Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 Bönnuð innan 16 Fyrir nokkrum mánuðum komu nokkrar þin(>mannsfrúr í Washing- ton saman og stofnuðu með sér sam- tök, sem hafa það að markmiði sínu að fá bannaðar plötur sem hafa inni að halda texta þar sem fjallað er um kynlíf, ofbeldi eða önnur þau atriði sem gætu haft skaðvænleg áhrif á ungt fólk. Benda þær á að ýmsir listamenn flytji ungu fólki boðskap sem geti haft skaðvænleg áhrif á geðheilsu þeirra. Hafa verið nefndar sem dæmi ýmsar þungarokkhljómsveit- ir og ekki síst fólk eins og Prince, sem fjallar iðulega á frjálslegan hátt um kynlíf. Þá munu margir, og þá ekki bara Washington- frúrnar hafa hneykslast yfir nýj- ustu plötu Marvins Gaye, en þar þykir í tveimur eða þremur lögum sem hann fari vel yfir strik alls velsæmis. Það meira að segja svo að hljómplötufyrirtækið Columbia, sem gefur út plötuna, hefur séð sig tilneitt til þess að setja aðvörun- armiða á umslag plötunnar, þar sem varað er við því að sumir text- ar plötunnar kunni að valda hneykslan fólks. Þá var lagið Sanctified Lady, af plötu þessari, gefið út á smáskífu í einhverju sem kalla mætti „bíp“-útgáfu. Það er að segja sett hefur verið bíp-hljóð- merki yfir dónalegustu orðin en þrátt fyrir þessa viðleitni hefur platan ekki fengist leikin í útvarpi og þar af leiðandi var hún dæmd til þess að ná ekki vinsældum. Nú hefur verið, að ráði þessara Washington-kvenna, stofnuð þing- mannanefnd til þess að fjalla um þetta mál og rannsaka. Hafa þegar verið haldnir fundir með henni og ýmsum forráðamönnum hljóm- plötuútgefenda í Bandaríkjunum en opinberar yfirheyrslur munu hefjast þann 19. september næst- komandi. Nú þegar hefur umræða þessi haft nokkur áhrif og virðast hljómplötufyrirtækin hræðast eitthvað í þessum efnum og sum jafnvel gengið svo langt að hætta við útgáfur á ákveðnum plötum. Nú þá hafa útvarpsstöðvar dregið mjög úr flutningi slikra laga og MTV, sem er tónlistarsjónvarps- stöð, hefur dregið mjög úr flutningi á þungarokki. En hver verður svo niðurstaða alls þessa fjaðrafoks, kunna menn eflaust að spyrja. í versta falli Queen stóðu sig vel á Live-Aid. Verður Prince bannaður börnum? verður bönnuð útgáfa á vissum plötum og víst er að bönnuð verður spilun á fleiri plötum í útvarpi, en hefur verið á undanförnum árum. Þá þykir mjög sennilegt að stofnuð verði eins konar eftirlitsnefnd, svipuð kvikmyndaeftirlitinu, sem muni leggja blessun sína yfir plöt- ur í framtíðinni. Þá munu líklegast verða á þeim að finna merkingar um aldurstakmörk og við eigum sennilega eftir að sjá merkingar sem, segja „seljist ekki börnum innan 16 ára aldurs" eða eitthvað í þá áttina og minnst hefur verið á að „börn hlusti aðeins í viðurvist fullorðinna", en það er nú sagt meira í gríni en í alvöru. Öllu gríni fylgir þó nokkur al- vara og það er stór hópur fólks í Bandaríkjunum sem þegar hefur sett sig upp á móti konunum frá Washington, og bent er á að rit- skoðun sem þessi samræmist síður en svo stjórnarskrá Bandaríkj- anna, þar sem segir að þingið megi ekki setja nein lög sem skerði málfrelsi. Þá óttast þetta fólk að hér sé bara um fyrsta skrefið að ræða, ef þetta fáist í gegn muni þess skammt að bíða að textar þar sem í er vegið að félagslegum eða pólitískum málum, svo sem baráttu gegn stefnu Bandaríkjanna í hern- aðarmálum o.s.frv., verði ritskoð- aðir í framtíðinni. Það verður forvitnilegt að fylgj- ast með niðurstöðum þessa máls. Verða Bandaríkin ef til vill innan tíðar komin á bás með austan- tjaldsþjóðum, þar sem eins og kunnugt er eitthvert ríkisapparatið þarf að samþykkja útgáfu allra poppplatna og fleiri eru bannaðar en þær sem út koma. Yfirgefur Smiths Rough Trade? Agreiningur mun nú kominn upp milli hljómplötufyrirtæk- isins Rough Trade og The Smiths. Morrissey, söngvari hljómsveitarinnar, heldur því fram að það sé fyrirtækinu að kenna hversu illa tvær síðustu smáskífur