Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. AGÚST 1985 Italskt skemmtiferða- skip varð frá að hverfa vegna veðurs ÍTALSKT skcmmtiferöaskip, C. Eugenio, komst ekki að bryggju í Keykjavík í gærdag vegna veðurofsa, og varð frá að hverfa án þess að nokkur af 750 farþegum þess fengi stigið fæti á íslenska grund. í gærmorgun voru milli 9 og 11 vindstig úti af Ytri höfninni í Reykjavík og ekki á það hættandi að taka skipið upp að. Var ákveðið að bíða fram eftir degi og sjá hvort veður lægði, en um miðjan dag var vindur enn mikill, svo skipstjórinn taldi ekki ástæðu til að bíða lengur og sigldi skipið á haf út skömmu síðar. C. Eugenio er 217 metra langt og er stærsta skemmtiferðaskip sem til landsins mun koma í Ferðaskrifstofan Atlantik hafði undirbúið skoðunarferð og mat fyrir um 600 farþega skipsins og sagði Ólafía Sveinsdóttir hjá Atl- antik að þarna hefðu veðurguðirn- ir reynst þeim dýrir. „Þetta er búið að vera mikill barningur frá því snemma í morg- un. Skipið fylgir strangri tíma- áætlun og það stóð til að það færi aftur um sexleytið, en við lifðum í voninni fram yfir hádegi að hægt yrði að taka skipið upp að og seinka brottför eitthvað. En spáin fyrir kvöldið var slæm og því ákvað skipstjórinn að tefja ekki frekar. En okkur tókst þó að skila nokkrum farþegum um borð, sem komu til landsins flugleiðis," sagði Ólafía. Ólafía sagði að svo virtist sem þetta skip væri hálfgerður óheilla- gripur, því síðast þegar það kom til Reykjavíkur fyrir tveimur ár- um skemmdi það krana í Sunda- höfn. „Við erum farin að verða hálf hjátrúarfull varðandi þetta skip,“ sagði Ólafía. C. Eugenio kom til íslands frá Bretlandi og hélt héðan áleiðis til Boston og New York. Það mun ekki hafa viðdvöl í Reykjavík á heimleið sinni. ítalska skemmtiferðaskipið C. Eugenio, 217 metrar að lengd. Veðurhæðin var svo mikil í Reykjavík í gær að skipið komst ekki að bryggju. Umferð frá heimkeyrslum að sveitabæjum víki ávallt fyrir umferð á þjóðvegum UMFERÐ á einkavegum, svo sem heimkeyrslum að sveitabæjum, skal ævinlega víkja fyrir umferð á þjóðvegum, þó að engin umferðar- 'merki séu er gefi slíkt til kynna. Ákvæði um þetta er að finna í 48. grein umferðarlaganna en þar segir: „Þeir sem aka frá brún akbrautar, einkavegum, löndum, lóðum, bifreiðastæðum eða aka yfir gangstéttir, skulu víkja fyrir umferð á vegi þeim, sem ekið er inn á.“ Morgunblaðið hafði samband við Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjón umferðardeildar, vegna fyrirspurnar lesanda, sem að gefnu tilefni lék hugur á að vita hver væri réttur ökumanna á þjóðvegum. Sagði óskar að um- ferð af þeim vegum sem nefndir væru í lagagreininni ætti skil- yrðislaust að víkja fyrir umferð á þeim vegi sem ekið væri inn á. Þar gilti almennur umferðar- réttur aldrei, þó ökumenn álitu oft svo, þar sem hvergi væri að finna biðskyldu- eða stöðvun- arskyldumerki á slíkum vegum. o INNLENT Frá fundi Greenpeace á Hótel Loftleiðum í fyrrakvöld. Lengst til vinstri er Stephen McAllister.Mor|íunblað'ö/RAX Miklar deilur meðal grænfriðunga um baráttuaðferðir eftir opinn fund þar sem þeir fóru mjög halloka: Sögðu fundinn vera „stórslys“ MIKLAR deilur risu meðal græn- friðunga eftir almennan kynningar- fund, sem þeir héldu í fyrrakvöld á Hótei Loftleiðum. Þóttu grænfrið- ungar fara þar mjög halloka og ekki hafa á reiðum höndum mótrök gegn rökum íslendinga fyrir vísindalegum veiðum sínum. Var hart deilt á for- svarsmennina fyrir að hafa undir- búið fundinn illa, meðal annars að hafa ekki séð til þess að túlkur yröi viðstaddur til að túlka milli íslensku og ensku. Þótti það bera vott um lítilsvirðingu á málstað íslendinga að ætlast til þess að þeir ræddu mál- in á ensku við grænfriðunga. Þá voru margir Evrópubúar í hópi grænfriðunga ekki hrífnir af hótun- um um refsiaðgerðir gegn íslenskum útflutningi breyttu íslendingar ekki um afstöðu. „Stórslys" var orðið sem grænfriðungar um borð í Síríusi notuðu um fundinn er Morgunblaðið hitti þá þar að máli i gærdag. Á fundinum kom fram að and- staða grænfriðunga gegn hval- veiðum íslendinga í vísindalegu skyni, markast ekki af því að þeir hafi á reiðum höndum efnisleg rök gegn vísindalegum veiðum íslend- inga, heldur af því að þeir bera velferð hvala fyrir brjósti umfram önnur spendýr á jörðinni. Þeir munu aldrei koma til með að sætta sig við hvalveiðar af einu eða öðru tagi, þó svo sýnt verði fram á að óhætt sé að veiða úr stofnunum án þess að þeim stafi útrýmingarhætta af. Þessi var í það minnsta afstaða Stephen McÁllister, talsmanns grænfriðunga á fundinum. Hann fullyrti