Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
Egilsstaðir:
Samræmingar þörf í uppbygg-
ingu ferðaþjónustu fjórðungsins
— segir Rúnar Pálsson, formaður
Ferðamálasamtaka Austurlands
Morgunblaðið/Ólafur
Keynir Adólfsson, framkvKmdastjóri Norrænu ferdamálaskrifstofunnar
á Egilsstöóum og Rúnar Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Austur-
lands.
Egilaatöðum, 3. ágúaL
MENN hafa í æ ríkara mæli hin
síðari ár gert sér grein fyrir
mikilvægi ferðaþjónustunnar á
Austurlandi — ekki síst sem at-
vinnugreinar — sagði Rúnar
Pálsson, formaður nýstofnaðra
Ferðamálasamtaka Austurlands
á fundi með fréttamönnum nú í
vikunni.
Ferðamálasamtök Austur-
lands voru stofnuð á Djúpavogi
hinn 6. júlí síðastliðinn. Til
stofnfundar komu fulltrúar frá
ferðamálafélögum sem stofnuð
hafa verið í velflestum þéttbýl-
issveitarfélögum á Austurlandi.
Á fundinum var kosin þriggja
manna stjórn samtakanna — en
hana skipa: Rúnar Pálsson, Eg-
ilsstöðum; Jónas Hallgrímsson,
Seyðisfirði og Ásthildur Lárus-
dóttir, Neskaupstað.
Að sögn Rúnars Pálssonar
verður verkefni hinna nýju
ferðamálasamtaka fyrst og
fremst hvers konar kynningar-
starfsemi á ferðaþjónustu i
Austurlandsfjórðungi — og er
útgáfa bæklinga og myndbanda í
athugun í því augnamiði. Enn-
fremur hefur komið til umræðu
að efna til námskeiðs fyrir leið-
sögumenn ferðamanna hér aust-
anlands. Þá er samtökunum ætl-
að að tryggja virkni hvers ein-
staks félags innan samtakanna
og vera tengiliður þeirra í mill-
um.
Reynir Adólfsson, nýráðinn
framkvæmdastjóri Norrænu
ferðamálaskrifstofunnar á Eg-
ilsstöðum, lagði áherslu á það á
fundinum að Ferðamálasamtök
Austurlands væru byggð á sam-
tökum ferðamálafélaga ólíkt
öðrum ferðamálasamtökum
landsins sem væru byggð upp á
einstaklingum.
Ferðamálasamtök eru nú
starfandi í öllum landshlutum
og mun hvert þeirra fá fulltrúa í
ferðamálaráð — er ný lög um
ferðamál taka gildi 15. október
næstkomandi.
Þá hefur þeirri hugmynd verið
hreyft að ferðamálasamtök
fjórðunganna sameinist um
rekstur sérstakrar upplýs-
ingaskrifstofu í Reykjavík.
Ferðamannastraumur á Aust-
urlandi hefur mjög aukist hin
síðari ár. Ætla má — að sögn
Rúnars Pálssonar — að hartnær
20 þúsund erlendir ferðamenn
fari árlega inn og úr landi á
Austurlandi með Ms. Norröna og
Færeyjaflugi Flugleiða. Þá fara
um 5 þúsund farþegar árlega um
Egilsstaðaflugvöll í innanlands-
flugi og umferð einkabifreiða um
fjórðunginn hefur fjölgað gífur-
lega hin síðari ár auk ferða lang-
ferðabifreiða.
Það kom fram á fundinum að
margt þykir ábótavant er að
ferðamálum lýtur hér í fjórð-
ungi, s.s. hvað tekur til tjald-
stæða og merkinga þjónustust-
aða og bóndabæja. Á Egilsstöð-
um, Seyðisfirði og Höfn í Horn-
afirði eru sérstakar upp-
lýsingamiðstöðvar fyrir ferða-
menn — sem þarft er að koma
upp á sem flestum stöðum í
fjórðungnum. Þetta mun þó
standa til bóta að sögn.
Það kom greinilega í ljós á
fundinum að stórhugur ríkir um
uppbyggingu ferðamannaþjón-
ustu á Austurlandi og því má
telja næsta víst að ferðamanna-
iðnaðurinn svonefndi er hér vax-
andi atvinnugrein.
— Ólafur
Stykkishólmur:
Hótelið stækkað
og endurbætt
Styltkishólmi, 24. júli.
HÓTEL Stykkishólmur hefir á þessu
sumri stækkaö gistirými hótelsins
um 20%. Meö þessari aukningu er
nú hægt meö góöu móti aö hýsa 60
gesti í tveggja manna herbergjum og
fylgja þeim bað. Nú hefir stór veit-
ingasalur veriö innréttaöur og rúmar
hann 110 gesti í sæti svo enginn
vandi er að taka á móti hópum. Þá
befir aðstaða fyrir ráðstefnur og
fundi stórbatnað á allan hátt.
