Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGtJST 1985 Setja þarf lög um hreindýraveiðar — eftir Ólaf Sigurgeirsson Frá stofnun Skotveiðifélags ís- lands (skammstafað Skotvís) hef- ur verið ofarlega á blaði að fá við- urkenningu á rétti íslenskra skotveiðimanna til að stunda hreindýraveiðar. í framhaldi af ráðstefnu um hreindýr í aprílmán- uði 1982, þar sem frummælandi var Birgir Thorlacius ráðuneytis- stjóri, var með vilyrði hans skipuð sendinefnd frá Skotvís til að saekja hreindýrafundi austur á landi þá um sumarið. Fóru þrír fulltrúar á hvorn fund, annan á Egilsstöðum og hinn á Djúpavogi. Fundir þessir eru haldnir af menntamálaráðuneytinu með bændum af hreindýraslóðum og sýslumönnum og er á þeim mörk- uð stefnan um friðun eða fyrir- komulag veiða. Fulltrúar Skotvís fengu að kynna sinn málstað, en voru að öðru leyti áheyrnar- fulltrúar. Miklar vonir voru bundnar við að þessi þátttaka kynni að leiða til þeirra breytinga á fyrirkomulagi hreindýraveiða, sem Skotvís sæk- ist eftir. Svo varð þó ekki, þrátt fyrir nokkurn meðbyr, og um sumarið kom út enn ein reglugerð frá ráðuneytinu, efnislega sam- hljóða reglugerðum fyrri ára, sem hafa útilokað skotveiðimenn al- mennt frá veiðunum. Eitt af síðustu verkum Birgis Thorlacius árið 1983 sem ráðu- neytisstjóra, var að gefa út reglu- gerð um hreindýraveiðar, sem í fyrstu virtist ætla að verða spor í rétta átt. Jökuldalshreppi var veitt heimild til að selja veiðleyfi á hreindýrakvóta sinn. Báðir aðil- ar hugðu gott til glóðarinnar, Jök- uldælir og skotveiðimenn, en hinir fyrrnefndu þó meir, því veiðileyfi á eitt dýr kostaði álíka og þriggja vikna sólarlandaferð. Þetta réðu skotveiðimenn ekki við, svo þriggja manna nefnd (hreindýranefnd) var skipuð í skyndi innan Skotvís í ágústmán- uði það ár til viðræðna við há- ttvirt menntamálaráðuneyti. Þar var kominn nýr ráðuneytisstjóri og með nýjum mönnum geta kom- ið nýir siðir. Einnig var talið að nýr ráðherra, frú Ragnhildur Helgadottir, væri líkleg til að skoða málið af sanngirni. Vitað var að ekki yrði hróflað við ný- settri reglugerð, en í 3. gr. hennar er heimild til handa ráðherra til að leyfa veiðar utan veiðikvóta hreppanna og voru viðræður tekn- ar upp á þessum grundvelli. Sanngjörn greiðsla skyldi koma fyrir veiðileyfi, ef veitt yrðu, og ætlast til að því fé yrði varið til náttúruverndar og rannsókna á hreindýrastofninum. AUIangur tími fór i athugun á þessari málaleitan í ráðuneytinu, en um síðir barst neikvætt svar. Nefndarmenn drógu þann lærdóm af sínum störfum, að stefnubreyt- inga væri ekki að vænta, nýir menn myndu ekki flytja nýja siði. Sumarið 1984 var þráðurinn tekinn upp að nýju og 20. júní fékk hreindýranefndin viðtal við menntamálaráðherra, Ragnhildi Helgadóttur. Á þeim fundi var rætt almennt um hreindýr á Is- landi, hreindýraveiðar, rannsókn- ir, friðun o.fí. Einnig var komið inn á það áhugamál Skotvís, að félagsmenn fengju rétt til að stunda hreindýraveiðar austan- lands, og til stuðnings því voru reifuð lagaleg rök fyrir því, að all- ir íslenskir ríkisborgarar fengju að stunda þessar veiðar fyrir sanngjarna þóknun, sem rynni til eftirlits, rannsókna o.fl., enda veiðarnar í samræmi við gildandi lög um eignarlönd, afrétti og um- ferðarétt um þessi landsvæði. Menntamálaráðherra sýndi málinu