Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 Twin Otter-vélar skoðaðar um heim allan: Ekkert athuga- vert vid ís- lensku vélarnar FLUGMÁLASTJÓRN barst á iostudaginn skeyti frá kanadísk- um flugmálayfirvöldun) um að láta skoða vængfestingar í þeim þremur Twin Otter-vélum sem til eru á landinu. Ástæðan var sú að sprungur fundust í vængfesting- um tveggja Twin Otter-véla í Bandaríkjunum, en ávalt þegar alvarlegrar bilunar verður vart í flugvélum er látin fara fram skoð- Sverrir Hermanns- son um tilboð Nátt- úruverndarráðs: „Ætli þetta sé ekki bara spjall hjá sér- trúarhópnum“ „ÉG VRIT ekkert hvaðan þetta boð er komið. Ég hef ekki séð það,“ sagði Sverrir Hermanns- son iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var inntur álits á boði Náttúru- verndarráðs til Kísiliöjunnar og iðnaðarráðuneytisins sem greint var frá í frétt í Morgunblaðinu í gær. Þar segir að Náttúruvernd- arráð hafi boðið ráðuneytinu og Kísiliðjunni að skipa full- trúa í fimm manna nefnd sér- fræðinga, sem vera á ráðgef- andi fyrir stjórn Rannsókn- arstöðvar Náttúruverndarráðs við Mývatn varðandi komandi rannsóknir á lífríki vatnsins og áhrifum efnistöku Kísiliðj- unnar á það. Einnig er rætt við Þórodd Þóroddsson for- mann stjórnar Rannsóknar- stöðvarinnar. „Ég þekki ekki manninn sem rætt er við. Hann hefur aldrei talað við mig og hefur engin boð gert mér, hvorki fyrr né síðar. Ætli þetta sé ekki bara eitthvert spjall hjá þessum sértrúarhópi um málið. Ég veit ekkert um þetta boð,“ sagði iðnaðarráðherra. un á vélum sömu tegundar um heim allan. Twin Otter-vélarnar eru framleiddar í Kanada og eru hátt í þúsund vélar af þessari tegund í notkun í 74 löndum. Af íslensku Twin Otter-vélunum er ein í eigu Arnarflugs, en tvær í eigu Flugfélags Norður- lands. Allar vélarnar þrjár voru skoðaðar strax, en ekkert reyndist athugavert við þær. „Þetta er hrein rútína og okkur berst mörg skoðunar- tilmæli á hverju ári. En sé bil- unin talin alvarleg fyrirskipar flugmálastjórn í því landi sem viðkomandi vél er framleidd skoðun innan ákveðinna tíma- rnarka," sagði Grétar Óskars- son hjá Loftferðaeftirlitinu. Qlafsfjörður: 12 hvolpar í einu goti **v»*Mn & ów^ HÚN PÍLA, heimilistíkin á Skarði á Skarðsströnd, vann það afrek fyrir um það bil viku að gjóta hvorki meira né minna en 12 hvolpum. Einn þeirra drapst fljétlega. En hinir 11 lifa við góða heilsu, börnunum á bænum til mikillar gleði. Að sögn Kristins Jónssonar, bónda á Skarði, er Píla frá Reykjavík, en kom að Skarði fyrir fjórum árum. Hún er af labradorkyni, en faðir hvolpanna er af skoskum ættum. Það verður örugglega nóg að gera hjá Pílu á næstunni. Á myndinni sjáum við hana, þar sem hún reynir að sinna þörfum afkvæmanna ellefu. 150 manns þegar komn- ir á atvmnuleysisskrá — 20—30 bætast við á næstu dögum Akureyri, 13. ágúst. „ÞAÐ SEGIR sig sjálft að þegar 150 manns eru þegar komnir á atvinnuleys- isskrá og vitað er að 20 til 30 bætast við á næstu dögum, þá hefur það afgerandi áhrif í 1.100 manna byggðarlagi," sagði Ágúst Sigurlaugsson, formaður Ólafsfjarðardeildar verkalýðsfélagsins Einingar, þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í dag. „Fram til áramóta er að óbreyttum aðstæðum ekkert framundan hjá obbanum af okkar fólki annað en atvinnuleysisbæt- ur, nema til komi aukning á kvóta togaranna eða að útgerðinni takist að fá keyptan kvóta, en á því er mér sagt að séu litlar líkur. Af- koma Ólafsfirðinga fram til ára- móta má því segja að sé í höndum sjávarútvegsráðherra þessa dag- ana,“ sagði Ágúst einnig. Frá Ólafsfirði eru gerðir út þrír togarar, Sigurbjörg, sem breytt hefur verið yfir í frystitogara og skilar því ekki hráefni til frysti- húsanna, Ólafur Bekkur, sem að- eins á eftir um 150 tonn af kvóta sínum, og Sólberg, sem er þegar búinn með kvótann. Starfsfólki beggja frystihúsanna á staðnum hefur verið sagt upp störfum og sömu sögu er að segja um starfs- fólk stærsta saltfiskframleiðand- ans, Sigvalda Þorleifssonar. Þess- ir þrír aðilar veita alls á þriðja hundrað manns atvinnu að öllu jöfnu, en nú virðist ljóst að starf- semi þeirra muni liggja niðri fram til áramóta, nema til komi aukinn kvóti togaranna. Ármann Þórðarson, forseti bæj- arstjórnar