Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 fyrr þekktist vart, að konur drykkju, áfengi, hvað þá börn og unglingar. Hvers vegna hefur þetta breyst? Er ekki drykkjutísk- an aðalorsökin? Er ekki orðið tímabært að hefja öfluga herferð gegn henni? Engum ætti að blandast hugur um, að aukin bindindissemi er hið brýnasta þjóðþrifamál. Þar hafa ábyrgir stjórnmálamenn og aðrir verkefni að vinna, sem varðar hag og heill þjóðarinnar meir en flest eða allt annað. Stúkurnar hafa því mikilvægu hlutverki að gegna í framtíðinni. Kyndlar bindindis og bræðralags mega aldrei slokkna. Til þátttöku í stúkunum eru allir velkomnir, sem unna bindindishugsjóninni og vilja berjast gegn áfengisneyslu, sem frumorsök „mesta vanda- málsins á íslenskum heimilum". Breytt hugarfar víða erlendis Til þessa hefur þótt „fínt“ hér á landi að veita áfengi í samkvæm- um. Og til þess að ekki komi skuggi á dýrðarljómann, sem í augum margra stafar frá áfeng- inu, hafa þeir, sem ekki vilja teyga þær veigar, stundum verið taldir óæskilegir þátttakendur í slíkum samfundum, m.ö.o. ekki sam- kvæmishæfir. Þeir eru taldir geta spillt „gleðinni". En vill ekki „gleðin" oftar spillast af annarra völdum og mesti glansinn fara af fínheitunum? Verða t.d. ekki mörg dæmin um ölvunarakstur rakin til drykkjusamkvæma? Má ekki rekja þangað mörg leiðindin og vandræðin af völdum áfengis- drykkju, sem komist hefði verið hjá, ef áfengi hefði ekki verið haft um hönd og fólk getað skemmt sér ágætlega þrátt fyrir það? Á sama tíma og áfengishugar- farið gegnsýrir íslenskt þjóðlíf, verður þess vart úti í heimi, að þar hefur orðið hugarfarsbreyting gagnvart neyslu áfengis. Merkir þjóóarleiötogar hafa látið til sín heyra og hvetja til bindindis og vilja strangari hömlur í meðferð áfengis. T.d. á bindindi mjög vaxandi fylgi að fagna í Bandaríkjunum. Hefur Reagan, forseti Bandaríkjanna, hvatt þjóð sína til aukinnar bind- indissemi og lagt áherslu á gildi hins góða fordæmis. Hvenær þekkja okkar forystumenn sinn vitjunartíma og fara að dæmi hans í þessum efnum? Samkvæmt fyrrnefndri könnun Gallup-samtakanna töldu 33% þeirra Bandaríkjamanna, sem spurðir voru, sig vera bindindis- menn á áfenga drykki. Samsvar- andi hlutfall hjá tslendingum var 18%. Vonandi opnast augu sem flestra landsmanna sem fyrst fyrir því, að áfengi sem önnur vímuefni er hreinn óþarfi í nú- tímaþjóðfélagi og á vissan hátt mun hættulegri nú en áður var. — Eiturlyf, hvort sem þau kallast alkóhól eða eitthvað annað, geta aldrei orðið lykill að sannri lífs- hamingju. Skiptir þar að sjálf- sögðu engu máli, þótt alkóhól telj- ist hér „löglegur vímugjafi". Háskinn af því er og verður alltaf sá sami. Ágæti bindindis Ef hægt er að tala um kosti áfengis, eins og margir vafalaust gera eða telja sér trú um, eru þeir léttvægir í samanburði við ágæti og yfirburði bindindis. Sá, sem er bindindismaður, spillir aldrei sjálfsvirðingu sinni og lífsgleði með áfengi. Hann vill ekki afskræma eigin persónuleika og sættir sig við þá mynd, sem guð skapaði hann í. Hann vill vera góður við sjálfan sig og eyðileggur ekki vísvitandi með áfengi það verðmætasta, sem hann á, heila- sellurnar, en minnsti skammtur áfengis er talinn skemma þær. Hann vill njóta þess að lifa algáð- ur, geta hrifist og glaðst, án trufl- unar af völdum áfengis eða ann- arra fíkniefna. Það er því af þess- um ástæðum og mörgum öðrum, sem eftirsóknarvert er að vera bindindismaður. Enginn þarf heldur að sjá eftir því. En til þess að bindindi og bind- indistíska nái að festa rætur og blómstra, verða sem flestir að sýna það í verki, en „gott fordæmi er betra en þúsund prcdikanir ', eins og hinn mikli stjórnvitringur Gladstone komst að orði, og um leið öruggasta áfengisvörnin. Reynslan hefur sannað, að fræðsl- an ein dugar skammt. Áfengismál eru ekki einkamál hvers einstaklings, heldur fyrst og fremst alvarlegt þjóðfélagsvanda- mál. Andsvör áfengisvina við bind- indisskrifum eru venjulega þau, að viðkomandi sé „ofstækismaður" eða „templari“, sem ekkert mark sé takandi á. Það er oft háttur