Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 29 ? Sindri VE í löndunarhöfninni í Grimsby. tæki þessi sjá um aö skrá íslenzka fiskinn inn á markaðinn og gefa útflytjendum upplýsingar um væntanlegt framboð. Sjá um upp- skipun og losun gáma, heinsun á þeim og fleiri slíka þætti. Fyrir- tækin ganga síðan frá uppgjöri og veita ennfremur útgerðum og áhöfnum fiskiskipa margvíslega þjónustu. Segja má að fiskurinn sé staðgreiddur og er það einn heizti kosturinn umfram sölu og útflutn- ing á frystum fiski. Ensk frystihús borga nær 40 krónur fyrir kflóið Fulltrúar þessara fyrirtækja telja markaðinn mjög sterkan um þessar mundir og gefa gott verð fyrir fyrsta flokks fisk. Mikil nauðsyn sé á vandaðri meðferð aflans eigi fiskurinn að eiga erindi á markaðinn. Annars sé hætt við að lélegur fiskur verði ekki aðeins dæmdur óhæfur, heldur geti einn- ig haldið verði á markaðnum að einhverju leyti niðri. Fiskurinn er boðinn upp í þremur sölum klukk- an 7 til 7.30 á morgnana og um klukkan 9 er hann ailur kominn áleiðis í vinnslu eða verzlanir. Um helmingur aflans fer til frekari vinnslu, hitt er selt ferskt. Frysti- húsin borga allt upp að 40 krónum fyrir kílóið af fiski, en oftast er hærra verð á fiski, sem fer ferskur til neytenda. Meðalverð á fiski frá fslandi hefur verið rúmar 40 krón- ur að undanförnu en frystihúsin hér á landi kaupa fiskinn á meira en helmingi lægra verði. Kostnað- ur við útflutning héðan er á bilinu 15 til 20 krónur hvert kíló. 1.000 tonn á dag og meðalverö 50 til 60 krónur? Eric Macklan, einn af fram- kvæmdastjórum samtaka fisk- kaupmanna í Grimsby, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi markaðinn geta tekið allt að 1.000 lestum hvern virkan dag vik- unnar árið um kring. Væri fram- boð stöðugt ætti verð að geta verið það líka, um 50 til 60 krónur á kíló. Hann sagði markaðinn hafa tekið þetta magn af íslandsmiðum með- an brezk skip stunduðu veiðar þar og þörf væri fyrir jafnmikið ef ekki meira nú. Nú væru aðeins iitlir bátar gerðir út frá þessum stöðum og framboð af fiski frá þeim óstöðugt. Mjög mismunandi mikið hefur verið flutt út af fersk- um fiski á þessa markaði vikulega að undanförnu. Mest hefur það verið um 2.500 lestir en farið niður í ekki neitt. Síðustu vikur hefur magnið verið í kringum 1.000 lest- ir á viku, ekki á dag eins og Mackl- an telur mögulegt. Ljóst er að þetta magn geta Islendingar ekki tryggt. Það samsvarar 250.000 lestum árlega eða miklum hluta leyfilegs magns þorsks, ýsu og flatfisks. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍtl, segir að engu slíku sé til að dreifa i fram- tíðinni. Hins vegar hefði markað- urinn sýnt ótrúlegan styrk í sumar og sá styrkur ýtti á ein- hvers konar uppboðskerfi á fiski hér á landi. Helmingi hærra hráefnisverð — sama verð fyrir afurðirnar Um helmingur fisksins á þess- um mörkuðum fer í blokkar- vinnslu, sem er í samkeppni við framleiðslu héðan meðal annars. Ensku frystihúsin greiða um helmingi hærra verð fyrir hráefni en húsin hér heima en selja á svip- uðu verði eða rúman dollar á hvert pund. Birgðir ensku frystihúsanna hafa verið litlar um þessar mundir og því hafa þau keypt fiskinn fremur háu verði. Fjármagns- kostnaður hjá þeim er lægri en hér og nýting tækja betri. Því ráða þau við að kaupa hráefni á þessu verði, en framleiðslan með því móti er ekki talin skila hagnaði. Líklegt er því að þau bjóði lægra verð þegar heppilegri