Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B 179. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Japan: Fjðrir farþegar komust lífs af í flugslysinu KiU Aikimura, Japan, 13. ágiwt AP. FJÓKAK konur komust lífs af í flugslysinu, sem varð í miðhluta Japans í gær, en óttast er að 520 farþegar hafi látið lífið. Fundust konurnar mikið slasaðar í flaki breiðþotunnar, en allar sátu þær í sömu farþegaröð í afturhluta hennar. Flugvélin, sem var í innanlandsflugi, á leið frá Tókýó til Osaka, breytti skyndilega um stefnu áður en hún hrapaði til jarðar. Meðal þeirra, sem björguðust, voru 34 ára gömul kona og átta ára gömul dóttir hennar. Hinar voru flugfreyja, sem var í orlofi, og 12 ára stúlka, Keiko Kawakani, en foreldrar hennar létu lífið í slysinu. Hún sagði að það eina sem hún myndi væri að hún hefði setið aftarlega í vélinni. Viðræður við PLO? Washington, 13. áfpíst. AP. YITZAK SHAMIR utanríkis- ráðherra ísraels sagði í dag að hugsanlegur fundur aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Rich- ards Murphy, með fulltrúum Pal- estínumanna í Jórdaníu gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og spillt friðarhorfum fyrir botni Miðjarðarhafs. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tjáði þó Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, að fundurinn mundi ekki verða til þess að Bandaríkjastjórn viðurkenndi Frelsissamtök Palest- ínumanna, PLO. Bandarískur embættismaður sagði ennfremur að Murphy mundi aðeins ræða við sameigin- lega nefnd Palestínumanna og Jórdana með því skilyrði að það leiddi til friðarviðræðna við ísra- ela. Sjá frétt um for bandaríska aðstoð- arutanríkisráðherrans á bls. 24. Enn er óljóst hvað olli slysinu, en flugmennirnir fengu leyfi til að nauðlenda þegar þeir skýrðu frá bilun í hurð í farþegarými og stjórnbúnaði vélarinnar. Fyrr í dag hringdu tveir menn, sem kváðust vera „róttæklingar", í jap- anska fréttastofu og sögðust hafa sprengt flugvélina í loft upp, en talið er að um gabb hafi verið að ræða. Björgunarmenn kváðust ekki enn hafa fundið hljóðrita þotunn- ar, en hans er nú leitað. Nú þegar hafa fundist um 50 lík á élysstað, sem er skógivaxið og bratt fjalllendi. Að minnsta kosti 4.500 björgunarmenn eru nú að störfum þar, en starfinu hefur miðað hægt vegna slæmra aðstæð- na, enda er svæðið erfitt yfirferð- ar. Þyrlur eru mikið notaðar við björgunarstarfið. í dag fannst stél flugvélarinar í sjó í sömu stefnu og hún flaug, og er það talið gefa vísbendingu um að flugmennirnir hafi átt erfitt með að stjórna henni. Hins vegar var ekki ljóst hvað olli því að stél- ið brotnaði. Einn flugmálasér- fræðingur sagði að hugsanlegt væri að hurð vélarinnar í farþega- rými hefði hrokkið upp, lent á stélinu og brotið það. Talsmaður japanska flugfélags- ins JAL sagði að öryggiseftirlit hefði verið aukið vegna flugslyss- ins, enda þótt fátt benti til þess að sprenging hefði orðið í vélinni áð- ur en hún hrapaði. Þó viðurkenndi hann að enn væri allt á huldu um orsakir slyss- ins. Flugslysid í Japan Nú er talid Ijóst að aðeins fjórir farþegar japönsku 1 llugvélarinnar, sem fórst í miðhluta Japans í gær, hafi komist lífs af. Hér má sjá f' björgunarmenn flytja átta ára _ gamla stúlku, Mikoko Yoshi- * zaki, sem fannst illa slösuð en á lífi í vélinni, burt af slysstað. Um það bil 4.500 björgunarmenn eru þar nú, en starfið hefur gengið erfið- lega vegna slæmra aðstæðna. Suður-Afríka: Boðar Botha nýjar tilslakanir á morgun? JóhMnesarbore. 