Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 43 Guðmundur Garðar Hafliðason - Minning Föstudaginn 26. júlí sl. var ég á leið heim frá Bandaríkjunum. Þótt dvölin hafi ekki verið löng beið ég með eftirvæntingu eftir að fá dagblöðin i hendur. Það er svo með okkur íslendinga að hvort sem dvölin á erlendri grund hefur verið stutt eða löng þyrstir okkur ávallt eftir fréttum að heiman. En i þetta sinn boðaði Morgun- blaðið mér sorgarfrétt, hann Guð- mundur Garðar vinur minn var látinn og hafði verið borinn til hinstu hvílu þennan sama dag. Það er ólýsanleg tilfinning að vera lokaður inni í flugvél í háloft- um, og eiga þess engan kost að ganga síðustu sporin með góðum félaga og vini. Þetta var óvænt og miskunnarlaust, því öll fram- ganga Garðars bar ekki þau merki að þar færi sjúkur maður, glað- værðin, óhemju dugnaður, en um- fram allt hlýlegt viðmót voru að- alsmerki þessa góða drengs. Þar sem ég átti ekki kost að votta Garðari virðingu mína við hinstu kveðju langar mig til að senda honum hér fáein kveðjuorð, og slá upp örfáum minningar- leiftrum úr kunningjatíð okkar sem nú spannar nær 30 ár. Það var árið 1956 að við, nokkrir félagar, höfðum stofnað kvartett. Við höfðum starfað um nokkurt skeið þegar trommuleikarinn hjá okkur varð að hætta skyndilega. Það þurfti að finna nýjan tromm- ara hið bráðasta. Okkur var bent á ungan efnilegan trommara, Guð- mund Garðar Hafliðason. Það var afráðið að hann skyldi mæta á næstu æfingu. Stundin rann upp. í salinn gekk frekar lágvaxinn maður með kankvíst bros og kynnti sig. Eftir að hafa fullvissað sig um að hann væri á réttum stað byrjaði hann að bera inn dótið. Satt að segja leist okkur ekkert á blikuna? Þetta var gamalt sett með gífur- lega stórri bassatrommu og var ekki alveg í tísku á þessum fyrstu dögum rokksins. Það er ekki nokk- ur vafi að undrun okkar fór ekki framhjá Garðari, en hann hélt ótrauður áfram að stilla upp sett- inu sínu, með sínu víðfræga brosi. Síðan hófst spilamennskan og þar með var innsiglaður okkar 30 ára kunningsskapur. Glaðværðin og krafturinn gaf okkur nýjan svip, og við sem sjálfsagt tókum okkur sjálfa alltof alvarlega vöknuðum af værum blundi. Garðar kom strax með sinn sérstaka stíl og hélt honum alla tíð, en hann byggðist fyrst og fremst á mikilli og falslausri spilagleði. Eins og gengur og gerist leystist þessi hljómsveit upp, og hver og einn hélt í sína átt, en við áttum eftir að hittast oft á músíkpallin- um og alltaf urðu þeir endurfundir okkur til mikillar ánægju. Að bera ábyrgð á gleði og skemmtan tuga og stundum hundruð manna hvíldarlaust í 5—6 tíma er oft erfitt og erfiðara en marga grunar. Oft á tíðum þrotlausar æfingar og síðan að rogast með þung hljóðfæri á milli húsa áður en að dansleik kemur. Það getur stundum tekið í bakið, ekki síst eftir langan og strangan vinnudag í öðrum störfum, en þau störf sem Garðar stundaði sam- hliða músíkinni, sem voru teppa- lagnir, gátu líka tekið í bakið. Það var því ótrúlegt þrek sem þessi glaðværi maður sýndi. Þótt hann kæmi oft þreyttur að trommusett- inu bitnaði það aldrei á samstarfs- mönnum hans. Hann kom alltaf upp á pallinn með sitt þægilega viðmót og satt að segja man ég ekki eftir honum Garðari öðruvísi en með sitt kankvísa bros. Fátt er meira virði í oft erfiðu og krefj- andi starfi. Þegar