birgðastöðu verður náð og því varasamt að treysta á góð kaup þeirra. Verð á fiskmörkuðunum markast af framboði og eftirspurn og margt hefur áhrif á þá hluti. Framboð byggist á aflabrögðum við ísland, í Norðursjónum og Eystrasalti og fleiri miðum. Framboð af öðrum miðum en íslandsmiðum hefur verið óvenju lítið að undanförnu og verð hækkað vegna þess. Erfitt er að treysta á stöðugleika á verði en líklegt er að bezti fiskurinn seljist alltaf fyrir gott verð. Ferskfisksalan hefur bjargað miklum verðmætum Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, for- stjóri SH, segir að eins og ástand- ið hafi verið undanfarið, bæði að því er varðar afla og skort á vinnuafli i frystihúsunum sé ljóst að útflutningur á ísfiski með fiski- skipum eða gámum hafi bjargað miklum verðmætum. Mörg frysti- hús hafi tekið beinan eða óbeinan þátt í þessum útflutningi og það gert þeim kleift að vinna annan afla í verðmætari pakkningar. Eftir því sem framboð af nýjum fiski frá brezkum fiskiskipum og frá Vestur-Evrópu minnki skapist markaður fyrir aukið magn á hærra verði fyrir fisk héðan. Flutningar með gámum séu á ýmsan hátt hagkvæmari en sigl- ingar fiskiskipa, aðalvandinn sé að stjórna framboðinu til að tryggja sem hæst verð. Ljóst sé að þegar dragi úr afla þýði fersk- fisksalan samkeppni við vinnslu- stöðvarnar og þær verði að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Unnið fyrir kostnaði Eyjólfur sagði, að þetta mikla framboð héðan hefði komið sér mjög vel fyrir ensku frystihúsin, sem hefðu verið orðin alveg blokk- arlaus og þau hefðu sjálfsagt unn- ið eins og afköst leyfðu. Sér virtist að með því móti kæmi dæmið hjá þeim út á sléttu þó hráefnisverð til þeirra væri hærra en hér heima. Þeir ynnu fyrir beinan kostnað og það væri aðeins hægt að gera í skamman tíma og næðu síðan einhverjum hagnaði úr verk- smiðjuframleiðslunni. Innlendur uppboðsmarkaður Sterkur ferskfiskmarkaður f Bretlandi opnar ýmsa möguleika fyrir fiskseljendur hér. Hann ger- ir útgerðina óháðari vinnslunni, þar sem hún á þá um fleiri mögu- leika að velja en leggja upp hér heima, getur fengið hærra verð fyrir afla, þrátt fyrir kostnað við útflutninginn með hverjum hætti sem hann er og ódýrari olíu og nauðsynjar til útgerðarinnar. Þessi staða hlýtur að setja aukinn þrýsting á innlendan fiskmarkað með sama sniði og erlendis, þar sem fiskurinn er seldur hæstbjóð- anda og verð miðast við gæði fisksins og þarfir kaupenda. 35 krónur á kfló skila svipuðu verði heim og frysti fiskurinn Of mikill útflutningur á fersk- um fiski getur á hinn bóginn veikt samkeppnisstöðu þeirra fyrir- tækja sem selja unninn fisk úr landi á tvennan hátt. Annars veg- ar með því, að þau geti ekki boðið stórum kaupendum nægilegt magn og nógu stöðugt og hins veg- ar með því að ferski fiskurinn héð- an fari til frekari vinnslu erlendis og lendi síðan i verðsamkeppni við unninn fisk héðan. Talið er að um 35 krónur á kíló fyrir útfluttan ferskan fisk skili jafn miklu fé beint inn í landið og unninn fisk- ur, en meiru þegar tekið er mið af ýmsum breytilegum kostnaði svo sem vöxtum hér heima. Á hinn bóginn verður að meta þá atvinnu, sem fiskvinnslan skilar hér heima. Sá kostur er ótvíræður en vand- metinn í krónum og aurum. Því verður að taka mið af mörgum þáttum, þegar vega skal og meta hvernig bezt sé að selja fiskinn úr landi. Eftirlit og skipulagning á sömu hendi Til þess að tryggja afkomu