þeirra, sem brestur rök til að verja vondan málstað, að grípa til slíkr- ar málsvarnar, og ekki er hún stórmannleg. En spyrja má: Hvor er meiri „ofstækismaður", sá, sem lætur Bakkus blekkja sig og fjötra eða hinn, sem leyfir sér að vara við augljósum hættum af völdum áfengis og hvetur til bindindis sem ákjósanlegrar lífsvenju? Um samanburðinn á lífi með eða án áfengis ætti enginn að þurfa að vera í vafa. Um það sagði t.d. þekktur lögmaður, sem losnaði undan áþján áfengisdrykkju, m.a. eftirfarandi í blaðaviðtali: „Meðal kostanna við þetta breytta líf eru dýpri skynjun á allt umhverfið, ný og áður óþekkt frelsistilfinning og for- ræði á eigin lífí, sem ég hafði fyrir löngu glatað." Þessu til áherslu skulu hér til- færð orð hins mikla efna- og líf- efnafræðings Bunge, svohljóðandi: „Áfengið gerir mann ónæman og ómóttækilegan fyrir unaðssemdum lífsins. Það gerir mann sljóan bæði líkamlega og andlega." Ein besta gjöfin á ári æskunnar Það er táknrænt, að aldaraf- mæli Morgunstjörnunnar skuli bera upp á ár, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa kjörið ár æskunn- ar, en það var ekki síður æskufólk- ið, sem í upphafi fylkti sér undir merki stúkunnar. „Æskan er verð- mætasta eign þjóðarinnar," sagði biskup íslands í ávarpi sínu á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar fyrr á ári. Ennfremur sagði hann, að „áfengis- og fíkniefnavandamálið ásamt ófriðarhættunni er það ískyggilegasta, sem hrjáir æskulýð- inn í dag.“ Varaði hann jafnframt við áfenga bjórnum sem viðbót við áfengisbölið, sem fyrir er. Annar biskup, Karl Marthinus- sen, einn af kunnustu kenni- mönnum Norðmanna, komst m.a. svo að orði í mjög athyglisverðu ávarpi til norskrar æsku, sem birt var í Mbl. 27. mars 1973: „Meðal okkar mannanna er enginn lævísari óvinur, enginn hættulegri gleði- og gæfuspillir en sá, sem fylgir hinni útbreiddu áfengistísku." Þennan sannleika ættuð þið, æskufólk og aðrir, að festa í huga og láta ekki fjötra ykkur í neti drykkjuvanans. Verum þess ávallt minnug, að áfeng- isneysla er algengasta orsök mann- legrar óhamingju." Og þið, uppalendur á heimilum og í skólum, ættuð ekki að láta undir höfuð leggjast að benda æskunni á leið bindindis i lífs- baráttunni, gæfuveginn, sem eng- inn þarf að iðrast eftir að hafa gengið. Verður það ekki ein besta gjöfin til æskunnar á ári hennar? Þessum lokaorðum er beint til ykkar, islenska æskufólk: Aldrei skuluð Bakkus blóta böli veldur kóngur sá algáð lifsins ávallt njóta elsku Drottins treysta á. Ilöfundur er hæstaréttarlögmadur og bæjaríulltrúi Félags óbáðra / Haínarfirði. Landvernd og SÚN: Fundur um hvalamál LANDVERND og Samband ísl. nátt- úruverndarfélaga gangast fyrir fundi um hvalamál fimmtudaginn 15. ágúst. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 20.30. Fram- sögumenn verða þrír erlendir náttúru- verndar- og vísindamenn og verða er- indin öll flutt á ensku. Ýmis erlend náttúruverndarsamtök standa að komu þeirra hingað til lands, og munu þeir kynna Islendingum sjónarmið þessara samtaka. Tom Garret kemur frá umhverf- isverndarsamtökunum Monitor í Bandaríkjunum. ,En Monitor er samband 25 aðildarfélaga sem helga sig náttúru- og umhverfis- vernd. Tom Garret hefur verið varaformaður sendinefndar Banda- ríkjanna í Alþjóðahvalveiðiráðinu og segir hann m.a. frá gangi mála á fundum ráðsins. Rogcr l'ayne kemur á vegum Long term research Institute og Alþjóða- náttúruverndarsjóðsins (WWF) í Bandaríkjunum. Dr. Payne mun m.a. fjalla um vísindarannsóknir á hvölum án veiða, enda hefur hann mikla reynslu af slíkum rannsókn- um. Arne Schiötz er forstjóri Dan- marks Akvarium og kemur sem fulltrúi Alþjóðanáttúruverndar- sambandsins (IUCN) og Alþjóða- náttúruverndarsjóðsins (WWF). Þess má geta að íslenska ríkið á aðild að Alþjóðanáttúruverndar- sambandinu. Arne Schiötz fjallar m.a. um hvalveiðar í vísindaskyni og óöryggi í stofnstærðaráætlunum og einnig um fyrirhugaðar hvalveiðar íslend- inga. Fundurinn er opinn almenningi. (Fré(U(ilkyMÍB()
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.