við hittumst kom alltaf fram gagnkvæmur áhugi á högum hvors annars, og sá áhugi einkenndist af virðingu og vinsemd. Tveir af meginkostum Garðars voru að hann lagði aldrei illt til nokkurs manns, reyndi frekar að draga það góða upp í fari hvers og eins. Hinn var sá að hann var allt- af boðinn og búinn til að aðstoða og hjálpa til þegar um var beðið. Nú hin síðustu ár spilaði Garðar með tveimur góðkunningjum mín- um, þeim Ásgeiri Sverrissyni og Jóni Sigurðssyni, og veit ég að þeir taka undir þessi orð mín. Síðast þegar við hittumst rædd- um við um að hann gerði tilboð í að leggja teppi á stigaganginn hjá okkur. Ég horfði með eftirvænt- ingu til þeirrar stundar að setjast niður með honum yfir kaffibolla og rifja upp skemmtilegar stundir t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, sonar og bróöur, GRÉTARS G. HAFSTEINSSONAR, framreiöslumeistara, Vesturbergi 15, Ragnheiöur Guönadóttir, Karen Grétarsdóttir, Guöni Hrafn Grétarsson, Hafsteinn Hrafn Grétarsson, Guölaug I. Grétarsdóttir, Ingibjörg Guömundsdóttir, Hafsteinn Björnason og systkini. t Þökkum af alhug öllum þefm sem auösýndu okkur samúö og vinar- hug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, fósturfööur og tengdafööur, ÞORSTEINS JÓHANNSSONAR fré Búöardal, til heimilis aö Furugeröi 1, Reykjavik. Guöríöur Guöbrandsdóttir, Gyöa Þorsteinsdóttir, Guömundur Á. Bjarnason, Siguröur Markússon, Inga Árnadóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Hannes Alfonsson. t Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og jaröarför MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR Einar Kristjánsson, Ingileif Eyleifsdóttir, Matthías Kristjánsson, Hjördís Magnúsdóttir, Oddný Kristjánsdóttir, Ragnar Bjarnason, Siguróur E. Kristjánsson, Hólmfríöur Sigmunds. á ferli okkar, en því miður getur ekki af því orðið. Það er sárt að missa góðan vin og slæmt fyrir þjóðfélagið að missa mann sem hafði svo bæt- andi áhrif á umhverfi sitt. Við vottum eiginkonu og börn- um okkar dýpstu samúð. Gunnar Páll Ingólfsson, Lilly Guðmundsdóttir Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, STEINUNNAR JÓHANNESOÓTTUR, fyrrverandi hjúkrunarkonu frá Skáleyjum, Álfhólsvegi 101, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag íslands. Reginn Valtýsson og fjölskylda Kolbrún Valtýsdóttir Rodeman og fjölskylda. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍOUR THORARENSEN frá Móeióarhvoli, Barmahlíö 49, Reykjavík, sem lést í Landspitalanum 6. ágúst sl. veröur jarösungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Þorsteínn Thorarensen, Una Thorarensen, Ástríöur Thorarensen, Daviö Oddsson, Skúli Thorarensen, Sigríður Þórarinsdóttir og barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, KJARTAN PÁLLKJARTANSSON, málarameistari, Bragagötu 31B, Reykjavík, andaöist þriöjudaginn 13. ágúst í Landspitalanum. Reynir Kjartansson, Krístin Hauksdóttir, Kjartan Kjartansson, Sigríöur Kjartansdóttir, Þorvaldur Ólafsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför ÓLAFSJAKOBSSONAR Vík í Mýrdal. Sigrún Guömundsdóttír, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. >.GERÐUÞÉR • .GLAÐAFÍ DAG rfíóttu kuminqaruerös agoöukexL •♦*. •.* ‘SÚKKULAÐIMARIE Gildiríjúlí og ágúst í öUum góöum vershmum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.