Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 45 Aðalsteinn Aðalsteinsson á Rúbfn frá Stokkhólma. Eiríkur Guðmundsson á Hilding frá Hofsstaðaseli. Ragnari Tómassyni liösstjóra er fleira til lista lagt en að vafstra í félagsmálum hestamanna og selja fasteignir því hann er prýðis reiðmaður og hér situr hann skeiðgamminn Börk frá Kvíabekk í úrslitum A-flokksgæðinga á fjórðungsmótinu í sumar. þess að hafa á flestum ef ekki öll- um mótunum verið í verðlauna- sætum. Þótt Reynir sé ekki með í þetta skipti er ekki þar með sagt að hann sé búinn að leggja árar í bát og er vonandi að islenskar keppnissveitir framtíðarinnar eigi eftir að njóta félagskapar hans því það er vandfyllt skarðið sem hann skilur eftir sig. Að síðustu er rétt að geta liðs- stjórans sem er Ragnar Tómasson sem er velþekktur meðal hesta- manna. Hann starfar sem fast- eignasali í Reykjavík en hefur ver- ið viðriðinn hestamennskuna hátt í tvo áratugi. Hlutverk liðsstjóra er að sjá um ýmsa hluti utan vall- ar, útvega þá hluti sem nauðsyn- legir mega teljast og vera liðs- mönnum til ráðuneytis um hvern- ig best er að haga hlutunum þegar í keppnina er komið. Dómarar fyrir Islands hönd á þessu móti verða þeir Sveinn Jónsson og Haf- liði Gíslason. Mótsstaðurinn sagður sá besti Mótið er að þessu sinni haldið hjá bænum Vargarda sem er um 70 km norðaustur af Gautaborg. Hefst það fimmtudaginn 15. ágúst en þá fara fram kynbótadómar og er það í fyrsta skipti sem kynbóta- hross eru leidd í dóm á evrópu- móti. Hver þátttökuþjóð má senda tvö hross en aðeins eitt hross mætir héðan. Er það hryssan Hilda frá Stykkishólmi en hún varð sem kunnugt er önnur í flokki hryssna sex vetra og eldri á fjórðungsmótinu í sumar. Meðal dómara verður Þorkell Bjarnason og verður hann yfirdómari. Samkvæmt dagskrá mun mót- inu Ijúka sunnudaginn 18. ágúst. Mótssvæðið heiitir Tanga Hed og er það æfingasvæði sænska hers- ins. Ragnar liðsstjóri fór þangað fyrir skömmu til að kanna aðstæð- ur og taldi hann þetta bestu að- stöðu sem hann hefur séð fram að þessu fyrir mót sem þetta. Húsa- kostur á svæðinu er góður, fjöldi svefnskála, snyrting og baðað- staða. Hesthús verða í formi tjalda en hestarnir frá Islandi eru í girðingu um 150 metra frá vall- arsvæðinu og hafa liðsmenn þar tvö hjólhýsi sem verður þeirra bækistöð á mótsstaðnum. Sjálfir munu þeir gista á hóteli skammt frá og sagði Ragnar að það tæki um fimm mínútur að ganga frá hótelinu út á mótssvæðið. Öll að- staða til upphitunar keppnis- hrossa er eins og besta verður á kosið. Vellina, þ.e. 200 metra hringvöllur og skeiðbraut, kvað Ragnar vera góða. Ekki var reynd- ar búið að valta hringvöllinn þeg- ar Ragnar var þarna á ferðinni en hann sagði að efnið í honum væri þess eðlis að hægt væri að ráða hversu harður völlurinn yrði en það réðist af því hversu mikið væri valtað. Skeiðbrautin er aftur harður malarvegur og sagðist Ragnar búast við hún reyndist vel. Upphaflega átti að halda mótið í Alingsas sem er örlftið nær Gautaborg. En með stuttum fyrir- vara var því breytt og töldu marg- ir vafasamt hvort Svíarnir réðu við þetta verkefni en eftir að hafa hitt fólk sem sér um undirbúning- inn fyrir mótið kvað Ragnar bera fullt traust til þeirra og efaðist hann ekki eitt augnablik um að vel verði staðið að öllum þáttum varð- andi undirbúning og mótshald. Hófleg bjartsýni um árangur Islendinganna Sú kenning hefur átt vaxandi fylgi að fagna að tslendingar sendi annars flokks hesta á annað hvert evrópumót. Eru rökin þau að árið fyrir Landsmót séu menn nískir á góðu hestana og vilji heldur bíða með þá til Landsmótsins. Ef litið er til baka má sjá að mikið er til í þessu. Á evrópumótið í Austurríki ’75 voru sendir nokkuð góðir hest- ar og árangur nokkuð góður, einn evrópumeistaratitill auk verð- launasæta í öðrum greinum. (Landsmót haldið árið á undan.) Á næsta mót var einnig gott lið á ferðinni og stemmir það ekki al- veg við kenninguna því Landsmót var haldið 1978 og ’79 var gott lið aftur á ferðinni en því miður fengu hestarnir ekki tækfæri til að sanna getu sína vegna veikind- anna sem áður var minnst á. I Noregi ’81 voru hestarnir heldur í lakari kantinum þótt sumir kepp- endanna næðu góðum árangri, ótrúlega góðum satt best að segja. Síðan í Þýskalandi ’83 sendum við