Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 • * Jón Þ. Árnason: Spurningin er: Hvers má vænta af forystuliði, sem er um megn aö gera sér grein fyrir mætti margfóld- unartöflunnar? Lífríki og lífshættir CIV. Að ríkjandi skoðun efnis- og mannhyggjufólks er manneskj- an því sem næst fullkomin. Bæði til sálar og líkama. Þetta viðhorf styðst ekki af skornum skammti við boðskap Biblíunnar. Hún hefir lýst hana afdráttarlaust æðstu og frábærustu lífveru jarðar með því að „maðurinn er skapaður í mynd Guðs“. Nú sýna heimur og saga hins vegar, að hæfni og baráttusvig- rúm manna er allmiklu tak- markaðra en máttur og megin frumgerðarinnar — það veit Guð. En bersýnilega bara hann einn. Manneskjan sjálf segist bara vera „kóróna sköpunar- verksins", reyndar ekki alveg al- máttug, en hún telur sér þó fátt ómáttugt. Hinu guðdómlega al- ræði á hún að þakka að þannig er þessu f stórum dráttum ekki farið. Sem betur fer. Vélknúin trúarbrögð „Vilji er allt, sem þarf!“ segir f gamalli herhvöt, er börn lærðu ung í skóla, og hafði sitt gildi sem slík. Síðar var þeim kennt, að stöðugar framfarir, reistar á bjargi mannlegrar skynsemi, hefðu í sífellu bætt heiminn og fegrað, og loks, að i skjóli þess- arar skynsemi, væri allt fram- kvæmanlegt. Vélvædd tæknitrú gleypti sálir mannanna — og pyngjuhyggjan líkamina. Sprengjan og sprengjurnar eru álitlegir vitnisburðir um sigur þessarar skynsemi, enda gefur ásýnd heimsins helzt til kynna, að hann hafi misst vitið af ein- tómri skynsemi. Með þeim árangri, að við öslum áfram í veröld vinnuæðis, og því afsiðun- ar, þar sem fjöldinn er svo neyzlufrekur, að meltingarfærin hafa ekki undan, öll fyrirhyggja dæmist tímasóun — og undrast samt, að alltaf fjölgar „rottun- um/ með löngu skottunum/ sem naga og naga“, eins og Davíð kvað. 1 svokölluðum velferðarríkjum Vesturlanda er vaxandi eyðslu- máttur þegnanna (á peninga- máli: hagvöxtur) óaðskiljanlega háður framþróun tækninnar og endurbótum framleiðslutækja. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hvers konar hafa látið dáleiðast af undrum og stór- merkjum nútímatækni, sem — eins og ævinlega — sækir mátt í afrek ofurmenna, látinna og lif- andi, langflestum öldungis óskiljanleg. Af leiftrum þessara afreka hefir fjöldinn fengið ofbirtu í augun og hneigzt til þeirrar trúar, að ekkert við- fangsefni væri svo mikið um sig, að ekki yrði leyst á farsælan hátt eftir leiðum tækninnar og með göldrum hennar. Einu gild- ir, hvort heldur verkefnið er af rótum stjórnmála eða lífríkis, einatt verða fyrstu viðbrögð, ná- lega ósjálfrátt, að leysa vandann með að finna upp nýjar tækni- brellur. Uppljómun fáránleikans Gegndarlausu orkubruðli er mætt með nýjum kjarnorkuver- um. Úrræðaleysi í stjórnmálum er bætt upp með að smíða enn fleiri og áhrifameiri sprengjur og flugskeyti og eldvörpur. Eitr- ur. og spillingu hins náttúrulega umhverfis er svarað með sér- smíðuðum tækjum og vélum, er með sínum hætti hafa venjulega þau áhrif á náttúruríkið, sem enn er alls óvíst um, hverjar af- leiðingar kunna að hafa í för með sér. Með tilraunum til að finna tæknilegar lausnir allra vandamála, er þeim oftast ýtt yfir lífríkið fram og aftur, og mjög oft eru afleiðingarnar af „lausnunum" skaðlegri en meinsemdin, sem í upphafi var ætlunin að nema burt. Ein allranýjasta hugljómunin af ofsatrúnni á að unnt sé að leysa sérhvern vanda með há- tæknimeðulum er hin