða-
mennis.
Bróður átti og Jón, er var nafni
hans, vélstjóri í Noregi, máttar-
stoð til samheldni íslendinga þar,
ræktarmaður mikill við skyldfólk
sitt og vini hér heima, í hópi
fyrstu lærisveina Núpsskóla
ásamt þeim Arnarnessystkinum,
Gísla og Guðnýju. Sú skólaganga
segir sögu heimila þeirra og þeirra
sjálfra alla tíð.
Guðjón fór eftir nám í Núps-
skóla í Vélskólann í Reykjavík.
Var lengst (1924—1958) vélstjóri á
vitaskipunum.
Oft fékk ég að hvíla í rúmi Guð-
jóns í Hermóði milli Vestfjarða og
Reykjavíkur.
Mér varð gengið niður í vélar-
rúmið til Guðjóns. í umgengni
Guðjóns við vélina gætti nærri
ástúðar eins og vinur hans væri,
enda skyldi dauðinn þá ekki að.
Guðjón fórst með Hermóði að-
faranótt 18. febrúar 1959. Guðjón
hafði látið af starfi árið áður, en
alltaf var hann viðbúinn og um-
fram skyldu einatt. Blessuð sé
minning göfugmennis.
Af fjórum börnum Guðjóns og
Guðnýjar komust tveir synir á
legg:
Gunnar, vélsmiður, kvæntur El-
ínu Frímannsdóttur, vitavarðar á
Horni. Börn: Ásthildur f. 1941,
Halldór f. 1942 og Halldís f. 1943.
Þau hjónin skildu. Seinni kona:
Borghildur Ásgeirsdóttir, ættuð
úr Reykjavík. Börn þeirra tvö:
Gunnhildur og Baldur. Gunnar
fórst af slysförum 1982. Gæddur
var hann listgáfu ættar sinnr.
Guðmundur, f. 22.7. 1926, varð
nemandi Tónlistarskólans, hjá Dr.
Urbancic, Páli ísólfssyni, Karli 0.
Runólfssyni og Lanzky-Otto. Fór
að loknu prófi til Þýskalands og
nam organleik og kirkjutónlist i
Hamborg, fékk söngskólakennara-
réttindi við hinn kunna söngskóla
í Augsburg. Var um tíma skóla-
stjóri Tónlistarskólans og organ-
leikari á Selfossi, starfar nú við
Ríkisútvarpið. Kona Guðmundar
er Halldóra Ragna Rudolfsdóttir
Hansen og konu hans Margrétar
Finnbjörnsdóttur. Börn þeirra:
Arnbjörg Anna (Dóttir Halldóru
af fyrra hjónabandi), Guðný
María f. 1955, Guðjón Rudolf f.
1959 og Guðmundur Gils f. 1960.
Guðný ólst upp í foreldrahúsum.
Varð snemma félagi í ungmenna-
félagi sveitarinnar og bindindis-
stúku. Námsdvöl í Núpsskóla þýð-
ingarmikil, dáði alltaf mjög sr.
Sigtrygg.
Fer til Reykjavíkur og er á
heimili Hjalta Jónssonar konsúls,
og varð gott veganesti. Lærði
sauma, var söngelsk mjög og tón-
næm, var í kór Dómkirkjunnar,
nam hljóðfæraleik hjá frú önnu
Guðjohnsen.
Lét heimili og sveit njóta suður-
göngu sinnar. Fer margar ferðir
út á Ingjaldssand til að spila þar
við guðsþjónustur sr. Sigtryggs.
Gerist húsfreyja í Reykjavík, en
andinn frá Arnarnesi og Núpi
fylgir henni og hún er með átt-
haga sína í farangrinum.
Hún gerist þátttakandi í bind-
indissamtökum og kirkjulegum,
kirkjurækin og trúhneigð. Félags-
hyggja aldamótakynslóðarinnar
runnin henni í merg og bein. Líkn-
armál hugstæð henni og sýna trú í
verki. Starfar í Áfengisvarnar-
nefnd kvenna, Kristniboðsfélagi
kvenna, Kvenfélaginu Keðjunni,
Félagi vélstjórakvenna og fleira
mætti nefna. Hún vinnur einnig
að stofnun Ekknasjóðs íslands,
bygging Hallgrímskirkju brenn-
andi hugsjónamál hennar. Heimil-
ishlutverk sjómannskonunnar
margþætt.
Hún gat tekið undir með Brynj-
ólfi biskupi Sveinssyni, að ekki er
gott að vera gestur á eigin heimili.
Innst inni átti hún alltaf heima
á Arnarnesi. Þar ætlaði hún að
búa og hlynna að föðurarfleifð
sinni með manni sínum, síðasta
áfangann.
En dauðinn kom og tók hann frá
henni, í þeim skilningi, og þá varð
Guðný ef til vill stærst, er hún hóf
búskap vestra, er bróðir hennar
varð að hverfa að vestan eftir sitt
mikla lífsfstarf. Hlé varð á dvöl-
inni 1966, en Guðný tók enn til
starfa „heima", en nú tóku kraft-
arnir að bila, nema hugurinn, ní-
ræðrar konu.
Brandur Jónsson þýðir í Alex-
anderssögu, að Kyros konungur
hafi brotið borgir og lagt undir sig
þjóðlönd, en þó hafi „ein kona
sigrað hann“.
