Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 Jt Móöir okkar, tengdamóðir og amma, VILHELMÍNA TÓMASDÓTTIFt trá Vestmannaeyjum, Eyjaholti 10, Garöi, lést í Borgarspítalanum aöfaranótt 12. ágúst. Hrönn Edvinsdóttir, Jón Gunnar Torfason, Kristinn Edvinsson, Björgvin Jónsson, Edvin Jónsson. t Móöir mín og amma okkar MARGRÉT SIGURLAUG EINARSDÓTTIR, Elliheimilinu Grund, andaöist í Landakotsspítalanum þriöjudaginn 6. ágúst siöastliöinn. Fyrir hönd aöstandenda. Jóna Hansen, Júlíus Þorbergsson, Margrét Helgadóttir, Jóhann Valgaró Ólafsson. + Eiginkona mín og móöir okkar, SOFFÍA THORARENSEN, Einarsnesi 72, lést föstudaginn 2. ágúst. Jaröarförin hefur fariö fram. Helgi Thorarensen og synir. + Eiginkona mín, HANNA HARALDSDÓTTIR, iést i Landakotsspítala aöfaranótt 12. ágúst. Fyrir hönd aóstandenda, Gunnlaugur Jónsson. + Hjartkær eiginmaöur minn, SAMUEL STEWART RITCHIE, andaöist í Borgarspítalanum 13. ágúst. Fyrir hönd aöstandenda, Hulda Valdimarsdóttir Ritchie. + Útför ÞÓRARINS ÞÓRARINSSONAR, fyrrverandi skólastjóra á Eíðum, sem lést 2. ágúst, fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á aö láta styrktar- og minningarsjóö Borgarspítalans eöa aörar liknarstofnanir njóta þess. Sigrún Sigurþórsdóttir, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Stefán Þórarinsson, Siguröur Þór Þórarinsson, Ragnheiöur H. Þórarinsdóttir, Hjörleifur Þórarinsson, Halldór Þórarinsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Guömundur S. Jóhannsson, Sigríöur Vilhjálmsdóttir, Helga Jóna Þorkelsdóttir, Margrét Jónsdóttír, Hans Uwe Vollertsen, Bergþóra Baldursdóttir, Sigríöur H. Wöhler Jóhann Grétar Einarsson. Hjördís Vilhjálms dóttir - Minning Fsdd 18. apríl 1936 Dáin 3. ágúst 1985 Harmafregn hefur borist okkur. Hún Hjördís frænka okkar er lát- in iangt um aldur fram. Stórt skarð hefur verið höggvið í þenn- an litla frændgarð, þar sem Guð- rún systir hennar féll frá á sama aldri, fyrir um fjórum árum síðan og faðir hennar árið eftir. Hjördís var þriðja í röðinni af fjórum dætrum hjónanna Auðar Sigurgeirsdóttur og Vilhjálms Hjartarsonar, útgerðarmanns á Siglufirði. Þar ólst hún upp í glöð- um systrahóp á stóru og fallegu heimili, þar sem reglusemi og hógværð einkenndu heimilisbrag- inn. Strax sem barn varð hún í miklu uppáhaldi hjá öllum sem kynntust henni. Hún var sérlega fjörug og skemmtileg, alltaf hress og kát og þurfti alltaf að vera að reyna eitthvað nýtt. Alltaf tilbúin að gera öðrum greiða og sérstak- lega var hún góð við gamalt fólk. Þetta indæla barn óx upp og varð að fallegri og glæsilegri ungri stúlku, með Ijósa lokka og fallegt bros, sem kom öllum í gott skap sem voru nálægt henni. Vilj- inn, dugnaðurinn og hinn hress- andi blær sem einkenndu hana sem barn, fylgdu henni alla tíð. Félagslynd var Hjördís og vildi alltaf hafa einhvern í kringum sig. Snemma gekk hún í skátahreyf- inguna og starfaði í henni og mörg sumur fór hún að Úlfljótsvatni þar sem hún átti ljúfa daga við leik og söng eins og skáta er siður. Eftir gagnfræðapróf fór Hjördís í íþróttaskólann að Laugarvatni og útskrifaðist þaðan. Þar á eftir kenndi hún sem farandkennari við hina ýmsu húsmæðraskóla, sem þá voru starfandi, en hætti þegar hún giftist. Seinna þegar börnin fóru að stálpast tók hún til við kennslu aftur og kenndi í mörg ár við skóla í Malmö. Árið 1958 gift- ist hún eftirlifandi manni sínum, Einari G. Sveinbjörnssyni fiðlu- leikara, hinum mesta öðlings- manni. Nokkrum árum seinna fluttu þau til Svíþjóðar þar sem Einar gerðist konsertmeistari við sinfóníuhljómsveitina í Malmö. Þau byggðu sér einbýlishús í út- hverfi Malmö og eignuðust þar fallegt heimili sem bæði lögðu mikla vinnu í að móta. Hjördís var gestrisin með af- brigðum og glæsilegur gestgjafi. Hefur það komið sér vel því marg- an gestinn hefur borið að garði hjá þeim hjónum og ekki voru Einar og börnin eftirbátar hennar í að gera gestkomandi dvölina sem