útbreidda bábilja um að lausn offjölgunar jarðarbarna sé fólgin í að hanna, . smíða og reisa íbúðaborgir í geimhafinu. óvizka væri auðvitað að neita, að fræðilegir möguleikar reynd- eina lífsvon, að það læri að hugsa frá grunni allt öðruvísi en hingað til,“ segir Fritjof Capra, hinn heimskunni eðlisfræðingur og Heisenberglærisveinn (í bók sinni „The Turning Point“). Capra virðist því vera sæmi- lega bjartsýnn. Gallinn er eink- um sá, að „mannkynið" hefir aldrei lært að hugsa — en það hefir hent að tekizt hafi að þvinga það til að þræða vegi, sem lífríkið hefir lagt. Enda þótt hugmyndin um að stofna geimnýlendur handa um- frambörnum jarðar, eigi fremur heima í óraskáldskap en veru- leika, hefir hún sér þó til ágætis að undirstrika vandamál, sem orðið er geigvænlegt, enda mun hún að mestu eiga rætur til þess að rekja. Hér á ég við stígandi offjölgun farþega um borð í geimfarinu Jörð. eða 9000 á klukkustund, 216.000 á sólarhring. í lok ársins 1985 verða jarðarbúar, ef ekkert stór- slys á heimsmælikvarða ber að höndum, 78.840.000 fleiri en í ársbyrjun. í lok síðari heimsstyrjaldar- innar, hroðalegasta blóðbaðs allra alda, lifðu og skrimtu fleiri manneskjur á jörðinni en í upp- hafi hennar. Jafnvel þyrstustu blóðseppar sögunnar, Stalín og Mao, gátu ekki hamið tímgun- arkraft þegna sinna, en undir drottinvaldi þeirra létu yfir 100.000.000 manna lífið, að því er Jacobi fullyrðir (í blaði sínu „Welt am Sonntag", nr. 20/19. maí 1985). Og enn færist vöxtur í synda- flóð mannlegra líkama. Nú iða rúmlega 4.800.000.000 „kórónur sköpunarverksins", væntanlega allar „í Guðs mynd“, á reiki- stjörnunni Jörð. Engin spen- HÉR VANTAR SÍZT JAFNRÉTTI eitra og þekja yfirborð, jarðvatn og uppsprettulindir án afláts. Gegn betri vitund magnar múgkynið níðingsskap sinn gegn lífríkinu. Óskammfeilnir hags- munajálkar ganga jafnvel svo langt að réttlæta ósvinnuna með þeim „rökum", að ekki megi stofna atvinnuöryggi verka- lýðsins í hættu eða skerða mögu- leika til fjárfestinga. Þá varðar aðeins um eitt. Stundarhag sjálfra sín og sinna. Að þeirra áliti eru arftakarnir ekkert of fallegir til að erja hraunið. Hagvaxtartíðindi Og það verður sannarlega ekk- ert hjáverk. Jafnvel þó að eyðslumáttur ykist ekki hót. Flestum hlýtur að ofbjóða sú hryllisýn, að fjölda bíla, verk- smiðja, borga og bæja, hrað- brauta, vega og kjarnorkuvera tvöfaldist, að „herra náttúrulög- málanna" klóri tvöfalt meira af jarðolíu, kolum og málmgrýti úr iðrum jarðar, að hann dreifi tvö- falt meira af ónáttúrulegum verksmiðjuafurðum yfir akra, tún og engi, að hann spúi tvöfalt meiri eitursvælu til himins, veiti tvöfalt meira skolpi og leðju í inn- og úthöfin árlega að 41 ári liðnu heldur en hann gerir nú. Samt sem áður mun hann koma öllu þessu í verk í smáu og stóru eftir nákvæmlega 41 ár, ef mannkynið á ekki að lifa við ennþá aumkunarverðari skilyrði en nokkru sinni fyrr, ef fleiri milljónahundruð eiga ekki að svelta, ef allur nýfrelsisheimur- inn á ekki að verða ein endalaus Saheleyðimörk. Ástæðan er beinlínis sú, að eftir 41 ár, árið 2026, mun tví- fætlingum jarðarinnar hafa fjölgað um 100% frá árinu 1985 að óbreyttum fjölgunarforsend- um, eða í næstum 10.000.000.000 — tíu milljarða — . Og ef trúar- leiðtogum eyðslumáttarins hefir ekki tekizt að nýta þennan gálgafrest til að tvöfalda afla og uppskeru, tekjur og eignir, orku- notkun og akbrautir atkvæða- skara