ennfremur að þetta væri og afstaða 2 milljóna stuðnings- manna grænfriðunga, en það kom ekki heim og saman við það sem grænfriðungar um borð í Síríusi sögðu. Virtust þeir ekki á einu máli hvað þetta atriði varðaði. Aðspurður um hvað grænfrið- ungar hefðu við vísindaáætlun ís- lendinga að athuga, sagðist McAll- ister ekki geta svarað því, til þess skorti hann þekkingu, en hann sagði vísindamenn væntanlega síðari hluta vikunnar sem gætu svarað því. Þá vísaði hann til álits vísindanefndar Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Bandarískur vísindamað- ur, dr. Lampertsen, sem stundað hefur rannsóknir á hvölum hér við land, sagði vísindanefndina ekki virðulega vísindastofnun, margir viðkomandi vísindamanna væru handbendi ríkisstjórna sinna og hefðu ekki einu sinni séð hvali. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknarstofnunar, sagði það alrangt að vísindanefndin hefði lagst gegn vísindalegum veiðum Islendinga, eins og grænfriðungar héldu fram. Hið rétta væri að hún hefði aðeins skoðað fyrstu þrjá liði áætlunarinnar og klofnað í fjóra minnihluta í afstöðunni til henn- ar. Aöeins einn þessara minni- hluta hefði verið á móti fyrirætl- unum íslendinga. „Ég hef tekið þátt í aðgerðum grænfriðunga gegn losun úrgangs- efna í hafið og hefði verið tilbúinn til að hætta lífi mínu fyrir mál- staðinn, en nú er ég efins. Ég er ekki sammála því að reynt sé að beita Islendinga viðskiptaþving- unum. Ég hélt við værum hingað komnir til að ræða við íslendinga fyrst og sannfæra þá með rökum, en vera ekki með yfirgang," sagði Ricardo Sagarminaga, sem er frá fiskiþorpi í spánska Baskalandi. Hann sagðist hafa óbeit á svona vinnubrögðum og skilja viðbrögð íslenskra sjómanna vel, sem ættu allt sitt undir fiskveiðum, enda væri hann frá fiskiþorpi. Sama viðhorf kom fram hjá fleiri grænfriðungum. „Þegar við reynd- um að stöðva það að úrgangsefni væru losuð í Norðursjóinn, fannst mér það göfugur málstaður sem við börðumst fyrir. Við vorum Davíð að berjast við Golíat og það fannst fólki út um allan heim líka og við höfðum samúð þess. Nú er allt annað upp á teningnum. Menn verða að hugsa sinn gang. Þeir þykjast geta komið frá sínum stóru Bandaríkjum og sagt: „Ef þið gerið ekki eins og við viljum þá eyðileggjum við alla ykkar mark- aði“. Margir okkar eru frá litlum þjóðum, Hollendingar, Danir og fleiri og við kunnum ekki að meta svona yfirgang,” sagði Ricardo Sagarminaga ennfremur. Hjá öðrum grænfriðungum kom fram að um taktísk mistök væri að ræða í þessari baráttu. Hins vegar voru þeir á einu máli um það að lslendingar hefðu visindin að yfir- skini í veiðum þeim sem þeir ætl- uðu að stunda. Sögðu þeir að hvalveiðar í atvinnuskyni gætu ekki farið saman við vísindalegar veiðar og nefndu að opna þyrfti hvalinn strax og hann hefði veiðst til að kæla hann, þannig að hann gæti orðið útflutningsvara. Við það töpuðust mikilvæg vísindaleg gögn. Hafnarfjörður: Framkvæmdir hefjast við nýja lögreglustöð í haust Llki*TJ<U*T,rtÍl(e"*0 Ktt» Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur heimilað út- boð á framkvæmdum við innrétt- ingar og fullnaðarfrágang í nýju lögreglustöðinni við Helluhraun í Hafnarfirði, og má búast við að vinna hefjist þar með haustinu. Áætluð verklok eru í janú- armánuði árið 1987 og er gert ráð fyrir að verkið kosti 23 milljónir króna. Fjárveiting er fyrir hendi til að byrja á verk- inu, en viðbótarfjárveiting verður að koma til á næsta ári, að sögn Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra dómsmála- ráðuneytisins. Lögreglumenn í Hafnarfirði hafa verið mjög óánægðir með núverandi húsakost sinn í Hafnarfirði, og hafa Vinnueft- irlit ríkisins og Heilbrigðisráð Hafnarfjarðar lýst húsnæðið óviðunandi. Á það bæði við um vinnuaðstöðu lögreglunnar og fangageymslur. Húsnæðið á Helluhrauni var keypt fyrir hálfu þriðja ári, þá tilbúið und- ir tréverk, en ekkert hefur ver- ið unnið í því hingað til. Um síðustu mánaðamót skoðuðu fulltrúar Heilbrigðis- ráðs Hafnarfjarðar fanga- geymslurnar og gerðu þá kröfu að þær yrðu færðar til betri vegar fyrir 15. þessa mánaðar, ella yrði farið fram á það við lögreglustjóra að geymslunum yrði lokað. Var einkum lögð w* •«* ** I I l ---- I Lrr [\ Fyrsta fréttin um ástandið í gömlu lögreglustöðinni í Hafnarfirði birtist i Morgunblaðinu I. ágúst sl. áhersla á að loftræstingin yrði hefðu komið til að kann að- bætt. stæður og væntanlega yrði haf- Lögreglumenn í Hafnarfirði ist handa við endurbætur inn- sögðu í gær að iðnaðarmenn an tíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.