Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 41 Arni Sveinbjörns- son — Kveðjuorð Fæddur 3. febrúar 1908 Dáinn 14. júlí 1985 Við kölluðum hann alltaf Árna Svæn, og hann virtist kunna því vel. Auðvitað var viðurnefnið þýska orðið „svín" og læt ég mér detta í hug að þetta hafi fest við Árna eftir verkfræðinám í Þýska- landi. Hvað um það, Árni var í mínum huga hinn klassíski „bach- elor“, léttur, kátur og hafði mein- fyndið skopskyn. En í rauninni var hann ekki ekta piparkarl, hann hafði í eina tíð verið giftur fallegri stúlku í nokkra mánuði, hún hét Kristín Ingvarsdóttir. Þau höfðu reyndar verið trúlofuð í nokkur ár að þeirra tíma hætti og mun námsáætlun Árna hafa spil- að eitthvað þar inn í. Þetta var á kreppuárunum svokölluðu, þrúg- andi erfiðleikar og engir kostir framhaldsnáms. Árni Sveinbjörnsson fæddist í Reykjavík 3. febrúar, 1908, sonur hjónanna Steinunnar J. Árnadótt- ur og Sveinbjarnar Þorsteins- sonar, skipstjóra, litlu eldri var eina systir hans, Aðalheiður. Hamingjusöm fjölskylda, glæsileg hjón með efnileg óskabörn. En á fögrum sólardegi siglir Sveinbjörn fjölskyldufaðirinn út á mið, hann er skipstjóri á eigin báti, þeir komu aldrei aftur. Ég heyrði að bátur og fjölskyldufaðir hefðu verið vel tryggðir, en það fundust aldrei nein gögn. Við sem erum fullorðin í dag vitum mætavel um harða baráttu þessa fólks, en mér er vel kunnugt um æðruleysi míns móðurfólks og einstakan dugnað þess. Steinunn móðursystir mín hafði þá í byrjun hjónabands tekið yngsta bróður sinn í fóstur, Magnús Á. síðar listamann. Móðir hennar hafði snemma orðið ekkja, rúmlega fer- tug með tíu börn. Steinunn var þarna því með þrjú börn. Þær amma munu hafa flutt saman. Nokkru síðar kemur Ásta systir hennar (Ásta málari) heim frá námi í Þýskalandi, hún er með drenghnokka sinn með sér, tveggja ára. Amma okkar, Sigríð- ur Magnúsdóttir, tekur að sér stækkandi heimili og verður þar fósturmóðir systkinanna Aðal- heiðar, Árna og jafnaldra og frændans Njáls son Ástu málara, auk Magnúsar og móður minnar Ingibjargar yngstu barna ömmu. Móðir mín sagði mér oft frá þess- ari stækkandi fjölskyldu er börn ömmu tóku að flytjast aftur til móður sinnar, með hjálp eldri systkina sinna. Þessi barnabörn, Aðalheiður, Árni og Njáll, voru komin þarna í hópinn. Móður minni var þetta sérstaklega hug- stætt því hún sagði oft þarna vor- um við orðin fimmtán saman, og kötturinn, á loftinu hjá honum Guðmundi Magnússyni (Jóni Trausta) á Grundarstíg 15. Að vonum hefur móður minni Ingibjörgu orðið hugljúf minning þessa því að þarna flyst hún að- eins fimmtán ára með systur sinni Guðrúnu til Vesturheims. Guðrún var þá gift Halldóri Þorkelssyni, voru þau með tvö börn, þau höfðu verið búandi bændur austur í Hjaltastaðaþinghá. Þau urðu inn- flytjendur í Winnipeg. Afi okkar, Árni Pálsson kenn- ari, hafði dáið aldamótaárið, eftir langlegu úr brjóstveiki, er hann hafði hlotið eftir að bjarga mönnum úr sjávarháska úti í þorpinu Garði á Suðurnesjum. Höfðu þeir björgunarmenn blotn- að upp á axlir. Hestar voru auðvit- að í færra lagi, og dugðu semsagt undir þá sjóhröktu. Árni afi okkar mátti þá ganga heim í harðnandi frosti frá Garði um Leiruna, Keflavík, Ytri-Njarðvík til Innri- Njarðvíkur þar sem hann lagðist veikur. Lengi var dauðinn að fara um þennan annars hrausta mann. Meðan hann lá þarna fæddist þeim ömmu og afa tólfta barnið, sem dó þó á undan föður sínum. Þá sjáum við af framantöldu að Árni ber fyrstur barnabarna nafn afa okkar. Steinunn mun skiljan- lega hafa reynt að koma þessum hrausta og greinda syni sínum til mennta. Varð Árni stúdent úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík, enda