Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGUST 1985 Reiðskólinn í Saltvík heimsóttur „Ríðum heim til Hóla pabba kné er klárinn minn“, K)esísar Ijóölínur þekkja ^margir og hafa einhverju sinni á lífsleiðinni sungið þær hástöfum. Já, ætli við sé- um ekki nokkuö mörg sem höfum setiö klofvega á pabba kné eða mömmu, afa eöa ömmu og þótzt vera á hestbaki í barnæsku. Sumir hafa kannski aldrei tekið þátt í þessum leik, en átt í staðinn forláta rugguhest sem hefur þeyst áfram í gegnum skóga, yfír fjöll og fírnindi og jafnvel tekiö á flug. í heimi barnsins er víst allt mögulegt. Svo eldumst við og viljum læra aö sitja alvöru hest. Þaö er kannski ekki auðvelt inni í miðri Reykjavík til dæmis en í sveit þyklir það sjálf- sagður hlutur að kunna að sitja hest. Alvöru hest. En hvað gera borgarbörnin sem vilja kannski ekki vera í sveitinni allt sumarið og ekki heldur í borginni allt sumar- ið? Sumir gera ekkert í mál- inu en aðrir labba ákveðnum skrefum til pabba og mömmu og segja: „Hann Palli er að fara í reiðskóla. Mig langar líka“. Reiðskólar. Þeir eru nokkrir starfræktir á landinu og á meðal þeirra er Reiðskólinn i Saltvík sem er starfræktur af Hesta- mannafélaginu Fáki og Æskulýðs- ráði Reykjavíkurborgar. Já, það er Þarna er veríð að leggja af stað í útreiðartúr sem átti að standa í 3 klukkutíma þennan síðasta dag námskeiðsins. Það borgar sig að at- huga hvort ekki sé allt í lagi. Morgunblaðið/Rax ekki bara poppað í Saltvík, því í 17 eða 18 ár hefur þessi skóli verið starfræktur og alltaf er hann jafn vinsæll. Ásókn er mikil í hann og yfirleitt komast færri að en vilja. Námskeiðin standa yfir í hálfan mánuð og fara börnin í rútu frá Reykjavík snemma á morgnana og leggja svo aftur af stað í bæinn frá Saltvík klukkan 4 á daginn. Fylgdarmaður þeirra í rútunni er enginn annar en Ketill Larsen leikari. Hann segir þeim sögur og slíkt og nýtur mikilla vinsælda hjá krökkunum. Það eru 60 börn sem komast að í hvert námskeið og kostar þetta í kringum 2500 krónur. Krakkarnir fara á hestbak á hverjum degi frá einum og hálf- um tíma til þriggja tíma I senn, læra öll undirstöðuatriðin, aö leggja á og síðast en ekki sízt að umgangast hestinn. Já, það er líf og fjör í Saltvík á sumrin en þegar vetur konungur ræður ríkjum er allt Iokað og læst. Hvað um það. Þegar blaðamað- ur og ljósmyndari komu í Saltvík síðasta föstudagsmorgun, með stírur í augum og ógreitt hár, mætti þeim krakkafans sem greinilega hafði nóg fyrir stafni. Æfíngar fyrir danskeppnina voru í fíillum gangi og tilþrifín voru bara ansi góð. Strákarnir létu sér þó fátt um finnast og létu sig bverfa af gólfínu um leið og Ijósmyndarinn birtist. Hluti hópsins sem var í útreiðartúr. Upprennandi hestamenn þarna á ferðinni og kunnu orðið flestallt sem hægt er að kunna. Krakkarnir fengu hestana til að skeiða, tölta, brokka og jafnvel stökkva ef þannig bar við. Reykjavíkurborg í baksýn. „RÍÐUM HEIM TIL HÓLA.. “ Á þessum síðasta degi námskeiðsins var öllum afhent viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna, sumir fengu líka viðurkenningu fyrir tiltekt og fleira. Það ergreinilegt að þau una sér vel úti ínáttúrunni, brosa út að eyrum, rjóð í kinnum. Nafn hestsins er á huldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.