þeirra hafa selst, en á þeim var að flnna lögin Shakespeare’s Sister og That Joke Ain’t Funny Anymore. The Smiths hafa til þessa gefið út plötur sínar hjá Rough Trade og hefur líklega engin hljómsveit á litlu sjálfstæðu merki náð lengra og selt meira af plötum en þeir. Nú er hins vegar talað um að þeir séu að reyna að semja við eitt af stóru fyrirtækjunum og hafa WEA og CBS helst verið nefnd í því sambandi. Talsmaður Rough Trade bendir hins vegar á að samkvæmt samningi eigi The Smiths eftir að gera eina breiðskífu til viðbótar fyrir þá. Það er víst að Rough Trade mun reyna að gera allt til þess að halda í hljómsveitina en þeir hafa áður misst frá sér góðar hljómsveitir yfir til hinna stóru og má í því sambandi minna á Aztec Camera, sem samdi við WEA, og Scritti Politti, sem samdi við Virgin en gengi þeirra síðarnefndu hefur verið sérlega gott upp á síð- Morrissey horflr upp til þeirra stóru. kastið. Live-Aid selur plötur Live-Aid-tónleikarnir, sem sjón- varpað var um víða veröld fyrir nokkru, söfnuðu ekki aðeins pen- ingum sjóð fyrir hinn hungraða heim. Hér var líka um gífurlega auglýsingu að ræða fyrir þá lista- menn sem þar komu fram. f vik- unni eftir tónleikana jókst líka sala á stórum plötum í Bretlandi um 20%og eitthvað hefur hún auk- ist síðan. Mest varð aukningin í sölu platna þeirra listamanna sem best þóttu standa sig. Sala á plötum U2 hefur t.d. fjórfaldast og allar breiðskífur þeirra fóru inn á breska listann. Salan á Queens Greatest Hits fimmfald- aðist og sala á sólóplötu Freddys Mercury seldist fimm sinnum meira vikuna eftir tónleikana en vikuna fyrir þá. Lagið Drive með Cars, sem notað var í vídeómynd sem sýnd var fór í fyrsta sinn inn á lista en undarlegast þótti þó að Band Aid-platan Do They Know It’s Christmas skildi aftur fara inn á lista. Það er sjálfsagt einsdæmi að jólalag skuli fara inn á vin- sældalista um hásumar og spurningin er hvort Bretar viti ekki lengur hvenær jólin eru. Ekki er alveg að marka hver áhrif útsending þessi hefur haft á plötusölu hér á landi, þar sem við sáum aðeins brot af tónleik- unum. Þó munu plötur Erics Clapton og Phils Collins hafa selst upp í flestum plötubúðum. Við sáum hins vegar lítið af þeim bresku hljómsveitum sem hvað vinsælastar hafa verið upp á síðkastið, svo áhrifa þessarar útsendingar gætir sjálfsagt minna hérlendis en annars stað- ar. Nú, þá hef ég fregnað frá hljómplötuverslunum að plötur Þorgeirs Ástvaldssonar hafi ekki farið aftur af stað í sölu. Ný Bítlaplata? Svo gæti vel farið að ný Bítlaplata ætti eftir að líta dagsins Ijós, því Capitol Kecords og EMI munu luma á einhverjum gömlum áður óútgefn- um upptökum þeirra fjórmenninga. Það strandar hins vegar á því aö hinir þrír eftirlifandi Bítlar svo og aðstandendur Johns Lennon hafa ekki enn lagt blessun sína yflr út- gáfu þessa og mun þar einkum stranda á því að þessir aðilar eru ekki sammála um lagavalið. Hljómplötufyrirtækið haföi valið þrettán lög sem það hafði hug á að gefa út en sá listi fékkst ekki sam- þykktur. Meðal þeirra Iaga sem um er að ræða er útgáfa Bítlanna á McCartney-laginu Come And Get It, sem Badfinger gerði vinsælt á sínum tíma. Þá er það upptaka á laginu One After 909 frá árinu 1963, en Bíltarnir gáfu þetta lag út á Let It Be um það bil sem þeir voru að hætta. If You Got Troubles heitir eitt lagið en það mun vera samið af Ringo Starr og ekki hafa komist á Rubber Soul- plötuna á sínum tíma. Þá hafa einnig verið gefin upp lögin Leave My Kitten Álone og órafmögnuð útgáfa af Harrison-laginu While My Guitar Gently Weeps. Það er bara vonandi að viðkom- andi aðilar geti komið sér saman um hvaða lög skuli vera á plötu þessari og Bítlaaðdáendur geti lit- ið með tilhlökkun til þess að fá brátt í hendurnar „nýja“ Bítla- plötu og ef af þessu verður kemur platan líklega til með að kallast Sessions.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.