ánægjulegasta. Þau hjónin eignuðust fjögur börn: Auði og Margréti, sem báðar eru giftar og eiga hvor sína dótt- urina; Sveinbjörn, sem er við nám í tónlistarskóla, og Jón Inga í for- eldrahúsum. Hjördís var í senn börnum sín- um góð vinkona og móðir. Hún naut samvistanna við þau og vildi helst hafa þau öll sem næst sér. Líf þeirra verður ekki eins auðugt þegar hennar nýtur ekki lengur við. Hvers virði væri lífið ef við ættum engar minningar. Megi minningin um Hjördísi, ljúfa og elskulega, lýsa í því myrkri sem nú grúfir yfir fjölskyldu hennar. Megi góður Guð styrkja ykkur öll. Helga og Dísa Sr. Gunnar Árna- son - Minning Presturinn minn og fjölskyldu minnar nyrðra um langa hríð er látinn. Ég kveð hann eftir langa viðkynningu og góða með þökk og virðingu. Énginn prestur er mér nær í endurminningunni. Prestur- inn minn. Árið 1925 kom nýr prestur til starfa í Bergstaðaprestakalli í Austur-Húnavatnssýslu. Ekki settist hann þó að á Bergsstöðum eftir komuna i prestakallið, heldur dvaldist hann að Holtastöðum. Árið eftir er hann kominn að Æsustöðum sem voru gerðir þá að prestsetri. Nýi presturinn var ekki nema 24 ára er hann kom, ókvænt- ur, beint frá prófborðinu. Hann var afar kvikur í hreyfingum, lítill vexti. Ekki tónaði presturinn, og þótti það sumum nokkur ljóður á ráði hans. Foreldrar mínir voru þar á öðru máli en margir. Töldu að sjálft Orðið væri aðalatriði góðrar guðsþjónustu. Presturinn var ræðumaður góður; hann talaði ekki of lengi í einu á stólnum — þess vegna varð margt það er hann sagði fólki eftirminnilegt. Hann kom „niður“ á jörðina í ræð- um sínum; og leið boðun sjálfs Orðsins ekkert við það. í mínum huga voru Æsustaðir í tíð sr. Gunnars og frú Sigríðar frá Auðkúlu mikið menningarheimili. Og í vitund minni er Gunnar presturinn á Æsustöðum, því að þar man ég hann sem prest um langa hríð. Hann var góðvinur foreldra minna. Hann og faðir minn áttu eitt einkum sameigin- legt: báðir voru skáldmæltir og unnu góðum kveðskap. Eins og fyrr sagði settist sr. Gunnar að á Æsustöðum. Þar rak hann búskap öll prestskaparárin, um hálfan þriðja áratug. Og hann var góður búmaður. Börn fæddust þeim prestshjónunum fimm að tölu á áratug, hvert öðru efni- legra. Presturinn tók mikinn þátt í félagsmálum sveitar og héraðs, svo og á víðari vettvangi. Hvar- vetna þótti hann ráðhollur, enda var hann vitur maður, og góðgirn- in var þar sannarlega með í för. Að koma að Æsustöðum fyrir afdaladreng, eins og þann sem þetta ritar, var í sjálfu sér ævin- týri. Hvergi gat að líta stærra og merkara bóksafn í öllu prestakall- inu, að ég ætla. Hvergi var söng- listin í meiri hávegum höfð. Áður en gengið var til náða settist hús- freyjan við orgelið og lék sálma- lög, en viðstaddir sungu með, einnig gestir. Þetta fannst mér af- ar hátíðlegt — og fagurt. Sr. Gunnar jarðsöng foreldra mína. Svo hafði til talast milli föð- ur míns og prestsins, að sá sem lifði annan minntist hins. Ég kveð minn ágæta sóknar- prest frá æskuárum og bið honum blessunar á veginum framundan. Með samúðarkveðjum til ætt- menna hans. Auðunn Bragi Sveinsson T* CjsKTcjR Stórafsláttur næstu daga á allskonar matar- og kaffistellum — flátum o.fl. Rýmum fyrir nýjum vörum Höfðabakka 9 opið frá kl. 10—12 og 13—18 Póstkort til stuðn- ings baráttu gegn kjarnorkuvopnum SAMTÖK um kjarnorkuvopnalaust ísland hafa gefið út póstkort í svarthvítu með grafíkmyndum eftir átta myndlistarmenn úr félaginu fs- lensk grafík. Kortin eru gefin út til stuðnings baráttu gegn kjarnorkuvopnum og til að minna á hana. Þau eru til sölu í bókabúð Máls og menningar, Bóksölu stúdenta, Gallerí Borg, Gallerí Langbrók og Hótel Vík. Myndlistarmennirnir sem gerðu kortin eru: Ingiberg Magnússon, Jóhanna Bogadóttir, Jón Reykdal, Lísa Guðjónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrid Valtingojer, Svala Sigurleifsdóttir og Valgerð- ur Hauksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.