Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 Sigurbjörn Bárðarson á Neista frá Kolkuósi. Benedikt Þorbjörnsson á Styrmi frá Seli. Lárus Sigmundsson á Herði frá Bóluhjáleigu. Evrópumót eigenda íslenskra hesta í vændum: A brattann að sækja fyrir íslenska liðið Hestar Valdimar Kristinsson Nú í áttunda sinn taka íslend- ingar þátt í Evrópumóti eigenda ís- lenskra hesta og munu að venju sjö menn og hestar taka þátt í mótinu fyrir íslands hönd. Undan er gengin úrtökukeppni og íslenska liðið valið að henni lokinni. I»eir sem valdir voru æfðu hesta sína sameiginlega þann tíma sem leið frá úrtöku og þar til hestunum var skipað um borð í Reykjafoss sem flutti hestana til Gautaborgar. Eftir því sem síðast fréttist fekk ferðin út að óskum en venjan hefur verið að flytja hestana með flugvél sem tekur mun styttri tíma og er það léttbærara fyrir hest- ana. Mjög gott var í sjóinn þá Hmm daga sem ferðin tók og að sögn virt- ust hestarnir hinir sprækustu þegar til Svíþjóðar kom. Síðan á Evrópumótinu í Hol- landi ’79 hefur verið reynt að draga eins lengi og mögulegt er að flytja hestana út vegna smithættu en eins og menn muna veiktust allir hestar islenska liðsins á áð- urnefndu móti. En nú varð að fara fyrr en æskilegt var talið þar sem notast varð við skipið. Talið er að það taki hross minnst fjóra til fimm daga að jafna sig fullkom- lega eftir siglingu miðað við gott veður meðan á siglingu stendur. Tveir nýliðar meðal reyndra knapa Þeir sjömenningar sem nú skipa landslið íslands í hestaíþróttum eru allir kunnir hestamenn og all- ir utan einn hafa atvinnu að meira eða minna leyti af tamningu. Þessir menn hafa getið sér gott orð á sýningum og keppni á und- anförnum árum en þó eru þeir með misjafnlega mikla reynslu í keppni á erlendri grund. Tveir nýliðar hljóta sína eld- skírn í evrópumótskeppni, þeir Eiríkur Guðmundsson og Kristján Birgisson. Eiríkur keppir á skeiðhestinum Hildingi frá Hofsstaðaseli en hann var í fremstu röö skeiðhesta á síðasta ári og náði m.a. besta tíma ársins í 250 metra skeiði, 22,0 sek. Eirík- ur sem hefur sýnt hesta að segja má frá blautu barnsbeini og er hann í dag einn snjallasti skeið- reiðarmaður landsins. Er þess skemmst að minnast er hann setti nýtt íslandsmet í 250 metra skeiði á Villing frá Möðrudal nú fyrir skömmu. Þeir félagar munu keppa í 250 metra skeiði og fimmgangi og öllum líkindum í gæðinga- skeiði. Kristján Birgisson er með fjór- gangshestinn Hálegg frá Syðra- Dalsgerði. Kristján er vel kunnur í heimi hestamennskunnar og hefur hann m.a. verið stigahæsti kepp- andi á fslandsmóti. Hann stundar nám í Verslunarskóla fslands en hefur tamningar og þjálfun hesta að aukastarfi. Háleggur er ekki mjög þekktur hestur á landsmæli- kvarða en hinsvegar hefur hann unnið til verðlauna á íslandsmót- inu í ár og einnig í innanfélags- móti. Kristján keppir í tölti, fjór- gangi, hlýðni, æfingum og víða- vangshlaupi. Hinir fimm hafa allir keppt áð- ur á Evrópumótum og er þar Aðal- steinn Aðalsteinsson með flest mót að baki. Hefur hann keppt I fjórum mótum, fyrst í Austurríki ’75, síðan í Danmörku ’77, Hol- landi ’79 og Þýskalandi ’83, en þar varð hann evrópumeistari í fimm- gangi á Baldri frá Sandhólum. í Danmörku varð hann annar í tölti en evrópumeistaratitill i þeirri grein er