Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 21 í grettukeppni,” sögðu stúlkurn- ar og afmynduðust gjörsamlega í framan. „Svo erum við með danskeppni í dag, þar sem stelpurnar eru með aðalnúmerin. Nú, úrslitin í spurningakeppninni okkar eru í dag. Það er nóg við að vera hér. Krakkarnir geta lesið, teiknað og litað, gert reyndar allt milli himins og jarðar." Hvernig koma krakkarnir hingað? „Það er alltaf rúta sem kemur með þau og sækir. Það má gjarn- an koma fram að Ketill Larsen leikari er alltaf með og segir krökkunum sögur og slíkt og það mælist vel fyrir." Er ekki gaman að vinna hérna? „Vissulega en það er allt útlit „Vildi alveg vera meira á hestbaki“ Stutt spjall við Stein Jónsson, 13 ára Einn af elstu krökkunum í Saltvík á þessu námskeiði var Steinn Jónsson, 13 ára gamall. Hvernig finnst þér að vera með svona miklu yngri krökkum? „Það er allt í lagi. Við erum nokkur eldri sem höldum hópinn og þetta gengur allt bara mjög vel.“ Ertu ánægður með dvölina hérna? „Já, ég vildi samt geta verið meira á hestbaki. Við erum oftast ekki nema einn og hálfan tíma á baki á dag. En mér skilst að síð- ustu dagana aukist það upp i 2—3 tíma,“ svaraði Steinn. Hefur þú verið hér áður? „Nei, en ég frétti af krökkum sem voru hér og ákvað að skella mér.“ Þú hefur komið hingað fyrst og fremst til að læra að sitja hest frekar en fara í þessa leiki? „Já, það er ;> eg rétt. Fyrst þeg- ar ég kom hai-i ég ekki hugmynd um að svona leikir væru á dag- skrá. Ég hélt að það væri bara farið á hestbak. En þetta er samt alveg ágætt.“ „Hættum hérna grátklökkaru Eg held að það, sem krakkarnir fá mest út úr þessu, sé að komast úr ys og þys borgarinnar og út í náttúruna,“ sagði Helga Jóhannesdóttir er blm. átti stutt spjall við hana og samstarfsmann hennar, Val- gerði Pálsdóttur. „Krakkarnir virka mjög af- slappaðir hérna, miklu afslapp- aðri heldur en í félagsmiðstöðv- unum til dæmis. Þar verður að vera stanslaust prógramm í gangi til að hafa hemil á þeim en því er ekki þannig varið hér. Þau geta alltaf fundið sér eitthvað að sýsla við,“ sagði Helga. Krakkarnir í Saltvík eru á aldrinum 8—13 ára. Semur þeim vel þó að aldursmunurinn sé oft svona mikill? „Þeim semur virkilega vel og í raun alveg ótrúlegt hve aldurs- munurinn virðist vera lítill. Að vísu skiptum við krökkunum í fjóra hópa, A, B, C og D, eftir því hvort krakkarnir eru vön eða óvön að sitja hesta." Eruð þið með marga hesta hér í Saltvík? „Við erum með 15 hesta. Krakkarnir eru 60 á hverju nám- skeiði þannig að þegar einn hóp- urinn er á baki þarf að finna upp á ýmsu fyrir hina til að dunda sér við á meðan“, sagði Valgerð- ur. „Það er ýmislegt. Við förum í ýmsa leiki, fjöruferðir og um daginn löbbuðum við á Esjuna. íþróttir eru iðkaðar af krafti og f gær vorum við með Saltvíkur- leikana svokölluðu, það er frjáls- íþróttamót og spennan var gíf- urleg á köflum. Einnig fórum við — segja leiðbein- endurnir Val- gerður Pálsdótt- ir og Helga Jó- hannsdóttir fyrir að þetta verði síðasta sumarið sem þessi reiðskóli starfar því við höfum heyrt að það standi til að breyta þessu í sorpeyðingarstöð." Sorpeyði ngarstöð ? „Já, það er að vísu búið að standa til í 2—3 ár og við hætt- um hérna grátklökkar í fyrra því við héldum að það yrði síðasta sumarið hér og ætli það verði ekki