13. úúxt AP. ^—* Jóhannesarborg, 13. ifput. AP. TALIÐ er hugsanlegt að P.W. Botha forseti Suður-Afríku muni boða til- slakanir á fimmtudag á fundi stjórn- arflokks landsins, en embættismenn drógu í efa að um verulega stefnu- breytingu yrði að ræða. Stjórnin hef- ur verið beitt miklum þrýstingi und- anfarna daga, og í dag gaf Banda- ríkjastjórn út yfirlýsingu, þar sem stjórn Suður-Afríku er eindregið hvött til að koma til móts við blökkumenn í landinu. Kjeld Olesen dregur sig út úr stjórnmálum Kaupmannahörn, 13. ágúst. AP. KJELD OLESEN, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur og einn helsti leiðtogi jafnaðarmanna, lýsti yfir því í dag að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum. Olesen, sem er 53 ára að aldri, kvaðst hafa tekið ákvörðunina vegna þess að ljóst væri að hann hefði haft rangt fyrir sér þegar hann hélt því fram i júni sl. að hans hefði verið getið í skýrslu dönsku leyniþjónustunnar um ferð nokkurra þingmanna Jafn- aðarmannaflokksins til Sov- étríkjanna í fyrra. Hann hafði staðhæft að fullyrt væri í skýrsl- unni að ferðin stefndi öryggi ríkisins í hættu. Hann kvaðst hafa misst trún- að kjósenda vegna málsins, sem mikið var fjallað um í fjölmiðl- um. Hann sagði að málið hefði einnig skaðað flokk jafnaðar- manna. Olesen lét þess þó getið að hann hefði haft rétt fyrir sér um eitt atriði í skýrslu leyniþjónust- unnar: að friðarfundur, sem verkalýðssambandið danska hélt, hefði verið talinn ógna ör- yggishagsmunum Danmerkur. „Eg tel engan vafa leika á þvi að auka þarf eftirlit með starfsemi dönsku leyniþjónustunnar," sagði hann. Olesen, sem um tíma var talinn koma til greina sem eftirmaður jafnaðarmannaleiðtogans Ank- ers Jörgensen, gegndi ýmsum ráðherraembættum í stjórnartíð jafnaðarmanna. En á síðari ár- um lækkaði stjarna hans nokk- uð, ekki síst þegar hann var samgöngumálaráðherra 1977. Hann var varnarmálaráðherra 1971—1973, og utanríkis- ráðherra 1978—1981. Bæði Poul Schlúter forsætis- ráðherra og Jörgensen hörmuðu í dag ákvörðun Olesens. Schlúter sagði að mistök væru mannleg og um það hefði verið að ræða í máli Olesens. Hann bætti því við að leggja bæri áherslu á að Ole- sen væri mikill mannkostamað- ur. Kjeld Olesen fyrrum utanríkisráð- herra Ilanmerkur. Jörgensen tók í sama streng, en kvaðst telja að fleiri ástæður en blaðaumfjöllun um mál Ole- sens hefðu valdið því að hann hætti afskiptum af stjórnmál- Yfirlýsingin sigldi í kjölfar mót- mælaaðgerða í Washington gegn aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar í Suður-Afríku. Ýmsir frægir stjórn- málamenn og leikarar mættu á fundinn. Larry Speakes, fréttafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að ekki væri vitað hvenær stjórnvöld í Suður-Afríku mundu skýra frá því hvenær umbótum yrði komið á í landinu, en það kynni að verða á næstu dögum. Hins vegar sagði bandaríski þingmaðurinn Steven Solarz, sem átti fund með forsetanum í vik- unni, að litlar líkur væru á því að stjórnin mundi verulega kvika frá aðskilnaðarstefnunni. Kveikt var í húsi Winnie Mand- ela, eiginkonu blökkumannaleið- togans Nelsons Mandela, í dag, og er talið að það sé næstum ónýtt. Lögreglan kvaðst ekki vita hverj- ir kveiktu í húsinu. Síðasta sólarhring hafa 14 blökkumenn látið lífið, en á undan- förnum 18 mánuðum hafa alls um 600 manns beðið bana í kynþátta- óeirðum í landinu. 23 blökkumenn voru handteknir í dag í Suður-Afríku. Talsmaður mannréttindasamtakanna Amn- esty International skýrði frá því í dag að hann hefði undir höndum upplýsingar um að pólitískir fang- ar, sem setið hefðu í fangelsi frá því að neyðarástandslögin voru sett í landinu, sættu pyntingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.