Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 37 Fræðsluþættir Fóstrufélagsins: Uppeldi til friðar — eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur Á síðustu árum hefur uppeldi til friðar eða svonefnt friðaruppeldi verið til umræðu, enda er það sameiginlegt baráttumál alla að börn okkar erfi friðsamlegri og mannúðlegri heim en þann sem við höfum byggt. Sjónarmið upp- alenda er því gjarnan að jafn- framt því sem barist er fyrir af- vopnun þjóðanna og friði, verði einnig að vinna markvisst að þjálfun barna í félagslegum sam- skiptum og að innræta þeim takmarkalausa virðingu fyrir lífi og vinsamlegum samskiptum. En vitaskuld er alltaf verið að ala börn upp til friðar — og hefur verið gert gegnum tíðina. Friðar- uppeldi samanstendur nefnilega af ótalmörgum þáttum í uppeldi og uppvexti. Hins vegar er alltaf hægt að bæta um betur og hér á eftir verður fjallað nokkuð um atriði sem foreldrar og aðrir upp- alendur þurfa að leggja áherslu á. Samúð — meðaumkvun — samlíðan Strax á unga aldri sýna börn mannúðleg og jákvæð viðbrögð, sem eru þeim eðlileg og er það stundum nefnt hæfni til mann- gæsku. Dæmin eru fjöldamörg. Hvítvoðungar hjala og gleðjast í fangi fullorðinna vina og ótrúlega fljótt sést áhugi fyrir öðrum börn- um. Hið sama giídir um ferfætta leikfélaga og í fáum orðum sagt beinist gleði og ánægja þeirra að öllu sem er mjúkt og hlýtt. Sam- líðan ungra barna með öðrum börnum er einnig greinileg og meðaumkvun þeirra með þeim sem grætur er fölskvalaus. Þessa samlíðan ber að styrkja, því hún er grunnurinn að því að barnið geti seinna fundið til með öðrum og skilji þá gullnu reglu að koma fram við aðra á sama hátt og n það viil sjálft láta koma fram við sig. Þess vegna verðum við, þessi full- orðnu, að taka fullan þátt í raunum og sorgum barn- anna, þótt okkur þyki tilefnið ekki alltaf stórvægilegt. Að kyssa á „bágtið" er góð og gild uppeldisaðferð, þar sem barnið finnur að við deilum kjörum með því og að öllum kem- ur það við ef einhverjum líður ilia. En börnin vaxa úr grasi og þá koma upp velþekkt átök við bæði börn og fullorðna svo og klögu- málin sem þannig eru nefnd. Þar reynir á hæfni uppalandans til að leysa ekki málin fyrir barnið, heldur að styðja það til að finna lausn. Klögumálunum eigum við að sinna, svo barnið finni samkennd frá okkur, hiusta og spyrja svo barnið fái tækifæri til að tala um reynslu sína og jafnvel uppgötva í lokin að tveir geta haft sama bíl- inn til skiptis. Hið sama gildir um átök og þar verðum við að taka þá afstöðu að barsmíðar og ofbeldi eru engin lausn á deilum. Orð verða að koma i stað ofbeldis og þess vegna biöndum við okkur í deilur barna, stöðvum barsmíðar og ræðum mál til að finna lausn. Á sama hátt viðurkennum við ekki röksemdir eins og „en hann byrj- aði“. Það er aldrei „gott" að meiða sig — og eins skulum við muna að barnið sem beitti hnefanum, hefur það ekki betra en sá sem laminn var. í flestum ef ekki öllum tilvik- um þarf þolandinn að fá svolítinn skammt af hlýju og ástúð líka. Afvopnum barnaher- bergi og dagvistarheimili Stríðsleikföng fást í ótrúlegum stærðum og gerðum í flestum leik- fangaverslunum og víðar. Leik- Nýjar bækur um kristin- dóm og siðgæði — eftir Torfa Ólafsson Fount-bókaútgáfan hefur nýskeð sent frá sér þessar tvær pappírs- kiljur um ofangreind mál: First and Second Things eftir C.S. Lewis. Þessi höfundur er mörgum hér að góðu kunnur því að þrjár af bókum hans um krist- indóm og siðgæði hafa þegar birst á íslensku: Guð og menn, Rétt og rangt og Með kveðju frá kölska. Þá hefur komið hér út eftir hann barnabókin Ljónið, nornin og skápurinn. Þessi bók er safn ritgerða frá árunum 1941—1961 og hefur séra Walter Hooper séð um útgáfu þeirra eins og annarra bóka eftir Lewis sem birst hafa að honum látnum (hann dó 1963). Margar þessara ritgerða eru frábærar, höfundurinn bendir á staðreyndir sem við höfum alltaf haft fyrir augunum en ekki tekið eftir eða getað búið orðum. I greininni um