það sama upp á teningnum nú,“ svöruðu stöllurnar. Að svo búnu röltum við áfram um svæðið og runnum á hljóð sem virtust berast út úr einu húsanna. Þar reyndist hluti hópsins vera að æfa sig fyrir danskeppni. Einn hópurinn var auðvitað í reiðtúr sem átti að standa til hádegis, annar í fjöru- ferð en þarna inni dunaði diskó- tónlistin. Leiðbeinendurnir Helga og Valgerður. SjHfsmyndir á regg. M°*unbMið/RAX „Datt einu sinni af baki“ Steinn Jónsson (þessi stærsti, fremsti) gefur sér tíma til að brosa í kapphlaupinu heim að húsunum. Við blið hans skokkar íþróttamannslega hinn ungi Sigurður Óskarsson. Björk Þorsteins- mig ekkert svo það var allt í lagi.“ Attu nokkuð hest sjálf? „Nei, en ég fæ kannski hest þeg- ar ég fermist eftir nokkur ár.“ Eru hestarnir hérna óþekkir? „Sumir, en ekki allir.“ En strákarnir, eru þeir óþekkir? „Sumir.“ Er skemmtilegra að vera hérna í sveitinni heldur en í bænum? „Jahá!“ En ferðu þá nokkuð í bíó og svoleiðis? „Nei, nei, en það er allt í lagi því við höfum bíó hér.“ Alvörubíó? „Nei, ekki alvöru en næstum því. Við sjáum allskonar skrípómyndir og svoleiðis, Gög og Gokke, Tomma og Jenna og fleira." En Chaplin? „Já, líka hann.“ Áfram hélt sú stutta að búa til peninga og lánaði blaðamanni fyrir strætó yfir í næsta hús. — sagði Áslaug dóttir, 9 ára Ameðan á samtali blaðamanns og leiðbeinendanna stóð sat lítil telpa á næsta borði, prúð og stillt, og var eitthvað að sýsla. Hún heitir Áslaug Björk Þor- steinsdóttir og er 9 ára. Hvað ertu að gera? „Ég er að búa til peninga." Það er ekki amalegt, ætlarðu að búa til mikið af þeim? „Ég veit það bara ekki. Ég hætti þegar pappirinn er búinn,“ svaraði sú stutta Hefurðu verið hér í Saltvík áð- ur? „Já, ég var hérna í fyrrasumar." Er svona gaman hérna? „Já, alveg ofsalega." Er skemmtilegast að fara á hestbak? „Nei, mér finnst skemmtilegast að teikna og lita og svoleiðis, en líka gaman að fara á hestbak. Ég datt einu sinni af baki en meiddi Morgunblaöið/RAX Áslaug Björk, 9 ára, var að búa til peninga þegar Morgunblaðsmenn bar að garði og undi sér rel. Hún sagðist eiga kærasta en hann ræri ekki í Saltrík heldur ætti heima rétt hjá sér. »Eg sagði vitleysu“ Sigurður Óskarsson, 8 ára Dúndrandi diskótónlist ómaði um veggi eins hússins í Saltvík, og þegar inn kom var allt í fullum gangi. Krakkarnir sýndu fádæma skemmtileg tilþrif og hver æfði sinn dans sem mest hann mátti því seinna um daginn átti að fara fram danskeppni. Snaggaralegur snáði vakti athygli blaðamanns. Fyrst og fremst fyrir það að sýna dansmenntinni ákaf- lega lítinn áhuga. Áhuginn beind- ist allur að öðrum hlut. Nefnilega körfubolta. Snáðinn heitir Sigurð- ur Óskarsson og sagðist vera átta ára. Ætlar þú ekki að vera með í danskeppninni? „Nei, ég hugsa ekki. Ég kann ekkert að dansa eins og stelpurn- ar.“ Meira gaman að boltanum? »Já.“ Er gaman að fara á hestbak? „Já, alveg ofsalega, ef maður dettur ekki af baki.“ Ertu alltaf að stríða stelpunum? „Nei,“ svaraði Sigurður, en ein- hver glampi í augum hans sagði blaðamanni að nú væri farið frjálslega með staðreyndir. „Bara stundum," bætti hann svo við. „Ég sagði vitleysu áðan,“ sagði Sigurð- ur. Nú, hváði blaðamaður. „Já, ég er ekki átta ára, ég er orðinn níu.“ Látum þetta vera lokaorðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.