Veitingasalurinn, gangar og
stigar hafa verið lagðir smekkleg-
um ullarteppum frá Álafossi hf.
og veitingasalurinn búinn nýtísku
húsgögnum. Marmaragólf verið
lagt á sal gestamóttöku og allt
gert eins vel úr garði og mögulegt
er. öll smíðavinna var unnin af
Trésmiðju Stykkishólms hf. og
Trésmiðjunni Ösp hf. undir stjórn
Bjarna Lárentsinussonar bygg-
ingameistara. Raflagnir annaðist
Sigurþór Guðmundsson rafvirkja-
Hótel Stykkishólmur MorgunblaAiS/Arni Heigason
meistari. Málaravinnu fram-
kvæmdi Björn Benediktsson mál-
arameistari. Ljós og gluggatjöld í
veitingasal voru fengin hjá EPAL
hf. í Reykjavík og stólar í veit-
ingasal eru ítalskir leðurstólar.
Hótelið hefir nú eins og áður
boðið sérstök tilboðsverð, svo-
nefnda pakka, og njóta þessi tilboð
sívaxandi vinsælda. Nú hefir hót-
elið tekið upp þá nýlundu að hafa
lægra verð á þjónustu fyrri hluta
viku, þannig að tvær gistinætur
með morgunverði og siglingu til
Flateyjar geta menn fengið fyrir
kr. 1.890.
Matreiðslumenn og starfsfólk
allt leggur metnað sinn í að veita
gestum alúðlega og góða þjónustu.
Hótelstjóri undanfarin 4 ár er Sig-
urður Skúli Bárðarson og i hans
umsjá hefir hótelið tekið framför-
um.
Árni
hægt að búa á
nema eiga garð
Ekki er
Selfossi
Helfossi, 25. júll.
{ GÆR, miðvikudaginn 24. júlí,
voru afhent verðlaun fyrir snyrti-
lega garða á Selfossi. Að þessu
sinni voru þrír garðar verðlaunað-
ir og eitt fyrirtæki hlaut verðlaun
fyrir snyrtilegt umhverfi.
í tilefni afhendingarinnar bauð
umhverfis- og gróðurverndar-
nefnd til kaffisamsætis þar sem
viðurkenningar voru afhentar,
skrautrituð skjöl með nöfnum eig-
enda garðanna.
Þeir garðar sem hlutu verðlaun
voru: Garður Inger og Henry Jac-
obsen á Víðivöllum 7, garður Kar-
enar M. Gestsson og Hjalta Gests-
sonar á Reynivöllum 10 og garður
Helgu Einarsdóttur og Guðmund-
ar Magnússonar í Réttarholti 15.
Það var Sundhöll Selfoss sem
hlaut viðurkenningu fyrir snyrti-
legt umhverfi, en Sundhöllin fyllti
25 ára starfsaldur þennan dag og
þar er umhverfi rómað fyrir
snyrtimennsku.
„Það er ekki hægt að búa á Sel-
fossi nema eiga garð,“ sagði Hjalti
Gestsson m.a. þegar hann flutti
þakkarávarp í kaffisamsætinu.
Þetta eru orð að sönnu því það er
mikiil áhugi fyrir garðrækt hér á
Selfossi og margir finna sér
heilsubrunn i garðinum þvi streita
og hugarvíl hverfa skjótt við það
að koma nærri gróðri.
Garðarnir sem hlutu viðurkenn-
ingu eru hver með sínu móti, í
þeim skiptast á ólíkar tegundir
allt frá átta metra öspum og
grenitrjám til lágvaxinna
steinbrjóta sem skarta fögrum
blómum. Sig Jóns
Morgunblaðið/SinurAur
Verðlaunahafar og aðrir í kaffisamsæti umhverfis- og gróðurverndarnefndar.
Úr veitingasalnum. Ljósmynd/Arni Helgason
Kaupfélag Strandamanna:
Byggt við búðina
Aðalfundur Kaupfélags
Strandamanna, Norðurfirði, var
haldinn þann 9. júní sl. í yfir-
litsskýrslu kaupfélagsstjóra,
Gunnsteins Gíslasonar, kom fram
að reksturinn á siðastliðnu ári
hefði um margt færst í hagstæð-
ari átt, vaxtagjöld hefðu lækkað
og vörusala verið hagfelldari. Út
voru flutt 20,6 tonn af verkuðum
saltfiski og 72 tunnur grásleppu-
hrogna. Sauðfjárslátrun var þó
verulega minni og þrátt fyrir 16,72
kg meðalþunga dilka, sem er rúmu
kílói hærra en 1983, minnkaði
kjötmagn milli ára um tæp 4 tonn.
Framleiðendum var greitt fullt
grundvallarverð fyrir árið 1983, og
uppigreiðsla vegna síðustu slátr-
unar var 90 prósent af grundvall-
arverði. Hagur félagsmanna virð-
ist fara batnandi, því skuldir hafa
minnkað og inneignir aukist.
Kann ýmsum að þykja það stung-
in tólg, miðað við ástandið víða
annars staðar, en án efa er rífleg
uppígreiðsla og hagstætt árferði
meðal skýringa. Þrátt fyrir batn-
andi lausafjárstöðu og talsverða
veltu, er eigið handbært fé félags-
ins ekki verulegt. Bókfærður
hagnaður ársins nam um 90 þús.
að afskriftum og aukaafskriftum
loknum.
Mikil þörf er á aukinni hagræð-
ingu í sölubúð, og er því verið að
reisa viðbyggingu þessa dagana.
Þá er einnig unnið að uppfyllingu
og stækkun athafnasvæðis um-
hverfis kaupfélagshúsin. Einar