Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 Páfi í Kamerún: Undirstrikað að Vatikanið styðji ekki nýlendustefnu Yaounde, Kamerún, 13. AP. JÓHANNES PÁLL páfi II Hutti í dag rædu í Yaoundc, höfuðborg Kamcrún, þar sem hann bað um að þrælasölum yrði fyrirgefin þræla- taka frá ofanverðri 15. öld til seinni hluta 19. aldar. Veður víða um heim U»gst H«Mt Akureyrí 8 súld Amaturdam 1« 22 hsUskirt Aþana 21 34 haíúskfrt Barcalona 26 léttskýjaö Bartrn 14 27 •kýjaó BrUaaal 13 23 hsiöskírt Chtcago 18 31 hsiöskirt DubHn 10 17 skýiaó Farrayiar 30 þokumóúa Frankturt 14 22 •fcýiaö Ganl 15 28 haiöskírt Hatainki 15 20 skýjað Hong Kong 26 30 rigning Jarúaatam 20 33 sfcýjaö Kaupmannah. 11 21 haiöskirt Las Palmaa 25 skýjaö Liaaabon 19 27 haiöskirt London 13 21 skýjaö Lúxamborg 20 skýiaö Malaga 25 haiösklrt Matlorca 29 haióskirt Miami 27 32 rigning Montraal 11 23 •kýiaö Moakva 12 25 hsíöakírt Haw York 20 30 haiöskirt OalA 11 19 •kýjaö Paria 12 22 skýjaö Psking 21 33 skýjað Raykiavik 15 lóttskýjaö Ríó da Janairo 14 33 akýiaö RAmaborg 15 23 haiöskirt Stokkhóimur 12 19 skýiaö Tókýó 26 32 haiöskirt Vbrarborg 14 23 haiöskfrt bórahöfn 11 stskýjað Ummæli páfa virtust vera til- raun til að uppræta hugmyndir um að rómversk-katólska kirkjan væri boðberi evrópskrar nýlendu- stéfnu. Þau lönd sem páfi hefur hingað til heimsótt í Afríkuferð sinni, Tógó, Fflabeinsströndin og Kam- erún, voru fyrr á öldum meðal þeirra landa sem kölluð voru þrælaströndin. Jóhannes Páll II sagði að kristnir menn ættu að fylgja for- dæmi miskunnsama Samverjans, en það hefði ekki alltaf verið reyndin og hefðu Afríkubúar oft og tíðum þurft að líða fyrir það. „Og nú biðjum við afríska bræður okkar um fyrirgefningu á yfir- sjónum okkar," sagði páfi. Margt það sem páfi sagði var það sama og áður í Afríkuferð- inni: Að leyfa afrískum hefðum að blómstra, en að kristnir væru trúir kirkju sinni. Fyrr í dag flaug páfi til hafnar- borgarinnar Douala þar sem hann flutti ávarp til æskunnar fyrir framan hundrað þúsund manns. í miðri ræðunni benti hann á hóp æskufólks fyrir fram- an sig og sagði: „Ef þið viljið frið- saman heim þar sem menn bera virðingu hver fyrir öðrum og þjóðirnar lifa í samlyndi, þá verð- ur það þungur róður: til þess að umbreyta heiminum þarf baráttu og fórnir svo að vinna megi á hinu illa sem er í okkur og heim- inum. AP/Símamynd. Jóhannes Páll páfi II flytur ávarp í höfuðborg Kamerún í dag, þriðjudag, í götu sem var skírð í höfuðið á honum við sama tækifæri. Bandarískur erindreki í Jórdaníu: Hyggst hítta sendinefndir frá Jórdaníu og Palestínu Jerúsalem/Amman, Jórdaníu, 13. ágúst Al'. RK'HARD MURPHY, vararáðherra Bandaríkjanna um málefni suður- og austurhluta Asíu, kom í dag til Amman í Jórdaníu og segja bandarísk- ir embættismenn að hann muni líklega ganga til viðræðna við sendi- nefndir frá Jórdaníu og Palestínu sem þar eru staddar að frumkvæði Husseins konungs til þess að vinna að betri friðarhorfum. Hussein konungur kom til Jórd- kennt alla sendinefndarmenn Pal- aníu í dag úr Spánarferð og einnig kom Yasser Arafat, yfirmaður