skilning og vakti það eftir- tekt fundarmanna, að ráðherra hafði mikinn áhuga á að hrein- dýraveiðar yrðu stundaðar hér eins og best þætti hjá siðmenntuð- um þjóðum. Einnig harmaði ráð- herra, að nauðsynleg talning dýr- anna hafði ekki farið fram sl. ár og að fjármagn til talningar 1984 væri ekki fyrir hendi. Nefndar- menn bentu á fundinum á hugsan- legar leiðir til fjármögnunar taln- ingar á því ári (sjálfboðavinna líffræðinga, skotveiðifélagsins og vel staðkunnra á öllu svæðinu frá Hornafirði að Langanesi). Þessi fundur stuðlaði strax að þeim árangri, að ráðherra vildi koma ákveðnum óskum Skotvís að á hreindýrafundum á Austurlandi það sumar og var orðsendingu þess efnis komið til þess fulltrúa ráðuneytisins, sem sitja skyldi þessa fundi fyrir þess hönd. Sam- kvæmt bestu heimildum mun þessi orðsending ekki hafa verið opnuð, þaðan af síður kynnt á fundinum. Annar árangur þessa fundar með ráðherra var, að menntamálaráðherra ákvað að talning skyldi framkvæmd og út- vegaði fjármagn í því skyni. Var síðan haft samband við formann Skotvís og félaginu boðin aðild að talningunni. Félagið lagði áherslu á að hún yrði vísindaleg, hlutlaus og vegna náttúruverndarsjónar- miða yrðu veiðar ekki leyfðar nema stofnstærð dýranna væri ör- ugglega næg. Þegar á reyndi var fulltrúi Skotvís ekki tekinn með í þessa talningu og liggja fyrir þvi illskilj- anlegar ástæður, sem væri fróð- legt að fá viðunandi skýringar á. Sama má segja um talninguna 1985. Gæti hugsanleg skýring leg- ið í fyrirframákveðnu afskipta- leysi fulltrúa menntamálaráðu- neytisins gagnvart málaleitan Skotveiðifélags íslands og gagn- vart viljayfirlýsingu ráðherra. Um miðjan síðasta vetur skip- aði ménntamálaráðherra nefnd til að vinna að lagafrumvarpi um veiði og friðun hreindýra. For- maður Skotvís fékk að eiga sæti í nefndinni og mætti hann til fund- ar nefndarinnar 30. mars á Eg- ilsstöðum vel undirbúinn með drög að lagafrumvarpi, er unnið var innan Skotveiðifélagsins, byggt á lagalegri stöðu hreindýra í landinu og samið með það í huga, að hverri siðmenntaðri þjóð væri sómi að. Ekki náðist samstaða um neitt á fundinum og virðast of margir nefndarmenn ýhiist hafa engan áhuga á að hrófla við þessum mál- um einhverra hluta vegna eða hafa af því beina hagsmuni að engu sé breytt. Síðan þessi árang- „Hreindýrastofninn austanlands hefur sýnt það á sl. 40 árum, að hann þolir vel veiðar, og er þá ekki kominn tími til að Alþingi íslendinga setji lög um hreindýra- veiðar og friðun, eins og gert hefur verið um önn- ur veiðidýr íslensk? Skotveiðimenn vænta þess að slík meðferð mismuni ekki þegnum þessa lands.“ urslausi fundur var haldinn hefur ekkert gerst í þessari nefnd og óvíst hvort eitthvað gerist. Að öllu þessu athuguðu er ljóst að eitthvað róttækara þarf að gera. Blóðbaði hreindýranna á austuröræfum þarf að linna. Þá er einungis eitt eftir, sem er okkar elsta og virðulegasta stofnun, Al- þingi. Þar eru þegnunum settar leikreglur um öll innbyrðis sam- skipti, lög. Engin eiginleg lög eru til um framkvæmd hreindýra- veiða. Síðustu lög um það eru út- rýmingarákvæði 7. gr. veiðitil- skipunar 1849, sem numin voru úr gildi með lögum nr. 42/1901 um friðun hreindýra, þótt láðst hafi að má úr lagasafni. Nú eru í gildi lög nr. 28/1940 um friðun þeirra og viðbótarlög