Mörg „Ekkjan við ána“ hefur
byggt upp bæ og borg. Guðný var
ein þeirra. Nærri til hinstu stund-
ar vann hún við lyftuvörslu í Hall-
grímskirkju, að hún rísi.
Guðný andaðist á Grund 28. júli.
Hún var mjög þakklát starfsfólki
þar og forráðamönnum.
Ekki tilviljun, að ýmsir mestu
velunnarar Hallgrímskirkju hafa
átt átthagana næst hjarta sér.
Það má minna á að við hlið Guð-
nýjar er bóndadóttirin frá Mýrum
í Dýrafirði, Guðrúnu Rydén.
Kirkjusöngur hér syðra á sér
fagurt ívaf að vestan og ekki síst
Arnarnesfólks.
Guðný Gilsdóttir átti sér ei að-
eins fjarlægt ættaróðal. Hún var
landnámskona alla ævi.
Menn eru að ræða um hver sé
allra helgasti staður lands vors.
En land vort vanhelgast og
verður staðleysa án draums þess í
hjörtum vorum, og, að hann verði
þar virkt afl, hvert svo sem sporin
liggja.
Vé til forna táknaði ekki aðeins
svæði innan vébanda, heldur einn-
ig merki, er menn báru fyrir sér í
orrustum. Um eins konar heiman-
búnað var að ræða, að menn
skiptu um himin, en eigi hugarfar.
Landnámsmaður einn lagði
helgi átthaga sinna í nýja byggð
sína, „ok lagði mærina helgi á all-
an fjörðinn".
Helgi Dýrafjarðar er hugarfar,
blómið að vestan.
Guð blessi minningar vorar um
Guðnýju Jensínu Gilsdóttur og
gæði þær lífi með oss og vor á
meðal.
„Fyrir gluggann minn gengur
glaðar sumarvonir,
stefndu blysförum beint til
Bjarmalands í framtíð,
gyrtar megingjörðum morguns,
mannprýði og sannleiks,
merkt var handsal á hjálma
hjartasól á skjöldu.
Slógu Ijóma fram um löndin,
leiftrum út í fjarlægð.”
(St. G. St)
Eiríkur J. Eiríksson
Fátt er prestinum meiri styrkur
í starfi og gleður hjarta hans
meira, en að mæta áhugafólki um
kirkju- og kristindómsmál, svo
ekki sé talað um að fyrirhitta hug-
sjónamenn og eldhuga.
Flestir söfnuðir eiga sjálfsagt
sína áhugamenn, sem styðja
prestinn, en ef til vill eru það ekki
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar
| fundir — mannfagnaöir
Frá
Barðstrendingafélaginu
Fjölskylduferöin veröur farin laugardaginn 10.
ágúst nk. frá Umferðarmiðstöðinni (austan
megin) kl. 9 f.h. Fariö veröur um sögustaði
Njálu. Uppl. í símum 40417 María, 71374 Ólaf-
ur og 36855 Vikar. Fjölmennum aö vanda.
Stjórnin.
tilkynningar
Læknastofa
Læknastofa mín veröur í Austurveri, Háaleitis-
braut, frá 12. ágúst.
• Símaviötalstímar kl. 8.30.-10. f.h.
• Tímapantanir upplýsingar kl. 10-12 f.h.
• Viðtalstímar alla virka daga frá kl. 10-12.
Grímur Sæmundsen,
sími 31942.
þjónusta
Múrblikk
Tökum aö okkur smiöi og uppsetningu á
þakrennum og þakköntum. Skiptum á þök-
um, gerum viö steinrennur og aörar múr-
skemmdir. Gerum tilboð ykkur aö kostnaö-
arlausu. Látum verkin tala.
Upplýsingar í síma 618897.
Meistarar.
Velferöar- og atvinnu-
málanefnd SUS
Undirbuningsfundur vegna ályktana fyrir þing SUS, som haldlö verður
á Akureyrl dagana 30. ágúst til 1. september nk., veröur I Valhöll
Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn 8. ágúst kl. 20.00. Fjallaö veröur um
I velferöar- og atvlnnumál.
Félag ungra sjálfstæöis-
manna í Njarövík
heldur félagsfund í Sjálfstæöishúslnu i Njarövik fimmtudaginn 8. ágúst
kl. 20. Fundarefni: kosning fulltrúa á 28. þlng SUS sem haldlö veröur
á Akureyri dagana 30. ágúst — 1. september. Þeir félagar sem hafa
áhuga á aö fara á þingiö eru sérstaklega hvattir til aö mæta.
FUS. N/arOvik.
Keflavík
Heimir, félag ungra sjálfstæöismanna, boöar til fólagsfundar fimmtu-
daginn 8. ágúst nk. kl. 20.30 i Sjálfstæölshúsinu, Keflavík.
Fundarefni: Kosning fulltrúa á 28. þlng SUS sem haldiö veröur á
Akureyri 30. ágúst til 1. sept. Þelr félagar sem áhuga hafa á þátttöku
eru sérstaklega hvattir til aö mæta.
Heím/r, télag ungra
sjálfstæOlsmanna.
m targpmÞl
s ir» eo Metsölublad á hvetjum degi!