frtlsishreyfingár Palestínumanna (PLO) til landsins í morgun. Talið er öruggt að Murphy ræði við Hussein, en ólíklegt að hann hitti Arafat að máli. ísraelsmenn hafa ekki viður- estínu og Jórdaníu og mótmælt því harðlega að Murphy eigi fund með sendineindinni, en Shultz hefur lýst því yfir að fundurinn feli ekki í sér viðurkenningu Bandaríkjastjórnar á PLO. Við- brögð Simon Perez við yfirlýsingu Shultz voru þau að hann hafnaði öllum viðræðum sem ísraelar tækju ekki þátt í. Yitzak Shamir, utanríkisráð- herra ísraels, var harðorðari og sagði að fundur Murphys með full- trúum Palestínumanna gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og uggvænleg áhrif á friðar- horfur á svæðinu. fsraelar halda því fram að PLO sé samtök skæruliða og neita að viðurkenna þau meðan svo sé. Þrátt fyrir fullyrðingar Shultz um að Bandaríkjastjórn muni ekki víkja frá þeirri stefnu að ræða ekki við fulltrúa PLO nema sam- tökin viðurkenni fsraelsríki, markar ferð Murphys rof á sam- komulagi Bandaríkjamanna og ísraela. Ónafngreindur ísraelskur heim- ildarmaður hefur staðfest út- varpsfrétt Útvarps fsraels þess efnis að PLO muni láta af hermd- arverkum og viðurkenna ísraels- ríki ef af viðræðum Palestínu- manna við Bandaríkjamenn yrði. í veiðitúr með Lech Walesa EFTIK þröngum og sólbökuöum vegi í Austur-Póllandi er bláu Volks- wagen-rúgbrauöi ekiö á nokkuö hraöri ferö. Skyndilega er hægt á bflnum, beygt út á skógarstíg og bíllinn loksins stöðvaöur við Iftiö stööuvatn, kögrað fallegum vatnaliljum. IJt úr bílnum stíga tíu manns, sex börn og fjórir fullorönir og sá sem síöastur fer er maður lágvaxinn og berfættur, í stuttbuxum og skyrtubol og meö myndarlegt yfirvararskegg. „Walesa bíður áteku og hefur hægt um sig þar til Pólverjar rísa aftur upp gegn valdhöfunum." Hér er hann þó aðeins að bíöa eftir aö fiskur bíti á agnið. Lech Walesa, Nóbelsverð- launahafi, heiðursdoktor við Harvardháskóla og fyrrum formaður Samstöðu, eina frjálsa verkalýðssambandsins, sem litið hefur dagsins ljós í Austur- Evrópu, er í sumarfríi og í veiði- túr með fjölskylduna. Vatnið er langt frá Lenin- skipasmíðastöðvunum í Gdansk þar sem fáni Samstöðu var dreg- inn að húni fyrir fimm árum til marks um að pólskir verkamenn hefðu gert uppreisn gegn komm- únískum stjórnarháttum, upp- reisn, sem undir forystu Lech Walesa átti eftir að fara sem eldur um sinu um allt Pólland og hafa áhrif um allan heim. Síðan eru liðin fimm ár, eins og fyrr segir, og á þeim tíma hefur margt breyst. Samstaða, sem 9,5 milljónir pólskra verkamanna áttu aðild að, var barin niður með herlög- unum, sem stóðu í 19 mánuði og forystumenn hennar fangelsað- ir. Flestum þeirra var að vísu sleppt aftur en þess er vandlega gætt, að þeir hafi hægt um sig. Walesa hefur einnig breyst. Hann hefur fitnað og ljósrautt hárið og yfirskeggið er nokkuð farið að grána. Hann er einnig kominn með magasár. Walesa er á sinn hátt fangi sinnar eigin fortíðar. Hann er vinsælasti maður í Póllandi næst á eftir Jó- hannesi Páli páfa, en borgara- lega klæddir leynilögreglumenn fylgja honum eftir