um sama efni frá 1954, sem kveða á um að ákveða megi með reglugerð frávik frá friðunarlögunum. Þetta hefur ef- laust verið hárrétt ákvörðun á því herrans ári 1954, þegar skammt var Iiðið frá því útrýmingarhætt- an vofði yfir þessum tignarlegu dýrum, enda voru reglugerðirnar til að byrja með mjög í þeim anda, sem Skotvís sækist eftir. Það fór þó svo, eftir markvissan áróður í fjölmiðlum gegn veiðimönnum, lognum sem ólognum, að hrepp- arnir austanlands sölsuðu undir sig veiðarnar. Hreindýrastofninn austanlands hefur sýnt það á sl. 40 árum, að hann þolir vel veiðar, og er þá ekki kominn tími til að Alþingi íslend- inga setji lög um hreindýraveiðar og friðun, eins og gert hefur verið um önnur veiðidýr íslensk? Skot- veiðimenn vænta þess að slík með- ferð mismuni ekki þegnum þessa lands. í þessu sambandi væri rétt að skoða sögulega þróun réttarreglna varðandi hreindýr svo og giidandi lög. Hreindýr voru flutt til landsins á árabilinu 1771 til 1787 og sleppt á Reykjanesi, í Rangárvallasýslu, á Vaðlaheiöi, Vopnafirði og hugs- anlega sunnar á Austfjörðum. Á öllum þessum stöðum óx upp öfl- ugur stofn þessara dýra, nema í Rangárvallasýslu, sem fékk yfir sig móðuharðindin skömmu eftir komu dýranna. Fyrst í stað óx stofninn vegna afskiptaleysis og síðan í skjóli friðunarlaga, en hin fyrstu voru kansellíbréf 21. júlí 1787, um ákvörðun sekta fyrir að skjóta hreindýr. Fyrstu lög um hreindýraveiðar eru tilskipun frá konungi frá 1790, en samkvæmt þeim mátti skjóta 20 tarfa norð- anlands. Menn urðu að fá leyfi frá amtmanni og fékk leyfishafi að veiða eitt dýr á ári. Árið 1794 er þessi tilskipun framlengd um 3 ár. Árið 1798 er enn gefin út konung- leg tilskipun um hreindýraveiðar. Samkvæmt henni mátti veiða hreindýr hvar sem er á íslandi (einungis tarfa). Veiðileyfi veitti amtmaður. 1817 kemur enn ein konungleg tilskipun um hreindýraveiði. Nú þurfti engin veiðileyfi, en veið- imönnum bar að virða eignar- og umráðarétt annarra að veiðisvæð- um. Skjóta mátti öll dýr nema kálfa á 1. ári. Með veiðitilskipun 20. júní 1849 7. gr. segir: „Hreina má veiða og elta hvar sem er.“ Tilskipun þessi var fyrst þrengd með lögum 17. mars 1882, er hreindýr voru friðuð frá 1. janúar til 1. ágúst ár hvert og síðan alfriðuð í 10 ár með lög- um nr. 42/1901. Friðunin var öðru hvoru framlengd með sérstökum lögum til 1940, en á þessu 40 ára tímabili gleymdist öðru hvoru að framlengja friðunarlögin, eða í samtals 4 ár og 3 mánuði, og voru þá dýrin talin réttdræp. Drápgeta nýtísku vopna var mikil, menn fóru ekki lengur til veiða með hunda og hníf. Þegar friðunarlögin nr. 28/1940 voru sett voru hreindýr aldauða í landinu, nema á austuröræfum, þar sem um 100 dýr höfðu lifað af í skjóli jökulfljóta í Kringilsárr- ana. Þau merku nýmæli voru í þessum lögum, að ráðherra var heimilt að láta veiða hreintarfa, ef sérstök ástæða væri til, og jafn- framt er honum heimilt að skipa sérstakan eftirlitsmann. 