Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 T 6 Guli miöinn Stundum er einsog gamal- kunnugir hlutir fái óvænt nýstárlegt yfirbragð. Þannig sat undirritaður á mánudaginn var í útvarpsstofunni sinni og hlustaði með öðru eyranu á Síðdegisútvarp Sverris Gauta Diego. Sverrir Gauti ræddi fyrst í þættinum við tvo unga tölvusérfræðinga, þá Örn Karlsson og Vilhjálm Þorsteinsson um forrit sem þeir félagar hafa nýlega „markaðssett". Tíunda ég ekki frekar það spjall enda alþjóð kunnugt hversu djarf- lega þessir ungu menn hjá íslenskri forriuþróun hafa sótt inná hinn al- þjóðlega forrita- og hugbúnaðar- markað. Ungu tölvusérfræðingarnir höfðu vart sleppt orðinu er Sverrir Gauti og hjálparmaður hans Sigur- jón Sigurðsson kvöddu enn eitt ungmennið til skrafs og ráðagerða, tónlistarmanninn Hilmar Örn Hilmarsson en sá starfar með hljómsveitinni: Kukl. Ræddi Hilm- ar Örn almennt um áhugamál sín og náttúrulega um hljómsveitina sem slíka, og enn syfjaði þann er hér stýrir penna enda umræðuefn- ið gamalkunnugt. Eftir kvöldmat Síðdegisútvarpið hvarf af öldum ljósvakans og undirritaður át kvöldmatinn sinn einsog aðrir klukkuþrælar þessarar borgar. Svo var sest við imbakassann í leit að bitastæðu umfjöllunarefni fyrir blessað þáttarkornið, en þar bar fátt til tíðinda. Það var því heldur tómlegt í heilabúinu er leið að háttatíma, en af einhverri rælni varð dálkahöfundi reikað niðrí út- varpsstofuna, þar lá lítill gulur miði þakinn ókennilegu pári ... Við í Kuklinu lítum á okkur sem eins- konar menningarlega skæruliða ... við lítum svo á að nú geisi heims- styrjöld eða upplýsingastríð og við viljum verða dreifimiðstöð og dreifa praktískum ráðleggingum til fólks, svo það verði ekki tortíming- unni að bráð en byggi upp sjálfs- traustið og berjist þannig gegn valdhöfunum, ... með popptónlist- inni sem er staðlað menningarefni getum við komist allstaðar inná gafl.“ Ég sný við litla gula minn- ismiðanum, þar stendur: Vilhjálm- ur: Lega landsins skiptir engu máli í sambandi við sölu á hugbúnaði. Kviknar á perunni Málið leyst því ný hugmynda- tengsl höfðu nú fléttast í kolli fjöl- miðlarýnisins. Hann komst að þeirri niðurstöðu að í raun og veru stefndu tölvumennin ungu og popptónlistarmaðurinn í sömu átt með hugverk sín, beint inní upplýs- ingaþjóðfélagið, þeir Vilhjálmur og Örn í krafti tölvuforrits sem millj- ónir manna geta hagnýtt sér út um heim allan en Hilmar Örn og félag- arnir í Kukl stefna hins vegar þangað á vængjum popptónlistar- innar sem sömuleiðis þekkir engin landamæri. Og ég sem hafði haldið að þessir ungu menn ættu ekkert sameiginlegt nema að vera ey- byggjar við hið ysta haf. En svona kvikna oft nýjar hugmyndir alls óvænt og blása burt óveðursskýjum af hugarhimni. Þannig fann ég ekki bara í þessum nýju og óvæntu hug- renningatengslum efni í enn eitt þáttarkornið heldur varð mér ljóst að engin ástæða er til að kvíða því að ungir framsæknir íslendingar verði á næstu árum og áratugum að nátttröllum í heimi upplýs- ingabyltingarinnar. Þar eigum við jafna möguleika á við aðrar þjóðir á nánast öllum sviðum lista og vís- inda og munum ekki kenna einangr- unar, svo fremi sem hinn menntun- arlegi grundvöllur uppvaxandi kynslóðar verður traustur og hald- góður. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Barnaútvarp: Heimsókn til tannlæknis meðal efnis H í dag laust eftir 05 kl. 5 hefst — Barnaútvarp. „í dag ætlum við að fjalla um bækur og bókaútgáfu. Á morgun er bein útsend- ing eins og venjulega. Við ætlum að fara í heimsókn til tannlæknis og forvitn- ast um starf hans. Spennusagan verður á sínum stað. Sennilega för- um við líka í heimsókn í Blindraiðn. Þar er verslun þar sem seldar eru alls konar körfur og föndur- vörur blindra. Okkur langar líka til að kynnast óperusöngkonum og leik- ur forvitni á að vita hvernig maður ber sig að þegar maður vill læra óperusöng. Á föstudaginn verða svo spilaðar plötur eins og venjulega, þar á meðal ýmiss konar barna- lög og rokk. í helgarút- varpinu á laugardaginn sem Vernharður Linnet sér um, ætlum við að tala við krakka sem eru í sveit í Selvogi og Ölfusi," sagði Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir umsjónarmaður Barnaútvarpsins. Popplög frá 1920 f „Nú ■1 Á dagskrá rás- 00 ar tvö í dag er “ þáttur Gunnars Salvarssonar, Nú er lag. „Þessi þáttur er talsvert frábrugðinn öllum öðrum sem unnir eru á rásinni, þ.e.a.s. tónlistin er tals- vert eldri en gengur og gerist þar. Að meginhluta eru þetta dægurlög frá fyrri hluta aldarinnar, frá 1920—’50. Sveiflutímabil- ið er einmitt innan þess- ara tímamarka. Inn á milli spila ég líka jazz. Ég hef það fyrir reglu að taka eitthvert lag fyrir í hverj- um þætti, svonefnda perlu dagsins. Það eru lög sem hafa verið útsett og spiluð oft, allt fram á okkar daga. Venjulega spila ég þrjár útgáfur af sama lag- inu og reyni að hafa þær frá ólíkum tímum. Þessi þáttur hefur verið við lýði í um það bil ár og ég leit- ast við að laða eldri hlust- endur að rásinni með hon- um. Ég held líka að unga fólkið hafi gaman af því að kynnast þessum lögum. Poppið í dag byggir meira og minna á þeim. Lögin eru mörg mjög merkileg og eiga sér langa sögu. Mörg samin af stóru tónskáldunum sem fædd- ust um aldamótin. Einn þeirra verður dálítið hátt skrifaður hjá mér í dag, Músík verður mynd ■i Á dagskrá sjón- 30 varps í kvöld er “ fyrri hluti norskrar heimildamyndar um nýlist, þróun hennar og höfuðvígi í Berlín. Súrrealistar og dadaistar hófu þegar um 1920 að færa sér í nyt ýmiss konar aðferðir til listsköpunar sem áður voru óþekktar. Myndin er byggð upp á stuttum samtölum og svipmyndum. Víða er leit- að fanga bæði í tíma og rúmi. Meðal þeirra sem teknir eru tali eru John Cage, Lou Reed, Phil May, Helmut Middendorf, Sal- omé, Notorische Reflexe og Einstúrzende Nee- ubraten. Seinni hluti norsku fræðslumyndar- innar verður á dagskrá sjónvarpsins miðvikudag- inn 21. ágúst næstkom- andi. Þýðandi er Veturliði Guðnason. Svipmynd er lag“ Richard Rogers. Hann er höfundur perlu dagsins, sem er lagið Manhattan. Rogers er þekktastur fyrir samstarf sitt við Harts. Eftir lát hans tók hann upp samstarf við textahöfundinn Hammer- stein og eru þeir flestum að góðu kunnir fyrir söng- leikinn Oklaoma," sagði Gunnar Salvarsson, um- sjónarmaður þáttarins Nú er lag. þáttur Jónasar Jónassonar Síðast á 00 35 dagskrá út- LtLi — varps í kvöld er þáttur Jónasar Jónssonar, Svipmynd. Hann er send- ur út frá Ríkisútvarpinu á Akureyri. „Þessi þáttur verður frábrugðinn þeim sem ég hef verið með und- anfarið að ýmsu leyti. Þar hef ég boðið til mín kon- um sem gegna allt í senn, hinu hefðbundna hlut- verki konunnar, sem mæður og eiginkonur jafnhliða því sem þær leitast við að finna sig sjálfar, konur í leit að frama, námi og menntun. í kvöld verður þetta svo- lítið öðruvísi. Það kemur til mín írskur maður frá Belfast, en við kynntumst fyrir 6 árum þegar ég vann að gerð útvarpsþátta þar. Þessi maður hefur reynt margt um ævina. Hann hefur frá mörgu að segja, þar á meðal ýmsu sem gjarnan mætti heyr- ast einmitt núna. Það sem á vantar ætla ég að nota símann," sagði Jónas Jón- asson, umsjónarmaður Svipmyndar. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 14. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómassonar trá kvöldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Vilborg Schram talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Matthlas" eftir Barbro Lindgren Sigrlöur Sigurðardóttir les þýöingu slna (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr. ).Tónleikar. 10.45 Hin gömlu kynni Þáttur Valborgar Bentsdótt- ur. 11.15 Morguntónleikar Tónlist eftir Dvorák, Grieg og Svendsen. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 1250 Fréttir. 12.45 Veöur- (regnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 1350 Inn og út um gluggann Umsjón: Heiðdls Norðfjörö. RÚVAK. 13.40 Létt lög 14.00 „Lamb" ettir Bernard MacLaverty Erlingur E. Halldórsson les þýðingu slna (6). 14.30 Islensk tónlist a. Andante op. 41 efti Karl O. Runólfsson. Pétur Þor- valdsson og Glsli Magnús- son leika á selló og planó. b. Fiðlusónata eftir Jón Nordal. Hllf Sigurjónsdóttir og Glen Montgomery leika. c. Strengjakvartett op. 64 nr. 3 eftir Jón Leifs. Kvartett Tónlistarskólans I Reykjavlk leikur. 15.15 A aldarmorgni I Holta- hreppi Jón R. Hjálmarsson ræðir við Sigurjón Sigurðsson, Raftholti, Rangárvallasýslu. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 19.25 Attanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. I Söguhorni segir Halldór Torfason ævintýriö um Sætabrauös- drenginn. Kanlnan meö köfl- óttu eyrun, Dæmisögur og nýr teiknimyndaflokkur trá Tékkóslóvaklu, Maður er manns gaman, um vinina Hlyn og Hlunk. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kyrrahafslönd. (The New Pacific). 6. Hjúskaparsiðir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphólfiö — Bryndls Jónsdóttir 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17^45 Slðdegisútvarp — Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 1145 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Málræktarþáttur. Olafur Oddsson flytur. Breskur heimildamynda- flokkur I átta þáttum. Að þessu sinni eru kynntir hjúskaparsiöir óllkra Kyrra- hafslanda, en þeir gefa ein- att vlsbendingu um það samfélag sem þeir spretta úr. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 21.40 Dallas. Ettirköstin. Bandarlskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.30 Múslk verður mynd. (Musik blir bilde). 20.00 Svört sveifla Dagskrá um djassinn og áhrif hans á menningu okkar i umsjá 'Sigmars B. Hauks- sonar. 20.40 Sumartónieikar I Skál- holti 1985 Ketil Haugsand leikur á sembal Goldberg-tilbrigðin eftir Johann Sebastian Bach. 21.35 Ebenezer Henderson á ferð um Island 1814 Sjötti þáttur: A Snæfellsnesi. Umsjón: Tómas Einarsson. Lesari með honum: Valtýr Oskarsson. Fyrri hluti norskrar heimilda- myndar um nýlist, þróun hennar og höfuðvlgi I Berlln. Myndin er byggð upp á sam- tölum og svipmyndum og er viða leitaö fanga, bæöi I tlma og rúmi. Meðal þeirra sem teknir eru tali eru John Cage og Lou Reed, en auk þeirra sjást fjöldamðrg önnur þekkt andlit. Seinni hluti myndarinnar verður á dag- skrá þann 21. ágúst Þýðandi Veturliði Guðnason. (Nordvision — Norska sjón- varpið). 23.15 Fréttir I dagskrárlok. 22.05 Tónleikar 2215 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Svipmynd Þáttur Jónasar Jónassonar. RUVAK. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 14. ágúst 10.00—1200 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16410—17.00 Bræðingur Stjórnandi: Arnar Hákonar- son. 17.00—18.00 Tapaö fundiö Sögukorn um popptónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 14. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.