Ólafsfjarðar, sagði að á fundi bæjarráðs í kvöld yrði at- vinnuástandið væntanlega rætt, en að sínu mati yrði að koma til aðgerða stjórnvalda til lausnar á þessum vanda ólafsfirðinga, sem byggðu í raun alla sína afkomu á fiskvinnslu. „Stjórnvöld verða að hafa einhvern þann hátt á með kvótann, að hægt sé að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist sem nú er hér. Þeir eru ekki það marg- ir kaupstaðirnir á landinu sem byggja afkomu sína í jafnríkum mæli á fiskvinnslu og við. Við verðum að fá aukinn kvóta," sagði Ármann Þórðarson. G.Berg. Ólafsfirðingar hafa enga sérstöðu umfram aðra — segir Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ „ÁSTANDIÐ á Ólafsfirði hefur enga sérstöðu miðað við aðra staði á landinu," sagði Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna en nú er mikið atvinnuleysi á Ólafsfirði. „Ég er ekki kominn til með að sjá að það verði neitt alvarlegt atvinnuleysi á Ólafsfirði. Það eru fleiri möguleikar sem skipin geta nýtt sér eins og til dæmis rækjuveiðar auk sfldar og loðnukvóta í haust, en kannski velja þeir þann kostinn að gera ekki neitt.“ Kristján benti á að með kvóta- kerfinu væri mönnum gefið meira frjálsræði til að ákveða hvernig þeir vildu haga sjósókn sinni í stað gamla veiðikerfisins, sem byggði á skrapdögum og há- marksafla. Ólafsfirðingar hefðu valið að breyta skipi í frystitog- ara og hagað útgerð sinni með þeim hætti, sem þeir teldu sér hagkvæmast og gæfi mesta arð- semi á hverjum tíma. Erfiðleikarnir á Ólafsfirði væru þeir sömu og búast mætti við að kæmu upp annars staðar á landinu. Stærsti hluti flotans ætti og kæmi til með að eiga í erfiðleikum með aflakvótann. Þetta væri mál sem hver og einn yrði að taka afstöðu til því fyrir- fram væri vitað hve mikill kvóti kæmi í hlut hvers á ári. Ástæðan fyrir því að mönnum hefði geng- ið erfiðlega að fá keypta kvóta annars staðar að væri fyrst og fremst sú að aflinn í ár hefur verið betri en oft áður og þess vegna minna um að menn seldu kvótann sinn. Fiskveiðistefnan miðaði að því að byggja upp fiskistofninn til að geta átt næg- an fisk í sjónum og fyrirbyggja jafn miklar aflasveiflur og verið hafa á undanförnum árum. Skipakosturinn væri hinsvegar meiri en við höfum verkefni fyrir. „Ég sé enga ástæðu til að breyta núgildandi fiskveiði- stefnu. Við höfum sett okkur aflamark og hvað við ætlum að fiska á ári og það hefur verið kynnt hverjum þeim sem ætlar að veiða. Það væri að koma aftan að þeim, sem hafa tekið tillit til þessara reglna, að fara að breyta þeim núna. Við eigum ekki að taka tillit til aflasveiflna á milli ára ef við ætlum að fiska tiltekið magn. Hafa ber í huga að þorsk- afli á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er 50 þúsund lestum meiri en á sama tíma í fyrra og hefur því eðlilega gengið meira á þorsk- kvótann nú en þá. Hinsvegar er annar botnfiskafli 34 þúsund tonnum minni en aflakvóti þeirra tegunda þó hliðstæður við það sem var í fyrra. Menn hafa því stundað þorskveiðar í rikari mæli vegna góðra aflabragða og geymt sér veiði annarra tegunda til haustsins. Frá markaðslegu sjónarmiði er í dag vöntun á öðr- um tegundum en þorski sem skýrist af framangreindum ástæðum," sagði Kristján að lok- Ráðherra hafnar boði Hagvirkis: Tel svar- ið út í hött - segir Jóhann Bergþórsson, for- stjóri Hagvirkis JÓHANNI Bergþórssyni, forstjóra Hagvirkis hf., barst í gær formlegt svar frá Matthíasi Bjarnasyni sam- gönguráðherra, þar sem hann hafn- aði tilboði Hagvirkis um lagningu bundins slitlags á veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar. Eins og komið hefur fram hugðist Hagvirki fjármagna vegarlagninguna með sölu á skuldabréfum, sem ríkinu bæri síðan að greiða á árunum 1987-92. Jóhann sagði að í bréfi sínu rökstyddi ráðherra svar sitt í fyrsta lagi með því að segjast vera hlynntur útboðum, og í öðru lagi telur hann að fjáröflunarleið Hag- virkis myndi skerða það fé, sem til skiptanna er á innlendum mark- aði. „Ég get ekki séð af hverju sam- gönguráðherra ætti að hafa áhyggjur af því hvernig við höfum hugsað okkur að fjármagna veg- arlagninguna, svo ég tel að þetta svar hans sé út í hött,“ sagði Jó- hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.