1954 er friðunarlögunum breytt á þá lund, að ráðherra er heimilt að ákveða í samráði við eftirlitsmann, að veið- ar á hreindýrum skuli leyfðar. Eftir þetta hefur hreindýraveið- um verið stjórnað með reglugerð- um, en um aðra veiði verið sett sérstök lög sbr. lög nr. 52/1957 um eyðingu refa og minka, lög um hvalveiðar nr. 26/1949, lög nr. 50/1965 um eyðingu svartsbaks, lög nr. 33/1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun og lög nr. 76/1970 um lax og silungsveiði. Fram að setningu veiðitilskip- unar 1849 höfðu menn skv. Jóns- bók vissa heimild til að veiða dýr og fugla í landi annarra manna og í raun gátu menn stundað alla veiði hvar sem var. Svo vaf um hreindýraveiðar hér frá fyrstu tíð til 1817, en skv. lögunum frá því ári bar að virða eignar- og umráðarétt annarra að veiðisvæð- um. Þessi lög þrengdu veiðirétt al- mennings eitthvað, en gengu þó ekki það langt að binda veiðirétt við lögbýla- eða afréttareign. Með veiðitilskipun var allur al- mennur veiðiréttur þrengdur. í 1. gr. hennar sagði, að á íslandi skyldu „héðan í frá jarðareigendur einir eiga dýraveiði og fugia-,“ nema öðru vísi væri kveðið á í til- skipuninni. Sama gilti um afrétti sbr. 2. gr. Hreindýr féllu ekki und- ir þessi ákvæði, þar sem öðru vísi var kveðið á um þau í 7. gr. Þau voru réttdræp hvar og hvenær sem er. Ákvæði tilskipunarinnar um dýraveiðar eru enn í gildi, og allar takmarkanir hennar á ein- staklingsveiðirétti, en þeim regl- um var ætlað að segja eignarrétt- indum skorður í eitt skipti fyrir öll. Það væri því andstætt al- mannaréttindum, ef ný löggjöf um hreindýraveiðar gengi í berhögg við þessar reglur. A grundvelli þeirra er ekkert því til fyrirstöðu að setja lög um hreindýraveiðar, sem kvæðu á um rétt veiðirétthafa til veiða hvar sem er að virtum réttarreglum um útivist og um- ferðarrétt. (Um þetta má benda á doktorsritgert Gauks Jörundsson- ar, prófessors, „Um eignarnám“, bls. 220-223.) Ef litið er yfir þessar lagareglur er athyglisvert hvað fyrstu til- skipanirnar hafa verið viturlegar og í samræmi við það, sem best hefur gefist í þessu landi og auk þess réttlátar. Hugsað er um við- gang stofnsins, opinber valdsmað- ur gefur út veiðileyfi, hver veiði- maður fær leyfi á eitt dyr, og eng- um er mismunað eftir stöðu eða búsetu. Með síðari löggjöf er síðan stöðugt gengið nær stofninum og síðan stefnt að útrýmingu. í reglu- gerðunum settum með stoð í lög- um nr. 72/1954 er síðan jafnt og þétt reynt að eigna landeigendum og sveitarsjóðum þeirra á hrein- dýraslóðum dýrin, þvert á ákvæði veiðitilskipunar 1849 og sögulegr- ar stöðu dýranna í landinu. Þau éru orðin að vöru, sem bændur austanlands nota til að rétta af stöðu sína við kaupfélögin. Um veiðarnar sjálfar er ýmis- legt að segja og eflaust margt mis- jafnt, sem aðrir en ég vita meira um. En þegar þær fara fram með núverandi sniði, þar sem eftirlits- maður er orðinn að veiðimanni og þar af leiðandi enginn, sem hefur eftirlit með því að rétt sé staðið að veiðunum hvað varðar aðferðir og veiðimagn, er ljóst að verið er á rangri braut. Heyrst hefur, að dýr séu leidd til blóðbaðs, oft með of litlum rifflum, og hjarðirnar brytjaðar niður í veiðikvóta hreppanna og ekki hirt um hvaða dýr kynnu að vera hjörðinni til minnst gagns. Það alvarlegasta er þó, að ólögleg vetrarveiði þrífst vel að talið er í skjóli nágrannavin- áttu og önnur réttarbrot á veiði- reglum og friðunarlögum. Það er mál að linni, hreindýrin okkar eiga það skilið af þjóðinni eftir 200 ára búsetu hér, að um þau gildi bestu mögulegar réttar- reglur. Höfundur er formaður hreindýra- nefndar Skotreiðifélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.