starf og bæn bendir hann á að sumir telji bæn „fyrir einhverju" til einskis beðna því Guð geri það sem honum sýnist og láti menn ekki teija sér hughvarf. Lewis lit- ur aftur á móti þannig á að þótt Guð stjórni öllu og skipuleggi allt föngin sem siík eru kannski ekki svo hættuleg, en þegar barni er gefið stríðsieikfang og fullorðnir leyfa börnum að leika sér með þau er farið að viðurkenna ofbeldið sem leik. Jafnframt erum við að mis- bjóða börnum með að afhenda þeim nákvæmar eftirlíkingar af erlendum drápstækjum. Og hvers- vegna í ósköpunum sýnum við börnum slíkt smekkleysi???? Sjónvörp og myndbönd Hversu oft eru börn ein við sjónvarpið? Og hversu oft eru börn ein, þó svo að einhver full- orðinn sitji líka við skjáinn? Sjónvarpsefni er sjaidnast ætl- að börnum, en hins vegar er ekki alitaf hægt að skipa barninu út úr stofunni, þegar fullorðnir eru að horfa á sjónvarp eða myndband. Þess vegna verða þeir fullorðnu að sitja hjá barninu og útskýra og ræða það sem fram fer. Oft er líka nauðsynlegt að fullorðna fólkið hafi þá sjálfstjórn að geta slökkt á tækinu og fundið barninu eitthvað betra viðfangsefni. Börnin eiga oft erfitt með að tjá sig um það sem þau hafa horft á og þá sérstaklega ef um „slæmar" myndir er að ræða. Þá er hlutverk hins fullorðna að spyrja og opna umræðuna svo færi gefist á út- skýringum sem hjálpa barninu. Oft er gott að útskýra að þetta sé leikið og allt „í plati", en stundum er það ekki nóg. Hvað með frétt- irnar með sínum skelfingum, sem koma beint inn í stofur flestra heimila. Fréttir eru ekki við hæfi barna fremur en heimurinn í heild, en hjá honum verður ekki komist. Ræðið efni fréttanna við börnin og reynið að fá þau til að líta á bjartari hliðarnar jafn- framt. Það geisa ekki stríð allstað- ar og víða í hinum hungraða heimi fer fram mikið og gott hjálpar- starf. Þátttaka — öryggi — friöur Það er ekki hjá því komist að heimurinn okkar er ekki betri en hann er. Það vita börn og öryggis- leysi og ótti við framtíðina íþyngir þeim. Börn dagsins í dag verða að eignast von um að við getum haft áhrif til hins betra og að breyt- ingar séu mögulegar. Þess vegna verða þau að taka þátt í baráttu og vera virk. Stundum er því talað um „virkt friðarstarf" sem þýðir einfaldlega að þátttaka er for- senda fyrir öryggi og von barn- anna. Getur fjölskyldan safnað í sparibauk til hjálparstarfs í hungruðum heimi? Tekur fjöl- skyldan þátt í friðaraðgerðum? Er nógu mikið rætt um friðarstarfið víðs vegar í heiminum? Það er ekki verra fréttaefni heldur en endalaus stríðsrekstur. Ef okkur á að takast að glæða börnunum bjartsýni, verðum við að setja dæmið þannig upp að friður og mannsæmandi líf sé hið eðliiega ástand — stríð, hungur og ótti eru frávikin, sem hægt er að breyta. Höíundur er forstöðumaður í Steinahlíð. marimekko i stórum dráttum, láti hann mönnum eftir að hafa áhrif á heiminn, ýmist með bæn eða starfi. Ef menn telji að ekki sé til neins að biðja, mætti eins segja að ekki sé til neins að gera neitt, Guð muni hvort sem er ráða framrás atburðanna og ekki láta menn taka fram fyrir hendumar á sér. Aðrar greinar í bókinni eru t.d. um hnignun trúarinnar, kvik- skurð, nútímaþýðingar af Biblí- unni og refsingar, svo nokkuð sé nefnt og er hvarvetna jafnvel far- ið með efnið, hvort sem lesandinn er höfundi sammáia eða ekki. The Words of Martin Luther King eru stuttir kaflar úr ritum og ræð- um séra Kings og hefur ekkja hans, Coretta Scott King, valið þá og búið undir prentun. Kaflarnir fjalla m.a. um samfélag manna, kynþáttastefnu, mannréttindi, réttlæti og frelsi, trú, ofbeldisleysi og frið. Þessir stuttu kaflar hins ágæta baráttumanns fyrir rétt- læti og friði, sem féll fyrir morð- ingjahendi 1968, eru mjög vel til þess fallnir að lesa þá einn í einu, að kvöldi eða morgni, og hugleiða innihald þeirra. Höfundur er formaður Félags ka- þólskra leikmanna. NY SENDING AF BOMULLARKJOLUM m KRISTJPn SIGGGIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.