sinna, mun eymd og vol- æði, sem fæstir nútímamenn munu geta gert sér í hugarlund, Lok „kjarabaráttu“ Skringileg Upp, upp og út * Ogurlegar mynd í geiminn! víxlverkanir ust fyrir að framkvæma slíkar hugmyndir, og stofna nýlendur af þessu tagi einhvern góðan veðurdag. Að svo miklu leyti, sem áform og áætlanir í þessu skyni hafa hingað til verið kynntar, en einkum þó vegna hugarfarsins, er að baki býr, sýnist þess sízt að vænta, að eft- irsókn eftir varanlegri búsetu þar yrði meiri en í slöku meðal- lagi, nema ef vera skyldi af hálfu vélmenna. Helzti smíðagallinn á þessari skrúfjárnahugsjón er þó að mínu viti ekki fólginn í því, að hún sé óframkvæmanleg af tæknilegum ástæðum. Vísindin hafa þegar lagt tækninni alla nauðsynlega þekkingu í skaut. Meinlokan er fyrst og síðast trúin á að unnt sé að lækna stjórnmála- og menn- ingarsjúkdóma helsærðrar plán- etu með kínalífselixir geimtækn- innar. „Mannkynið á sér því aðeins Stalín + Mao = 100.000.000 lík Árið 1969 kom út bók (Die menschliche Springflut") eftir Claus Jacobi, nú annan tveggja yfirritstjóra „Welt am Sonntag". Síðan þá, á rúmum 15 árum, hef- ir farþegum fjölgað um rösklega 1.200.000.000. f þéttri fylkingu, maður á hælum manns, myndi hún auðveldlega geta hlykkjað sig 10 sinnum umhverfis jörðina um miðbaug. 1.200.000.000 manns! Meira en 1.800 ár, tímaskeiðið frá fæðingu Jesú til krýningar Napoleons, þurfti mannkynið til að fjölga sér um 1.000.000.000. Nú Ieikur það sér að þessu á rúmum 12 árum, þrátt fyrir fjöldafóstur- dráp af samkvæmisástæðum. Á sérhverjum 2 sekúndum fjölgar mannkyninu um 5 kroppa, þ.e. 150 á mínútu hverri, dýrategund, að rottunni einni undanskilinni, getur státað af öðru eins fjöldafylgi. Offjölgunin er komin á það stig, að jafnvel sólkerfi Jarðar býður ekki upp á nema stund- arskjól þó að búferlaflutningar gætu hafist strax. Ef hafizt yrði handa á þessu andartaki og geimfar, hlaðið liðlega 100 kon- um og körlum, sent af stað sérhverja mínútu til að létta á ofurþunganum, myndu tunglið og reikistjörnunnar Venus, Merkúr, Mars, Júpíter og Sat- úrnus verða jafn þéttbyggðar og plánetan okkar er nú, á nálægt 50 árum. Vegna óhemjandi eyðslulosta mannkynsins, gengur það stöð- ugt lengra og lengra í náttúru- ránskp sínum. Óendurnýjanleg náttúruauðævi ganga til þurrð- ar. Velferðarafurðirnar, sorp og skarn og skolp, einnotaumbúðir og úrgangur verksmiðjuiðnaðar verða óumflýjanlegt hlutskipti mannheims. Hér er aðeins miðað við óbreyttan eyðslumátt, þ.e. enga „kjarabót" næstu 41 ár. Ef á hinn bóginn væri reiknað með hagvaxtarloforðum atvinnulýð- ræðismanna, nefnilega 7% ár- legri aukningu, sem hingað til hefir þótt snyrtilegt loforð, þá yrði djöfulmóðurinn orðinn 867 sinnum magnaðri en hann er nú eftir 100 ár. Slíkt væri auðvitað hrekkja- lómaskrítla, móðgun við alla, sem vilja teljast með fullu viti. Eftir stendur óhaggað, að ríkj- andi og dafnandi óheillakrákur mata hver aðra með víxl- verkandi margföldunarafli: — Því meira líf á jörðu, þeim mun vonlausari verða allar tilraunir til að halda því í líf- vænlegu horfi, — því meira, sem gengur á hráefnaforða jarðar, þeim mun meiri verða náttúruspjöllin, — því fleiri atómsprengjur, sem framleiddar verða, þeim mun sterkari verður vissan um, að þær komist í hendur hryðju- verkabófa. O.s.frv. O.s.frv. Ef annars nokkuð verður þá „framvegis".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.