Árni talinn mikill stærðfræðingur og verkfræðings- efni. Fór hann til verkfræðináms til Þýskalands, en að ári liðnu var enginn kostur til framhaldsnáms. Um þetta leyti fara margir vina Árna að hrynja niður úr berkla- veiki og þar á meðal systir hans, Aðalheiður, aðeins tuttugu og þriggja ára. Þessi tími í kring um 1930 munu hafa verið Árna og fjölskyldu hans geysi erfið og markað djúp spor í líf hans. Árni ræður sig sem teiknara til Landssímans þar sem hann verður síðan forstöðumaður teiknistof- unnar allar götur þar til hann hættir störfum um sjötugt sam- kvæmt aldurslögum opinberra starfsmanna. Ekki fóru stærðfræðihæfileikar Árna alveg forgörðum því að ég minnist allra „tossanna" okkar, skyldra og óskyldra, sem Árni lamdi stærðfræði inn í, sennilega kauplaust, en honum þá til ánægju þar sem þeir eru í dag læknar, verkfræðingar, arkitektar og fleira. Urðu þessir „krakkar" miklir vinir Árna. Árni var greið- vikinn mjög. Ég minnist Árna, beinvaxinn, í lægra meðallagi, fríður, eftir að stúdentshúfunni var sleppt, ávallt klæddur herrafrakka með batters- bíhattinn sinn, sem hann notaði mjög hoffmannlega, jafnvel í kveðjuskyni fyrir okkur stelpu- krökkunum, frænkum sínum. Þá má ekki gleyma í minningunni hinum táknræna vindli, sem ég minnist ekki að hafa séð Árna frænda án. Frænda mínum þótti áreiðanlega brennivín (viskí) gott. Ekki veit ég hvort hann var nokk- urn tíma neitt sem maður kallar óreglumaður, enda stundaði hann vinnu sína reglusamlega. Sem- sagt, Árni var bóhemskur í einka- lífi. Árni átti dóttur, Eddu Hrafn- hildi, með gáfaðri, glæsilegri stúiku, Herborgu Gestsdóttur, bókasafnsverði. Edda á son, Kol- bein Árnason. Einhvernveginn mun ég ávallt sjá Árna Svæn þramma inn Laugaveg, kannske með smápakka undir hendinni, og þennan klass- íska Lakaróna dýra vindil í munnvikinu (sem varð að sér- panta seinustu árin), hann var þá kannske á ieið til góðrar vinkonu við Laugaveginn, veri hún blessuð fyrir vináttu og tryggð. Hálfbróðir Árna er Ásgeir Pét- ursson, flugmaður. Steinunn móð- ir Árna giftist aftur eftir mörg ekkjuár Pétri G. Guðmundssyni, kunnum manni i pólitík. Ásgeir var einkabarn þeirra, hann er kvæntur Björgu Einarsdóttur. Þau fluttust til Baltimore fyrir meir en tuttugu árum, þau eiga fjögur börn, elst þeirra er Stein- unn Jóhanna, sem fluttist aftur heim eftir þriggja ára háskólanám í málvisindum. Árni og Steinunn Jóhanna bjuggu i húsi móður hans og ömmu hennar á Óðinsgötu 23. Það má segja að sú stúlka var ekki bara augasteinn ömmu sinnar og nöfnu, heldur má segja að Árni hafi ekki séð sólina fyrir þessari stúlku. Hún er nú gift Ásgeiri Hallgrímssyni, hjúkrunarfræð- ingi, og eiga þau tvö börn, Ásgeir og Björgu Aðalheiði. Mikið heilsuleysi hrjáði frænda minn síðustu árin og dvaldi hann þá á sjúkradeild Droplaugarstaða við framúrskarandi umönnun. Þar lést hann sunnudaginn 14. júlí rétt fyrir hádegi. Hann var jarðaður í kyrrþey samkvæmt eigin ósk. Þó var litla, fallega kapellan í Foss- vogi full af vinum og vandamönn- um. Á eftir höfðu þau hjónin Steinunn Jóhanna og Ásgeir Hall- grímsson frámunalega myndar- legt erfiskaffi á óðinsgötu 23. Veri Árni Svæn kært kvaddur. Sigríður Vava Björnsdóttir 8uöa og líming sitterhvaö Frá upphafi hefur hið dæmigerða Thermopane gler verið soðið á millilistann, en ekki límt. Á því byggfast hin sérstæðu gæði framleiðslu okkar. 1 CD Gæði, sem þjóðsagnakenndar sögur fara af. Sögur stoltra hús- eigenda um ótrúlega endingu Thermopane einangrunarglers. Thermopane máttu treysta. Tjie/imoft Glerverksmiðjan Esja hf. ** Völuteigi 3 270 Mosfellssveit, Sími 666160.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.