út sterka sveit og árangurinn varð þar hreint frábær. Tveir evrópu- meistaratitlar og fjórir íslend- ingar í úrslitum í fimmgangi. Fyrir þá sem ekki vita eða muna að þá var haldið Landsmót ’82. Nú er Landsmót í vændum á næsta ári og telja ýmsir að menn hafi verið nískir á hesta sína í úr- tökuna og ekki þurfi að búast við að íslendingar ríði feitum hesti frá þessu evrópumóti. Það sem olli kannski hvað mestum vonbrigðum var að ekki skyldu fást betri fimmgangshestar í liðið en raun varð á. Því þar höfum við verið hvað sterkastir. Ekki er gott að spá um árangur nema vita hversu sterkir hestar munu mæta frá öðrum þjóðum. Beinast augu manna því helst að Þjóðverjum en vitað er að einn mjög sterkur fimmgangshestur er þar í sveit- inni, stóðhesturinn Prati frá Hlöðutúni sem Walter Feldmann keppir á. Hefur hann náð að skeiða 250 metrana á 22,0 sek sem er reyndar sami tími og Hildingur náði í fyrra. Einnig er Prati talinn mjög sterkur í fimmgangi og jafn- vel í töltinu líka. Frá Austurríki koma tveir sterkir fimmgangs- hestar, þeir Fjölnir frá Kvíabekk, sem Tómas Ragnarsson varð evrópumeistari á í Þýskalandi, og Sóti frá Kirkjubæ. Þeir bræður Jóhannes og Piet Hoyos keppa á þessum hestum. Að sögn hefur Fjölnir skeiðað á 22,5 sek í sumar og má búast við að Jóhannes og Feldmann muni koma sterklega til greina sem sigurvegarar í keppninni um stigahæsta kepp- anda á fimmgangshesti. Af ís- lendingunum er það Sigurbjörn Bárðarson sem helst kæmi til með að blanda sér í keppnina um þenn- an titil en svona fljótt á litið eru möguleikar hans hverfandi litlir. Að mati undirritaðs eru mögu- leikar okkar manna á evrópu- meistaratitli mestir í skeiðinu og er það Hildingur og Eiríkur sem menn einblína á. Þegar aðstæður eru góðar og tekst að láta hestinn liggja er hann nokkuð öruggur undir 23,0 sek og ætti það að gefa von um verðlaunasæti en við ramman er reip að draga sem eru þeir Fjölnir og Prati. Einnig má vænta að Blossi frá Endrup og Dorte Rasmussen hin danska geti blandað sér í baráttuna. Öllum á óvart virðast möguleik- ar á fjórgangslínunni heldur meiri og er það keppnin um stigahæsta keppandann sem við gætum átt möguleika. Þeir Hreggviður og Kristján verða þar í eldlínunni og liggja möguleikar þeirra í því að Þjóðverjarnir Hans Georg Gund- lach á Skolla og Daniela Stein á Seif frá Kirkjubæ fari ekki með hesta sína i víðavangshlaupið, en Þjóðverjarnir sniðgengu þá grein á síðasta móti. Á þetta að sjálf- sögðu við um aðra sterka keppend- ur á fjórgangshestum, því lítið er vitað um styrkleika óþekktra hesta og knapa. Ekki má gleyma Lárusi og Herði því margir telja að hann eigi möguleika á sæti í úrslitum í annaðhvort tölti eða fjórgang og vissulega yrði það ánægjulegt því þetta eru greinar sem við höfum staðið höllum fæti í. Óstöðugleiki helsti veikleikinn Það væri ósanngjarnt að segja að nú sé teflt fram lélegum hest- um því þessir hestar hafa sýnt á sér mjög góðar hliðar, en vera kann að veiki punkturinn sé hversu misgóðir þeir hafa reynst í keppnum. Er þetta því mikil spurning um það hvort þeir eigi það sem kallað er góðan dag. Því má segja að á góðum degi geti þessir hestar náð langt og er von- andi að svo verði með sem flesta af þessum sjö hestum. í þessu sambandi má nefna að ósjaldan hefur það gerst að íslendingarnir komi verulega á óvart á evrópu- mótunum. Fyrst hér var minnst á veikan punkt er viö hæfi að geta þess sterka líka. Allir íslensku kepp- endurnir búa yfir góðri keppnis- reynslu og menn eins og Benedikt, Sigurbjörn og Aðalsteinn eru aldrei sterkari en þegar mikið liggur við og þarf ekki að búast við öðru en þeir selji sig dýrt. Ekki má gleyma hinu fjölmenna stuðningsliði sem fer utan til að hvetja landann. Eftir því sem næst verður komist verða þarna á þriðja hundrað íslendingar meðal áhorfenda og er vonandi að menn liggi ekki á liði sínu við að hvetja strákana. En það verður þó að ger- ast á réttum augnablikum. Að þessu sinni er vert að vera hóflega bjartsýnn því það þjónar litlum tilgangi að byggja skýja- borgir sem standast e.t.v. ekki og síðan þarf að búa til ýmiskonar afsakanir ef illa fer. Ef vel gengur verður gleðin því meiri ef stærð vonarneistans er stillt í hóf og svo ber að gera nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.