sjáv- arútvegsins sem bezt er unnt verð- ur talsverð skipulagning að koma til, en ekki frá því opinbera. Fisk- markaðurinn erlendis skapar vissa möguleika, sem nýta verður með varúð. Hann gerir mönnum kleift að draga úr álagi á vinnsl- una þegar afli er mikill eða skort- ur á vinnuafli. Fiskmarkaðurinn stjórnast af eftirspurn eftir fiski, komi meira inn á hann en þörf er á, lækkar verðið á fiskinum eða hann selst ekki. Á sama hátt fæst hærra verð þegar eftirspurn er meiri en framboð. Á þann hátt verða menn að líta á möguleikana og fara ekki með of mikinn fisk inn á hann né heldur lélegan. Á því hagnast enginn. Ráði þetta sjónarmið þarf enga opinbera stjórn á útflutningnum, en rétt væri að eftirlit og skipulagning öll væri á hendi fulltrúa útgerðar og ef til vill fiskvinnslunnar, sem er eigandi mikils hluta fiskiskipa- flotans. Þar að auki hefur fisk- vinnslan sjálf staðið að ferskfisk- útflutningi. Þegar fiskmarkaður- inn erlendis er góður er hætta á því að vinnslan hér heima fái ekki nægilegt magn til að halda uppi fullri vinnu, nema skortur sé á vinnuafli. Því verður að koma upp slíku kerfi hér að greitt sé fyrir fiskinn eftir framboði og eftir- spurn, en þó mætti hugsa sér eitthvert lágmarksverð, sem tryggt væri með uppbótum úr sameiginlegum sjóðum sjávarút- vegsins. Jafnframt virðist nauð- synlegt að hækka laun fisk- vinnslufólks til þess að það fáist til að vinna og bæta nýtingu tækja húsanna með vaktavinnu ef því er að skipta. Hæpið er að rekstur dýrra frystihúsa gangi með nýt- ingu alis búnaðar í 40 klukku- stundir á viku. Dæmið um afkomu frystitogaranna, þar sem aflinn er unninn á vöktum allan sólarhring- inn, sýnir glögglega mismuninn þar á. Nútímavinnubrögð í útflutningi, vinnslu og sjósókn íslendingar selja afurðir sínar á mjög þróaða markaði víðast um heim og þeir verða að læra mögu- leikana á nýtingu þeirra og við- hafa nútímaleg vinnubrögð í út- flutningum og vinnslu afurðanna eigi þeir að vera samkeppnisfærir. Þar ríður mest á þeim mönnum, sem útflutninginn stunda, veiða fiskinn og vinna hann. Að senda óhæfa vöru á markaðinn og kenna öðrum um gengur ekki upp. Að veiða meiri fisk en hægt er að vinna og selja ferskan út, þegar kvótinn er að verða upp urinn, gengur heldur ekki upp. Sterkur ferskfiskmarkaður í Bretlandi eykur möguleika sjávarútvegsins á betri afkomu, en gæta verður að eyðileggja ekki þann möguleika. Texti og mvndir: HG. Jón Fornason í Haga er starfsmaður Norðurlax hf. og við hlið hans er Björn Jónsson, framkvæmdastjóri og bóndi á Laxamýri. ef það fengi ekki að hlaupa upp um fjöll og firnindi í náttúrunni.” Stærsti laxinn, sem komið hefur á land úr Laxá í sumar var tæp 30 pund og var það Bandaríkjamaður sem dró hann á rúmum tveimur tímum. „Útlendingar gera allt aðrar kröfur til laxveiðinnar held- ur en íslendingar. Við viljum mokveiði á meðan útlendingar gera sig ánægða með einn 20 punda á vikutíma," sagði Björn. Sjálfur sagðist Björn hafa feng- ið 21 lax í sumar, 5—16 punda. „Það er hending að fá mjög stóra laxa í svo stórri á sem Laxá. Þeir ná að slíta sig frá á hraununum og er það þvi engin goðsögn að menn missi alltaf þá stærstu," sagði Björn að lokum. Myndin sýnir þróun laxveiði í Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu allt frá síðustu aldamótum. Árið 1965 var seiðum fyrst sleppt í ána og hefur vciðin allt að tvöfaldast nú undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.