einn eftirsóttasti titillinn. Aðalsteinn starfar við tamningar og þjálfun og hefur hann verið fremstur í flokki skeiðreiðar- manna í áraraðir en hefur lítið tekið þátt i kappreiðum í ár. Einn- ig hefur hann setið margan hest- inn til sigurs, bæði á sýningum og kappreiðum. Hesturinn sem Aðal- steinn keppir nú á er Rúbín frá Stokkhólma. Hefur hann ekki ver- ið mikið í kepnum en gat sér fyrst frægð á nýafstöðnu fjórðungsmóti er hann komst í úrslit í A-flokki gæðinga. Aðalsteinn keppir I fimmgangi og báðum skeiðgrein- unum. Sigurbjörn Bárðarson, sem keppir nú á Neista frá Kolkuósi, hefur tekið þátt í þremur evrópu- mótum, Danmörku ’77, Hollandi ’79 og Noregi ’81. Reyndar varð þátttaka hans í Hollandi enda- slepp, en þar mætti hann með Garp frá Oddstöðum til keppni en dýralæknar töldu að hesturinn væri veikur og var hann dæmdur úr leik, en þess má geta að þeir voru efstir í fimmgangi eftir for- keppnina. Sigurbjörn hefur verið afkástamikill við öflun verðlauna á hestamótum í meira en áratug og hefur hann komið við sögu í flesum ef ekki öllum keppnis- greinum hestaíþrótta. Hann er lærður blikksmiður en starfar ein- göngu við þjálfun og tamningu hrossa. Neisti og Sigurbjörn hafa unnið til margra verðlauna bæði í gæðingakeppni og íþróttamótum. Þeir keppa í tölti, fimmgangi, hlýðniæfingum og skeiðgreinum. Benedikt Þorbjörnsson, sem keppir á Styrmi frá Seli, spreytir sig nú í þriðja sinn á evrópumóti, var í Danmörku ’77, Noregi ’81. Styrmir er lítt þekktur hestur, hefur lítið verið í keppni, en Bene- dikt er aftur þekktur fyrir fágaða reiðmennsku og góðan árangur í keppnum. Auk þess að hafa keppt á áðurnefndum mótum hefur hann verið mikið erlendis og tekið þátt þar í mótum bæði smáum og stór- um. Benedikt sem hefur lifibrauð sitt af hestamennsku keppir í sömu greinum og Sigurbjörn. Lárus Sigmundsson keppir nú öðru sinni á evrópumóti nú á hest- inum Herði frá Bjóluhjáleigu. Hann var í íslenska liðinu í Þýska- landi ’83. Lárus er eini liðsmaður- inn sem ekki hefur atvinnu sína af hestum en hann er múrari að mennt og starfar sem slíkur. Þeir Lárus og Hörður hafa staðið framarlega í keppni í fyrra og í ár, en þeir munu keppa í tölti og fjór- gangi.. Hreggviður Eyvindsson keppir nú í annað skipti á evrópumóti, var í Noregi ’81. Keppnishestur Hreggviðs að þessu sinni er Fróði frá Kolkuósi, er hann nokkuð þekktur keppnis- og sýningarhest- ur. Vakti hann mikla athygli þeg- ar Hreggviður sýndi hann á Hestadögum í Garðabæ. Var Hreggviður sjálfur á tveimur jafnfljótum með Fróða í taumi. Hafa þeir báðir verið í eldlinunni eftir þetta. Hreggviður er lærður rafvirki en starfar að mestu við járningar og tamningar. Hann keppir í tölti, fjórgangi, hlýðniæf- ingum og víðavangshlaupi. Að lokinni þessari upptalningu er rétt að geta hér eins manns sem nú er fjarri góðu gamni. Er það Reynir Aðalsteinsson sem nú í fyrsta skipti frá því þessi mót hóf- ust er ekki í íslenska liðinu. Ekki er ástæðan sú að hann hafi ekki komist í lið heldur olli því breytt- ar aðstæður. Hann rekur sem kunnugt. er hestabúgarð í Þýska- iandi auk þess að vera með rekstur að Sigmundarstöðum sem áður. Reynir er án efa einn alsnjallasti reiðmaður fslands og hefur hann orðið evrópumeistari í tölti auk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.