hvert sem hann fer allan sólarhringinn. „Walesa bíður átekta,“ sagði I dag, 14. ágúst, eru liðin fimm ár frá stofn- un Samstöðu, einu frjálsu verkalýðssam- takanna, sem hafa litið dagsins Ijós í Austur- Evrópu undir kommún- isma. Tveimur árum síðar voru þau barin niður með hervaldi pólskur blaðamaður, sem fylgd- ist vel með verkföllunum í Gdansk árið 1980. „Hann hefur hægt um sig þar til Pólverjar rísa aftur upp gegn valdhöfun- um. Þá verður hann aftur í far- arbroddi því fólkið ber virðingu fyrir honum.“ Walesa er mjög trúaður mað- ur, kvæntur og sjö barna faðir en þótt hann leggi sig lítið eftir pólitískum kennisetningum eru hugsjónir hans í ætt við grund- vallarhugmyndir sósíalismans. Það hefur ekki auðveldað vald- höfunum viðureignina við hann og er að nokkru skýringin á þeim miklu áhrifum, sem hann hefur. „Mig dreymdi um að verða rafvirki, sá besti í Póllandi og kannski sá besti í öllum heimin- um,“ sagði Walesa þar sem hann sat á vatnsbakkanum og beið þess að fiskur biti á. „Mér var það alveg nóg en þegar fram liðu stundir vildu örlaganornirnar haga því öðruvísi. Þær völdu mig til að vera merkisberi." Walesa hefur oft sýnt, að hann er vel til forystu fallinn, allt frá því hann þaggaði niður í einum forstjóra Lenin-skipa- smíðastöðvanna með orðunum: „Við trúum ekki lygunum úr ykkur. Við efnum til verkfalls og leggjum undir okkur vinnustað- inn.“ Þetta var 14. ágúst árið 1980 en 17 dögum síðar undirrit- aði Walesa samkomulag við stjórnvöld, sem batt enda á verk- fallið og fæddi af sér Samstöðu. „Samstaða hefur mátt sín lít- ils síðan hún var barin niður með hervaldi," segir Walesa og kennir því um, að þeir hafi verið of neikvæðir. „Ég er að velta því fyrir mér hvernig við getum ráð- ið bót á þessu. Það vakir ekki fyrir okkur að taka völdin í land- inu, heldur bæta ástandið. Við vitum hvar skórinn kreppir, við erum þrátt fyrir allt börn þessa kerfis." Walesa er að veiða í vatni skammt frá Sokolow Podlaski, litlu þorpi 80 km fyrir austan Varsjá. Mágkona hans býr þar og þegar fréttist af því, að Wal- esa sé á ferð flykkjast ibúarnir út á götuna til að líta hann aug- um. „Er Lech kominn?" spurði maður nokkur, sem kom á hest- vagni framhjá húsi mágkonunn- ar. „Já, já, hann er kominn," svaraði annar, sem sat á bekk viðveginn. Á meðan Walesa heilsaði upp á fólkið stóðu þrír foringjar í leynilögreglunni álengdar og fylgdust flóttalegir með því, sem fram fór. Það lýsir Walesa vel að allt í einu datt honum í hug að bjóða leynilögreglumönnunum að koma og setjast hjá sér. „Halló, komið hingað, þið haf- ið alltaf svo gaman af því að heyra eitthvað skemmtilegt," hrópaði hann til þeirra. „Ég hef ekkert að fela.“ Mennirnir settust hjá honum og brátt voru þeir búnir að gleyma sér í umræðum um efna- hagsástandið í Póllandi. „Þið komið þessu kannski til skila, sem ég segi, til valdhaf- anna,“ segir Walesa-við leynilög- regluforingjana. „Já, en herra Lech. Þú stendur þeim miklu nær en við,“ svaraði einn mannanna. (Þýtt og stytt úr Berlingske Tidende)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.